Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Jen Fe heilsuplásturinn er pýramídasvindl

Ef orðinu „plástur“ er skipt út fyrir „drykkur“, „duft“, „mansjúríusveppur“ eða eitthvað álíka þá hljómar eftirfarandi auglýsing ansi kunnulega:

Loksins er fáanlegur á Íslandi þessi frábæri heilsuplástur. 100% náttúruleg innihaldsefni, engin aukaefni! Ef e-ð af eftirfarandi á við þig þá gætum við hjálpað þér! Þarftu að léttast, vantar þig aukna orku, viltu minnka sykurþörfina og fá jafnari blóðsykur yfir daginn, ertu með svefntruflanir, viltu koma jafnvægi á líkamsstarfsemina á heilbrigðan og náttúrulegan hátt!

Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt! Reyndar þarf ekki að leita lengi á netinu til þess að sjá að þetta er ekki allur sannleikurinn (1). Framleiðandinn er þar m.a. gagnrýndur fyrir að gefa ekki fullnægjandi upplýsingar um innihaldsefni plástranna og rannsóknir á virkni þeirra. Gullöld heilsuplástranna var fyrir 15 árum síðan en enn streitast fyrirtæki við að koma þeim á markað.

Jen Fe plásturinn er ekkert einsdæmi því fyrir eru á markaðnum ótal „heilsuvörur“ sem eiga að lækna alls konar kvilla. Sjaldan er vísað til rannsókna heldur eru jákvæðir vitnisburðir látnir nægja um gagnsemi vörunnar („allir í kringum mig voru að léttast...bla bla bla...“).

Það er eftir miklu að slægjast ef framleiðandanum tekst að koma vöru sinni í tísku. Sölufyrirkomulag plástranna er dæmigert pýramídafyrirkomulag þar sem „dreifingaraðilinn“ þarf að borga fúlgur fjár fyrir að komast inn í sölukerfið og græðir ekkert fyrr en hann er kominn með harðduglega sölumenn fyrir neðan sig í keðjunni (2).

Þess má að lokum geta að verð hjá vefverslun framleiðandans í Bandaríkjun er yfir 7.000 kr. (69$) fyrir mánaðarskammt af ódýrari gerðinni en dýrari gerðin („Power Patch“) kostar yfir 12.000 kr. (120$) á mánuði.

Sverrir Guðmundsson 27.10.2008
Flokkað undir: ( Kjaftæðisvaktin )

Viðbrögð


Helgi D. - 27/10/08 11:13 #

Ég myndi nú kynna mér málið betur áður en þú dæmir vöruna. Konan mín er einmitt að nota þessa plástra (er ekki að selja þá, bara neytandi) og þvlíkur munur segir hún. Eftir barnsburð hefur hún verið afar slæm í skrokknum ásamt því að liðagigt hefur leikið hana grátt. Eftir mikið líkamlegt púl, eins og t.d. líkamsrækt og langar göngur sem dæmi hefur hún verið handónýt í skrokknum og þurft að leita í sjúkraþjálfun og nudd til að halda sér góðri, sem er talsvert dýrara en notkun á plástrunum. Bara með því að nota þessa plástra hafa verkirnir horfið. Hvort sem það eru plástrarnir eða hvað þá finnst henni það alveg 12 þúsund króna virði að sleppa við mikla verki og háar upphæðir í sjúkraþjálfun og nudd í hverjum mánuði.......

Hvað markaðshugmyndina varðar má að sjálfsögðu deila um.....En plástrarnir hafa allavega breytt miklu fyrir hana....


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 27/10/08 11:58 #

Svolítið fyndið að í greininni stendur:

Sjaldan er vísað til rannsókna heldur eru jákvæðir vitnisburðir látnir nægja um gagnsemi vörunnar („allir í kringum mig voru að léttast...bla bla bla...“).

og Helgi D. kemur með nákvæmlega svona vitnisburð sem á að sanna að þetta sé alveg rosalega gott en ekki einhvað kjaftæði. Helgi, þú mættir vísa í einhverjar rannsóknir ef þú veist um einhverjar. Við hér á Vantrú tökum ekki mark á vitnisburðum því það hefur sannað sig margoft að það er ekkert að marka þá.

Síðan vil ég spyrja hvað það er sem gerir þessa plástra svona "læknandi"?


