Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Háværi minnihlutinn

Undanfarið hefur verið ljóst að fámennur en þó hávær hluti félagsmanna Vantrúar eru ósáttir við stefnu félagsins. Þó við höfum reynt eins og við getum að koma til móts við þessa aðila er ljóst að gjáin er of breið. Við óskum þeim alls velfarnaðar í framtíðinni. Vefur klofningshópsins.

Stjórn Vantrúar

Ritstjórn 01.04.2008
Flokkað undir: ( Tilkynning )

Viðbrögð


Magnús - 01/04/08 10:24 #

Til í að útskýra þetta eitthvað frekar?


(Óli Gneisti að þykjast vera) Aiwaz - 01/04/08 10:32 #

Það er ekki skrýtið að menn skilji ekki þegar þið þorið ekki einu sinni að vísa á vefinn!


Ritstjórn (meðlimur í Vantrú) - 01/04/08 10:33 #

Þetta hefur verið leiðrétt, nú geta menn sjálfir kynnt sér málflutning ykkar.


Hafþór Örn - 01/04/08 10:45 #

Mér lýst í sjálfu sér ekki svo illa á þetta, það væri bara gaman ef menn gætu gert þetta án þess að setja allt í loft upp hjá Vantrú.


Andri Snæbjörnsson - 01/04/08 10:49 #

Menn hafa ekki íhugað það að láta sér renna reiðin áður en yfirlýsing af þessu tagi er skrifuð?

Það verður allaveganna erfiðara fyrir hina sannkristnu að saka Vantrú um að vera aðal öfgatrúleysingjar Íslands héðan í frá (Broskarl).


Eiríkur Örn - 01/04/08 11:22 #

Jahérna hér. En það er gott til þess að vita að einhver ætli að taka að sér það mikilvæga hlutverk að "mennta þá sem eru of heimskir til að skilja". Vonandi gengur þeim vel í þeirri baráttu sinni, og gleyma ekki að mennta sjálfa sig í leiðinni.

Það hefði eiginlega verið sögulega flottara ef félagið hefði bara verið kallað Vantrú (b). Eða Vantrú - Darwinistarnir-Dawkinsistarnir.


Helgi Briem (meðlimur í Vantrú) - 01/04/08 11:40 #

Það hefði eiginlega verið sögulega flottara ef félagið hefði bara verið kallað Vantrú (b). Eða Vantrú - Darwinistarnir-Dawkinsistarnir.

Ég ætla að vona að við hófsömu vantrúarseggirnir sem eftir eru í félaginu séum nú allir Darwinistar, enda allir viti bornir menn.

Dawkins er nú afar hófsamur og mildur trúleysingi og meira að segja afar hallur undir Jesú. Þeir eru nú margir harðari en hann.


Andri Snæbjörnsson - 01/04/08 11:58 #

(Slær á enni sér) ...


Hope Knútsson - 01/04/08 12:17 #

Er þetta aprílgabb?????????


Bastarður Dawkinssinna - 01/04/08 12:22 #

Til hamingju með góða tímasetningu.


Kristján Hrannar Pálsson - 01/04/08 12:36 #

Krúttlegur klofningshópur. Það er kannski hægt að nota hann ef biskupsstofa ætlar aftur að leggja lögbann á síðuna...


gimbi - 01/04/08 13:00 #

1. apríl!


frelsarinn@gmail.com - 01/04/08 13:12 #

ÉG SKIL EKKI SVONA STÆLA!!!!!


Haraldur Gísli - 01/04/08 13:14 #

Mér lýst ágætlega á þetta, Samkeppni er oftast af hinu góða nema þá hugsanlega fyrir keppinautana. En meðlimir Andkristni, eruð þið aðeins á móti trúarbrögðum eins og nafn félagsins gefur til kynna eða eruð þið líka gegn öðrum yfirskilvitnilegum hlutum?


Linda - 01/04/08 13:16 #

Góðir, hahahahah 1 apríl. Snilld verður að segjast eins og er.
kv. Frá trúarnött sem er greinilega ekki eins auðtrúa og þið haldð ;)


gimbi - 01/04/08 13:17 #

Þetta líst mér vel á! Til hamingju Andkrysslingar.

Ég mun mæta á ykkar vef til að rífast og kveð hér með meðalmennsku-þurrkunturnar, sem elta Matta mjúka.

Ég spái því að þessi vettvangur muni veslast upp og deyja, án þess að eiga kost á upprisu.


