Þá sagði hann: ,,Jesús, minnst þú mín, þegar þú kemur í ríki þitt!`` Og Jesús sagði við hann: „Sannlega segi ég þér: Í dag skaltu vera með mér í Paradís. “
Huggarinn mikli, Jesús Kristur, grípur tækifærið á krossinum og huggar annan ræningjann sem hangir þarna við hliðina á honum. Kristnir menn hafa litið til þessara orða frelsara síns sem dæmi um hve fyrirgefning hans sé takmarkalaus, óbótamaður fær að stíga upp til himna með mannsyninum, þótt bersyndugur sé og allt hvað eina.
En þegar nánar er skoðað felst ekki sérlega mikil huggun í þessum orðum guðssonarins, því eins og við öll vitum fór hann beint af krossinum niður til helvíitis og dvaldi þar tvær nætur í góðu yfirlæti hjá Kölska. Og þá spyr maður hvort hann hafi verið að meina staðinn í neðra þegar hann hann talar um Paradís.
Og hver er þá fyrirgefningin? Fékk ræninginn að yfirgefa eldheita samkvæmið með Jesú á páskadagsmorgun og mæta í fjörið hjá hinum almáttuga? Af hverju segist Jesús vera á leiðinni til himna samdægurs þegar hann fór svo hina leiðina? Laug hann að ræningjanum? Eða er þessi ritning, sem kristnir menn elska svo mikið, kannski bara illa ígrundað kjaftæði sem fullt er að mótsögnum. Var höfundurinn búinn að gleyma því , þegar hann skáldaði upp þessi orðaskipti, að Jesú átti að rísa upp á þriðja degi og ekki stíga upp til himna fyrr en á hvítasunnunni.
Er von að maður spyrji?
Sjá líka Af hverju fór Jesús í manngreinarálit?
Svo getur líka vel verið að "í dag" þýði stundum "seinna".... þegar það hentar.
mofi hlýtur að geta komið með einhverja skemmtilega skýringu á þessari augljósu mótsögn. Það myndi létta manni skapið fyrir helgina.
Kommon mofi, plís.
Setnining er svona: "Og Jesús sagði við hann: „Sannlega segi ég þér: Í dag skaltu vera með mér í Paradís.". Það sem skiptir máli hérna er að vita að kommur eru eitthvað sem eru ekki að finna í frum textanum, þær eru skaffaðar af þeim sem eru að þýða handritin. Ég myndi segja að eðlilegri leið til að þýða þetta er: "Og Jesús sagði við hann: „Sannlega segi ég þér í dag, þú skalt vera með mér í Paradís.".
Mér finnst sennilegri sú skýring að tveir þriðju verði í himnaríki (eða dreifðir um veröldu víða, ef maður tekur meint omnipresens guðs til greina) en þriðji hlutinn sé í helvíti. Það gæti verið eins og að standa í heitum potti með bráðnum brennisteini upp í klof, en liggja á dúnsæng frá rassi og upp, spilandi á hörpu með annarri og blakandi pálmalaufi með hinni. Öfundsvert hlutskipti, ha?
Annars held ég að það sé rétt, að í frumtextanum megi þýða textann á hvorn veginn sem er. Ég er ekki nógu góður í grísku til að geta skilið gríska frumtextann [s. 34] en þann latneska má allavega skilja á báða vegu. Þá má spyrja hvers vegna Híerónýmus kirkjufaðir hafi valið orðalag sem mátti misskilja. Eða hvers vegna sá heiðursmaður sem þýddi textann á íslenskt nútímamál hafi ekki athugað þetta.
Gríski textinn sem ég vísaði á er að vísu settur upp með táknum sem ég veit ekki til þess að Grikkir ahfi notað til forna, þar á meðal greinarmerkjum. En þar stendur (Lúk. 23:43): „chai eipen auto, Amen soi lego, semeron met emou ese en to paradeiso“ [umritað með latneskum stöfum]. Sá sem þetta skrifar setur allavega kommuna á eftir „lego“ („ég segi“). Ég nenni ekki að hlaupa eftir grískri orðabók, en af samhenginu býst ég við að „semeron“ þýði „í dag“. Þannig að grískumælandi menn setja allavega kommuna á sama stað.
Hmm, Jesús notar oft frasann „sannlega segi ég yður/þér“ í guðspjöllunum, en það er fullkomlega út í hött að hann fari að bæta við „í dag“ við þessar aðstæður. Og hvað á hann líka við með því? Að eftir þennan dag muni hann hætta að segja satt? Glórulaus skýring hjá mofa.
„Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár og þúsund ár dagur, ei meir:“
Eins og allir vita eru þessar línur úr „Lofsöngi“ eftir Matthías Jochumsson sem tekinn hefur verið upp sem þjóðsöngur Íslands. Þarna birtist sá skilningur skáldsins að fyrir guði sé tíminn afstæður. Er ekki eðlilegt að leggja sams konar skilning í þau orð sem hér eru til umræðu og lögð hafa verið Jesú í munn?
Hvað á það að þýða hjá Jesú að nota svona loðið orðalag? Gat hann ekki bara sagt: „Sjáumst í himnaríki einhverntíma á næstu þúsund árum“?
Manngreyinu hefði nú kannski fundist það heldur skítt að þurfa að bíða í allt að þúsund ár.
