Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Bjarni Harðar og lágkúran

Bjarni Harðarson er einn þeirra þingmanna sem hefur tekið afstöðu gegn trúfrelsi í umræðum á Alþingi um grunnskólalög. Hann styður semsagt lagaklausu sem mun án efa verða notuð til að réttlæta trúboð í skólum um ókomin ár. Í undarlegri röksemdafærslu telur hann að þessi afstaða hans sé réttlætanleg vegna þessi sem hann kallar "umburðarlyndi" ríkiskirkjunnar. Bjarni er greinilega fljótur að gleyma.

Fyrir um tveimur árum lét Karl biskup Sigurbjörnsson þessi orð falla í predikun við orgelvígslu í Stokkseyrarkirkju:

Og ég verð að segja það að mér finnst þetta líka kærkomið og gott mótvægi við lágkúru hins fyrirhugaða draugaseturs á hér á Stokkseyri sem ég las um að ætti að setja upp hérna fyrir handan! Draugasetrið finnst mér vera minning um myrkrið, um hindurvitni og fáfræði, ógn og ótta. Er það ekki makalaust hvað það selur, hið ljóta, illa, óhamingja og ógn. Það selur, því miður. En mér finnst Stokkseyri lítill greiði gerður með því að gera út á Móra og Skottu og annað það sem læsti helgreipum ótta og myrkurs um hús og hjörtu hér í eina tíð, og matreiða það sem skemmtiefni fyrir túrista.

Kristin kirkja á og vill umfram allt hlynna að list og iðkun sem er bergmál himneskra hljóma í ómstríðri tilveru. List og iðkun sem teflir birtu og fegurð fram gegn myrkri og ljótleika, upplausn og angist.

Á sínum tíma skrifaði ég grein þar sem ég hæddist að þessum orðum biskups (Einkaréttur á draugasögum).

Nú vill svo til að Bjarni Harðar er stjórnarmaður í Draugasetrinu. Segjum svo upp kæmi sú hugmynd að fara með hóp grunnskólanemenda í vettvangsferð á þetta setur sem Karl kenndi við lágkúru og fáfræði. Ef svo fer að skólastjórnendur taka nýju lagaklausuna alvarlega þá væri rökrétt að þeir bönnuðu slíkar ferðir með öllu. Biskupinn sjálfur hefur lýst yfir að þetta sé ákaflega ókristilegt og hann hlýtur að vera átorítet í þessum málum.

Bjarni Harðar stendur gegn kristnu siðgæði með því að koma að starfi Draugasetursins. Ef hann vill hlýða hinni "umburðarlyndu" ríkiskirkjunnar þegar kemur að skólastarfi þá væri rökréttast að hann byrjaði á að taka til í sínum eigin bakgarði. Hann gæti annað hvort sagt sig úr stjórn setursins eða beitt sér fyrir því að það verði einfaldlega lagt niður. Eða á yfirgangur ríkiskirkjunnar og skortur á trúfrelsi bara að bitna á börnum og foreldrum sem ekkert vilja með hana hafa en ekki á Bjarna sjálfum?

Óli Gneisti Sóleyjarson 28.05.2008
Flokkað undir: ( Stjórnmál og trú )

Viðbrögð


frelsarinn@gmail.com (meðlimur í Vantrú) - 28/05/08 09:14 #

Góð grein og athyglisverð. Saklaust og skemmtilegt draugasetur (sem ég mæli með) er illa þokkað innan ákveðins kjarna ríkiskirkjunnar. Því miður hefur Bjarni Harðar ákveðið að fórna skólabörnum til að vonast eftir betri sambúð setursins við svartstakkanna í ríkiskirkjunni.


Flugnahöfðinginn (meðlimur í Vantrú) - 28/05/08 10:10 #

Snúast ekki draugasögur um upprisu dauðra og inngrip þeirra í líf okkar sem enn lifum. Sér biskup ekki þarna hugsanlega samkeppni við sína (drauga)sögu. Samkeppni sem höfðar að öllum líkindim meira til fólks. Fáir þola samkeppni verr en þeir sem bjóða upp á óáhugaverða vöru:)

Ég skora á Bjarna að hlýða kalli biskups og vinna að því að loka þessu safni. Þetta safn er sannarlega ógn við kristna menningararfleifð þjóðarinnar og þá um leið menntastofnanir þessa lands.


Teitur Atlason (meðlimur í Vantrú) - 28/05/08 19:04 #

Þessi viðbrögð Bjarna bera vott um siðferðisstig á lágu plani, vinsældarúnk og óheiðarleika.

Bloggaði: http://teitur-teitur.blogspot.com/

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.