Jón Hrafn - 01/04/08 13:33 #

"Við þurfum róttækari aðgerðir gegn kirkjunni. Við þurfum að útrýma kristnum helgidögum úr hinu opinbera almanaki. Fólk ætti að vinna á aðfangadag, jóladag og föstudaginn langa eins og aðra virka daga. Helst ættum við að endurskipuleggja tímatalið í heild sinni á rökrænan hátt. Við ættum að hætta að miða við fæðingarár hins ímyndaða asna guðs og miða þess í stað við fæðingardag Charles Darwins sem leiddi okkur út úr hinum myrku miðöldum."

Þetta er nú bara fyndið. Og svo segja þeir að trú sé rót alls ills. Er þetta eitthvað grín strákar?

Ég tek nú bara undir það sem Richard Dawkins hefur sagt; þó við séum trúlaus þá búum við í samfélagi sem hefur að vissu leyti mótast af kristninni. Alveg eins og aðrir hlutir í samfélaginu hafa mótast af heiðni, t.d. eru margar jóla- og páskaheiðir Íslendinga rammheiðnar. Viljið þið afnema þær líka af því að þær eiga uppruna sinn í trú?

Þið ættuð líka að vita að þetta eru gjörsamlega óraunhæf markmið. A.m.k. mun ég ekki hætta að halda jól.

Miðað við þessa yfirlýsingu tel ég að það hafi bara verið gott fyrir vantrú að losa sig við þetta fólk.


Pétur - 01/04/08 13:38 #

Ég var nú búinn að heyra af þessari sundrungu fyrir meira en mánuði síðan og því kemur þetta mér ekkert á óvart.


Sannkristinn - 01/04/08 13:39 #

Þið trúleysisdólgar ættuð að skammast ykkar og Biskupinn yfir Íslandi, Herra Karl Sigurbjörnsson, ætti að láta loka báðum þessum sóðavefsvæðum ykkar þar sem sífellt er ráðist að Siðnum í landinu sem varinn er í stjórnarskrá.

Ég mun biðja fyrir ykkur í kvöld.

S.


Stonee - 01/04/08 13:40 #

Er þetta ekki bara fyrsti klofningurinn af mörgum innan vantrúarbragðana?

Einn söfnuður orðin að tveimur og hver stjórnar klofningnum? Fyrrverandi pastor gamla safnaðarins.

Alveg eins og maður sér venjulega innan hefðbundnu trúarbragðanna. Sitar og Súnnítar.


Rut - 01/04/08 13:41 #

Þetta er Apríl Gabb, verið ekki svona auðtrúa.


Linda - 01/04/08 13:44 #

Þar sem athugasemd mín var fjarlægð set ég hana aftur inn, hljóta hafa verið einhver mistök..eða hvað :)

"þetta er apríl gabb snilldarlega vel gert. trúarnött er ekki eins auðtrúa og þið haldið."


Guðsteinn Haukur - 01/04/08 13:46 #

Þetta er nú bara ágætlega undirbúið hjá ykkur, en ég held að þið séuð að fylgja formerkjum hins alþjóðlega trúleysisdags sem er í dag, þ.e.a.s. fyrsti apríl. Ef þið eyðið þessari athugasemd út þá staðfestir það grun minn og mun ég auglýsa gabb ykkar eins og ég get. ;)


Jón Hrafn - 01/04/08 13:49 #

Úff, gott aprílgabb strákar. Ég fattaði þetta strax eftir að ég póstaði athugasemdinni minni. Vel gert.


frelsarinn@gmail.com - 01/04/08 13:54 #

FARINN - HÆTTUR!!!!!


Guðsteinn Haukur - 01/04/08 13:57 #

Takk fyrir að staðfesta grun minn Matti og ritskoðuninni ykkar, ég mun blogga um þetta framtak ykkar! HAHAHAHA


Dvergurinn (meðlimur í Vantrú) - 01/04/08 14:09 #

Farið hefur fé betra!


Matti (meðlimur í Vantrú) - 01/04/08 14:30 #

Því miður virðast margir eiga erfitt með að hemja sig í þessum umræðum og ég hef neyðst til að fjarlægja nokkrar svæsnar athugasemdir.

Að sjálfsögðu er ég sár yfir þessari sundrungu í hópi okkar en ég vil samt reyna að virða þá félaga á andkristni.net og tek því út allan óhróður um þá - jafnvel þó þeir ráðist á ómaklega á mig persónulega á síðu sinni. Þeir verða bara að eiga það við sína samvisku.

