Allar fćrslur Allir flokkar Sos Um félagiđ Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Brjóstvit - spá Vantrúar fyrir áriđ 2008

Jćja gott fólk, nú er lag ađ kanna hvernig spátölvu Vantrúar gekk međ áriđ sem er ađ renna sitt skeiđ og líta um leiđ lauslega á ţrugliđ í Vikuvölvunni. En fyrst ţetta:

Tókuđ ţiđ eftir nýlegri stríđsfyrirsögn á Moggavefnum - Völvan spáir stjórnarslitum? Nú er auđvitađ allt í lagi ađ tefla fram einhverjum svona völvuspám í lok ársins, sem dćgradvöl, en er ekki fulllangt gengiđ ađ slá bullinu upp međ ţessum hćtti í virtu dagblađi? Dulrćn spádómsgáfa er ađ sjálfsögđu ekkert annađ en hindurvitni og ábyrgđarlaust ađ ala á slíku sem marktćkri heimild og efla međ ţví tiltrú fólks á bábiljur og kjaftćđi.

Einu sinni tiltók Mogginn alltaf, undir hverri stjörnuspá blađsins, ađ líta bćri á ţetta sem dćgradvöl og ađ spádómar sem ţessir byggđu ekki á traustum grunni vísindalegra stađreynda. Ţetta mćtti ţessi ágćti miđill taka upp aftur sem og ţegar hann birtir viđtöl viđ hjálćkna og ađra kuklara. Ţađ getur nefnilega hlotist skađi af ţví ađ kynda undir svona trúgirni.

En nóg um ţađ, tölvuspá Vantrúar fyrir áriđ 2007 var ađ sjálfsögđu ekki byggđ á neinu öđru en líkindum og heilbrigđri skynsemi. Engin yfirnáttúra ţar. Ţetta var m.a.s. tekiđ skýrt fram í greininni, ađ um brjóstvitiđ eitt vćri ađ rćđa. Völva Vikunnar hefur í mörgu tekiđ ţennan hátt upp eftir okkur í nýjustu spánni:

Ţá spáir Völvan ţví ađ [...] tvćr ţekktar persónur muna falla frá á árinu, önnur mun ţekktari en hin. (visir.is)

Stórkostleg forspá. Vantrú bćtir um betur og segir: Allmargir ţekktir einstaklingar munu falla frá á áriniu, sumir ţekktari en ađrir.

Ţađ er ţetta međ brjóstvitiđ. Viđ vitum fyrir víst ađ ýmislegt muni koma upp á á nćsta ári. Tölfrćđin segir okkur ađ einhverjir stórbrunar verđi, ađ einhverjir ţurfi á hjálparsveitum ađ halda til ađ komast ofan af hálendinu, ađ ţekktir menn og konur muni falla frá, ađ órói verđi i efnahagslífinu og stjórnmálunum, ađ einhverjir standi sig vel og beri hróđur landsins út á viđ, ađ frćgt fólk muni heimsćkja Ísland, ađ viđbúnađur verđi vegna hugsanlegra hryđjuverka, ađ jörđ skjálfi og ađ ţađ jafnvel gjósi. Jarđfrćđingar spá gosi viđ Upptyppinga nćsta haust og einfalt fyrir hvađa völvu sem er ađ veđja á ţann hest.

Völva vikunnar gengur reyndar lengra og spáir tveimur gosum, öđru nćrri byggđ. Hún er kannski ađ hugsa um jarđskjálftahrinuna viđ Selfoss en engu skiptir hvort öll spá hennar gangi eftir. Ţađ er nefnilega ţannig ađ ef ţađ gýs á hálendinu en ekki viđ byggđ getur hún ţakkađ sér fyrir ađ hafa haft rétt fyrir sér međ ţađ, en síđur verđur henni álasađ fyrir hitt. Valkvćm hugsun, góđir hálsar.

