Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Skilið mér aftur gamla góða trúleysinu!

Eftir Salman Rushdie

„Að trúa ekki á Guð er engin afsökun fyrir því að vera fullur af heift gagnvart trú eða barnalega hallur undir vísindin,“ segir Dylan Evans, prófessor í þjarkafræði við University of West England í Bristol. Evans skrifaði grein í Guardian í London, þar sem hann vísaði á bug hinu gamaldags „19. aldar“ trúleysi málsmetandi hugsuða á borð við Richard Dawkins og Jonathan Miller, en stakk í staðinn upp á nýju, nútímalegu trúleysi, sem „hefur trú í heiðri, lítur á vísindi sem gagnlegt tæki og leitar að tilgangi lífsins í listum.“

Hann skrifaði jafnvel að sjálfa trúna bæri að skilja sem „eins konar list, sem aðeins barn gæti tekið alvarlega, og aðeins barn mundi vísa á bug sem rangri.“

Afstaða Evans passar vel við afstöðu bandaríska vísindaheimspekingsins Michaels Ruse, sem í nýjustu bók sinni, The Evolution-Creation Struggle, kennir vísindamönnunum sem hafa reynt að keppa við trúna, eða jafnvel láta vísindi koma í staðinn fyrir hana, um að hafa orðið valdir að uppgangi sköpunarsinna, og einnig fyrir vaxandi tilraunir trúaðra hægrimanna til að fá þróunarkenninguna strikaða út af námsskránni og að frekar verði kennd nýja kennisetningin um „vitræna hönnun“.

Þótt Evans hviki hvergi í stuðningi við þróunarkenninguna, er hann engu að síður mjög gagnrýninn á nútíma þungavigtarmenn á borð við Dawkins og Edward O. Wilson.

Þetta milda trúleysi Evans, sem reynir að stilla til friðar milli trúaðrar og ótrúaðrar heimsmyndar, er auðvelt að mölva niður.

Slíkur friður hefði þá og því aðeins möguleika á að ganga vel, að hann væri gagnkvæmur – ef trúarbrögð heimsins féllust á að meta afstöðu trúleysingja að verðleikum, og á siðrænan grundvöll hennar, ef þeir virtu uppgötvanir og afrek nútíma vísinda, líka þegar þessar uppgötvanir ganga gegn ginnhelgum kennisetningum, og ef þeir féllust á að listir eru ekki síður færar um að afhjúpa margbreytileika lífsins en hin svokallaða „opinberaða“ ritning.

Gagnkvæmt vopnahlé af þessu tagi er ekki til, né er nokkur von til þess að þessar andstæður verði nokkurn tímann sættar með slíkum hætti.

Á meðal kennisetninganna, sem fylgismenn allra trúarbragða játa sem sjálfsagðar, er sú að trúleysi jafngildi siðleysi – að siðfræði verði að vera grundvölluð á einhvers konar æðra úrskurðarvaldi, einhverjum yfirnáttúrulegum, endanlegum sannleika, og ef það vanti muni veraldarhyggja, húmanismi, afstæðishyggja, nautnalíf, frjálslyndi og allir hugsanlegir lestir óhjákvæmilega ginna hinn trúlausa á refilstigu.

Fyrir okkur sem erum meira en fús til að gangast við ofangreindum löstum en teljum okkur samt vera siðrænar verur, er erfitt að kyngja því að trú sé nauðsynleg forsenda siðferðis.

Núverandi hegðun skipulagðra trúarbragða er heldur ekki til þess fallin að auka tiltrú á hjásetu-afstöðu þeirra Evans og Ruse. Hvarvetna á menntun undir högg að sækja vegna trúarlegra árása. Nýlega reyndu þjóðernissinnaðir hindúar á Indlandi að endurskrifa sögubækurnar til að styðja and-múslímska hugmyndafræði sína, og sú tilraun varð aðeins stöðvuð með sigri sekúlar kosningabandalags sem leitt var af Congress-flokknum.