Ég get ekki sagt að þetta fari vel af stað hjá þeim og vil ekki að fólk kenni mig við svona málflutning. Grein Bigga er glórulaus og gott dæmi um þær öfgar sem ég hef verið að reyna að losna við í Vantrú. Ég þvertek fyrir hugmyndir um að banna glórulausar skoðanir, jafnvel þó ég sé afar mótfallinn þeim.

Ekkert kjaftæði takk, það er allt í lagi að vera ósammála en verum kurteis og virðum hvort annað.


frelsarinn@gmail.com - 01/04/08 14:44 #

Matti þú ættir ekki að segja mikið, ÞAÐ ER NÓG KOMIÐ HJÁ ÞÉR!!!!!


Birgir B. - 01/04/08 14:53 #

Því miður var þetta eina úrræðið, eftir langvinnt tímabil þar sem leitað hefur verið sátta og lendingar.

Útslagið var hegðun formannsins á síðasta Vantrúarhittingi. Þótt Óli Gneisti og Matti bloggi báðir um þá veislu eins og ekkert hafi þar farið fram nema hlátur og einhugur þá er sannleikurinn annar. Lárus Páll hefur stundum sakað Matta um að hafa skellt hurðum á SAMT-samkomu og eiga við reiðistjórnunarerfiðleika að stríða og það er satt, maðurinn kann sér ekkert hóf í yfirgangi.

En í þessu Vantrúarteiti var það ég sem skellti á eftir mér útidyrahurðinni hjá Óla Gneista og skammast mín ekkert fyrir það. Ekki er nóg að mér hafi verið bolað út úr stjórninni í vetur, heldur hafa greinar sem ég hef skrifað ekki fengist birtar (t.d. sú sem er á Andkristni núna) og Matti og ímyndarsérfræðingurinn talið flesta meðlimi á það mál að þetta sé of öfgafullt hjá mér.

Matti er eins og Ayn Rand, hefur alltaf rétt fyrir sér og hálfpartinn bannar öðrum félögum að hafa aðra skoðun en hann.

Það var einfaldlega komið nóg af svo góðu. Vantrú hefði getað orðið svo sterkt samfélagsafl ef menn væru ekki svona uppteknir af ímyndinni. Mér þykir leiðinlegt að svona fór, en svona er þetta bara.


Kalli (meðlimur í Vantrú) - 01/04/08 14:55 #

Ayn Rand, Jim Jones, þið eruð komnir út í rugl. Ég ætla ekki að þamba neitt Kool Aid með hvorugum ykkar.


Daníel Páll Jónasson - 01/04/08 15:09 #

Hehehehehe... Til hamingju andkrysslingar! ;)


Arnaldur - 01/04/08 15:19 #

Þetta er mjög leiðinlegt að heyra...

Þó svo að ég sé meðfylgjandi allri gagnrýni á trúarbrögð, þá hef ég lært það að manni gengur best að ræða við þá sem halda í barnatrúnna ef maður fer varlega að þeim og stigmagnar svo umræðuna. Þá getur maður hægt og hægt bent þeim á fáranleika málsins.

Ef að maður hefur umræðuna við þá of harkalega, þá missa þau áhugan, nenna ekki að hlusta á það sem maður hefur að segja og stimpla mann öfgamann.

En ég vona samt innilega að báðum vefritum eigi eftir að ganga vel og einnig að þið sættist. ísland er of lítið til að eiga of mikið af óvinum... og þið eigið örugglega nokkra sveipaða hempum.


Andri Snæbjörnsson - 01/04/08 15:39 #

Þetta á eftir að enda með ósköpum. Ég sé fyrir mér að meiri kraftur eigi eftir að fara í rifrildi milli vantrúaðra og andkristinna í framtíðinni. Þvílíkt bakslag fyrir skipulögð vantrúarbrögð!


Matti (meðlimur í Vantrú) - 01/04/08 15:41 #

Matti er eins og Ayn Rand, hefur alltaf rétt fyrir sér og hálfpartinn bannar öðrum félögum að hafa aðra skoðun en hann.

