Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Skopmyndamálið

Mynd af Múhaðmeð spámanni Þessi skopmynd af Múhammeð spámanni birtist í þremur stærstu dagblöðum Danmerkur í dag til að ítreka að morðhótanir dugi ekki til að hefta tjáningarfrelsið. Þetta er gert í kjölfar þess að danska lögreglan hafði hendur í hári manna sem áformuðu að myrða Knut Westergaard, höfund myndarinnar.

Vantrú vill sýna samstöðu með þeim sem berjast gegn skerðingu málfrelsisins í nafni guðlasts eða Biblíubókstafs.

Þessir menn, sem vilja myrða meðbróður sinn vegna teikningar, hafa látið bókstafinn blinda sig. Þeim hefur orðið það á að halda Biblíuna óskeikult orð Guðs. Þeir vilja halda sig við boðorðin, já, þessi sömu og kristnir menn hér á landi telja jafnvel undirstöðu og grunn siðferðis okkar!

Þú skalt engar líkneskjur gjöra þér né nokkrar myndir eftir því, sem er á himnum uppi, eður því, sem er á jörðu niðri, eður því, sem er í vötnunum undir jörðinni. Þú skalt ekki tilbiðja þær og ekki dýrka þær, því að ég, Drottinn Guð þinn, er vandlátur Guð, sem vitja misgjörða feðranna á börnunum, já í þriðja og fjórða lið, þeirra sem mig hata, en auðsýni miskunn þúsundum, þeirra sem elska mig og varðveita boðorð mín. Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma, því að Drottinn mun ekki láta þeim óhegnt, sem leggur nafn hans við hégóma.

Önnur bók Móse 20:5

Við Íslendingar búum enn við eftirfarandi ólög:

125. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 Hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða [fangelsi allt að 3 mánuðum].1) Mál skal ekki höfða, nema að fyrirlagi saksóknara.

Þessi ólög eru þó skömminni skárri en lög Guðs. Um lastmælendur segir hann:

"Leið þú lastmælandann út fyrir herbúðirnar, og allir þeir, er heyrt hafa, skulu leggja hendur sínar á höfuð honum, og því næst skal allur söfnuðurinn grýta hann. Og þú skalt tala við Ísraelsmenn og segja: "Hver sá, er formælir Guði sínum, bakar sér synd. Og sá er lastmælir nafni Drottins, skal líflátinn verða. Allur söfnuðurinn skal vægðarlaust grýta hann.""

Þriðja bók Móse 24:15

Þannig hljóðar hið heilaga orð.

Nánari umfjöllun um guðlast

Ritstjórn 13.02.2008
Flokkað undir: ( Íslam )

Viðbrögð


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 13/02/08 15:47 #

Já, hún er í hæsta máta hlægileg þessi móðgunargirni sumra múhameðstrúarmanna. Man ekki alveg hvernig Pat Condell orðaði það, en eitthvað á þá leið að það væri hræðilegt að verða fyrir svona móðgunum, því það gæti tekið menn sekúndur, eða jafnvel mínútur, að jafna sig!

Er ekki bara málið að koma þessum mönnum upp á að snúa hinum kristna krossi á hvolf á móti, tvisvar fyrir hverja móðgun? :D


Teitur Atlason (meðlimur í Vantrú) - 13/02/08 16:40 #

"Leið þú lastmælandann út fyrir herbúðirnar, og allir þeir, er heyrt hafa, skulu leggja hendur sínar á höfuð honum, og því næst skal allur söfnuðurinn grýta hann. Og þú skalt tala við Ísraelsmenn og segja: "Hver sá, er formælir Guði sínum, bakar sér synd. Og sá er lastmælir nafni Drottins, skal líflátinn verða. Allur söfnuðurinn skal vægðarlaust grýta hann."

Huggulegur guð ekki satt?


Hjortur Brynjarsson (meðlimur í Vantrú) - 13/02/08 17:34 #

Já, hann er alveg rosalega huggulegur og fallega þenkjandi þessi guð...


Haukur Ísleifsson (meðlimur í Vantrú) - 14/02/08 01:23 #

Guys hvernig get ég sett þessa mynd á Bloggið mitt. Vill sína stuðning og allt það.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.