Ofanrituð orð mætti Magnús Skarphéðinsson hafa oftar í huga í starfi sínu. En auðvitað er varla hægt að ætlast til þess að hann sýni af sér gagnrýna hugsun, því þrátt fyrir nafnið á félagsskapnum sem hann starfar fyrir, félag um sálarrannsóknir, þá er þetta argasti trúarsöfnuður þar sem æðstu prestarnir eru miðlar.
Magnús mætti Birgi aftur í morgun á Bylgjunni og veifaði ýmsum reynslusögum til að reyna að sanna mál sitt. En þúsund reynslusögur jafngilda því miður ekki sönnun nokkurs. Ef við ættum að taka sögusagnir fyrir sannanir myndi Magnús þurfa að taka tillit til alls þess vitnisburðar sem bæði kristnir, múslimar og hindúar heimsins geta lagt fram. Þessar sögur stangast fullkomlega á og hverju ætlar Magnús að trúa?
Auðvitað því sem dillar óskhyggju hans sjálfs. Þess vegna er hann forstöðumaður Sálarrannsóknarfélags Reykjavíkur.
Tengt lesefni:
Hér er upptaka af þættinum:
Einnig er hægt að sækja skrána hér [.mp3 14 MB]
Einmitt. Mér heyrist reyndar á honum að sögur hans séu allar frá fyrstu hendi, hann tali við þá sem lendi í þessu, en eflaust er mikið af þessum sögum sem til eru bara flökkusögur.
Hvar er hægt að heyra þennan miðilsfund sem hún María blessunin stjórnaði?
Það er ansi fínn leitarfítus á forsíðunni ;-)
Greinin er hér: María Sigurðardóttir miðill - Besti svikamiðill á Íslandi?
Þakka þér Matti. Veistu, að ég hefði ekki beðið um þetta ef ég væri ekki tölvuheftur! ;-)
Eftir að hafa hlustað á þennan fund langar mig ekki að heyra í öðrum miðlum ef þessi á að vera sá besti. Úfff, ég er ekki frá því að ég æti sjálfur gert betur.
Jamm. Allt má nú kalla rannsóknir ..
Globbfræðarannsóknarsetrið hefur tekið til starfa og stefnir að útgáfu fræðirits og viðamiklum rannsóknum. Enginn hefur enn séð globb, en það telja fræðimenn í greininni að sé til marks um að globb fari að jafnaði huldu höfði eða sé mönnum ekki sjáanlegt, nema við afar sjaldgæf skilyrði. Þetta hefur einnig þótt benda til þess að globb sé býsna hlédrægt að eðlifari - ef ekki tortryggið, nema hvort tveggja sé. Þrátt fyrir efasemdarraddir leikur þó enginn vafi á tilvist globbs, og má í því sambandi benda á nýlegt fræðarannsóknarsetur, sem hefur að markmiði að rannsaka eðli globbs.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Þorsteinn Þorvaldsson - 11/09/07 11:45 #
Hversu mikið af þessum "reynslusögum" ætli hann heyri í gegnum frænda vinar bróður síns sem var á sjó með manni sem átti frænku og það var pabbi hennar sem sagði honum þetta?