Allar fćrslur Allir flokkar Sos Um félagiđ Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Spaugstofumáliđ 1997

Sama ár og Rushdie var ofsóttur af klerkastjórninni í Íran fyrir guđlast kom samskonar mál upp á Íslandi. Spaugstofan hafđi gert góđlátlegt grín af helgihaldi ríkiskirkjunnar og olli ţađ uppnámi innan klerkastéttar landsins. Ţađ kom í hlut biskupsins yfir Íslandi, herra Ólafi Skúlasyni, ađ láta Ríkissaksóknara vita um hinn meinta glćp Spaugstofunnar. Frćgar voru samrćđur Ríkissaksóknara ţá verandi, Hallvarđ Einvarđssonar, viđ séra Ţórir Stephensen í heitumpotti, en ţar voru örlög Spaugstofumanna ráđinn.

Ţađ vekur sérstaka athygli í ţessu máli ađ herra Ólafur biskup og séra Ţórir Stephensen voru ein af fórnarlömbum Spegilsins forđum daga í smáauglýsingum á bls. 27. Segja má ađ ţeir félagar hafi haft reynslu af slíkum málum og voru óhrćddir kasta fram stríđhanskanum í ţágu málstađarins. Ríkissaksóknari hóf umfangsmikla rannsókn á meintum sakamönnum, sem voru kallađir til yfirheyrslu hjá RLR. Hér er frétt Morgunblađsins af málinu ţann 2 apríl 1997:

Opinber rannsókn á Spaugstofuţćtti

FARIĐ hefur veriđ fram á opinbera rannsókn á Spaugstofuţćtti sem sýndur var í sjónvarpinu laugardagskvöld fyrir páska. Fól Hallvarđur Einvarđsson ríkissaksóknari Rannsóknarlögreglu ríkisins máliđ. Kćra hafđi ekki borist en hann ákvađ ađ máliđ skyldi rannsakađ.

Ţáttur spaugstofumanna, Enn ein stöđin, varđ umtalsefni í stólrćđum nokkurra presta um páskana, međal annars herra Ólafs Skúlasonar biskups, sem töldu ţar guđlast á ferđinni. Nokkuđ var einnig um ađ hringt vćri í biskup og á biskupsstofu. Ţetta var hvorki fyndiđ né viđeigandi, og allra síst á ţessum tíma, laugardag fyrir páska, ađ gera gys ađ kvöldmáltíđinni, ţegar vitađ er ađ fermingarbörnin eru ađ horfa," sagđi biskup viđ Morgunblađiđ. Hann ritađi útvarpsráđi í gćr og fór fram á ađ tekiđ vćri tillit til fólks, ađ svona lagađ endurtćki sig ekki.

Sterkari viđbrögđ

Karl Ágúst Úlfsson, einn spaugstofumanna, sagđi ađ viđbrögđ áhorfenda viđ umrćddum ţćtti hefđu veriđ sterkari nú en oft áđur. Mér finnst mjög gott ađ ţessi umrćđa skuli fara af stađ og hiđ besta mál ef fólk er tilbúiđ til ađ taka afdráttarlausa afstöđu í trúmálum og ef viđ gćtum komiđ af stađ umrćđu um ţau sem ekki snýst um einhver persónuleg afglöp presta. Viđ höfum ekki annađ en gott af ţví ađ hver og einn skođi hug sinn í ţessum málum og mín skođun er sú ađ Guđ hafi húmor og fyrir mitt leyti er ég sáttur viđ ţáttinn," sagđi Karl Ágúst.

Miđvikudaginn 9. apríl, 1997 er máliđ komiđ á svo alvarlegt stig ađ útvarpsstjóri ríkisins Pétur Guđfinnsson tjáir sig ekki um bréf ţáverandi ćđsta klerk Íslands herra Ólafs Skúlasonar til ađ valda ekki réttarspjöllum á međan Spaugstofan er í sakamálameđferđ hjá Ríkissaksóknara. Hér er frétt Morgunblađinu um ţessa víđsjárlegu tíma guđlastara:

Kvörtun biskups vegna Spaugstofunnar

Engar ađgerđir vegna opinberrar rannsóknar

ÚTVARPSSTJÓRI og formađur útvarpsráđs telja ekki ástćđu til ađgerđa vegna kvörtunarbréfs Ólafs Skúlasonar biskups yfir ţćtti Spaugstofunnar laugardagskvöldiđ fyrir páska ţar sem máliđ sćti nú opinberri rannsókn sem sakamál. Biskup bar fram kvörtun vegna meints guđlasts í ţćttinum og sendi hann afrit af bréfinu til ríkissaksóknara. Í bréfi Péturs Guđfinnssonar útvarpsstjóra til biskups segir m.a. ađ ţar sem máliđ sé komiđ í hendur ríkissaksóknara sem fyrirskipađ hafi sakamálameđferđ telji hann ekki rétt ađ láta neitt ţađ frá sér fara sem gćti valdiđ ţeim réttarspjöllum sem sakamálameđferđ kunni ađ sćta. Í bréfi formanns útvarpsráđs til biskups kemur fram ađ útvarpsráđ telji ekki ástćđu til sérstakra ađgerđa eđa ályktunar af hálfu ráđsins vegna málsins enda sćtti ţađ opinberri rannsókn.