Á meðan heyrast raddir múslima, hvaðanæva úr heiminum, segja að þróunarkenningin sé ósamrýmanleg íslam. Í Bandaríkjunum dregur til úrslita í orrustunni um hvort kenna skuli „vitræna hönnun“ í skólum, og nú býr American Civil Liberties Union sig undir átök við málsvara vitrænnar hönnunar fyrir rétti í Pennsylvaníu.

Það virðist harla ólíklegt, að ef vísindamenn heimsins leggja niður vopnin eins og Ruse vill að þeir geri, þá muni þessi öfl gera það líka.

Vitræn hönnun, hugmynd sem er hönnuð aftur á bak til þess að þvinga hinni forneskjulegu hugmynd um skapara upp á fegurð heimsins, stendur svo föstum fótum í gervivísindum, er svo full af rökvillum, liggur svo vel við höggi, að það er engu líkara en að verið sé að bjóða smá dónaskap heim.

Málsvarar hennar halda því til dæmis fram, að bygging fruma og sameinda sé svo flókin og fullkomin að hana sé ekki hægt að útskýra með hægfara þróun.

En hinir fjölmörgu hlutar flókinna, samtvinnaðra lífrænna kerfa þróast einmitt saman, stækka smám saman og aðlagast – og eins og Dawkins sýndi fram á í The Blind Watchmaker: Why the Evidence of Evolution Reveals a Universe Without Design, hefur náttúruvalið hönd í bagga á öllum stigum ferlisins.

En það eru ekki bara vísindalegar röksemdir, heldur líka aðrar sem eru, tja, nýstárlegri. Hvað með, til dæmis, slæma hönnun? Var til dæmis leghálsinn svo snjöll hugmynd, eða blöðruhálskirtillinn?

Þá er siðferðislega röksemdin gegn hönnuðinum vitræna, sem gaf sköpunarverki sínu krabbamein og alnæmi í vöggugjöf. Er þessi vitræni hönnuður líka haldinn skefjalausri grimmd?

Að sjá trúarbrögð sem „eins konar list,“ eins og Evans er svo sætur að stinga upp á, er fyrst mögulegt þegar trúarbrögð eru dauð eða, eins og hjá Ensku Biskupakirkjunni, ekkert er eftir nema kurteislegar athafnir.

Gamla gríska trúin lifir enn sem goðafræði og eftir forn-norræn trúarbrögð erfðum við norrænu goðafræðina og, já, nú má lesa þær sem bókmenntir.

Biblían inniheldur mikið af frábærum bókmenntum líka, en kristnir bókstafstrúarmenn verða stöðugt háværari, og það má draga í efa að þeir tækju vel í það hvernig Evans vill nálgast hana eins og sögubók fyrir börn.

Samtímis halda trúarbrögðin áfram að ráðast á sína eigin listamenn: Múgur hindúa ræðst á listaverk eftir hindúíska listamenn, leikritaskáldum síkha er hótað ofbeldi af síkhum og múslimskum rithöfundum og kvikmyndagerðarmönnum er ógnað af öfgamúslimum með ofstopakennt skilningsleysi á skyldleikanum.

Ef trú væri einkamál væri auðvelt að virða rétt trúmanna til að leita að þægindum hennar og hressingu.

En trú í dag er stórfyrirtæki sem hefur mikið umleikis og notfærir sér pólitískt skipulag og nýjustu upplýsingatækni til hins ítrasta til að koma vilja sínum fram. Trúarbrögð boxa með hnúajárnum, en heimta að andstæðingarnir taki þá silkihönskum á móti.

Eins og Evans og Ruse mættu gjarnan átta sig á, eru trúleysingjar eins og Dawkins, Miller og Wilson hvorki vanþroskaðir né sekir fyrir að ganga í glímuna við þessa trúmenn.

Það sem þeir eru að gera er bráðnauðsynlegt.

Salman Rushdie er höfundur Söngva Satans og fleiri bóka


Vésteinn Valgarðsson þýddi.

