Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Auðvitað var þetta aprílgabb

Þetta var reyndar aprílgabb. Vantrú er ekki klofin og ekkert nýtt vefrit eða félag að fæðast. Það er engin ósætti í félaginu þó að við séum vissulega oft með ólíkar skoðanir. Við bara eigum mjög auðvelt með að tala og vinna saman þrátt fyrir það. Það er vert að taka fram að allar yfirlýsingar og skoðanir sem komu frá nýja félaginu voru meira og minna byggðar á þeim skoðunum sem félögum Vantrúar hafa verið gerðar upp í gegnum tíðina. Einnig er nauðsynlegt að taka fram að karp í athugasemdum var algjörlega skáldað.

Við þökkum þeim sem spiluðu með okkur. Það hefur kannski ekki verið auðvelt að sjá hverjir voru í raun að láta gabbast og hverjir ekki. Það skiptir líka engu máli. Við tókum tímabundið út allar athugasemdir sem vísuðu í að þetta gæti mögulega verið aprílgabb. Við biðjumst afsökunar á því en við töldum það nauðsynlegt til að viðhalda platinu. Þær athugasemdir sem við fjarlægðum eru komnar aftur inn og eru sérstaklega merktar.

Við vonum allavega að þið getið hlegið að þessu með okkur, hvort sem þið trúðuð þessu eða ekki, við höldum áfram með venjulega dagskrá á morgun.

Einhverjir trúmenn fóru í fýlu þegar við fjarlægðum athugasemdir þeirra og "komu upp um gabbið" á heimasíðu sinni. (sjá hér og hér). Það er merkilegt að fylgjast með þeim kvarta undan "ritskoðun" vegna þess að athugasemdir þeirra hurfu tímabundið en við munum seint skilja þankagang sumra trúmanna.

p.s. þessi Dawkins tilvitnun var samin síðustu nótt. Einnig er nauðsynlegt að taka fram að foringinn er ekki valtur í sessi.

Lifi foringjinn!


Ritstjórn 01.04.2008
Flokkað undir: ( Tilkynning )

Viðbrögð


Haraldur Gísli - 01/04/08 20:14 #

úff ég trúði þessu, var hinsvegar farinn að halda að andkristni-menn væru ekki heilir á geði með það að brenna kirkjurnar og fleira ógeðfellt. Góður djókur samt sem áður, Lifi Vantrú!


Arnaldur - 01/04/08 20:25 #

Snilldar grín sem ég át upp hrátt. :)

Mjög mikill léttir að vantrú er í góðum gír!! Sammála Haraldi Gísla með að maður var farinn að pæla í geðheilsu andkristlinga. Þetta var líka sérstaklega trúlegt þar sem að margir félagsmenn höfðu skrifað eitthvað um þetta á síður sínar og mér fannst þetta eiginlega of umfangsmikið til að vera djók.

Greinilegt að vantrú er mjög samheldin :)


Steindór J. Erlingsson - 01/04/08 20:30 #

Til hamingju Vantrúarfólk, þetta er besta aprílgabb sem ég hef séð í langan tíma!


Teitur Atlason (meðlimur í Vantrú) - 01/04/08 22:24 #

Þetta var brillíant. Ferlega skemmtilegt og sárasaklaust gabb.

Ég er þó alveg yfir mig hissa að eitthvað fólk skuli hafa gert sitt ýtrasta til að skemma gabbið okkar. En eins og sjá má þá voru all margar færslur sem voru til þess eins gerðar að eyðileggja þetta spaug.

Það sem vekur ákveðna furðu í þeim efnum er að stór hluti þessara eyðileggjandi athugasemda komu frá trúartryllingum. Það mætti halda að hinir ofurkristnu hafi einhverja andstyggð á saklausu sprelli. Eða þá að reyna koma einhverju klámhöggi á vantrúaða.

