Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Á trú kennara að vera einkamál?

Hvað eiga kennarar að gera þegar nemendur spyrja þá út í lífsgátuna: er Gvuð til? Hvað gerist þegar við deyjum? Er Liverpool besta fótboltalið í heimi?

Guðfræðineminn Davíð Þór Jónsson sér ekki annað í stöðunni en að segja þeim sína trú.

Hvort sem við trúum því að látnir ástvinir okkar bíði okkar í einhvers konar handantilveru, þeir séu endurfæddir í nýjum líkama eða jafndauðir og síld í tunnu og horfnir að eilífu, þá ættum við að vera óhrædd að ræða þá trú okkar, við börn vitaskuld af þeirri nærgætni sem sýna ber þeim.

Ólafur Sindri Ólafsson andmælir og telur að kennarar eigi að vera hlutlausir.

Meginatriði í því að taka afstöðu, hvort sem um barn eða fullorðinn er að ræða, er að skilja málefnið sjálft og þá þarf að hreinsa burt alla þá þætti sem þvælast bara fyrir og byrgja sýn. Það eru einmitt þættir eins og hefðir, saga, bábiljur og, síðast en alls ekki síst, persónur þeirra sem málefninu tengjast.

Við fylgjumst spennt með framvindu umræðunnar á baksíðu Fréttablaðsins.

Ritstjórn 06.06.2008
Flokkað undir: ( Skólinn , Vísun )

Viðbrögð


Guðjón - 06/06/08 08:50 #

Ég er kennari í framhaldskóla, en mér sýnist að þeir
félagar séu fremur að tala um grunnskóla. Viðmiðið er að mínu mati er að ekkert fari fram í skólastofu sem þoli ekki dagsljós- það er að þú þarft að geta varið faglega það sem þú ert að gera. Hins vegar eru kennara menn ekki vélar og allir geta gert mistök - mikilvægur hluti af stafi kennarans felur í sér að hann verður alltaf að vera leggja mat á staf sitt. Mér finnst hugmynd Ólafs Sindra vera mjög róttæk - þar sem að eina raunhæfa leiðin til að framfylgja henni væri að reka alla kennara og setja vélmenni í þeirra stað-


Matti (meðlimur í Vantrú) - 06/06/08 09:03 #

Davíð Þór skrifar sinn pistil eftir samtal við leikskólakennara. Mér finnst ágætt að gera vissan greinarmun á leik- og grunnskólum annars vegar og framhaldsskólum hinsvegar í umræðum um boðun í skólum.


Örninn - 06/06/08 14:18 #

Í sambandi við þetta; ég er kennari og hika ekki við að lýsa skoðun minnni á trúmálum. Ég segi krökkunum frá því að ég trúi ekki á neitt svona osfrv. Ég neita að taka þátt í nokkrum er snýr að trúarstarfi innan skólans.

Þetta er þó vissulega erfiðara fyrir leikskólakennara hugsa ég. Þar sem börnin þar eru ómótuð enn og hafa ekki myndað sér skoðun á trúmálum sem og öðru. Því eru þau móttækileg á þessum aldri og þess vegna leggur kirkjan allt kapp á að "ná" þessum krökkum í það að trúa á gussa.


Haukur Ísleifsson (meðlimur í Vantrú) - 06/06/08 18:49 #

Ég held að börn séu yfirleitt mjög opin fyrir utanað komandi áhrifum allavega framm yfir fermingu.


Siggi - 06/06/08 19:40 #

Fer alveg eftir því hverju þú trúir, það yrði allt brjálað ef kennari færi að lýsa hversu hollar reikingar eru, afhverju ættu þessi hræðilega skaðlegu trúarbrögð að fá undantekningu?


Eva - 07/06/08 14:09 #

Ég skil ekki vandamálið. Hvað er að því að neita bara að ræða trúmál við nemendur? Er eitthvað erfiðara að neita að ræða trúmál í kennslustofunni en t.d. pólitík, tónlistarsmekk eða annað sem kemur námsefninu ekki við?

Ég man eftir því þegar ég var unglingur að ég reyndi mjög mikið til að fá einn kennarann til að ræða pólitískar skoðanir sínar. Ég lofa ykkur því að ég var mun atgangsharðari en meðal táningur en allt kom fyrir ekki. Hann kenndi stærðfræði en ekki pólitík og þetta var bara ekkert til umræðu. Punktur. Vissulega voru skilaboðin þau að spurningin væri óviðurkvæmileg, í þessum aðstæðaum en ég kannast þó ekki við að hafa beðið tjón á sálu minni. Er virkilega svona slæmt að innræta börnum að trúarskoðanir fólks séu einkamál, rétt eins og pólitík og kynlíf; eitthvað sem er allt í lagi að ræða málefnalega á þeim vettvangi sem það á heima en ekki eitthvað sem fólk ber skylda til að ræða út frá persónulegri reynslu og skoðunum?


