Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Sök vegna tengsla

Sök vegna tengsla er rökvilla sem felst í því að í stað þess að svara málflutningi andmælanda síns bendir maður á að einhver einstaklingur sem fólk hefur almennt andúð á hafi haldið uppi sama málflutningi, og þess vegna hafi andmælandi manns á röngu að standa. Dæmi um þetta er að segja að Stalín hafi unnið gegn skipulögðum trúarbrögðum, og þess vegna sé rangt að vinna gegn skipulögðum trúarbrögðum. Annað dæmi væri að segja að það sé rangt að aðhyllast íslam vegna þess að Ósama bin Laden aðhyllist íslam.

Ein undirtegund af þessari rökvillu er svo algeng að hún ber sérstakt heiti: Líking við Hitler. Dæmi: „Það er rangt að vera grænmetisæta vegna þess að Hitler var grænmetisæta.“

Vésteinn Valgarðsson 21.01.2006
Flokkað undir: ( Rökvillur )

Viðbrögð


Matti (meðlimur í Vantrú) - 25/01/06 08:50 #

Ég fjarlægði tvær athugasemdir Lárusar Páls sem hann sendi inn undir fölsku nafni.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.