Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Prestavæl

Þjóðkirkjuprestar voru ekki sáttir við umfjöllun Kompásar um félagið þeirra, sérstaklega ekki þau ummæli Hjartar fríkirkjuprests að misréttið sem ríkiskirkjufyrirkomulaginu fylgir væri ekki kristilegt. Kristján Björnsson, þjóðkirkjuprestur í Vestmannaeyjum, hafði þetta um þau orð að segja í kvöldfréttum Stöðvar 2:

Þetta er náttúrulega guðlast í mínum eyrum að heyra þetta svona af því þetta særir næstum því trúartilfinningu mína að heyra fríkirkjuprestinn í Reykjavík líkja kirkjunni við döfullega stofnun, sem að náttúrulega nær engri átt og alveg ótrúlegt að það þurfi ekki að skýra það eitthvað aðeins betur út. #

Það er eitt jákvætt við þessi undarlegu ummæli Kristjáns, hann telur guðlast að minnsta kosti ekki vera glæp gegn guði. Kristján virðist samt skilja guðlast sem annað hvort gagnrýni á Þjóðkirkjuna eða þá allt það sem “særir næstum því trúartilfinningu” sína. Við skulum vona að Kristján telji Þjóðkirkjuna ekki svo heilaga stofnun að það jafngildi guðlasti að gagnrýna hana. Eftir stendur þá að honum finnst það vera guðlast að “sær[a] næstum því trúartilfinningu” hans.

Það er sagt að í guðfræðináminu nálgist menn kristna trú á gagnrýnin hátt. Ef svo er finnst mér það undarlegt að það þurfi svona lítið til þess að “særa næstum því trúartilfinningu” guðfræðimenntaðra þjóðkirkjupresta. Heyrði hann ekki nóg af gagnrýni í guðfræðideildinni? Hvað er Kristján að gera í þessu starfi ef hann þolir ekki gagnrýni?

Ef til vill er mikilvægara að spyrja sig að því hvaða máli það skiptir að þjóðkirkjuprestur telji trúartilfinningu sína næstum því særða. Það er ekki mögulegt að láta ofurbrothætta trúartilfinningu trúmanna takmarka tjáningarfrelsið. Því allar staðhæfingar um trúmál geta móðgað einhvern. Við getum valið á milli þagnar og særðra trúartilfinninga.

Ef Kristjáni og þjóðkirkjuprestum er annt um trúartilfinningu sína og vilja komast hjá því að dónalegir gagnrýnendur særi hana næstum því, þá veit ég alveg hvað þeir ættu að gera. Til að byrja með gætu þeir látið opinbera skóla í friði. Síðan gætu þeir hætt að boða trúna sína og haft hana út af fyrir sig og hætt að njóta forréttinda frá ríkinu. Þá er ég nokkuð viss um að trúartilfinningar þeirra væru öruggar.

En á meðan þeir eru að boða sína ljótu trú allt niður í leikskóla er engin ástæða til þess að hafa nokkrar áhyggjur af trúartilfinningum þeirra. Með því að ráðast á huga lítilla barna eru þeir búnir að fyrirgera öllum rétti sínum hvað varðar friðhelgi trúarskoðana sinna.

Þess væri óskandi að þjóðkirkjuprestar myndi eyða minni tíma í að boða börnum trúna sína og væla þegar fólk mótmælir því, og meiri í að ræða trúna sína við fullorðið fólk.

Hjalti Rúnar Ómarsson 02.03.2007
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


Matti (meðlimur í Vantrú) - 02/03/07 09:03 #

Það er skemmtileg tilviljun að í Fréttablaðinu í dag er meira væl frá Þjóðkirkjunni. Í þetta sinn er vælt útaf Kompásþættinum sem við vísuðum á um daginn. Það var ekki talað nægilega virðulega um Þjóðkirkjuna í þættinum að mati Þjóðkirkjunnar.

Staðreyndin er sú að í þættinum sá biskupinn algjörlega um að afgreiða Þjóðkirkjuna, sérstaklega með tali sínu um Vinaleið.


khomeni (meðlimur í Vantrú) - 02/03/07 11:30 #

Biskup drap einfaldlega Vinaleið í þessum Kompásþætti með ummælum sínum.

"Vinaleið er fyrir börn í Þjóðkirkjunni".

-Einmitt. Það er bannað að mismuna nemendum eftir trú eða trúfélögum skv lögum um grunnskóla.

Nú er það alveg á krystaltæru að inn í skólum í Garðabæ starfar fulltrúi eins trúfélags innan um alla nemendur skólans. -Mismunun? -Auðvitað!

Ekki bætti Jóna Hrönn Bolladóttir úr skák þegar hún viðurkenndi að viðvera prests/djákna inn í skólunum fælí í sér trúboð...

ÞAÐ ER LÍKA BANNAÐ SKV GRUNNSKÓLALÖGUM!!!

Hvar ætlar þessi vitleysa að enda? Verða andstæðingar Vinaleiðar ekki að fara með þetta mál til umboðsmanns Alþingis? Þetta er óþolandi frekja í Ríkiskirjunni. Hví treysta þeir sér ekki að vera með vinaleiðir í kirkunni sinni? Hví þurfa þeir að vaða inn í skólana á skítugum skónum og valda þessum usla og óréttlæti?

-Skamm Jóna Hrönn. Skamm!


FellowRanger - 02/03/07 20:46 #

Þessi grein er afar falleg, takk fyrir.

"En á meðan þeir eru að boða sína ljótu trú allt niður í leikskóla er engin ástæða til þess að hafa nokkrar áhyggjur af trúartilfinningum þeirra."

Gullin orð.


Viddi - 03/03/07 12:42 #

Ég er nú sammála að Kirkjan hefur lítið efni á að verða sár eða móðguð þegar hún stígur (eða réttara sagt hamrar) á tær Íslendinga.

Kirkjunarmenn mundu nú losna við þessa gagnrýni og þessar sífelldu skammir með því að skilja alfarið við ríkið og stofnanir þess. Það kæmi sér einfaldlega miklu betur fyrir alla aðila málsins, hvort sem það er ríki, kirkja eða almenningur.


khomeni (meðlimur í Vantrú) - 03/03/07 13:24 #

Í raun ætti Vantrú að styðja í lengstu lög samband ríkis og kirju. Með því móti er tryggt að kirjan sé dofinn og dauð úr öllum æðum. Prestar verið áskrifendur af launaseðlunum sínum og boðskapurinn útvatnist.... Það sem kirjan fattar ekki að hún styrkist við aðskilnað frá ríknu. Þau setja samasemmerki milli kristinsómsins og aðgengi presta af "easy money" frá ríkinu.

Furðulegur fjári.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.