Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Þjóðernislegur kirkjusósíalismi

Það er einkennileg staða á Íslandi þar sem ríkiskirkjupólitík er hin eina lagalega rétta þjóðararfleifð. Biskupinn kallar kirkjupólitíkina “Siðinn” í landinu sem landsmenn eigi allt sitt líf undir. Eftir varnarræður ákveðinna kristilegra íhaldsafla í fjölmiðlum, predikunarstólum og á þingi virðist slagorð þessara manna hljóma: "Einn siður, ein kirkja, eitt land". Þessi stefna hljómar óþægilega í eyrum og réttnefni hennar er þjóðernislegur kirkjusósíalismi.

Þannig telja ákveðnir öfgamenn að ríkiskirkjan sé í raun “þjóðin” (Þjóðkirkja) og að forréttindi hennar yfirskrifi mannréttindi. Gott dæmi um þessa ákveðnu þjóðernisstefnu voru öfgafullar skoðanir hins aldna moggastjörnubiskups sem lét banna kanasjónvarpið þegar ég var barn, vegna þess að það mengaði menningu okkar. Afsprengi þessarar pólitíkur kristallaðist í samþykki Alþingis með nýjum grunnskólalögum, þar sem ríkiskirkjan og hennar “Siður” er okkar þjóðararfleifð. Þannig hefur um langa hríð forysta ríkiskirkjunnar verið virkur þáttur í öfgafullri þjóðernisstefnu hér á landi á 20. öld.

Kirkjusósíalismi á ekkert skylt við jafnaðarstefnu eða kommúnisma heldur er hún í ætt við ríkisvæðingu nasismans, en þar var ríkisvæðingin notuð í þeim tilgangi að hygla eigin málstað og stefnu. Það skal taka sérstaklega fram til að fyrirbyggja misskilning að hér er alls ekki verið að gefa í skyn að þjóðernislegi kirkjusósíalisminn beri nokkra ábyrgð á voðaverkum nasista og er alls ekki tengdur þeim hörmungum. Hér er aðeins verið að tengja saman hugmyndafræðilegan skyldleika á hlutverki ríkisvaldsins við að mismuna fólki. Það er sorglegt að sjá sumt af því frábæra fólki sem starfar fyrir ríkiskirkjuna falla í hyldýpið. Þegar viðkomandi barnatrúboðsprestur klæðist hempunni, einkennisbúning ríkiskirkjunnar, endurholdgast hann í blindan þjón misréttisins. Sem betur fer eru til undantekningar á þessu en erfitt hefur reynst að fá þá presta til að tala upphátt.

Fasistar í Ítalíu komust til valda í gegnum kaþólsk íhaldsöfl á Ítalíu með blessun páfans. Á sama hátt höfðar ríkiskirkjan til þjóðernislegra kristilegra íhaldsafla hér á landi frá hægri, miðju og vinstri. Lím þessarar stefnu er að safna saman breiðum hóp kristinna íhaldsmanna á sambærilegan hátt og fasistum tókst að yfirtaka Ítalíu í anda kristilegrar þjóðararfleifðar. Það er ótrúlegt og sorglegt að slíkum öflum hafi tekist að hafa áhrif á lagasetningu Alþingis.

Einkenni öfgastefna er að bregðast illa við gagnrýni með heift og óréttmætum særindum. Foreldrar á Íslandi hafa farið fram á að börnum þeirra verði hlíft við trúboði á opinberum skólatíma. Viðbrögð gerendanna eða trúboðsprestanna eru á þá leið að úthrópa fórnarlömbin og gera sig að píslarvottum. Í sumum tilvikum eiga gerendum afbrota einhverja samúð og skilning vegna geðbilunar eða slæmra aðstæðna. Það er hins vegar einkennilegt að trúboðsprestarnir vilji slíka samúð fyrir að leggja óskírð börn í einelti á skólatíma. Á sama tíma reyna sömu öfga prestar að úða út þeim ósannindum að gagnrýnendur barnaskólatrúboðs vilji banna kristnifræðslu í skólum. Þeir trúa því að ef sama lygasagan er sögð nógu oft verði hún að sannleik. Einhver benti á að þetta hafi nákvæmlega verið aðferðafræði Göbbel sem var áróðursmeistari þriðja ríkisins. Það er eitthvað stórkostlega bogið við þessar öfgar og siðleysi. En því miður samrýmist þessi öfga hegðun fullkomlega afleiðingum hins þjóðernislega kirkjusósíalisma.

Frelsarinn 06.07.2008
Flokkað undir: ( Kristindómurinn , Stjórnmál og trú )

Viðbrögð


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 06/07/08 14:14 #

Var stjörnubiskupinn ekki einmitt hallur undir nasisma á sínum tíma?

Hugmyndafræði kristninnar er auðvitað einveldi. Það er engin tilviljun að talað er um drottinn, herra og kóng jöfnum höndum. Og megindyggðir kristins manns eru undirgefni, auðmýkt og hlýðni ofan á takmarka- og skilyrðislausa aðdáun á yfirvaldinu, sem þrælarnir eiga allt sitt að þakka.

Nasismi þýskalands nýtti sér þessa hugmyndafræði og gott dæmi um svona herradýrkun er N-Kórea nútímans. N-Kórea er ekki trúlaust samfélag heldur hefur leiðtoginn þar tekið sér það sæti sem kristnir íhaldsmenn hér vilja gjarnan að guð þeirra skipi, ekki aðeins í hugum manna heldur í þjóðfélaginu.

Sem betur fer hefur Íslendingum frá örófi alda verið í nöp við kónga og herra, og þrælsótti eitur í beinum þeirra (flestra).


Ingólfur Guðnason - 08/07/08 12:59 #

[Fært á spjallið - Þórður]


Haukur Ísleifsson (meðlimur í Vantrú) - 08/07/08 13:58 #

[Fært á spjallið - Þórður]

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.