Guđspjöllin sćkja til söguminna sem algeng voru á fornöld. Synir guđa, jafnvel meyfćddir, og ţá á jólum, eru algengir. Dauđi og upprisa gođmenna sömuleiđis, oft hengd á eđa falin í trjám, einnig heilagar máltíđir ţar sem brauđ, bjór og vín tákna líkama og blóđ gođmennis.
Á ţessum grundvelli einum ber ađ efast um sannleiksgildi frásagnar. Sem dćmi er sagan af ţeim fóstbrćđrum Ingólfi og Hjörleifi reist á algengum sagnaminnum um stofnendur ţjóđa. Vegna annarra heimilda telja sagnfrćđingar Ingólf hafa veriđ fyrstur landnámsmanna, annađ er ekki martćkt í ţeirri sögu.
Mikiđ ósamrćmi milli frásagna guđspjallanna, auk ritunartíma, bendir til ađ sjónarvottar hafi tćpast komiđ ađ rituninni. Um upprisuna ber ţeim engan veginn saman, réttarhöldin yfir Jesú er ólík, sem og fjöldi annarra atburđa sem ćtla mćtti ađ vitni hefđu veriđ ađ. Frásagnirnar tvćr af fćđingu Jesú eru gjörólíkar og tímasettar svo munar áratug.
Guđfrćđileg nálgun guđspjallanna er ólík sem sést í ţví sem Jesú er látinn segja eđa ekki segja, hvađ hann gerir eđa ekki. Ţetta er ađ miklu leyti mismunandi milli guđspjalla sem enn dregur úr áreiđanleika ţeirra sem frásagnir af stađreyndum.
Loks eru ýmsar furđur sem erfitt er ađ útskýra. Til dćmis sagan af Barrabas sem er ađ finna í öllum fjórum guđspjöllum. Engin Biblía sem ég hef séđ nefnir ţó ađ Barrabas hét ađ fyrra nafni Jesú, samkvćmt handritum. Ekki er heldur bent á ađ nafniđ Barabbas ţýđir “föđursonur” en Jesú “frelsari”. Pílatus virđist bjóđa gyđingalýđ ađ velja milli tveggja frelsara, báđir synir föđur síns.
Ritöld mikil stóđ um Miđjarđarhaf á ţessum tíma, skáldskapur, sagnfrćđi og hvers kyns önnur andans málefni. Ţví miđur hefur lítiđ af ţeim ritum enst fram á okkar daga og hafa ţau helst fengiđ ađ lifa er mćtt hafa velvilja kirkjunnar.
Ţögn heimilda um Jesú var ýmsum kristniskáldum mikill ţyrnir í augum á fyrstu öldum. Heiđnir gerđu lítiđ úr kristninni og leitađ var dyrum og dyngjum ađ haldbćrum heimildum en allt kom fyrir ekki. Ekki dugđu Pálsbréf ţví hann beitti rökfrćđilegum Möbíusarhnútum frekar en ađ vitna í frelsarann sem hefđi nú veriđ nćr.
Fíló frá Alexandríu, gyđingur og samtímamađur Jesú, skrifađi mikiđ um trú Gyđinga og gríska heimspeki. Hann fór áriđ 40 á fund Neró til ađ mótmćla áformum er varđađi musteriđ í Jerúsalem og ţekkti ţví til ţar. En hann nefnir hvergi Jesú í ritum sínum.
Nokkrar heimildir tala um kristna menn, til dćmis í Róm á tímum Neró, en ţađ kemur varla á óvart enda efast engir um ađ kristnir hafi veriđ til. Ýmis samtímarit sem nú eru glötuđ voru ţekkt en ekki notuđ sem heimildir og hafa ţá vćntanlega ţagađ um Jesú.
Órígen kirkjufađir skrifar í byrjun ţriđju aldar rit til varnar kristni sem svar viđ árásum heiđingjans Selsusar. Órígen finnur engar heimildir fyrir tilveru Jesú og var hann ţó víđlesinn mjög.
Kirkjufađirinn og kristniskáldiđ Júsebíus fann hins vegar, á fjórđu öld, vitnisburđ um Jesú í riti eftir Jósefus Flavíus sagnaritara en sá skrifađi um uppreisnina í Palestínu og áriđ 93 rit um sögu Gyđinga. Í síđara ritinu nefnir hann Jesú á tveimur stöđum, fyrst stutt frásögn af Jesú og talsvert síđar er umfjöllun um Jakob sem er á einum stađ nefndur bróđir Jesú.
Vitnisburđur Jósefusar sem Júsebíus vísar til er trúlega seinni tíma viđbót. Órígen vissi ekki af honum hundrađ árum áđur og hefđi ţó ţurft á ađ halda en vitnar ţó í Jósefus ţar sem honum ţykir hald ađ. Ólíklegt er ađ Gyđingur sem ekki var krisinn hefđi skrifađ međ ţessum hćtti um Jesú. Önnur atriđi benda einnig til seinni tíma breytinga. Miđađ viđ ritunartíma duga hugsanleg skrif Jósefusar um Jesú ekki til ađ fćra sönnur ađ atburđum guđspjallanna.
Bent hefur veriđ á ađ í ritum Jósefusar er ađ finna frásagnir sem virđast beinlínis hćđast ađ Jesú og kristni. Ţeir sem áhuga hafa geta lesiđ nánar um ţetta á blogg.visir.is/binntho en ţar er einnig ađ finna heimildaskrá međ ţessari grein.
Lokađ hefur veriđ fyrir athugasemdir viđ ţessa fćrslu. Viđ bendum á spjalliđ ef ţiđ viljiđ halda umrćđum áfram.
Margrét St. Hafsteinsdóttir - 14/02/08 01:21 #
Frábćr grein hjá ţér eins og vćnta mátti enda ertu einstaklega góđur penni og greinilega mikill grúskari.