Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Að iðka trú með veskinu

En það er líka trúariðkun að taka upp veskið sitt frammi fyrir Guðs augliti og leggja gjöf sína á altarið. Það er hluti þess að helga lífið og alla hluti.#

Karl biskup Sigurbjörnsson

Ritstjórn 22.03.2007
Flokkað undir: ( Ófleyg orð )

Viðbrögð


óðinsmær - 22/03/07 17:22 #

er þetta ekki eitthvað grín?


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 22/03/07 17:39 #

Aftasts í setningunni er # sem vísar á ræðuna þar sem biskupinn sagði þetta.

Og ég er viss um að biskupinn var ekki að grínast.


FellowRanger - 22/03/07 18:14 #

Guð minn góður, gakk þú í veski mitt, tak þú fjármuni þá, er þú þarfnast og ég mun koma sáttur til himnaríkis.


óðinsmær - 22/03/07 19:04 #

gaddam! bastarðarnir!

það mætti halda að það væri unnið innan frá að niðurbroti þjóðkirkjunnar, það hljóp í mig þegar ég las undanfara tilvitnunarinnar;

"Ýmsar nýjar en þó gamlar hefðir hafa komið fram kringum helgihald og trúarsamfélagið. Ein þeirra eru samskot eða fórn í messunni. Hér í Grensáskirkju og í Hallgrímskirkju er þetta orðinn fastur liður í guðsþjónustu helgidagsins. Þetta ættu fleiri söfnuðir að skoða. Við erum eina kirkjan í veröldinni þar sem ekki þykir sjálfsagt að leggja fram fjármuni til Guðs þakka í guðsþjónustunni. Það eru sögulegar ástæður fyrir því."

bíddu, er það ekki bara góður siður að halda í?

þó að þetta þyki sjálfsagt í flestum trúarsöfnuðum þá getur það verið merki um siðblindu og ágirnd leiðtoganna... sérstaklega ef þeir eru á ríkisspena líka


Viddi - 22/03/07 19:08 #

Er ekki ástæðan þess að framlög og samskot séu "vinsæl" í öðrum kirkjum sú að þær kirkjur eru ekki á sérsamningi hjá ríkinu?

Eru ekki landsmenn að borga framlög með sköttum sínum mánaðarlega? Alltaf heimta þeir meira.


baddi - 22/03/07 19:55 #

Þú átt líklegast kollgátuna Viddi


Flugnahöfðinginn (meðlimur í Vantrú) - 22/03/07 20:54 #

Guð almáttugur er slappur í fjármálum og þarf stöðugt meira. Það er því ekki nema vona að Bissi óski eftir fjárframlögum í skiptum fyrir betri meðferð í himnaríki. Þetta minnir mig á ansi gott stand up með George Carlin http://www.youtube.com/watch?v=8uBAPbOWLxc


Steini - 22/03/07 21:59 #

Þar sem Þjóðkirkjumenn þurfa ekki að hafa áhyggjur af eigin afkomu þá taka þeir ekki samskot fyrir sjálfa sig heldur þá sem minna mega sín. Þetta vita þeir sem hafa kynnt sér málin, e.t.v. mætt í messu, og þurfa því ekki að lenda í þeirri vandræðalegu aðstöðu að misskilja málið. Það er ansi langt seilst að gagnrýna samfélagsaðstoð.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 22/03/07 22:41 #

Hvaða tryggingu hefurðu fyrir því að samskotapeningarnir renni í hjálparstarf?


Steini - 22/03/07 23:13 #

Yfirleitt hafa menn enga tryggingu þegar gefið er í hjálparstarf aðra en orð þess sem safnar. Þá er það enn lengra seilst en fyrr að halda því fram að Þjóðkirkjumenn séu svo óheiðarlegir að segjast safna í hjálparstarf og setja peningana í annað. Í raun er það ósanngjörn og rætin aðdróttun.