Helgi D. - 27/10/08 14:59 #

Ég fann mig bara knúinn til að commenta fyrst að konan er búinn að vera að prófa þetta.

Ég þekki þennan plástur í rauninni ekki baun, fékk hann í hendurnar fyrir tveimur vikum og átti að láta konuna prófa þetta. Ég hef sjálfur ekkert kynnt mér málið en langaði bara svona að varpa ljósi á þetta, þar sem konan hefur ekki lagt það í vana sinn að ljúga að mér :) Þar sem hún segir hann svínvirka....

Annars er vafalítið hægt að grafa upp einhverjar rannsóknir varðandi gagnsemina á þessu, ég reikna allavega svona fastlega með því að þeir styðji sig við einhverjar rannsóknir þeir sem eru að framleiða þetta. Ég þarf að sjá hvort ég finni ekki eitthvað og svo skal ég pósta því hérna


Helgi D. - 27/10/08 15:16 #

Clinical Study Summary Jen Fe Patch

Þetta var svona það sem ég fann í fljótu bragði.....Virðist allavega vera einhverjar rannsóknir að finna ef þú googlar þetta.....Er ekki annars best að prófa þetta bara sjálfur áður en maður dæmir??

Clinical Study Summary Jen Fe Patch

A synopsis of the 12-week, randomized,double-blind, placebo-controlled study on the effects of the Nexagen USA Jen Fe Patch on weight loss, waist circumference, resting metabolic rate and body composition.

In a one year study starting in December 2005, Nexagen USA subjected its Jen Fe Next patch to the most rigorous form of testing in the universe of clinical research - a methodology beyond reproach that is considered by industry experts to be the 'Gold Standard' for scientific evaluation.

The 12-week trial was conducted to objectively compare the effects on weight loss, resting metabolic rate and body composition that result when the Jen Fe Next patch is used relative to when it is not used. The desired result of this study was an objective, quantitative evaluation . It was therefore critically important that only the most highly regarded and reliable of scientific testing methods be used. Anything short of this may have produced a result that would fail to be objective, fail to be scientifically viable or leave some room for doubt about the effectiveness of the Jen Fe Next patch. It became clear early on that removing all doubt was necessary to the objective at hand, and would require the use of a randomized, double-blind, placebo controlled testing environment .

To fully understand the importance of using this specific type of test, it's important to understand the individual elements of the test, what each one means and how each served to fortify the integrity of the testing environment.

A randomized sample, as it relates to scientific testing, is one in which every part of the sample group has in identical chance of being selected any time a selection is made from the entire sample. To be a truly random, the only variable that can be present at the time of selection is chance.

In the case of the Jen Fe trial, random selections were made from an original group of one hundred obese or overweight subjects. The original one hundred subjects were chosen on the basis of their commonalities: all subjects were required to be between the ages of 18 and 75, have a body mass index of 25 or higher and had to be free of any serious chronic disease. This original group of one hundred test subjects also excluded people who had recently taken certain medications, weight loss medications or supplements as well as other medical variables that have been shown to interfere with test results.

Once the one hundred original subjects were finalized, completely random selections were made from this group to establish two separate groups of fifty test subjects each. One of these groups would be the 'Placebo' or 'Control' group, and the other would be the 'Jen Fe' or 'Active' group. A placebo-controlled study is one in which the effects of a given variable, in this case the Jen Fe Next patch, are tested against the effects of a placebo, which is a variable for which there is known to be no effect.

In this study, the Jen Fe Next patch was compared to a placebo patch with only adhesive and no active ingredients. In addition to the placebo control, participants from both groups were given the same instructions for diet and exercise, to further eliminate variations between the two groups. All participants were instructed to follow a balanced diet between 1200 and 1500 calories per day, and to engage in regular exercise (approximately 30 minutes of walking each day).

A double-blind study is one in which neither the subjects being tested nor the persons administering testing are aware of the critical aspects of the experiment. The purpose of a double-blind study is to add yet another safeguard to protect the validity of test results. The result is a test that is free from any possible experimenter bias and what is known as the placebo effect (the idea that a test subject receiving a placebo may change their behavior based on what they believe the placebo is doing). Test subjects, both in the Control (Placebo) Group and in the Active (Jen Fe) Group were aware of little more than the fact that they were to follow certain guidelines with regard to diet and exercise, that they must follow specific instructions to apply an adhesive patch each day, and that they must keep a log of their activities related to each. The persons administering the evaluations of the test subjects were not aware of which participants were in the Control Group and which were in the Active Group.