Ţann 29. apríl 1997 birtist ţessi mynd og frétt á baksíđu DV:


Karl Ágúst Úlfsson Spaugstofumađur sést hér mćta til yfirheyrslu hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins í morgun. Karl Ágúst og Spaugstofumenn hafa sem kunnugt er veriđ ákćrđir fyrir guđlast. RLR fer međ rannsókn málsins. (DV-mynd E.Ól.)

Karl Ágúst
Fimmtudaginn 14. ágúst, 1997 koma loks gleđifréttir fyrir alla rétthugsandi menn, Ríkissaksóknari hćttir viđ ákćru. Vonandi var ţetta síđasta tilraun kirkjuyfirvalda til ađ fá ţegna landsins dćmda fyrir trúarbragđaglćpi. Hér er frétt Morgunblađsins um lyktir málsins:

Spaugstofumenn ekki ákćrđir

RÍKISSAKSÓKNARI, Hallvarđur Einvarđsson, hefur komist ađ ţeirri niđurstöđu ađ ekki sé ástćđa til ađ ákćra Spaugstofumenn vegna ţáttar ţeirra, sem sýndur var í sjónvarpi laugardagskvöldiđ fyrir páska. Mikil umrćđa varđ um meint guđlast í ţćttinum og varđ hann umtalsefni í stólrćđum nokkurra presta í messum um páskana, ţ.á m. biskups Íslands.

Kćra var ekki lögđ fram vegna ţáttarins en ríkissaksóknari ákvađ ađ fela Rannsóknarlögreglu ríkisins ađ rannsaka máliđ. Yfirheyrslur yfir Spaugstofumönnunum fimm voru hluti rannsóknarinnar hjá RLR en nú er niđurstađan orđin sú ađ ekki verđur gefin út ákćra.

Meint guđlast Spaugstofumanna var birt 5. apríl 1997 í Helgarblađi DV bls. 10.

Síđasta kvöldmáltíđin

Titill: kvöldmáltíđin...

Jesú og lćrisveinarnir sitja til borđs... Ţjónn leggur disk fyrir framan Jesú....
Jesús: Ég trúi ţessu ekki.... Lćrisneiđar einu sinni enn...! Af hverju er aldrei neitt í matinn annađ en lćrisneiđar....? Ţetta er, sko, síđasta kvöldmáltíđin sem ég borđa međ ykkur...
Rödd utan myndar: Kött....! Djísus Krćst....!
Jesús: Já, varstu ađ tala viđ mig....?
Rödd utan myndar: Já... Heyrđu.... Haltu ţessu svona... Ţetta er miklu betri titill á myndina...
Jesús: Hvađ...?
Rödd utan myndar: Síđasta kvöldmáltíđin... Viđ byrjum aftur....
Klapptré í mynd: Síđasta kvöldmáltíđin... Titill: Síđasta kvöldmáltíđin
Jesús: Ţetta er síđasta kvöldmáltíđin sem ég snćđi međ ykkur... og í tilefni af ţví ćtla ég ađ taka ykkur í fótsnyrtingu...
Lćrisveinn: Nei, Jesús minn...
Jesús: Hvađ...?
Lćrisveinn: Ţađ er alltaf hlegiđ ađ okkur eftir ţessar fótasnyrtingar ţínar...
Jesús: Nú...?
Lćrisveinn: Já.... Hvernig heldurđu ađ ţađ sé ađ ganga um međ rakađa leggi og hárautt sannserađ naglalakk...?
Sérstaklega ţegar viđ ţurfum líka ađ ganga í ţessum sandölum...
Jesús: Nú, jćja ţá...
Ţjónn: Fyrirgefiđi, en ćtliđi ađ borga ţetta allar saman eđa sitt í hvoru lagi.... Ţađ verđur hrikalegt mál ađ sundurliđa reikninginn...
Lćrisveinn: Júdas...
Júdas: Já...
Lćrisveinn: Ţú splćsir...
Júdas: Af hverju ég....?
Lćrisveinn: Af ţví ţú ert sá eini sem á pening...
Júdas: Já, svoleiđis...
Jesús: Pétur...
Pétur: Já, meistari...
Jesús: Áđur en haninn galar ţrisvar munt ţú svíkja mig tvisvar...
Pétur: Hvađa vitleysa...
Hani galar utan myndar...
Lćrisveinar: (í kór) Eeeeeinn...
Pétur: Nei, strákar, ţiđ takiđ mig á taugum...
Hani galar utan myndar...
Lćrisveinar: (í kór) Tveeeeeeir...
Pétur seilist út fyrir mynd og snýr hanann úr hálsliđnum...
Pétur: Má bjóđa einhverjum steiktan hana....?

