Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Sunnudagavinaleið

Nú hafa sveitarfélögin og félagið Vantrú komist að samkomulagi um að starfsmaður Vantrúar verði hluti af starfi Kirkjunnar. Þannig mun starfsmaður Vantrúar fá fría skrifstofuaðstöðu í öllum safnaðarheimilum Kirkjunnar. Einnig mun starfsmaðurinn fá aðstöðu alla sunnudaga í kirkjum eftir þörfum. Sérstök áhersla verður á að starfsmaður Vantrúar taki börn tali í sunnudagaskóla og taki þátt í almennu barnastarfi Kirkjunnar. Einnig mun starfsmaðurinn vera viðstaddur fermingarfræðslu og aðstoða sóknarprestinn með námsefni.

Með þessu framtaki mun sunnudagavinaleiðin aðstoða kristin börn sem eiga í vanda og hjálpa þeim að skilja heiminn án hindurvitna. Aðeins háskólamenntaðir starfsmenn Vantrúar munu sjá um þessa hindurvitnalausu sálfræðigæslu í þágu íslenskra barna sem eiga kristna foreldra.

  • Samdar hafa verið reglur um störf starfsmanns Vantrúar hjá Kirkjunni:
  • Vantrúarfélaginn er fulltrúi Vantrúar og trúleysis
  • Vantrúarfélaginn mun ítreka það svo ekki verður um villst í hvaða félagi hann tilheyrir
  • Vantrúarfélaginn veitir hindurvitnalausan sálfræðistuðning
  • Vantrúarfélaginn er tengiliður milli kristinna barna, heimila og trúleysis
  • Vantrúarfélaginn hefur fræðslu um trúleysi fyrir kristin börn og starfsfólk kirkjunnar
  • Vantrúarfélaginn aðstoðar prest, djákna og starfsfólk við að taka á erfiðum málum og undirbúa þau
  • Vantrúarfélaginn veitir áfallahjálp
  • Vantrúarfélaginn leiðbeinir inni í kirkjum s.s. um góða siðfræði, tillitsemi, umburðarlyndi, ræðir við kristin börn um siðfræði án trúarbragða, lífið og dauðann, svarar spurningum sem upp koma við andlát aðstandenda, stöðvar einelti o.s.frv. Vantrúarfélaginn aðstoðar presta og djákna við sérstök verkefni tengdu trúleysi

Ekki er búist við því að kristnir foreldrar verði óánægðir með þessa þjónustu enda er hún veitt af háskólamenntuðum starfsmönnum sem vilja allt gott fyrir alla gera. Allar árásir og mótmæli á starfsmann Vantrúar jafngildir árás á öll börn í landinu. Það þarf varla að taka það fram að það er val hvers og eins að þiggja þjónustuna.

Frelsarinn 17.01.2007
Flokkað undir: ( Grín , Vinaleið )

Viðbrögð


Aiwaz (meðlimur í Vantrú) - 17/01/07 09:36 #

LOL, þetta er jafn grátfyndið og það er grátlegt.


Hjalti - 17/01/07 13:39 #

Hvernig er þessi staða fjármögnuð og hvaða Vantrúarpiltur verður settur í þetta?


Daníel Páll Jónasson - 17/01/07 18:11 #

Snilldarhugmynd!

Þó þið munið aldrei fá þetta í gegn, þá yrði 100% sanngirni í þessu (grínlaust).


Nanna - 18/01/07 10:11 #

Áhugaverð hugmynd - athugið þó að líkingin er ekki alveg rétt. Það væri ekki alveg það sama að hafa vantrúarfélaga í kirkju og að hafa trúarfélaga í skólum, þar sem kirkjan er jú yfirlýst trúarstofnun og trú viðhöfð sem hin réttari skoðun þar, en skólinn á að geta verið staður fyrir báðar skoðanir. Það að krefjast þess að hafa vantrúarfulltrúa í kirkjunni (engar áhyggjur, ég veit að þessi hugmynd er sett fram í gríni) væri því meira eins og að krefjast þess að hafa fulltrúa kirkjunnar í vefstjórn Vantrúar.

Hins vegar finnst mér að það mætti alveg ræða það að hafa "vantrúarfélaga" i skólunum, ef hann gæti fundið sér eitthvað að gera þar sem enginn skólastarfsmaður gerir fyrir ...

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.