Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Vantrúarbingó á Austurvelli

Föstudaginn 21. mars, klukkan 1300, verður haldið við unga hefð með hinu árlega Vantrúarbingó á Austurvelli. Brakandi bingóspjöld, rjúkandi heitt kakó og forboðnar, heimabakaðar kleinur. Aðgangur að herlegheitunum er ókeypis og vitaskuld má ekki gleyma að veglegir vinningar verða í boði.

Veðurspáin er talin vera nokkuð góð, heiðskírt, sól, máske smá gola og hiti eitthvað undir frostmarki, svo það er ágætt að klæða sig eftir því.

Við vonumst eftir því að flestir láti sjá sig og vonandi verður nóg af bingóspjöldum. Takið börnin með og jafnvel aðra ættingja, og skemmtið ykkur með saklausu bingóspili á Austurvelli í boði Vantrúar (og jafnvel stigið nokkur létt spor ef heppnin er með ykkur).

Ritstjórn 18.03.2008
Flokkað undir: ( Tilkynning )

Viðbrögð


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 18/03/08 19:52 #

Það má kannski minnast á það að með þessu erum við að brjóta gegn lögum um helgidagafrið:

Á helgidögum skv. 2. og 3. tölul. 2. gr. er eftirfarandi starfsemi óheimil: ... bingó...


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 18/03/08 19:56 #

Nú?! Er ´etta á föstudaginn langa?!

En óheppileg tilviljun.

Ó jæja.


Aðalbjörn Leifsson - 18/03/08 21:42 #

En Lúdó og Matador er bannað að spila það eða Olsen Olsen, hvernig væri nú að bjóða fólki upp á djöflatertu?


Matti (meðlimur í Vantrú) - 18/03/08 21:57 #

Bingó er sérstaklega talið upp í lögum um helgidagafrið en hvorki Lúdó né Matador eru þar.


Svenni - 18/03/08 22:23 #

Hafið þið eitthvað skoðað hvað nákvæmlega þarf að gera til að láta kæra sig fyrir guðlast á þessu landi? Þetta er allt frekar loðið og veltur á ríkissaksóknara sýnist mér.


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 18/03/08 23:01 #

Ef þú skoðar guðlastsvefinn okkar þá sérðu dæmi þar sem fólk hefur verið dæmt fyrir guðlast á Íslandi. Spegilsmálið er nýjasta dæmið.


FellowRanger - 19/03/08 03:12 #

Væri ekki hægt að draga þetta aðeins lengra og hafa bingódansleik eftirá?


Árni Þór - 19/03/08 15:15 #

Ég kem ef það er Ipod í verðlaun!


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 19/03/08 15:29 #

Eina leiðin til að komast að því hvort Ipod verði í verðlaun er að mæta ;)


Dagur Gunnarsson - 19/03/08 15:36 #

Kleinur eru yfirleitt steiktar en ekki bakaðar en það er kannski óþarfa hártogun þar sem bingóið er fínt framtak.


Kristján Hrannar Pálsson - 20/03/08 03:51 #

Guðlast!


Páll Brynjólfsson [Falskt nafn] - 21/03/08 14:27 #

Vá! ég verð nú bara að spyrja hver ól ykkur eiginlega upp? Þið eruð að haga ykkur eins og smákrakkar, fara í Bingó bara af því að það megi ekki. Ég vona svo innilega að þið þroskist aðeins, og ef ég mætti spyrja: Eruði öll atvinnulaus og hafið ekkert að gera nema að koma saman á svona nörda síðu og hanga, eða er þetta eini félagsskapurinn sem þið fáið því það vill engin heilbrigð manneskja eiga samskipti ykkur?


Árni - 21/03/08 14:51 #

Palli, það er ekki málið. Málið er að þetta sé bannað með lögum, þú ert nú bara eins og Múslimarnir, þeir skilja ekkert afhverju við látum svona.

Helduru að blaðamennirnir birtu þessa teikningu af Muhammed BARA af því það er bannað?

Þeir eru örugglega að velta því fyrir sér hver ól okkur upp =)

Vilt þú að það sé til lög í landinu þínu sem bannar að spila spil á helgidegi BARA vegna þess að við erum Kristin trú og Kirkjan segir það?


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 21/03/08 19:03 #

Eruði öll atvinnulaus og hafið ekkert að gera nema að koma saman á svona nörda síðu og hanga, eða er þetta eini félagsskapurinn sem þið fáið því það vill engin heilbrigð manneskja eiga samskipti ykkur?

Ekki vera vondur við okkur Páll. Við vildum bara komast einu sinni út og hitta alvöru fólk í alvöru heimi til þess að eignast smá ljósglætu í líf okkar.

En svona í alvöru. Heldurðu að við sjáum ekki að þú ert að kommenta undir tveimur mismunandi nöfnum (Stefán Karl) hér með skítaathugasemdir? Ef þú ert ekki nógu hugrakkur til þess að koma fram undir réttu nafni þá ættir þú allavega að vera staðfastur í dulnefnum og gefa upp rétt tölvupóstfang.


Daníel - 21/03/08 19:23 #

Skemmtilegt að hópur Vantrúar hamrar stöðugt á lagasetningum í sambandi við trúboð í skólum landsins, en dettur ekki til hugar að virða þau sjálf þegar þeim hentar.

Slíkur boðskapur fellur um sjálfan sig.

Heldur Vantrú virkilega að réttur þeirra skipti öllu máli. hvað eruð þið mörg í samtökunum? Nokkrir tugir, kannski hundrað manns???


Ásgeir (meðlimur í Vantrú) - 21/03/08 19:43 #

Daníel: Þú ert sem sagt ekki sammála því að maður eigi að berjast gegn vondum lögum?


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 21/03/08 22:29 #

Og Daníel sér víst ekki neinn mun á þessum tveimur ólöglegu athæfum? Væntanlega myndi maður sem hefur keyrt of hratt ekki mega gagnrýna morð? Tek fram að dæmið er ýkt viljandi.


Haukur Ísleifsson - 21/03/08 23:59 #

Sko lög númer eitt: Foreldrar hafa rétt til að stýra trúaruppeldi barna sinna og skólar eru ekki trúboðsstofnanir. Lög númer tvö: Bannað að spila Bingó á föstudaginn langa.

Þú sérð muninn. Right??


Ólafur - 22/03/08 11:07 #

Ef þið trúið ekki á að halda þennan dag heilagan, hversvegna mættuð þið þá ekki í vinnuna föstudaginn langa...það er bara hallærislegt að taka því sem er gott við helgidaga og mótmæla því sem manni finnst lélegt við þá í nafni trúleysis.

Mér finnst samt gott að obbinn af ykkur hafi tekið frí til að halda daginn heilagann.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 22/03/08 12:00 #

Ólafur, ég væri alveg til í að fórna kristnum helgidögum í staðinn fyrir meira orlof eða til dæmis 35 stunda vinnuviku. Ekki halda að þessir frídagar séu í raun komnir af því að kirkjan elskar frí. Þeir eru komnir til vegna baráttu verkalýðsfélaga. Eða svo sagði presturinn mér í fermingafræðslunni fyrir margt löngu síðan.


Haukur Ísleifsson - 22/03/08 21:52 #

Ég vildi vinna á föstudaginn en vinnustað mínum var lokað.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.