Þetta er einmitt það sem ég vildi forðast. Svona rætni í minn garð gerir ekkert nema skemma fyrir ykkar málstað. Þið verðið bara að sætta ykkur við að þessar öfgar ykkar hljóta engan hljómgrunn og það er engin ritskoðun þó ég hafi ekki samþykkt sumar tillögur ykkar að greinum. Allir sem hafa fylgst náið með félaginu undanfarna mánuði hafa séð hvernig þið talibanarnir hafið sundrað því og gert það nær óstarfhæft. Þessi skemmdaverk ykkar hafa lent á mér og öðru góðu fólki, það hefur verið mikil vinna að halda vefritinu og félaginu á réttu róli.

Það er dæmigert fyrir ykkur öfgamennina að ráðast á Ayn Rand, einhvern merkasta heimspeking sögunnar. Allir sem lesið hafa bækur hennar vita að í speki hennar um Objectisma liggur lykillinn að skilning á veröldinni. Vissulega hafa einhverjir kommúninstar og trúmenn sameinast um að rægja hana - en þeir sem hata hana eiga það allir sameiginlegt að hafa aldri lesið snilldarverk hennar Atlas Shrugged og The Fountainhead.

Það er lykillinn að farsælli framtíð félagsins að við setjum málstað okkar fram með hóflegum hætti og reynum að stuðla að samtali milli ólíkra hópa. Við verðum að tala inn í aðstæður og átta okkur á því að stundum þarf eitt ekki að útiloka annað.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 01/04/08 15:52 #

Getið ekki bara andað rólega og verið sammála um að vera ósammála? Þarf þetta að fara út í svona vitleysu?


Kiddi - 01/04/08 15:53 #

eh. 1. apríl by any chance?


(Óli Gneisti að þykjast vera) Aiwaz - 01/04/08 16:24 #

Hvað kostaði ráðgjöf ímyndarráðgjafans Matti? Ætlarðu að svara því núna? Þú hefur hlaupist undan því innan félags, ætlarðu að halda því áfram utan þess? Mér skilst að þessir fræðingar hreyfi ekki á sér rassgatið fyrir minna en hundrað þúsund kall og það var nú talsverð vinna sem hann lagði í þetta mumbó jömó sitt.


Aðalbjörn Leifsson - 01/04/08 16:45 #

Þetta er mjög fínt og gott framtak, núna styttist í það að Kristur komi í ljósi þess að "Andkristur" er kominn fram í dagsljósið eða úr skápnum. Guð blessi ykkur í Jesú nafni Amen.


Kári Svan Rafnsson - 01/04/08 16:55 #

Það er ekki okkar "hryðjuverk" sem hefur verið að lama félagið heldur þessi fáránlega þráhyggja með hógværð. Ekkert satt, rétt og skarpt má segja nema maður dragi úr því tennurnar. Á andkristni segjum við sannleikann sama hvað. Og erum ekkert að eltast eftir smáborgarlegum hugmyndum kurteisi sem þú ert greinilega búinn að lepja upp eftir þessari Æn Rand druslu, Matti!


Teitur Atlason - 01/04/08 16:57 #

Strákar!. Ekki gera Matta og ímyndarráðgjafanum hans það til geðs að kommenta hérna.


Sigurjón - 01/04/08 16:58 #

Ég er farinn að hallast að því að þetta sé aprílgabb. Það er enginn SVONA mikill fáviti. Er það?

Kv. Sigurjón trúleysingi


Birgir B. - 01/04/08 17:12 #

Grein Bigga er glórulaus og gott dæmi um þær öfgar sem ég hef verið að reyna að losna við í Vantrú. Ég þvertek fyrir hugmyndir um að banna glórulausar skoðanir, jafnvel þó ég sé afar mótfallinn þeim.

Af hverju kemurðu þá í veg fyrir að skoðanir mínar birtist á þessu vefriti? Sérðu ekki mótsögnina hjá þér?


Már - 01/04/08 17:13 #

Haha... þrusugott stöff!


Matti (meðlimur í Vantrú) - 01/04/08 17:17 #

Þið ættuð að hlusta á Teit, athugasemdirnar eru ykkur til minnkunar. Almennatengslaráðgjafar eru ekki ókeypis, það er rétt, en ég tel að sú fjárfesting hafi skilað sér margfalt til baka. Það er almennt viðurkennt að almannatengslaráðgjöf sé einhver best fjárfesting sem félög geta farið út í.

Þessi nýjasta grein er skelfileg og getur rústað því starfi sem við höfum verið að byggja upp síðustu mánuði í samstarfi við almannatengslaráðgjafa. Hvað haldið þið að fólk segi? Hafið þið ekki hugsað málið til enda?