Af hverju sjáum viđ aldrei forspá um nákvćma atburđarás eins og:

Sunnudaginn 20. apríl mun Davíđ Oddson láta af embćtti Seđlabankastjóra af heilsufarsástćđum. Eftirmađur hans verđur Sighvatur Björgvinsson en hann hefur lengi veriđ mađur númer 2 í bankanum. Sighvatur verđur klćddur gráteinóttum jakkafötum ţegar Sólveig Bergmann fréttamađur tekur viđ hann viđtal í fréttum Stöđvar 2.

Hvađ haldiđ ţiđ? Ef ţessi spákúluglápandi skuplukellíng getur séđ inn í framtíđina ćtti hún ađ geta séđ atburđina og lýst framvindu, fatnađi og jafnvel orđaskiptum. En ţess í stađ fáum viđ eitthvađ jafnóljóst og:

Völvan er ekki bjartsýn ţegar kemur ađ efnahagsmálum. Hún segir fjármálakreppu framundan og spáir miklum sveiflum á gengi krónunnar. (visir.is)

Semsagt eitthvađ sem hver sćmilega međvitađur einstaklingur getur sagt sér sjálfur.

Reyndar koma frá henni nokkur skot í ţessum dúr, sbr:

Ađ lokum má nefna ađ Völvan spáir ţví ađ Ólafur Ragnar muni hćtta sem forseti á nćsta ári, ađ Magnús Geir verđi Borgarleikhússtjóri og ađ Manchester United vinni ensku deildina. (visir.is)

En auđvitađ skiptir engu máli hvort ţetta rćtist, viđ munum öll einblína á Upptyppingagosiđ sem henni tókst ađ hafa rétt. Gleymum öllu ţessu. En ef ţetta rćtist ţá megum viđ ekki gleyma ţví ađ hún gćti átt sér raunverulegar heimildir fyrir ţessum atburđum - inside info. Kannski hefur hún frétt ađ Ólafur Ragnar sé hćttur ađ nenna ţessu, kannski hefur ţađ m.a.s. birst einhvers stađar opinberlega en viđ hin öll búin ađ gleyma ţví. Sama gildir um Magnús Geir, getur veriđ ađ hann hafi einhvers stađar í allri fjölmiđlaumrćđunni veriđ bendlađur viđ ţetta nýja starf?

En skítt međ ţetta allt, áriđ er ađ klárast og viđ megum engan tíma missa. Hér eru spádómar Vantrúartölvunnar fyrir áriđ 2007, eins og ţeir birtust fyrir ári:

 • Áframhaldandi styrjöld í Írak
 • Kosiđ verđur til ţings og niđurstöđurnar munu koma einhverjum á óvart
 • Prestar halda áfram ađ vera jafnmálefnalegir
 • Steingrímur J. og Ögmundur munu tala mikiđ á Alţingi
 • Hugsanlega verđur eldgos á landinu eđa allavega einhvers stađar í heiminum.
 • Jónína Ben mun komast í fjölmiđla og segja eitthvađ heimskulegt
 • Biskupinn mun tala um grćđgi í samfélaginu án ţess ađ tengja ţađ á nokkurn hátt viđ ofurlaun sín né viđ heimtufrekju ţjóđkirkjunnar
 • Davíđ Oddsson verđur fúll yfir einhverju
 • Mikiđ verđur um lélegt sjónvarpsefni og ţá sérstaklega raunveruleikasjónvarpsţćtti
 • Moggabloggarar verđa hissa á ađ ţeir séu ekki ráđnir til alvöru fjölmiđla.
 • Ritstjórarnir á Trú.is munu ekki hleypa í gegn óţćgilegum kommentum
 • Útrásin heldur áfram
 • Íslendingur vinnur íţróttaafrek
 • Einhver hneykslismál munu skekja ţjóđfélagiđ, sumt af ţví tengt trúarstarfsemi, annađ stjórnmálum
 • Mikil átök í kringum stjórnarmyndun í vor
 • Hrćringar á fjölmiđlamarkađi
 • Mikil kirkjusókn um nćstu jól og páska
 • Vindasamur vetur međ kulda og rigningartíđ
 • Milt sumar en víđa vćtusamt
 • Vinaleiđin frelsar mörg börn í Garđabć
 • Vinaleiđ verđur kćrđ
 • Hatur milli Ísraels- og Palestínumanna mun halda áfram
 • Slćmt ástand mun ríkja í Afganistan
 • Uppbygging í Kína verđur gífurleg
 • Mikiđ mun ganga á hjá íslensku bönkunum
 • Miklar uppgötvanir hjá Íslenskri erfđagreiningu
 • Tveir eđa ţrír stórbrunar á árinu, a.m.k. einn ţeirra verđur heilu byggđarlagi nokkurt áfall
 • Kuklari verđur međ sjónvarpsţátt ţar sem hann fćr til sín frćga gesti
 • Olíuverđ hćkkar
 • Efnahagsstjórn landsins verđur fyrir gagnrýni
 • Fjölmiđlafólk mun gagnrýnislaust birta fáránlegustu stađhćfingar skottulćkna, miđla, presta og annarra kuklara