Ritstjórn 28.03.2007
Flokkað undir: ( Erlendar greinar , Klassík )

Viðbrögð


Butcer - 28/03/07 08:38 #

Þessi maður er heigull verð ég að segja, að lúta niður fyrir id mun ekki stoppa það heldur auka sókn þess, ég hef heft gegn trúarbrögðum og fyrirlít þau og fer ekkert leynt með það


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 28/03/07 08:56 #

Kannski myndir þú hegða þér öðruvísi ef t.d. Al-Kaeda væri búinn að tilkynna það hátíðlega að þeir myndu borga hverjum sem er milljón dollara fyrir að drepa þig.

Ég tel að það sé svolítið erfitt að kalla einhverja heigula ef maður getur ekki sett sig í þeirra spor.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 28/03/07 12:44 #

Ég er nokkuð viss um að Buther hafi verið að vísa til Evans en ekki Rushdie.


LegoPanda (meðlimur í Vantrú) - 28/03/07 14:07 #

Ég er ekkert á móti því að kalla Dylan Evans heigul. Hann er allavega ekki alveg að átta sig á því hvaða skaðsemi trúarbrögð geta haft á gagnrýna hugsun ef það má ekki gagnrýna þau.

Annars er þetta flott að birta hér grein eftir Salman Rushdie. Vel þýdd líka.


Gummi - 29/03/07 10:49 #

Góð grein. Mér finnst annars þessi gagnrýni á Dawkins mun vitrænni


Guðjón - 29/03/07 14:38 #

Gummi bendir á mjög alvarlega gagnrýni á málfluting Dawkins. Það væri óskandi að þið hér á vantrú læsu þetta vanlega.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 29/03/07 14:43 #

Ég las greinina vandlega og finnst hún ágæt. Kjarni hennar er þessi:

The problem Dawkins and others confront in explaining religious and ideological change lies ultimately in their refusal to take up Marxist theory


Gummi - 29/03/07 15:49 #

Matti, það er rétt að þeir líta frekar einstrengingslega á hlutina þarna á WSWS.org, en samt er greinin ágæt umfjöllun um ákveðna þætti í bókum Dawkins. Hvort sem þú ert sammála þeim eða ekki um ágæti marxisma (sem ég er reyndar ekki). Og ég lít ekki á greinina sem "alvarlega gagnrýni á málflutning Dawkins", þeir eru sammála Dawkins í öllum meginatriðum. Alltaf gott að fá fleiri sjónarhorn.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 29/03/07 15:55 #

Já, algjörlega, ég tek undir með þér að þetta er ágæt grein. Ég held það sé líka rétt hjá mér að þetta sé kjarni gagnrýni þeirra.

Ég er alls ekki sammála þeim, sem kemur kannski ekki á óvart, en þetta er samt fín umfjöllun.


Guðmundur I. Markússon - 30/03/07 08:15 #

Hvar birtist þessi grein Rushdie's?


Matti (meðlimur í Vantrú) - 30/03/07 09:03 #

Greinin birtist í nokkrum erlendum blöðum, þ.m.t. Toronto Star, í maí 2005. Því miður er hún ekki lengur aðgengileg á heimasíðu þeirra.

Þessi þýðing hefur ítrekað verið boðin íslenskum fjölmiðlum endurgjaldslaust en þeir hafa ekki haft áhuga á að birta greinina.

Á google er hægt að finna ýmislegt um þessa grein, þ.m.t. upprunalegu útgáfuna sem einhverjir bloggarar hafa afritað á síðu sína [t.d. hér].


Vésteinn Valgarðsson (meðlimur í Vantrú) - 30/03/07 09:48 #

Með fyrirvara um að ég hef ekki lesið bók Dawkins, en miðað við annað sem ég hef lesið eftir hann, þá get ég ekki sagt annað en að ég er hjartanlega sammála John Kay í ritdómi sínum. Ég er vel meðvitaður um takmarkanir baráttu sem snýr einvörðungu gegn hindurvitnum einum, án samhengis við stjórnmál að öðru leyti, og er hlynntur því að þessi baráttumál séu tekin fyrir í samhengi hvert við annað.