All subjects were assessed a total of four times--once at the onset of the experiment, and at every subsequent 4-week interval for a total of 12 weeks. At each interval, all participants were objectively evaluated with identical equipment on the basis of total weight, body mass index, waist circumference and other key health variables. In addition, all subjects were also screened to ensure that the original criteria for participation had not changed-this included testing for the use of certain medications, pregnancy and other medical variables that could be a source of error in experimentation.

Ultimately, the Jen Fe Next patch passed this test of seemingly insurmountable scrutiny with an exceptional performance, particularly in the categories of weight and inches lost. In fact, when the 12-week assessments of both the Active (Jen Fe) Group and the Control (placebo) group were compared, the difference was remarkable. Jen Fe Next patch users lost an average of 68% more weight than those in the control group and lost an average of 44% more around the waist than those who wore the placebo patch.

In addition to a superb performance in both inches and weight lost, the study data demonstrates that the Jen Fe Next patch does not exude any of the adverse side affects that are common to many weight loss products. In fact, the data indicates that Jen Fe Next had no adverse effect on blood pressure, heart rate or respiratory rate.

In summary, the Jen Fe Next Clinical trial quantifies what so many already subjectively understood-that the Jen Fe Next patch is a very safe and effective product that, when used in combination with proper nutrition and exercise, can affect incredible weight loss results.


Baldvin (meðlimur í Vantrú) - 27/10/08 15:32 #

Textinn sem Helgi vitnar til er tekinn af heimasíðu framleiðandans hérna svo ekki getur þetta talist alveg óháð rannsókn. Ég sé þess heldur ekki merki að þetta hafi verið birt í ritrýndu tímariti.

Ég leitaði snögglega að "jen fe next" á Google scholar, sciencedirect og PubMed en fann engar ritrýndar greinar um þetta. Það þýðir auðvitað samt ekki að þær séu ekki til.


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 27/10/08 15:40 #

Forslean® is an extract from the herb Coleus Forskohlii, the manufacturer says it helps to mobilize fat and stimulate the thyroid.

ChromeMate™ is a natural form of chromium. The manufacturer says it has been shown to enhance energy levels, helping the body burn calories and promote weight-loss.

Guarana is a natural source of caffeine, which apparentlyhelps the body move fat out of storage and into the bloodstream, where it burns up as energy.

Fucus Vesiculosus, or Bladderwrack, is a marine algae which has been used as a homeopathic remedy for over 100 years to speed up metabolic rate and break down fatty tissues.

Ok, þetta eru innihaldsefnin skv. einhverri vefsíðu sem ég fann. Kemur kannski á óvart ef fólk missi aðeins meira við að nota plásturinn þar sem það er Guarana í honum.

Fucus Vesiculosus er annars hómopata"lyf", þetta innihaldsefni er t.d. fullkomið kjaftæði. Hómopatalyf eru lyfleysur. Við að sjá þetta segir mér eiginlega að um svikamyllu sé að ræða.

Eru einhverjar leiðbeiningar um mataræði sem fylgja plástrunum?

Síðan finnst mér verðið á þessu fáránlegt, 7000kr fyrir svona plástur allt of mikið. Hvað borgaði konan þín fyrir þetta því verðið miðast við dollara?


Helgi D. - 27/10/08 15:51 #

Við fengum reyndar mánaðarskammt gefins af þessu, til að prófa. Hún er allavega það ánægð með þetta að hún ætlar að halda áfram.

Hún fékk engar leiðbeiningar varðandi matarræði eða slíkt, gerði ekki neitt öðruvísi nema að nota plásturinn


Brynjólfur Þorvarðarson (meðlimur í Vantrú) - 27/10/08 21:21 #

Fucus Vesiculosus sýnist mér vera það sem við köllum "söl", þetta er bara venjulegur fjöruþari. Það er hægt að kaupa hann þurrkaðan í Nóatúni og það er mjög gömul hefð fyrir því að hann virki sem megrunarlyf og einnig gegn bólgum ýmiskonar. Þetta hefur hins vegar ekki verið sannreynt vísindalega. Wikipedia er með ágætis grein um þetta. Japanir éta þetta grimmt, þeir verða manna langlífastir og eru víst grannir upp til hópa þ.a. ekki getur þetta skaðað!