Eva - 07/06/08 14:31 #

Svo langar mig að biðja trúmenn sem trúlausa máta þessa efnisgrein:

"Hvort sem við trúum því að Pólverjar séu óæðri dýrategund sem réttast væri að útrýma, upp til hópa glæpalýður sem íslensku atvinnulíf stafi hætta af eða harðduglegt fólk sem geti lagt mikið til íslenskar menningar og atvinnulífs, þá ættum við að vera óhrædd að ræða þá skoðun okkar, við börn vitaskuld af þeirri nærgætni sem sýna ber þeim."


gimbi - 08/06/08 01:04 #

Stormur í vatnsglasi. Ef eitthvað er, þá mætti Óli Sindri slaka aðeins á.

Auðvitað eiga menn að svara heiðarlega þegar spurningar barna eru við hæfi. Það álítur Davíð Þór og það er líka nokkuð sem eðlisávísun og innsæi okkar kveður á um, ekki satt?

Rétt eins og kennarinn Örninn segist ófeimin við að koma trúleysi sínu á framfæri, þá finnst Davíð Þór að trú manna megi líka koma fram.

Óli Sindri kemur hins vegar hér eins og réttsýnn Bothisattva, sem þó vill ekki láta neitt opinskátt.

Þetta sem hann segir:..."Meginatriði í því að taka afstöðu, hvort sem um barn eða fullorðinn er að ræða, er að skilja málefnið sjálft og þá þarf að hreinsa burt alla þá þætti sem þvælast bara fyrir og byrgja sýn. Það eru einmitt þættir eins og hefðir, saga, bábiljur og, síðast en alls ekki síst, persónur þeirra sem málefninu tengjast."

...er bull. Kjaftæði. Lesið þetta bara aftur yfir.

Börn og fullorðnir þurfa bara að skræla burt allt sem þvælist fyrir?

Bull!

Málið snérist um hvernig bæri að svara spurningum barna, ekki um fyrirmyndarheim gelda intellektúalistans.

Börnum svarar maður af heiðarleika, með þeim fyrirvara að meiða ekki barnið með svari sínu.


Haukur Ísleifsson (meðlimur í Vantrú) - 08/06/08 02:41 #

Ertu soldið reiður. Mundu alltaf, sunshine, lollipops and rainsbows everywere.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 08/06/08 12:07 #

gimbi, mér finnst Eva vera búin að afgreiða athugasemd þína áður en þú skrifaðir hana. "Hvað er að því að neita að ræða trúmál við nemendur?" Sérstaklega þegar við erum að ræða um leikskólabörn sem hafa engar forsendur til annars en að trúa því sem kennarar segja þeim.


Holy - 09/06/08 22:37 #

Eiga ekki svör kennara að byggja á vísindalegum grunni? Er ekki markmið skólans að gefa börnum þau verkfæri sem þau þurfa á að halda til að takast á við veruleikann?

Og er þá annað svar til við spurningunni um guð en að líkurnar á tilvist hans séu eins litlar og tilvistarlíkur alls annars sem ekki er nokkur fótur fyrir, en sem er óafsannanlegt?


Haukur Ísleifsson (meðlimur í Vantrú) - 09/06/08 23:09 #

Ef krakkinn spyr, "Hvar er pabbi þinn?"

Þá þarftu að koma með soddan langloku ef þú átt að negla alla varnagla sem þarf.

"Þó að flestir vísindamenn séu sammála um það að engin sál haldi áfram áð lifa eftir dauðan þá er til fólk sem heldur slíku fram. Ekki er hægt að sanna það né afsanna og þú verður að taka sjálfstæða ákvörðun um það hvort þú viljir trúa slíku þrátt fyrir að engar sannanair séu til staðar. Ég persónulega trúi því (eða ekki) en þér ber að taka því með fyrirvara þar sem ég hef ekkert fyrir mér í því frekar en nokkur annar."


Holy - 09/06/08 23:35 #

"Þó að flestir vísindamenn séu sammála um það að engin KIND GETI FLOGIÐ þá er til fólk sem heldur slíku fram. Ekki er hægt að sanna það né afsanna og þú verður að taka sjálfstæða ákvörðun um það hvort þú viljir trúa slíku þrátt fyrir að engar sannanair séu til staðar. Ég persónulega trúi því (eða ekki) en þér ber að taka því með fyrirvara þar sem ég hef ekkert fyrir mér í því frekar en nokkur annar."


Haukur Ísleifsson (meðlimur í Vantrú) - 09/06/08 23:53 #

Ákkúrat.

"Í gröfinni sinni." Er að mínu mati fullnægjandi og heiðarlegt svar. Hvort sem þú trúir á frammhaldslíf eða ekki.


Kristín - 13/06/08 11:30 #

Er fullkomlega sammála Evu. Þetta á bara ekki að vera til umræðu. Ef barnið er aðgangshart er hægt að benda því að spurja foreldra sína.


G - 21/06/08 22:10 #

[ athugasemd færð á spjallið ]

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.