Maurildin geðprúðu orðuð þetta frábærlega þegar þeir þeir sögðu "..[e]nda hafa húrrahrópin ómað úr hverju skoti, þeim mun hærra sem barkinn er smurðari í lambsdreyranum." #

Kannski trúartryllingarnir að "hefna" fyrir bíngóið sem Vantrú stóð fyrir á föstudaginn langa. Hver veit?


Kalli (meðlimur í Vantrú) - 01/04/08 23:03 #

Mér fannst einmitt merkilegast, fyrir utan hneykslun yfir „ritskoðun“, að í það minnsta tveir kristilegir moggabloggarar töluðu um að þau ættu einhvers að hefna.

Þetta læra þau væntanlega af gvuði...


Kalli (meðlimur í Vantrú) - 01/04/08 23:08 #

Uss, mín mistök: það var bara Guðsteinn sem talaði um hefnd en hann gerði það þrisvar og bæði á sínu bloggi og í athugasemdum við annað.


Ólafur Sigurðsson - 01/04/08 23:35 #

Þetta var eina gabbið sem ég trúði í dag, "gvöð hva jeg er trúgjarn!", ég varð ferlega leiður útaf þessu, nú hef ég tekið gleði mína aftur.


Daníel Páll Jónasson - 02/04/08 00:52 #

Ég skrifaði "Hehehehehe... Til hamingju andkrysslingar" í djóki. Var auðvitað búinn að fatta að þetta væri aprílgabb.

Sá svo að mitt komment var ekki fjarlægt líkt og hin sem hefðu getað ljóstrað upp gabbinu. Vona bara að enginn hafi tekið mig alvarlega með þessum feik hamingjuóskum sem ég sendi.

Er bara moderate trúleysingi.


Daníel Páll Jónasson - 02/04/08 00:55 #

Annars var þetta klárlega flottasta og best útfærða aprílgabbið á Íslandi í dag! Made my day ;)


Henni - 02/04/08 01:35 #

Já hérna. Fyrst í morgunn trúði ég þessu því þetta var ágætlega útfært hjá ykkur. Mér meira að segja leiddist þessi klofningur enda vil ég sjá Vantrú dafna vel og meðlimi þess gera áfram góða hluti.

Ég fékk hinsvegar ábendingu í morgunn fyrsta apríl um að þetta væri gabb og ég varð á sama tíma reiður og feginn. Reiður út af þessum göbbum en feginn að þið virðist ætla að halda saman.

Þetta var semsagt vel útfært hjá ykkur og ekki eins og hin göbbin sem eru bara aulaleg.


Henni - 02/04/08 01:40 #

Svo gleymdi ég að hrósa ykkur fyrir myndina af foringjanum, hún er mjög góð.


Anna Benkovic Mikaelsdóttir (meðlimur í Vantrú) - 02/04/08 01:53 #

beautiful image...


ORK - 02/04/08 10:06 #

Þetta var besta aprílgabb síðan ykkar síðasta. Það hefur enginn náð að toppa það undanfarin tvö ár.


Andri Snæbjörnsson - 02/04/08 11:44 #

Ég gabbaðist upp úr skónum þangað til mér varð litið á dagsetninguna. Eitthvað sem ég fylgist greinilega ekki nógu vel með.

Mjög fyndið og vel heppnað aprílgabb.


mofi - 02/04/08 13:33 #

Til hamingju með vel útfært gabb! Ég kolféll fyrir því :)


Haukur Ísleifsson (meðlimur í Vantrú) - 02/04/08 13:56 #

Lengi lifi foringinn. Heil Matti. :)


Viddi - 02/04/08 17:32 #

Eg kolfell, enda vart annad haegt vid svona storkostlegu djoki, thad besta sem eg haf sed i langan tima.

En thad sem mer finnst furdulegast er ad eg var akkurat i thvi ad gabba adra manneskja thegar eg last thetta i gaer, samt fattadi eg ekkert.

Thid erud meistarar.


Óli - 03/04/08 19:40 #

Mikil snilld. Snilld á mörgum plönum.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.