Guðjón - 30/03/07 12:25 #

Ég er að lesa bók Dawkins. Gallin við Dawkins er að þegar hann fjallar um atriði sem tengjast ekki líffræði og slíkum atriðum s.s. stjórnmál og sögu trúmál og heimspeki er hann áhugamaður. Hann er hinsvegar snjalla penni og skrifa skýran texta. Rit hans er því fyrst og fremst áróðusrit sem byggir ekki á neinni raunverulegri fræðimennsku. Hann nýtur þess hins vegar að hann er talsmaður sjónarmiða sem eru algeng meðal vísinda og menntamanna.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 30/03/07 12:36 #

... s.s. stjórnmál og sögu trúmál og heimspeki er hann áhugamaður.

Hvaða máli skiptir það? Er ekki aðalatriði hvað hann segir og hvernig hann rökstyður það?


Guðjón - 30/03/07 14:41 #

Það er vissulega rétt hjá þér Matti að auðvita skiptir mestu máli hvað maðurinn segir. Mér finnst hins vegar að John Kay sýni að Dawkins gerir sig sekan um yfirborðmennsku. Mér finst vera ósamræmi milli þess að halda fram yfirburðum vísindalegra vinnubraða og styðjast ekki við bestu fáanlegu skýringar vísinda og fræðimann í umfjöllun sinni. Ég skora enn og aftur á þig að lesa gagrýni Kay. Annar bið ég ykkur vel að lifa og lofa að trufla ykkur ekki meira en orðið er á næstunni.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 30/03/07 14:54 #

Mér finnst hins vegar að John Kay sýni að Dawkins gerir sig sekan um yfirborðmennsku.

Ég er ekki sammála því. Aðrir taka undir þessa skoðun.

Mér finst vera ósamræmi milli þess að halda fram yfirburðum vísindalegra vinnubraða og styðjast ekki við bestu fáanlegu skýringar vísinda og fræðimann í umfjöllun sinni.

Ég hef ekki séð annað en að Dawkins geri það. Auðvitað getur fólk alltaf fundið eitthvað sem Dawkins hefði mátt fjalla um á annan máta, en ég sé bara ekki að málflutningur hans hafi verið ógiltur.

John Kay hefur ákveðna skoðun á bókinni en haldið þið að nokkur tæki mark á Dawkins ef bók hans væri gagnrýni á trúarbrögð útfrá Marxisma?

Annar bið ég ykkur vel að lifa og lofa að trufla ykkur ekki meira en orðið er á næstunni.

Vertu ekki með svona stæla. Þú ert ekki að trufla neinn. Þú settir fram skoðun, þér var svarað.


Guðmundur I. Markússon - 31/03/07 01:51 #

Ég tek undir með Guðjóni. Eins og ég hef marg oft bent á er Dawkins ekki vísindamaður þegar hann fjallar um trúarbrögð, sögu og menningu. Hér er hann áhugamaður. Það skiptir máli, Matti. Það er ekki nóg að hann rökstyðji mál sitt ef rökin byggja á hyggjuviti fengnu út hægindastól í Oxford. Rökin þurfa að byggja á því besta sem vísindin hafa að bjóða -- vísindin sem fjalla um trúarbrögð, sögu og menningu. Sam Harris á við svipað vandamál að stríða. Bendi í því sambandi enn og aftur á gagnrýni Scott Atran. Ólíkt Dawkins og Harris er Atran ekki áhugamaður:

http://www.edge.org/discourse/bb.html

Annars fín grein hjá Salman Rushdie.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 31/03/07 11:28 #

Það er ekki nóg að hann rökstyðji mál sitt ef rökin byggja á hyggjuviti fengnu út hægindastól í Oxford.

Þetta eru bara dylgjur Guðmundur.

Bendi í því sambandi enn og aftur á gagnrýni Scott Atran. Ólíkt Dawkins og Harris er Atran ekki áhugamaður:

Scott Atran hefur skrifað margt áhugavert en Scott Atran er ekki óskeikull. Jafnvel þó hann sé ekki áhugamaður.


Guðmundur I. Markússon - 31/03/07 13:01 #

Þetta eru bara dylgjur Guðmundur.

