Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Vanmáttur almættisins

Haft er eftir hinu forna harmleikjaskáldi Agaþon sem trúði á allt aðra tegund að guðum en Guð Biblíunnar: “Því jafnvel guði er ekki gefið að ógera það sem er gert.” Guðir hinna fornu Grikkja voru fullkomlega afskiptalausir um mannlega hegðun. Síðar kom annar Guð fram á sjónarsviðið – Guð Biblíunnar. Sá Guð er sagður bæði almáttugur og algóður. Sá Guð fylgist með hverri hreyfingu og hugsun mannsins – veit jafnvel hve mörg hár hver maður hefur á höfðinu.

Því er spurningin: Af hverju spólar Guð Biblíunnar (Jahve) ekki til baka? Hann sem er almáttugur! Hann hlýtur að hafa séð að hverju stefndi þegar Eva narraði Adam til þess að smakka á eplinu af skilningstrénu. Guð var búinn að banna það svo hann hefur ekki ætlað sér að maðurinn hefði skilning á nokkrum sköpuðum hlut. Af hverju var hann með þetta skilningstré í Eden? Það hefur jú samkvæmt trúnni á Guð verið hann sem skapaði Eden. Og fyrst hann er almáttugur af hverju í óskupunum strokaði hann þetta allt sem hann hafði skapað ekki bara út og byrjaði upp á nýtt? En getur einhver sem er almáttugur gert mistök? Getur Guð gert mistök? Það er fullyrt að Guð sé einnig algóður. Hvernig stendur þá á þjáningunni í heiminum? Biblían kennir Adam og Evu um – en var ekki Jesú sendur til þess að deyja fyrir syndir okkar – þessa miklu synd Adams og Evu að bíta í vitlaust epli? Þar með hefði þjáningin átt að hverfa úr heiminum.

Er Guði kannski alveg sama um manninn og hvað hann er að bauka? Eða er kannski bara enginn Guð til?

Jórunn Sörensen 12.05.2006
Flokkað undir: ( Rökin gegn guði )

Viðbrögð


óðinsmær - 12/05/06 12:25 #

við vitum ekkert hvernig samband fólksins var við hin grísku goð. Miðað við það sem ég hef kynnt mér um þetta þá var ekki "algert afskiptaleysi" í gangi, það myndi benda til tilgansleysis og það er aldrei neitt þannig í trúarbrögðum - ekki að mati fólksins sem trúir. Sérstaklega ekki miðað við menningu grikkja og bókmenntir. Mér finnst ekki líklegt að guðirnir hafi verið fjarlægir, elskuðustu hugmyndirnar úr goðaheimi grikkja bárust áfram til rómverja og ef maður spáir í trúarlegri hegðun grikkja í dag, þá eru þeir mjög trúaðir á dýrlinga og dýrlinga-galdra, kannski, bara kannski, er það svo af því að þeir hafa hreinlega einhverja innbyggða vitneskju um að goðaöfl hafi áhrif á heiminn???

einu goðin sem hafa ekki áhrif á heiminn (sem ég veit um) eða skipta sér ekki af eru öflin í búddasið. þar ber maðurinn ábyrgð á eigin gerðum.

en þetta er ótrúlega áhugaverð pæling, getur guð gert mistök eða er hann bara ekki til? trúað fólk skýrir þetta örugglega út á mjög misjafnan hátt. Séra Moon byggir sína speki og söfnuð upp í kringum það að Jesú "mistókst" og nú er Séra Moon að redda öllu.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.