Lárus Viðar (meðlimur í Vantrú) - 23/03/07 02:18 #

Þá er það enn lengra seilst en fyrr að halda því fram að Þjóðkirkjumenn séu svo óheiðarlegir að segjast safna í hjálparstarf og setja peningana í annað. Í raun er það ósanngjörn og rætin aðdróttun.

Það er ekki svo langt síðan að nákvæmlega þetta gerðist. Ætli siðferði Þjóðkirkjunnar hafi tekið stórstígum framförum síðan þá?


Óskar - 23/03/07 09:39 #

Alveg rétt... hvernig var það aftur ? Eitthvað með Hjálparstofnun kirkjunnar og nýtingu á gjafafé ? Voru það ekki um 20% sem fóru til hjálparstafs, annað í rekstur ? Getur einhver rifjað það upp svo það gleymist ekki ? Og er eftirlitið eitthvað betra með söfnunarbaukunum ?


khomeni (meðlimur í Vantrú) - 23/03/07 10:12 #

Ég man hvernig þetta var!!! Ég hef aldrei gefið til kirkjunar síðan og mun ALDREI gera það eftir þennan skandal. Þetta var eiginlega sá atburður sem vakti mig til umhugsunar um kirjuna og það starf sem þar er unnið. Fjöldi fólks fyrilítur safnanir Þjóðkirjunnar eftir þessa uppákomu.

Það var haldin aðalfundur Hjálparstofnunar Kirjunnar á Fínasta hóteli í Kaupmannahöfn. Hotel D'Angleterre http://www.remmen.dk/dangleterre/index.htmAll expences paid! (frá söfnunarfé -náttúrulega) þetta er fínasta hótel í Danmörku. Það er engum blöðum um það að fletta. Nóttin kostar núna á milli 30 og 70 þúsund. Það hefur verið svipuð upphæð þegar skandallin komst upp.

Það væri forvitnilegt að vita hvað Hjálparstarf kirkjunar veltir miklum peningum árlega. Það eru amk 5 starfsmenn semr vinna í fullu starfi þarna. segmum að hver fái 300 þús á mánuði (með launatengdum gjöldum) Það þarf að safnast 1.5 miljón á mánuði bara fyrir að halda starfinu gangandi. Þetta er ekki flókið reikningsdæmi. Meirihluti söfnuarfés rennur í það að reka starfsemina.


Árni Árnason - 23/03/07 10:45 #

Að maður nú ekki tali um flutning íslenskra preláta yfir hálfan hnöttinn á lakkskónum sínum í afríska forina, silkiklæðin og biskupsmítur handa svörtu dragdrottningunni, veisluhöldin og grand ceremony biskupsvígslu í Kenya.

Var einhver að tala um hjálparstarf ?


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 23/03/07 11:37 #

Það er aðeins búið að koma inn á þessa spillingu hér í vefritinu.


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 23/03/07 16:21 #

Ég vil benda fólki á starfsskýrslu [*pdf] Hjálparstarfs kirjunnar fyrir 2005-2006. Á blaðsíðu 20 stendur:

Önnur greiðsla vegna námsstyrks við þrjá karla til prests- og leiðtoganáms úr Suð-Vestur syndódu Mekane Jesus kirkjunni var greidd í lok starfsársins.

Hjálparstarfið hélt áfram milligöngu sinni um 400.000 kr. framlag Neskirkju til reksturs kirkjumiðstöðvar og safnaðarstarfs í Waderra-héraði í Suð-Austur Eþíópíu.

500.000 kr. var veitt til kirkjubygginga í landinu

Hjálparstarf eða kristniboð?


Sverrir Guðmundsson (meðlimur í Vantrú) - 24/03/07 14:26 #

Og svo stæra forsvarsmenn þessa „hjálparstarfs“ sig af því að taka ekki þátt í trúboði. „Það sjá aðrir um það“ eins og einn forsvarsmaður þess orðaði þessa lygi rétt fyrir síðustu jól.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.