Coleus Forskohlii er jurt sem inniheldur efnið forskolin (aftur er Wikipedia með ágætis grein). Þetta efni hefur að því er virðist vel þekkt áhrif á frumustarfsemi, eykur framleiðslu cyclic adenosin mónofosfats sem hefur mjög víðtæk áhrif á frumu-level en kannski ekki eins vel rannsakað hvaða áhrif það hefur á líkamann í heild. Í rannsókn virðist koma í ljós að forskolin auki vöðvamassa og testósterón framleiðslu og því er það markaðsett til vaxtaræktarmanna. Wikipedia nefnir ýmsa aðra mögulega virkni forskolin.

Forskolin hefur auk þess, eins og kaffein, svo kölluð "lipolysis" áhrif sem geta aukið losun fitu úr fitufrumum. Hvort þau geri það í raun er svo annað mál

Króm er nauðsynlegt líkamanum en það er yfirleitt nóg af því í dökku grænmeti og grófu korni. Einnig í söl. Ofneysla króms er talin hættuleg.

Helgi, ég myndi benda konunni á að kaupa sér poka af söl í Nóatúni (eða einhverri heilsubúðinni) og fá sér smá á hverjum degi. Síðan er hægt að nálgast forskolin á einhverri líkamsræktarstöðinni - og rakvél í leiðinni.

Í sjálfu sér er alveg hugsanlegt að þessi efni hjálpi til við fitulos en slíkt hefur ekki verið rannsakað af hlutlausum aðila. Bara það eitt að þetta skuli vera í plástri vekur grunsemdir, það er flókið að koma lyfjum í þannig form að þau smjúgi í gegnum skinn.

Verðið er fáránlega hátt og söluaðferðin er auðvitað svindl eins og greinin bendir á.

Sem sagt: Fá sér söl á hverjum degi, borða gróft brauð og dökkt grænmeti og kannski grænt te til að skola því niður. Ætti að gera sama gagn og kostar ekki nema brotabrot.


Jón Frímann - 27/10/08 23:50 #

Þari, allar gerðir. Eru ekkert nema þörungar sem lifa saman í hópum. Þetta er því ekkert nema plöntur sem fólk er að borða þurrkað. Gerir líklega sama gagn og annað grænmeti ef þetta er borðað.

Ég hef enga trú á því að þessir plástar virki nokkurn skapaðan hlut. Konan þín er líklega að upplifa sálræn áhrif með notkun plástrana.

http://en.wikipedia.org/wiki/Seaweed


Helgi D. - 28/10/08 08:29 #

Það má samt vel vera, en fyndið þar sem skotið var á mig fyrir að vitna ekki í neina rannsókn þá gerir þú það sama, áætlar að hún líklega að upplifa sálræn áhrif, án þess að styðjast við neitt :)

Mér finnst samt ótrúlegt að slæmir verkir hennar (sem stafa einnig af gigt) hafi bara horfið vegna einhverjar sálrænnar upplifunar. Það sem mestu máli skiptir er að verkirnir hurfu og hafa ekki komið aftur síðan hún byrjaði að nota þá, það kemur svo í ljós núna eftir 2 daga hvort þeir komi aftur þar sem þess skammtur sem hún fékk gefins er að klárast...


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 28/10/08 08:41 #

Í vísindalegum rannsóknum er tvennt mikilvægt, áreiðanleiki og réttmæti. Óhætt er að fullyrða að áreiðanleiki niðurstaðna er lítill þegar aðeins er mæld virkni efnis á 50 manns. Áhrif lyfja eru mæld á þúsundum manna.

Eftirfarandi texti er bersýnilega auglýsingaskrum, ekki vísindalegar niðurstöður:

Ultimately, the Jen Fe Next patch passed this test of seemingly insurmountable scrutiny with an exceptional performance...

Og niðurstöðurnar eru í besta falli óljósar:

Jen Fe Next patch users lost an average of 68% more weight than those in the control group and lost an average of 44% more around the waist than those who wore the placebo patch.