Nei nei. Í kommentum sem þessum er gagnlegt að draga saman hluti á einfaldann hátt. Ég var einfaldlega að vísa til þess að margt í orðræðu RD byggir ekki á vísindalegum gögnum heldur því sem hann hugsar þarna þar sem hann skrifar (sem er að mestu í Oxford, geri ég ráð fyrir). Mér finnst ósamræmi í því að krefjast virðingar fyrir vísindalegri hugsun á öllum sviðum en ekki þegar rætt er um trúarbrögð, sögu og menningu.

Aukaorðskýring: Einnig vísar þetta til hugtaksins "armchair anthropologist" sem er þekkt úr mannfræðinni og vísar Frazers ofl. sem sátu í fræðasetrum sínum á Bretlandseyjum og fabúleruðu um fjarlæga menningu -- ekki góð aðferðafræði.

Scott Atran hefur skrifað margt áhugavert en Scott Atran er ekki óskeikull.

Auðvitað ekki. Enginn er það. Ekki einu sinni Darwin eða Einstein voru það. Að sjálfsögðu. En ef krafan er að bera virðingu fyrir vísindum hljótum við að taka meira mark á þeim sem hefur áralangar rannsóknir að baki (vísindamanni) og þeim sem að mestu byggja á eigin hyggjuviti og vangaveltum. (Og NB, Atran er EKKI póstmódernískur menningarviti heldur rannsakar hann menningu með stranga aðferðafræði og tölfræði að vopni til þess að meta hvort tilgátum beri að hafna eður ei.)

Annars þekkir þú vel skoðanir mínar á þessu og ég sé enga enga ástæðu til þess að taka þetta upp enn og aftur. Ef ég hefði tíma myndi ég setja slóð á þá þræði en það hef ég bara ekki. Þarf að kjósa um álver og taka á móti gestum.


Guðmundur I. Markússon - 31/03/07 13:05 #

Klikkaði á samtenginu:

...hljótum við að taka meira mark á þeim sem hefur áralangar rannsóknir að baki (vísindamanni) og þeim sem að mestu byggja á eigin hyggjuviti ..

Þarna á að vera tengingin en (en ekki og):

..hljótum við að taka meira mark á þeim sem hefur áralangar rannsóknir að baki (vísindamanni) EN þeim sem að mestu byggja á eigin hyggjuviti

:)


Vésteinn Valgarðsson (meðlimur í Vantrú) - 31/03/07 20:17 #

Eins mikið álit og ég hef á Dawkins, þá er ég alveg sammála því að þetta er snöggur blettur á honum, hvernig hann einblínir á trúa, en lítur framhjá pólitíkinni í stríðum og öðrum átökum. Vitanlega hefði hann naumast fengið jafn mikinn lestur ef hann hefði komið fram og sagst vera með marxíska greiningu á þessu -- en hann hefði heldur ekkert þurft að nota það orð, sem óneitanlega hefur fengið slæma pressu.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 31/03/07 20:33 #

...þetta er snöggur blettur á honum, hvernig hann einblínir á trúa, en lítur framhjá pólitíkinni í stríðum og öðrum átökum.

En er Dawkins sekur um þetta?

Ég held að þessi gagnrýni sé ekki réttmæt, hef ekki orðið var við að Dawkins líti framhjá pólitíkinni í stríðum og öðrum átökum. T.d. í þessari grein (sem er framhald af þessari grein)

How can I say that religion is to blame? Do I really imagine that, when a terrorist kills, he is motivated by a theological disagreement with his victim? Do I really think the Northern Ireland pub bomber says to himself, “Take that, Tridentine Transubstantiationist bastards!” Of course I don’t think anything of the kind. Theology is the last thing on the minds of such people. They are not killing because of religion itself, but because of political grievances, often justified. They are killing because the other lot killed their fathers. Or because the other lot drove their great- grandfathers off their land. Or because the other lot oppressed our lot economically for centuries.