Af hverju kemurðu þá í veg fyrir að skoðanir mínar birtist á þessu vefriti? Sérðu ekki mótsögnina hjá þér?

Þarf eitt að útiloka annað? Getum við ekki unnið að því að stuðla að þvertrúar- og þvertrúleysislegu samtali milli allra. Samtali þar sem virðing er borin fyrir öllum skoðunum og hugtök eins og "sannleikurinn" eru lögð til hliðar - enda skila þau engu nema endalausu karpi og ala á ósætti milli menningarhópa.


Birgir B. - 01/04/08 17:19 #

Þú svarar ekki spurningunni. Það er til lítils að eiga orðastað við þig.


Kristín Kristjánsdóttir (meðlimur í Vantrú) - 01/04/08 17:34 #

Ef ekki væri fyrir Matta þá held ég að ég hefði aldrei gengið í Vantrú. Sem kvenmaður þá hefði mér aldrei verið líft í þessu andrúmslofti sem þeir vilja skapa á andkristnivefnum.

Til að laða að fleira kvenfólk í Vantrú þá þurfum við að vera mjúku megin við línuna.


Haraldur Gísli - 01/04/08 17:47 #

Hugmyndin með stofnun Andkristni var að vissu leiti það að Vantrúarmenn voru ekki nógu róttækir í sínum skoðunum, rétt? Því get ég verið sammála og finnst mér trúleysingjar mega gera miklu meira í sínu valdi til þess að ''ókristna'' samfélgið eða ná upp stóru hlutfalli vantrúaðra á Íslandi. Við ættum að troða okkur í fjölmiðla og láta á okkur bera á netinu.

En nýjasta færslan á Andkristni finnst mér ganga of langt, það að tala um að kúka og pissa á helgimuni og brunda í oblátubikarinn verður varla til þess að fjölga vantrúuðum mikið eða öðlast virðingu almennings.


Kári Svan Rafnsson - 01/04/08 17:56 #

Krístin, þú berð á loft brenglaða kynímynd upp á kvennfólk. Þessi borgaralega ímynd sem þú ert því miður að ala á í er afleiðing af kapítalískri fyrringu og heldur konum niðri. Hversvegna heldur þú annars að konur komist svona erfiðlega í vantrúarstjórn, og þegar þau fá loksins sæti er það aðeins í symólískar stöður sem hafa engin teljandi áhrif?

Við á andtrú erum róttækir og tökum vel á móti fólki óháð kyni. En vantrú er greinilega orðið svo mikið status quo og styður þar að leiðand örugglega vel á bak við karlveldið. Ég trúi varla öðru. Enda allt í þessu félagi er orðið svo dempað og stíft.


Óskar - 01/04/08 18:06 #

Mætti ég forvitnast hversu margir eru meðlimir í vantrú núna og hversu margir það voru sem "klofnuðu" frá?


Kristín Kristjánsdóttir (meðlimur í Vantrú) - 01/04/08 18:09 #

Kári, ég kem þá yfir til ykkar og tek formannsstólinn. Varla geturðu neitað mér um hann eftir svona tilgerðarlegar yfirlýsingar!


Matti (meðlimur í Vantrú) - 01/04/08 18:11 #

Í Vantrú eru um 80 félagsmenn.

Þetta er fámennur og hávær hópur sem stendur á bak við andkristnivefinn. Ég er illa svikinn ef það eru fleiri í hópnum en þessi dusilmenni sem eru í "bráðabirgðastjórn" þeirrar síðu.


Kári Svan Rafnsson - 01/04/08 18:18 #

Krístín þú getur svo sem setið í hvað stól sem er, en það hefur ekki mikla þýðingu þar sem við erum allir jafningjar. Það er líka málið með vantrú, þið eruð öll svo upptekin af hýrarkíu.


Arnaldur - 01/04/08 18:20 #

Ég get engan veginn skilið hvernig þið haldið að svona málfluttningur eins og er í þessari nýju grein á andkristni muni hafa jákvæð áhrif á vantrúaða kristlinga. Svona málfluttningur hrekur þá beint upp í ylvolgt ból biskupsins.