Blindur fćr sýn

Blindur mađur situr í stofu sinni... Jesús er ađ eiga viđ sjónvarpiđ hans...
Jesús: Jćja, Jakob minn... Ţá er ţetta komiđ...
Blindur mađur: Jćja, vinur ţađ var nú gott... Og er ég ţá kominn međ Sýn...?
Jesús: (Skiptir um rásir á sjónvarpinu) Já... Nú ertu kominn međ Sýn og fjölvarpiđ... Ţannig ađ ţér ţarf nú aldeilis ekki ađ leiđast í framtíđinni ţó ađ ţú sért blindur...
Blindur mađur: Nei, ţađ var ţó gott...

Margir fóru offari í greinarskrifum um spaugstofumáliđ og meint guđlast ţeirra. Slík var hrćsnin ađ jafnvel sama fólk sem gagnrýndi klerkastjórnina í Íran vegna dóms yfir guđlast Rushdie vildi sjá hausa fjúka á Íslandi fyrir sama brot. Góđlátlegt grín Spaugstofunnar á síđustu kvöldmáltíđinni olli miklu uppnámi hjá kirkjuyfirvöldum, fór herra Ólafur Skúlason biskup ţar fremstur í flokki og vildi dćma fimmmenninganna fyrir gríniđ.

Spaugstofan, meintir sakamenn kirkjuyfirvalda áriđ 1997


Frá vinstri: Karl Ágúst, Randver, Örn, Sigurđur og Pálmi

Upphafsmenn málsins:


Frá vinstri: herra Ólafur Skúlason Biskup, Séra Ţórir Stephensen, Hallvarđur Einvarđsson fyrrverandi Ríkissaksóknari og fundarstađur hins Íslenska rannsóknarréttar

Frelsarinn 21.01.2008
Flokkađ undir: ( Guđlast , Klassík )

Viđbrögđ


Óskar - 21/01/08 09:25 #

Ahhh the good old days, ţegar spaugstofan var fyndin og ögrandi.


Magnús - 21/01/08 09:40 #

Ţetta er reyndar mjög fyndiđ hjá ţeim. Ţađ er ađ segja Spaugstofumönnum, frekar gamalt og ţunnt stöff hjá hinum.


LegoPanda@gmail.com (međlimur í Vantrú) - 22/01/08 01:21 #

Mér fannst ,,blindur mađur fćr sýn" klippan mjög fyndin ţegar ég sá hana fyrst. Hún var svo augljós, aulaleg, og fyndin á tćran hátt. Kvöldmáltíđarsenan var ekki jafn fyndin, enda tekst mönnum misvel til ađ kítla hláturtaugarnar, hvort sem umfangsefniđ er viđkvćmt eđa ekki.

Mér fannst ţađ alveg ótrúlegt ţegar ég heyrđi ađ ţađ vćri veriđ ađ athuga međ kćru á spaugstofunni fyrir ţáttinn. Ég var ekki mikiđ inn í fréttum á ţessum tíma, enda áriđ sem ég var fermdur. En ég hélt samt ađ íslenska ţjóđin vćri orđiđ nógu upplýst til ađ kćra ekki fólk fyrir ađ gera grín ađ trúarbrögđum.


Guđmundur I. Markússon - 23/01/08 08:31 #

Sama ár og Rushdie var ofsóttur ... kom samskonar mál upp á Íslandi.

Er ekki einhver anakrónismi hér í gangi í ljósi ţess ađ fatwa gegn Rushdie kom 1989 en ekki 1997?


frelsarinn@gmail.com (međlimur í Vantrú) - 23/01/08 14:40 #

Sćll Guđmundur. Fatwa fékk hann áriđ 1989 og er ţađ rétt. Á ţessum tíma voru Íranir og Bretar ađ reyna ađ koma aftur upp stjórnmálasambandi. Eitt af ţví sem stóđ í veginum var mál Rushdie sem kom aftur upp á yfirborđiđ. Ţví var mál hans nokkuđ mikiđ í heimspressuna á ţessum tíma. Mig minnir ađ ári síđar hafi forseti Írans sagt ađ hann vildi hvorki taka hann af lífi eđa komiđ í veg fyrir ţađ. Ţađ var svona málamiđlun Íransstjórnar í ţessu guđlastarmáli Rushdie.

Lokađ hefur veriđ fyrir athugasemdir viđ ţessa fćrslu. Viđ bendum á spjalliđ ef ţiđ viljiđ halda umrćđum áfram.