Er ekki eitt vandamál samtímast hve margir líta framhjá trúnni en einblína á pólitíkina þegar kemur að stríðum og öðrum átökum, t.d. sumir vinstrisinnar í vissum tilvikum? Þannig virðast trúarbrögðin óskaplega oft "stikkfrí"


Lárus Viðar (meðlimur í Vantrú) - 01/04/07 05:02 #

Í upphafi heimildamyndarinnar Root of all Evil? þá minnir Dawkins okkur á að þótt pólitík og þjóðfélagslegar aðstæður skipta vissulega máli í stríðum og öðrum átökum, þá megi ekki líta fram hjá fílnum í herberginu, trúarbrögðum.


mofi - 01/04/07 14:45 #

They are killing because the other lot killed their fathers. Or because the other lot drove their great- grandfathers off their land. Or because the other lot oppressed our lot economically for centuries.

Mjög sammála þessum orðum Dawkins og þetta er aðeins eðlilegt, við viljum öll réttlæti gagnvart því sem við upplifum sem óréttlæti.Trú óneitanlega spilar hér stórt hlutverk. Þeir sem trúa að þeir eiga að fyrirgefa og elska náungann og biðja fyrir þeim sem gera eitthvað á þeirra hlut. Þetta eru þeir sem eru líklegastir til að hætta átökum. Þeir sem aftur á móti trúa þessu ekki, þeir hafa mjög veika ástæðu til að hætta að berjast og að hefna sín ekki.


Vésteinn Valgarðsson (meðlimur í Vantrú) - 01/04/07 22:39 #

Það getur verið að sumir vinstrisinnar líti í sumum tilvikum framhjá þeim þætti sem trúarbrögðin vissulega spila oft í ýmsum átökum, en mér hefur frekar virst sem hægrimönnum hætti til að gera meira úr trú en tilefni er til. Hún spilar svo sannarlega hlutverk, en almennt er það þannig að hún ljái pólitískum öflum andlit eða yfirbragð, frekar en að hún sé drifkrafturinn sjálfur. Það er alveg rétt, sem Matti bendir á, að Dawkins hefur vissulega fjallað um þetta -- mér hefur bara fundist vera slagsíða á því, þ.e. að þótt hann hafi vissulega fjallað um það, þá sé umfjöllun hans um það svo miklu minni en umfjöllunin um trúarlegu hliðina, að hún falli í skuggann.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 01/04/07 22:49 #

mér hefur bara fundist vera slagsíða á því, þ.e. að þótt hann hafi vissulega fjallað um það, þá sé umfjöllun hans um það svo miklu minni en umfjöllunin um trúarlegu hliðina, að hún falli í skuggann.

Enda er hann að fjalla um trúarbrögð, ekki pólitík. Það er allt önnur umræða, ekki satt?


Vésteinn Valgarðsson (meðlimur í Vantrú) - 02/04/07 01:37 #

Tja, í því samhengi sem umfjöllunin á þessum slóðum er, vissulega. Hins vegar verða trúarbrögð tæpast slitin úr samhengi við víðari pólitík og samfélagsmál, þegar öllu er á botninn hvolft, er það?


Guðmundur I. Markússon - 03/04/07 21:39 #

Vésteinn hefur nokkuð til síns máls. Grein Dawkins um "Gerin ólíuna" ber þessa t.d. merki:

http://www.vantru.is/2005/09/29/13.21/

Einnig skrif hans strax í kjölfar 9/11 þar sem hann talaði einmitt um fílinn í postulínsbúðinni (Religions misguided missles, minnir mig, í Guardian, minnir mig, dagana eftir atburðinn).

Matti er heldur ekki alveg úti að aka, enda hefur maður oft á tilfinningunni að Dawkins skorti ekki blæbrigði í hugsun (sb. tilvitnun Matta í D að ofan) -- hann kveður bara svo sterkt að orði að þau hafa tilhneigingu til að hverfa.

Afsökun Dawkins hérna er sú að skrif hans um trúarbrögð bera meiri keim af áróðri en vísindum -- enda yfirlýst markmið hans með The God Delusion að vekja hálfvolga trúleysingja af værum blundi og út úr skápnum.

Þetta er auðvitað allt í lagi, enda er maðurinn að skrifa fyrir almenning. Maður verður bara að muna að útkoman er skarpur, hugvekjandi texti sem af sama skapi hefur tilhneigingu til ónækvæmni og fullyrðingagleði.