Þetta er nú bara eitt af mörgu slæmu í greininni, en hvað var sá sem skrifaði þessa grein að hugsa þegar að hann skrifaði þetta:

"""""Allar eigur trúarstofnanna verða að sjáfsögðu að gerast upptækar. Byggingar með trúarlegum arkitektúr verður að mölva, enda ekkert nema trúaráróður bundin í stein. Skemmtilegast væri að vanhelga kirkjurnar á einhvern flottan og subbulegan hátt í leiðinni. Pissa kannski og mjaka kúka helgimuni, rúnka sér eins og brjálæðingur og brunda í oblátubikarinn. Mikið mikið væri hægt að gera og bara um að notahugmyndaflugið. Skemmtilegt væri að brenna kirkjur, ef þær skildu ver úr tré. En sprengja þær sem eru aðallega úr steini.""""" (sorry, kann ekki að setja í quote)

Ég hélt alltaf að það sem keyrði áfram hugsjónastarf ykkar væri það að upplýsa fólk sem heldur í barnatrú sína og beina því í átt til raunveruleikans, svona málfluttningur mun allavega ekki stuðla að því. Hann er gjörsamlega fáranlegur!!

Það er ekki að ástæðulausu að það fólk sem ég ræddi við fannst Matti koma mjög vel út úr umræðunum um leikskólatrúboð í kastljósi. En ástæðan fyrir því að fólki fannst hann góður var sú að hann var rólegur og málefnalegur, þess vegna fannst fólki hann hafa meira til málanna að leggja. Hann leifði mótleikara sínum að sjá um æsinginn. Fólk er nefnilega mjög fljótt að slökkva á sér þegar kemur að ómálefnalegri gagnrýni um eitthvað sem því þykir eða þótti einhvern tíman vænt um.

Ætlar andkristni bara að ráðast að kristni?


Gísli G - 01/04/08 18:27 #

Eru vantrúarnenn med enn eitt aprílgabbid - thetta er to dapurt


Hannes - 01/04/08 18:40 #

Já... er þetta sem sagt ekki 1 Apríl gabb?

Ef ekki þá er þetta versti dagur ársins til að fara í eitthvað svona þar sem fólk veitt ekki hverju á að trúa eða ekki... annars vona ég að þessi Andkristni.net sé Apríl djokkur.


lalli- - 01/04/08 18:48 #

Eru allir með í apríldjóknum eða bara sumir? :)


ORK - 01/04/08 18:51 #

Bíddu var ekki búið að taka niður síðuna og kæra ykkur fyrir guðlast... Nei auðvitað það var fyrir nákvæmlega ári síðan.


Lárus Viðar (fyrrverandi meðlimur í Vantrú) - 01/04/08 19:23 #

Ég get varla lýst því með orðum hversu pirraður og vonsvikinn ég er yfir þessum heimskulega klofningi nokkurra ósnoturra manna hér. Hef ákveðið að standa fyrir utan Vantrú héðan í frá, nenni ekki að standa í svona leiðindakjaftæði.


Vantrú (meðlimur í Vantrú) - 01/04/08 20:08 #

Auðvitað var þetta aprílgabb

Athugasemdir sem voru fjarlægðar tímabundið eru komnar aftur rækilega merktar með rauðu x-i.


Sveinn - 01/04/08 20:52 #

Hey, prófiði að refresha síðuna


Hjörvar Pétursson - 02/04/08 10:25 #

Þetta var ekkert minna en bloddi hílaríös. Til hamingju.


Kristján Hrannar Pálsson - 02/04/08 11:22 #

Hey, kommentið mitt átti var upplýsandi fyrir aprílgabbið, samt fjarlægði það enginn!


Matti (meðlimur í Vantrú) - 02/04/08 14:00 #

Þú varst nægilega óljós í athugasemd þinni ;-)


Kristján Hrannar Pálsson - 02/04/08 17:55 #

Það hefur ábyggilega þurft að lesa það í ljósi Krists.


Margrét St. Hafsteinsdóttir - 01/04/10 23:37 #

Ég fattaði strax að þetta var 1. apríl gabb þegar ég las fyrirsögnina :-)


Margrét St. Hafsteinsdóttir - 02/04/10 00:07 #

Og ég var að fatta það að þetta er síðan 2008! Mikið er nú gott að vera svona athugul :-)


baddi (meðlimur í Vantrú) - 02/04/10 01:01 #

Ég spyr bara hvernig í ósköpunum þér tókst að grafa þennan þráð upp, Margrét


Matti (meðlimur í Vantrú) - 02/04/10 10:47 #

Vísanir á ársgamlar greinar birtast á forsíðu Vantrúar.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.