Í Fréttablaðinu í dag er grein um Vinaleið eftir guðfræðinginn Teit Atlason. Hægt er að lesa þessa afbragðsgóðu grein á Vísi.
Athygli vekja viðbrögð við greininni. Þau eru öll afar sterk og á einn veg.
DoctorE@visir.is skrifar: Heyr heyr Þetta er alger ómenning hjá þjóðkirkju, ekki nóg með að við þurfum að kosta þúsundum milljóna þetta apparat þá riðst hún inn í skólana með trúaráróður af verstu gerð. Ég spáði nú ekki mikið í þessa kirkju en nú er svo komið að ég hreinlega hata þetta fyrirbrigði. Nú á að ganga alla leið og henda kirkjunni út úr skólunum og einnig af fjárlögum. Hvernig getur þessi kirkja verið trúverðug þegar hún hagar sér svona og er eins og sníkjudýr á íslensku þjóðfélagi þar að auki
benni@visir.is skrifar: Frábært innlegg. Get ekki annað en verið sammála Teiti. Mér finnst það óskiljanlegt að Garðabær skuli heimila svona gjörning og spurning hvort að Menntamálaráðuneytið þurfi ekki að taka á þessu? Er það ekki Menntamálaráðuneytisins að setja skólum leikreglur? Þá finnst mér tími til kominn að ríki og sveitarfélög hætti að kenna Kristinfræði og kenni þess í staða siðfræði og trúabragðafræði. Með trúabragðafræði á ég við að nemendur verði uppfræddir um þau helstu trúabrögð sem til eru og þau kynnt á jafnréttisgrundvelli.
bingdaoren@visir.is skrifar: Þetta er alveg rétt. Það virðist vera ný leið kirkjunnar til að halda lífi að sækja á skólana þessa dagana og reyna að taka stöðu þar. Það hefur ekki tekist að útrýma kennslu í biblíusögum ennþá, en þær eru ekkert annað en kristið trúboð og trúarbrögð eru þess eðlis að það er rangt að gera það að einhverri skyldu. Meginþorri íbúa landsins er í þjóðrkirkjunni en þeim fer sífellt fækkandi. Ef einstaklingur sem fæðist væri ekki skráður í trúfélag við fæðingu heldur þyrfti að vera skráður sérstaklega, þá væri sennilega ekki nema innan við helmingur fólk sí trúfélögum.
Vendetta@visir.is skrifar: Ekki heldur í einkasólum "Svona lagað finnst ekki neins staðar nema hugsanlega í einkaskólum." Nei, Teitur, þetta á heldur ekki heima í einkaskólum. Dætur mínar ganga í einkaskóla og við viljum alls ekki þann ófögnuð sem Vinaleið er, þangað inn.
botnlaus@visir.is skrifar: Gott innlegg. Ég tek heilshugar undir þetta. Kirkjan er með yfirgangi og sníkjudýrshætti farin að fara svo ofboðslega í taugarnar á mér að ég lét verða af því á síðasta ári að segja mig formlega úr þjóðkirkjunni. Tek undir með þér DoktorE að maður spáði ekkert í þetta áður fyrr. Þjóðkirkjunni hefur nú með trúarhrokanum í öllu varðandi þessa vinaleið tekist að vekja upp áður óþekktar, neikvæðar tilfinningar í sinn garð.
hk6303@visir.is skrifar: Kirkjan til bölvunar. Kirkjan er bara klíka nokkurra prestaætta, sbr. afkomendur gamla biskupsins og fyrrv. vígslubiskups á Hólum. Þetta er þjóðarmein. Þetta er alveg samskonar klíka og Krossinn og aðrar ámóta ofstækisstofnanir.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Reynir (meðlimur í Vantrú) - 30/01/07 15:22 #
Þótt Teitur skilji ekki þjóðkirkjuna skilur hann vel um hvað málið snýst og bendir á aðalatriðin. Gott framtak.