Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Lítið kver um kristna trú lesið: Gef oss í dag vort daglegt brauð

Síðast þegar við kíktum í litla kver Karls æðsta biskups Þjóðkirkjunnar litum við á hvað hann hafði að segja um kristna trú. Af svörunum að dæma virtist sú trú ekki vera mjög gáfuleg og í þetta skiptið munum við sjá birtingarform skaðans sem svona vitlaus trú getur haft á heilbrigða skynsemi. Þessi kafli ber heitið Gef oss í dag vort daglegt brauð:

Daglegt brauð, það er allt sem við þörfnumst til að lifa. Ekki aðeins matur og drykkur og aðrar nauðsynjar, heldur einnig heimili, ástvinir, samferðafólk, heilsa og kraftar til líkama og sálar, friður og réttlæti í þjóðfélaginu, hagstæð tíð til lands og sjávar.

Guð gefur okkur öllum allt sem við þörfnumst, jafnvel þótt við biðjum ekki. Það gefur hann jafnvel þeim sem ekki þekkja hann og jafnvel þeim sem hafna honum. En við biðjum þess að við gleymum ekki að þakka honum og þiggja allt úr örlátri föðurhendi hans.

Samkvæmt Karli gefur guð okkur öllum allt sem við þörfnumst og samkvæmt honum þörfnumst við matar, vatns, heimilis, ástvina, heilsu, friðar svo eitthvað sé nefnt. En auk þess eigum við að þakka guðinum hans fyrir að gefa okkur öllum allt þetta. En er þetta raunin? Hvað hefur Karl sagt annars staðar?

Meðan ég flyt þessi orð munu, samkvæmt varfærnasta mati alþjóðastofnana, tólf hundruð börn deyja af völdum fátæktar og skorts. - Karl Sigurbjörnsson

Hundrað og fimmtíu milljón börn eru vannærð. Þrjátíu þúsund börn deyja daglega af völdum sjúkdóma sem unnt væri að koma í veg fyrir. - Karl Sigurbjörnsson

Vonandi mundu þessi tólf milljón börn sem eru dáin af völdum sjúkdóma sem unnt er að koma í veg fyrir eftir því að þakka guðinum hans Karls fyrir að vera svona örlátur. Svo ekki sé minnst á þau börn sem þjást af sjúkdómum sem guð hefur í sköpunargleði sinni gert það illviðráðanlega að við getum enn ekki læknað þá. Guðinn hans Karls er meira að segja svon örlátur að hann gefur okkur nýja sjúkdóma jafnvel þó við biðjum ekki um þá!

Sumir segja ef til vill að ég sé að snúa út úr því sem Karl segir. Ef svo er þá er það ekki viljandi gert. En þessi skoðun er svo fjarstæðukennd að ég á bágt með að trúa því að þetta sé virkilega boðskapurinn. Reynum að fá eitthvað vit úr þessu. Þegar hann talar um “okkur” þá er hann kannski bara að tala um okkur sem höfum það gott á Vesturlöndum. En á Vesturlöndum deyja börn líka úr sjúkdómum, þannig að ekki er hann örlátur á heilsuna hérna.

Hvað þá? Ef til vill er hægt að reyna að túlka sögnina “gefa” á einhvern skrýtinn hátt þannig að guð “gefi” sveltandi börnum í raun mat, þrátt fyrir að hann gefi þeim í rauninni engan mat. En biskupinn hefur mælt. Vonandi munu sveltandi börnin í Afríku muna eftir því að þakka guðinum hans Karls fyrir matinn og vatnið sem hann “gefur” þeim úr “örlátri föðurhendi” sinni.

Hjalti Rúnar Ómarsson 30.05.2006
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


Khomeni - 30/05/06 10:01 #

karl má viðhafa þessar öfugsnúnu skoðanir mín vegna. Það er hinsvegar afar grætilegt að þetta trúfleg sem hann tilheyrir skuli vera varið í sjórnarskrá Lýðveldisins Íslands.

Afar ógeðfelt.


Árni Árnason - 30/05/06 12:29 #

Þú ert greinilega mjög geðprúður maður Khomeni, orð þín "afar ógeðfellt" eru að mínu viti understatement of the year. Ég aftur á móti fyllist viðbjóði, og á verulega erfitt með að halda stillingu minni þegar ég les þessar þversagnir eftir einn og sama manninn.

Í einu orðinu gefur guð öllum allt úr örlátri föðurhendi sinni, en í hinu orðinu hrynur fólk niður úr hungri og sjúkdómum.

%$X&!!!&"$! HRÆSNARI.

Ef einhverjir eru til í að slá saman í að láta gera stórt skilti með innrömmuðu textunum hér að ofan og setja upp á Lækjartorgi eða Austurvelli, þá er ég með.

Það getur varla verið torsótt að fá leyfi til að birta orðrétt texta biskupsins yfir Íslandi.

Það þarf að opna augu almennings fyrir þessari botnlausu þvælu.


Khomeni - 30/05/06 12:57 #

Haf þökk fyrir virðuleg orð í minn garð kæri Árni. Ég er að reyna að temja mér hófstillingu.

Þegar Hjalti spyr: "En þessi skoðun er svo fjarstæðukennd að ég á bágt með að trúa því að þetta sé virkilega boðskapurinn. Reynum að fá eitthvað vit úr þessu"

Þá svara hinir kristnu á með útúrsnúningum. Þeir segja að stundum sé hægt að bjarga fólki en stundum ekki. Að guð geti ekki alltaf bjargað. Bara stundum. Að ábyrgðin sem felist í að vera maður sé stundum gild, stundum ekki. Í stuttu máli er ekkert munstur sem hinir kristnu geta bent á þessu til stunings. Ekki neitt.

Þegar Hjalti spyr " Reynum að fá eitthvað vit úr þessu" þá er liggur svarði fyrir framan nef vort. ÞAÐ ER EKKERT VIT Í ÞESSU....

Karl Sigurbjörnsson sem gegnir embætti æðstaprests í ríkiskirjunni er eins og spiladós sem er löngu orðin biluð. innihaldslausir og þversagnakenndir frasar einkenna málfluting hans. Skoðanir hans og mannskilningur þola ekki hina minstu rannsókn. Barn gæti rekið hann á gat í rökfræðum. Því miður er hann á kaupi hjá ríkinu að halda þessum þvættingi fram.

Ég vildi gjarnan fá kaup fyrir að halda í heiðri og boða ranghugmyndir og þversagnir. það væri draumadjobb.


Örn Bergmann - 30/05/06 21:46 #

Guðlast þú ætt að skammast þýn heill Jesú!


G2 (meðlimur í Vantrú) - 31/05/06 12:57 #

Ég vildi gjarnan fá kaup fyrir að halda í heiðri og boða ranghugmyndir og þversagnir. það væri draumadjobb.

Væri það ekki frekar draumadjobb að fræða fólk um einföldustu náttúrulögmál, siðfræði og rökhugsun svo koma megi trúarbábiljum fyrir kattarnef?


Fordómar - 14/07/08 22:05 #

[fært á spjallið - Þórður]

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.