Svo get ég ekki annað en dáðst að sjálfsblekkingu Mofa -- meðal þeirra sem kynda undir ófriðarbálinu fyrir botni Miðjarðarhafs eru einmitt (sann)kristnir bókstafstrúarmenn.


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 03/04/07 22:19 #

Það er vissulega rétt að ein afsökun Dawkins er sú að hann er að skrifa áróðursrit, önnur er sú að fólk á það til að misskilja hann.

Til dæmis hélt einhver því fram á umræðunum við gerinolíuvísunina að Dawkins héldi því fram að "trúarhugsun EIN OG SÉR sé vandamálið" og benti á N-Írland, þrátt fyrir að ég hef þó nokkrum sinnum heyrt Dawkins taka það fram að í N-Írlandi sé einmitt ekki bara trúarbrögðum að kenna.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 03/04/07 22:48 #

Ég vísaði á greinina Religion's Misguided Missiles í athugasemd minni, sú sem ég tók tilvitnun úr er framhald af þeirri grein og þar minnist Dawkins m.a. á N-Írland.

...hann [Dawkins] kveður bara svo sterkt að orði að þau hafa tilhneigingu til að hverfa.

Hvað er að því að kveða sterkt að orði? Hvaðan kemur þessi krafa um að tipla verði á tám í kringum trúmál og trúað fólk? Grein Rushdie er einmitt innlegg í þá umræðu.


Guðmundur I. Markússon - 04/04/07 00:52 #

Auðvitað á ekki að tipla á tánum í kringum þetta frekar en annað. Og svo ég taki ykkur á orðhengilshættinum -- hvar held ég því fram?

Ég tek fyrstur manna ofan fyrir RD hvenær sem er fyrir áræðnina og heiðarleikann. En þegar afleiðingin af því að kveða sterkt að orði er ónákvæmni er það slæmt! Ég átti ekki við neitt annað.

Að ætla RD að taka EKKERT tillit til stjórnmála o.s.frv. er að ætla honum að vera einfeldning -- og það er hann að sjálfsögðu EKKI. Það breytir því ekki að hann telur trúarfílinn stærsta vandamálið í postulínsbúðinni. Og vissulega talar hann oft eins og "trúarhugsun EINS og SÉR" sé vandamálið -- eins og þessi "einhver" sagði, Hjalti :)

Amk. er það klárt að hann teldi heiminn betur kominn án trúarbragða (Imagine no religion var óska titillinn). Kannkski hefur hann rétt fyrir sér. En það er alls ekki augljóst. Eins og Atran hefur sagt, hafa RD og Harris engin gögn til að bakka upp þá hugmynd (þó Mofi sé vissulega vísbending í þá átt).


Guðmundur I. Markússon - 04/04/07 01:03 #

Ég vísaði á greinina Religion's Misguided Missiles í athugasemd minni, sú sem ég tók tilvitnun úr er framhald af þeirri grein og þar minnist Dawkins m.a. á N-Írland.

Takk fyrir að halda utanum vísanirnar. Þarna hefur RD væntanlega verið að svara viðbrögðum við fyrri greininni (R. misguided m.), þar sem hann fer einmitt MJÖG NÆRRI ÞVÍ að skrifa 9/11 oþh. eingöngu á trúarbrögð -- orðalagið "mjög nærri því" til þess að ég kveði ekki of sterkt að orði fyrir ykkur félaga ;)


Guðmundur I. Markússon - 04/04/07 01:12 #

Og bara til að undirstrika það sem ég hef verið að segja, er hér loka málsgreinin úr Religion's Misguided Missles, orðrétt:

It came from religion. Religion is also, of course, the underlying source of the divisiveness in the Middle East which motivated the use of this deadly weapon in the first place. But that is another story and not my concern here. My concern here is with the weapon itself. To fill a world with religion, or religions of the Abrahamic kind, is like littering the streets with loaded guns. Do not be surprised if they are used.

Hmm, skrýtið að nokkrum skuli detta í hug að hann meini trúarbrögð ein og sér, eða amk. trúarbrögð AÐ MESTU.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.