Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Er nauðsynlegt að skjóta þau?

Á vefnum Grafarholt.is má sjá frétt þess efnis að biskup Þjóðkirkjunnar muni í dag taka fyrstu skóflustunguna að nýrri kirkju þar í hverfi. Nú erum við auðvitað vön því að sjá kirkjum dritað niður alls staðar þar sem ný hverfi myndast en þarna er sérstaklega tekið fram að:

Kirkjan mun standa við Kirkjustétt 8 og mynda góð tengsl við leikskóla, grunnskóla og þjónustusvæði í hverfinu.

Nú á semsagt að herja grimmt á grunn- og leikskólabörn þar í hverfi. Og það á að gera þrátt fyrir að þessari spurningu hafi ekki verið svarað.

Birgir Baldursson 08.08.2007
Flokkað undir: ( Vísun )

Viðbrögð


Doddi - 08/08/07 20:14 #

Athyglisvert er að sjá að þið haldið áfram að haga málflutningi ykkar þannig að ómögulegt er að taka hann alvarlega í umræðunni um trúmál á Íslandi sbr. fyrirsögn þessarar vísunar.


Jón Frímann - 08/08/07 20:38 #

Eini málflutningur sem ekki er hægt að taka alvarlega er málflutningur kirkjunnar. Þar sem að menn hika ekki við að heilaþvo börn sem geta ekki varið sig.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 08/08/07 20:57 #

Hvað er að þessari fyrirsögn?


LegoPanda (meðlimur í Vantrú) - 08/08/07 23:34 #

Ég skil ekki hvað er að fyrirsögninni.

Er fólk dæmt úr málefnalegri umræðu um leið og það notar orð eins og ,,að eiga" og ,,að skjóta"?

Rökstyddu, Doddi, því annars get ég ekki tekið þessa ábendingu alvarlega.

Varðandi þessa kirkjustofnun, þá virðist aðalvandamálið vera að flestu fólki hlýnar um hjartaræturnar þegar það hugsar til þess að hverfiskirkja myndi góð tengsl við barnaskóla í kring. Kirkjan virkar þá sem athvarf, þar sem börnin geta rætt við góðlátlegan og rólyndan prest sem nennir alltaf að hlusta.

Það þarf að breyta þessu hugarfari áður en fólk verður fyrir alvöru sammála okkur.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 08/08/07 23:43 #

Kirkjan þarna ætlar að herja á leik- og grunnskólann í hverfinu, það liggur klárlega í orðanna hljóðan. Þessar tvær skólabyggingar eru væntanlega þarna í næsta nágrenni, jafnvel sömu götu (hef reyndar ekki tékkað á því).

Í þessu tilliti er kirkjan eins og Hvalur 9, kominn af stað með skutulinn beinstífan í stafni, á leiðinni að skutla saklaus hvalabörn og draga viljalaus upp að skipshlið. Þess vegna spyr ég: „Er nauðsynlegt að skjóta þau?“, því það er nákvæmlega það sem kirkjan gerir, veiðir þessa hvali eins og ekkert sé sjálfsagðara. Mér finnst kirkjan ekki hafa siðferðilegan rétt til þannig sálnaveiða fyrr en hún getur sýnt fram á nauðsyn þess að trúa.

Ég spyr því aftur: Er nauðsynlegt að trúa? Er nauðsynlegt að veiða þessar sálir? Er nauðsynlegt að skjóta þessi börn?

Og hvað er þá að fyrirsögninni, Doddi? Hélstu kannski að ég væri að hóta kirkjunnar fólki því að skjóta það ef það hætti ekki þessu barnaníði? Komm onn, ég er ekki villimaður.


FellowRanger - 09/08/07 00:27 #

Ég vildi sjá reist ríki í hverju hverfi svo fólkið geti sagt hversu yndislegt það sé að vita af opinni áfegisverslun innan við 10 mínútna labbi. Er það ekki svipað og kirkjan gerir. "Hjálpar" þeim með vandamál en skilur við þau með hræðilega þynnku.


Guðjón - 13/08/07 15:49 #

Og hvað er þá að fyrirsögninni, Doddi? Hélstu kannski að ég væri að hóta kirkjunnar fólki því að skjóta það ef það hætti ekki þessu barnaníði? Komm onn, ég er ekki villimaður.

Þegar Stalín komst til valda og hófst handa um að útrýma trúuðum komst hann að því að eina leiðin til þess að gera það var að drepa þá og þannig er það enn þann dag í dag eina leiðin til þess að komast til draumalands þíns er með því að drepa andstæðinga þína


Matti (meðlimur í Vantrú) - 13/08/07 15:51 #

Hvað ertu eiginlega að tala um Guðjón? Hefur einhver á Vantrú talað um að "útrýma trúuðum"?


Guðjón - 13/08/07 16:23 #

Ert þú ekki sammála Dawkins um að heimurinn myndi batna og mörg vandamál leysast ef trúarbrögðin hyrfu

Stalín er dæmi um trúleysingja sem fékk völd til þess að láta draum trúleysingjanna rætast þ.e. að losa þjóðfélag sitt við trúarbrögð.

Sumt fólk trúað fólk er þannig að eina leiðin til þess að stöðva það er að taka það af lífi og það er óraunsægi að horfast ekki í augu við þá staðreynd.

Ég er alls ekki að ásaka ykkur um að hafa neitt slíkt í huga en ég er hins vegar að ásaka ykkur um óraunsægi þið getið ekki náð markmiðum ykkar nema með því að nota meðöl sem virka og það eru ekki geðfeldar aðferðir.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 13/08/07 16:39 #

Ert þú ekki sammála Dawkins um að heimurinn myndi batna og mörg vandamál leysast ef trúarbrögðin hyrfu

Jú. En hvorki ég né Dawkins teljum það raunhæft markmið að svo verði.

Stalín er dæmi um trúleysingja sem fékk völd til þess að láta draum trúleysingjanna rætast þ.e. að losa þjóðfélag sitt við trúarbrögð.

Ég hef það á tilfinningunni að þú vitir lítið um þetta mál.

Sumt fólk trúað fólk er þannig að eina leiðin til þess að stöðva það er að taka það af lífi og það er óraunsægi að horfast ekki í augu við þá staðreynd.

Það er enginn að tala um að "stöðva það" fólk.

Ég er alls ekki að ásaka ykkur um að hafa neitt slíkt í huga en ég er hins vegar að ásaka ykkur um óraunsægi þið getið ekki náð markmiðum ykkar nema með því að nota meðöl sem virka og það eru ekki geðfeldar aðferðir.

Hvaða "markmið" okkar eru það?

Guðjón, einbeittu þér að því að svara þeim fullyrðingum sem þú sérð hér á Vantrú - ekki gera okkur upp skoðanir eða markmið sem við höfum ekki.


Þórgnýr Thoroddsen - 16/08/07 13:28 #

Guðjón, hvað fyndist þér um ef Vantrúarmenn stofnuðu hverfisstöð nálægt öllum skólum og leikskólum og stunduðu virkt barnastarf þar?

Myndi þér ekki líða eins og trúleysinu væri þröngvað upp á börnin?

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.