Hversu mikið grenntust þeir sem fengu lyfleysu? Magnið vantar. Léttust þeir um 1 kg að meðaltali og þeir á plástrunum um 1,7 kg, eða voru tölurnar 10 kg og 17 kg? Það skiptir máli þegar þú ákveður að verja þúsundum króna, hefði ég haldið.

Svo er það naglasúpuáhrifin:

when used in combination with proper nutrition and exercise, can affect incredible weight loss results.

Nagli er kóngafæði, sé bætt í súpuna grænmeti og kjöti.


Kristinn - 28/10/08 12:06 #

Helgi, ertu alveg viss að þú sért ekki að selja þessa plástra?


Helgi D. - 28/10/08 13:26 #

Já ég beið eftir þessu kommenti, já ég er EKKI að selja þessa plástra, hef ekki einu sinni prófað þetta sjálfur. Ég vildi bara blanda mér í þessa umræðu þar sem konan hefur reynslu af þessum plástri og hefur í raun breytt lífi hennar þessar rúmu 3 vikur sem hún hefur verið á þessu.

Mér finnst frekar þreytt þegar fólk dæmir hlutina án þess að hafa neitt á bakvið það, hafa ekki einu sinni prófað það sjálft. Hvort sem það séu plástrarnir sem eru að hafa þessi áhrif á líðan hennar eða hún að upplifa sálræn áhrif eins og Jón Frímann bendir þá allavega lýsir hún þessi sem allt öðru lífi.....svo geta menn auðvitað endalaust þrasað um hvort sé ástáðan.


Óttar - 28/10/08 15:41 #

Helgi D. Þú bendir á að fólk á ekki að dæma hluti nema að prófa þá. Má ég ekki fordæma heróín án þess að prófa það ? Og þó að ég mundi prófa plásturinn og finnast hann virka, þá er það langt frá því að vera sönnun fyrir ágæti plástursins.

Nokkrar ástæður geta legið á bakvið bata konu þinnar. Tökum dæmi um kjúklingasúpuna frægu; ef þú ert duglegur að borða kjúklingasúpu þegar þú ert kvefaður þá batnaru fyrr. Bregst aldrei ! Það er því "fyrr" er ekki skilgreint og öll kvef hætta einhvern tíman. Þegar konan þín fær verki þá ganga þeir væntanlega yfir, þeir semsagt koma og fara. Er ekki möguleiki að plásturinn hafi akkúrat hitt á þann tíma þar sem verkurinn er að fara.

Annars vona ég að konan þín nái sér og líði sem best. Einnig þér Helgi minn, mundu bara að kaupa ekki hvað sem er og halda gagnrýnni hugsun.


Helgi D. - 28/10/08 16:26 #

Það er margt til í þessu hjá þér Óttar, þó svo að dæmið um heróinið sé ágætt að mörgu leyti finnst mér það ekki sambærilegt, þar sem þú ert að bera saman fíkniefni annars vegar og svo heilsuplástur hins vegar.

Þessi verkir hafa hrjáð hana í mörg ár í rauninni, sama á við um móðir hennar og svo ömmu. Eftir barnsburð hafa verkirnir komið í mun meiri mæli, eftir einhver smávegis "átök" þá blossa þeir ævinlega upp. Vanalega koma þeir upp oft í hverri viku, aldrei hafa þeir horfið eins og nú, í rúmar þrjár vikur. Kannski vill svo skemmtilega til að verkirnir hafa bara horfið á nákvæmlega sama tíma og hún byrjaði að prófa þessa plástra, það verður því forvitnilegt að sjá hvað gerist þegar hún klárar mánaðarskammtinn.

Ég verð seint sakaður um að trúa öllu sem ég heyri, enda hafði ég litla sem enga trú á þessu þegar hún fékk þennan prufu mánuð.

Að sjálfsögðu á maður ekki að gleypa við öllu, því miður eru alltof margir sem gera það...

Annars gaman að heyra mismunandi sjónarhorn á þessu, lífið væri ekkert skemmtilegt ef allir væru á sömu skoðun er það nokkuð.

En haldiði áfram með þessa mögnuðu síðu! Kem oft við hérna, mjög skemmtileg og áhugaverð lesning


Siggi - 28/10/08 18:29 #

Getur þú útskýrt mekanísma fyrir þennann dularfulla bata? Og þú skilur að vitnisburður er sjaldan talinn undir empirísk sönnunargögn, ekki satt?

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.