Ekki er annađ ađ sjá en flest af ţessu hafi gengiđ eftir. Viđ erum einfaldlega miklu betri en Völva Vikunnar!

Og svo djörf erum viđ hér á ţessu vefriti ađ viđ ćtlum ađ láta ţetta allt standa fyrir nćsta ár líka (nema ţetta međ Vinaleiđina í Garđabć og ţingkosningar) og bćta ţessu viđ:

 • Fjármálamarkađurinn réttir hćgt og rólega viđ sér eftir samdráttinn ađ undanförnu
 • Ríkisstjórnin heldur velli
 • Hlutfall međlima í ríkiskirkjunni lćkkar dálítiđ
 • Áfram verđur logiđ upp á Siđmennt og Vantrú skođunum sem ţessi samtök hafa ekki
 • Biskupinn segir eitthvađ megaheimskulegt
 • Órói og kvikuhreyfingar í Vatnajökli eđa norđur af honum, jafnvel gos
 • Breytingar hjá Birni Bjarnasyni
 • Ólga í borgarstjórn Reykjavíkur
 • Deilur um kjaramál ţegar nálgast sumariđ, jafnvel verkföll
 • Miklar náttúruhamfarir verđa erlendis
 • Mikiđ spillingarmál kemur upp í viđskiptum
 • Deilur verđa um embćttisveitingu stjórnmálamanns
 • Skipskađi en mannbjörg
 • Sviptingar á fjölmiđlavettvangi
 • Eldfim stríđsátök úti í heimi
 • Kvikmyndastjarna hlýtur dapurleg örlög
 • Britney Spears gerir eitthvađ heimskulegt og fjölmiđlar smjatta á ţví
 • Hiti yfir međallagi á landsvísu. Vor og haust sníđa af vetrinum, en sumariđ jafnsvalt og venjulega
 • Ísland kemst ekki í öryggisráđiđ

Og svo nokkrir nákvćmnisspádómar:

 • Risakónguló kemur í ljós í gámi af banönum á hafnarsvćđi Eimskips
 • Verđiđ á rjómabollunni fer hćst í 899 krónur í Ragnarsbakarí
 • 4 morđ verđa framin á árinu. Tvö í mars, eitt í júni og eitt í september
 • Grćnum Cheerokee verđur stoliđ í Reykjavík í janúar. Hann finnst síđan í höfninni í Grindavík 30. september klukkan 18:05
 • Kjóa fjölgar mikiđ áriđ 2008 og talađ er um faraldur.
 • Eiđur Smári verđur seldur frá Barcelona í byrjun ársins. Hann fer til West Ham
 • Séra Flóki verđur áberandi í byrjun árs. Hann dettur íđa föstudaginn 15. febrúar međ hneykslanlegum afleiđingum.
 • Íslensk kvikmynd verđur frumsýnd međ Hilmi Snć í ađalhlutverki og ţađ sést í typpiđ á honum

Og svona í lokin. Á árinu sem senn er liđiđ fór ţjóđfélagiđ allt á annan endan út af einhverju hundsspotti. Ţetta er sennilega stćrsta og eftirminnilegasta atvik ársins. Sá Völva Vikunnar ţađ fyrir?

