Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Synd og smokkur

Ef einhverjir [kaþólskir] kardínálar eða biskupar horfa á þetta myndband, langar mig að beina til þeirra spurningu af guðfræðilegum toga: Syndgar prestur meira þegar hann nauðgar barni ef hann notar smokk en ef hann gerir það ekki?

Pat Condell, Kaþólskt siðgæði

Ritstjórn 13.03.2008
Flokkað undir: ( Fleyg orð )

Viðbrögð


Gummi - 13/03/08 14:13 #

Vá... Ég skil að fólk þarf að gagnrýna trú, en... þetta er bara komið út í öfgar! Þetta er ekki cool.


Einar - 13/03/08 14:29 #

Það er eitthvað mikið að ykkur!

Vitanlega hafa komið upp mál þar sem illa var komið fram við börn hjá kaþólsku kirkjunni. Hvað með islam þar sem m.a Muhammed giftist 6 ára barni og fullkomnaði hjónabandið þegar hún var 9 ára. Þið eruð á rangri leið. Bið ég guð að blessa ykkur


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 13/03/08 14:55 #

Hvað er að "okkur"? Er ljótt að hæðast að fáránlegum hugmyndum kaþólskra um að það felist "synd" í notkun verja, og spyrða þær við misnotkun barna sem yfirstjórn þeirra hefur bæði sannanlega stundað og hylmt yfir?

Pat Condell varpaði þessari spurningu fram í myndbandi á youtube, ásamt fleirum. Hvað er að því að vísa til hennar?

Einar lætur sem það sé sjálfsagður hlutur að menn kaþólsku kirkjunnar svívirði börn... og snyrtir það þokkalega með því að kalla það að "koma illa fram við börn". Misnotkun barna er svívirða og ætti ekki að teljast sjálfsögð neins staðar.

Menn hafa þó litið þetta öðrum augum í gegnum tíðina og talið samneyti við börn sjálfsagt. Það viðhorf ætti að vera úr sögunni.

Svo skal böl bæta að benda á annað verra? Siðvenjur fyrr á öldum og hegðun Múhammeðs spámanns múslima, sem ég benti nýlega á í grein hérna, eru engin málsvörn fyrir kristna níðinga nú á tímum.

Er ekki eitthvað að þeim sem telur þá svívirðu sjálfsagða og verjandi?


LegoPanda (meðlimur í Vantrú) - 13/03/08 16:30 #

Þessi spurning er vissulega mjög stuðandi, enda sett fram til að vera það.

En tilgangurinn er sá að sýna hversu gífurlega mikla áherslu kaþólska kirkjan leggur á að allar getnaðarvarnir, þ.m.t. smokkurinn, sé mjög syndsamlegt að nota. Til samanburðar virðist hún yfirleitt hafa sýnt vilja til að sópa til hliðar misnotkun barna sem einhverri minniháttar synd.

Er eðlilegt að maður spyrji sig ekki að þessu?


Magnús - 13/03/08 17:50 #

Það er ekki aðalmálið að vera "cool" heldur að vekja fólk til umhusgunar um sannleika og réttlæti. En þá verður fólk að vera með kveikt á móttakaranum, og trúarbrögð virðast ekki hjálpa mikið hvað það snertir.


Hjörtur Brynjarsson (meðlimur í Vantrú) - 13/03/08 17:54 #

Bíddu bíddu nú við.. Eitthvað að OKKUR??

Eru það virkilega ÖFGAR að gagngrýna, fyrirlíta og sjá með munnfylli af viðbjóði þá hegðun og yfirlýsingar að kaþólska kirkjan lítur á notkun smokka sem risastóra synd á nákvæmalega sama tíma og kirkjan hylmir yfir barnanauðgunum sem fullnægja kynhvöt sinni á litlum drengjum án þess að refsa gerendum nokkuð!

Já ég sé það núna - við erum fífl og asnar fyrir að gagnrýna og fyrirlíta barnanauðgannir og þá staðreynd að kaþólska kirkjan segir illa upplýstu fólki í Afríku að notkun smokka sé synd, nema jú samkvæmt ´´nýju´´ reglunum að það megi nota smokka EF aðilar eru giftir OG annar einstaklingurinn er með AIDS. Ég sé það núna að það er mikið að því að gagnrýna svona hegðun.

Nei veistu, ef svo er þá skal ég bara stoltur vera öfgamaður að þessu leyti!!

Þessi spurning barasta á fyllilega rétt á sér í ljósi þess hvernig kaþólska kirkjan hefur hagað sínum málum undanfarin ár (og áratugi).

Ég hef satt besta segja mikin áhuga á því að sjá einhvern fávitann í Vatíkaninu svara þessu. Held að svarið yrði mögulega afar áhugavert.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.