Nei. Ekki viđ heldur.

Gleđilegt ár öllsömul og takk fyrir hressileg skođanaskipti á árinu.

Ritstjórn 31.12.2007
Flokkađ undir: ( Kjaftćđisvaktin )

Viđbrögđ


jogus (međlimur í Vantrú) - 31/12/07 15:02 #

Magnús Geir sótti, ef ég man rétt, um starf leikhússtjóra hjá Borgarleikhúsinu í okt-nóv. Eftir ákaflega farsćlan feril hjá LA yrđi enginn (leikmađur) hissa ađ hann fengi starfiđ. Ţetta er ţví tiltölulega safe bet.


Margrét St. Hafsteinsdóttir - 31/12/07 16:46 #

Langar ađ bćta nokkrum spádómum viđ fyrir áriđ 2008:

Framsóknarflokkurinn verđur yfirlýstur trúflokkur!

Kona býđur sig fram til forseta! (ef Ólafur Ragnar hćttir)

Frćgt erlent fólk á eftir ađ versla mikiđ á Íslandi á árinu.

Íslenskur leikari fćr hlutverk í erlendri kvikmynd.

Ótti viđ flugnaflensu blossar upp og lyfjafyrirtćkin grćđa mikiđ.

Gleđilegt ár!!


Ađalbjörn Leifsson - 01/01/08 18:01 #

Ţiđ hefđuđ átt ađ koma ţessu ađ: Vantrú.is leggur sig niđur og félagarnir ganga inn í trúfélagiđ Krossinn. Siđmennt-félag siđrćnna húmanisma verđur trúfélag. Vonin verđur ćđstiprestur.

Hafiđ ţađ sem best og megi Guđ blessa ykkur.


FellowRanger - 04/01/08 18:17 #

Og megi gítarnöglin alvarlega blessa á ţér hćlana.


Snorri Magnússon - 06/01/08 01:40 #

Ţađ hefđi líka mátt setja inn í tölvuspádóm vantru.is: Vantru.is heldur áfram trúbođi sínu gegn trú Vantru.is heldur áfram ađ gera lítiđ úr trú fólks Vantru.is heldur áfram ađ gera lítiđ úr ţeim sem eru ţeim ósammála Vantru.is heldur áfram ađ gera lítiđ úr fólki Vantru.is heldur áfram ađ eiga skođanaskipti viđ fólk međ svörum á borđ viđ "Af ţví bara" Vantru.is heldur áfram..........


Ţórđur Ingvarsson (međlimur í Vantrú) - 06/01/08 01:55 #

Og? Ćtlarđu ađ skćla útaf ţví?


Haukur Ísleifsson - 07/01/08 01:32 #

Snorri

Er mađur einhvađ sár?

Ég vil meina ađ ţađ sé gott ađ gagnrýna allt. Jafnt skođanir sem fólk. Ţađ ţíđir samt ekki ađ viđ séum ađ gera lítiđ úr fólki.


Erlendur (međlimur í Vantrú) - 21/01/08 19:06 #

Ólga í borgarstjórn Reykjavíkur

Áhugavert í ljósi síđust frétta


Reynir (međlimur í Vantrú) - 21/01/08 23:00 #

"Deilur verđa um embćttisveitingu stjórnmálamanns."

Ţetta er alveg lygilegt.

Lokađ hefur veriđ fyrir athugasemdir viđ ţessa fćrslu. Viđ bendum á spjalliđ ef ţiđ viljiđ halda umrćđum áfram.