Nýjasta grænsápa guðfræðinga er að halda því fram að syndarar sem ekki taka við guði sínum muni ekki dvelja í helvíti að eilífu, heldur muni frelsarinn safna þeim til sín að lokum. Ef Jesús hefur átt við þetta þá hefur hönum skjátlas með tímasetninguna á endi veraldar, því við erum komin þúsund ár fram yfir og ekkert bólar á dómsdegi, auk þes sem við munum öll enda í helvíti þegar hann rennur upp og Jesús ekki safna okkur fyrr en löngu síðar.
Mér þykir alltaf jafn forvitni á hvers vegna nokkrir einstaklingar taka sig saman, setja upp síðu á netinu, stofna samtök til þess eins að reyna að gera lítið úr trú margra milljóna manna. Hvaða hvatir eru þar sem liggja þar að baki. Má fólk ekki eiga sína trú í friði??
Eru þeir einstaklingar sem standa að vantrú.is með einhvern betri "sannleika" og eru þið ekki að gera það sama og þið gagnrýnið trúarhópa fyrir, .þ.e.a.s. boða eitthvern sannleika, "frelsa" hina þjáðu?
Og mér þykir alltaf jafn forvitnilegt að velta fyrir mér af hverju nokkrir einstaklingar taka sig saman og koma á dómsdagsköltum þar sem rakalaus fásinna er boðuð af miklum móð, börnum og fullorðnum, og lítið gert úr skynsemi fólks. Hvað hvatir eru þarna sem liggja að baki? Má fólk ekki eiga sína skynsemi í friði?
Við erum ekki með Sannleikann (með stóru S-i), en betri sannleika þó en glórulausar staðhæfingar trúarinnar. Þessi sannindi byggja á rökum og sönnunum og þau sýna okkur heiminn í réttasta hugsanlega ljósi, miðað við getu okkar á hverjum tíma til að rannsaka hann. Staðhæfingar trúarbragðanna er á hinn bóginn engan veginn hægt að rökstyðja og falla þær þar með í flokk með hverju því bulli sem nokkrum manni getur dottið í hug að setja fram.
Trúarbrögðin hafa ekkert á bak við sig annað en fáránlegar, óröksstuddar fullyrðingar um eðli og gerð veraldar. Þau eru sannarlega fullkomið kjaftæði í þeim efnum.
En í raun er efni athugasemdar þinnar, Matthías, algerlega út fyrir efni greinarinnar. Ertu ekki frekar til í að svara því sem sett er fram í greininni sjálfri, sýna fram á að það sem gagnrýnt er standist, fremur en að ráðast að persónum þeirra sem hér skrifa?
Hvaða hvatir eru þar sem liggja þar að baki.
Persónulega þá tel ég trú og trúarbrögð vera skaðlega fyrir samfélagið.
Má fólk ekki eiga sína trú í friði??
Í fyrsta lagi þá hegðar trúaða fólkið sér ekki þannig að það gefi manni ástæðu til þess að láta trúnna í friði. Þvert á móti er yfirgangurinn og trúboðið þannig að það kallar á gagnrýni. Til dæmis fara prestar í leikskóla að "fræða" börnin, það er meira að segja skóladjákni frá Ríkiskirkjunni í einum grunnskóla. Ríkiskirkjan reynir að troða sér alls staðar að og sumir trúarhópar labba á milli húsa til að boða trúnna sína.
Og hvers vegna ættum við ekki að gagnrýna trúarskoðanir? Hvers vegna er bannað að gagnrýna þessa gerð af skoðunum? Ímyndaðu þér ef Framsóknarflokkurinn færi í leikskóla að boða stjórnmálaskoðanir sínar og myndu síðan væla ef fólk færi að gagnrýna þær.
Guð er til það er Sannleikur. Jesú sagði " ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig" (jóh. 14:6)
Ágúst, nei, guð er ekki til. Þó svo að það standi í bók. Hugmyndin um guð er ótrúlega fjarstæðkennd og eina ástæðan fyrir því að há prósenta af fólki trúir því er að þeim var kennt það þegar það var lítið.
Sæll Birgir. Ég tel mig hvergi ráðast á neina af þeim persónum sem standa að skrifunum hér, ef svo er og þá vil ég að mér sé bent á það, biðst ég afsökunar. Birgir...Dómsdagsköltum!!! Raklaus fásinna!! hvað áttu við??
Hjalti....Þú segist vera persónulega þeirra skoðunar að trú og trúarbrögð séu skaðleg fyrir samfélagið. Á hvaða hátt?
Ég tek undir orð þín um að það megi alveg gagnrýna hluti, en þið eruð meira í svona þráhyggju próssess. Þið eruð svo fullvissir um að Guð sé ekki til að þið vílið ekki fyrir ykkur að níða trú annara niður. En um leið og eitthvað er sagt gagnrýnisvert á ykkur eða ykkar skrif að þá hoppiði upp til handa og fóta.
Hjalti þú segir og fullyrðir við Ágúst að Guð sé ekki til.....er það ekki hræsni? Ég meina, ég trúi á Guð og allt í kei með það, ég er ekki að neyða einn né neinn til þess að trúa á Guð. En Þú vilt neyða fólk til þess að trúa að það sé ekki til neinn Guð.
Með Leikskólaprest held ég að sé búið að sýna fram á að það er ekki til neitt sem heitir leikskólaprestur og með Skóladjáknann veit ég ekki...í hvaða skóla er það. Og Nota Bene það er ákvörðun hversskóla fyrir sig hvort að þeir taki fólk úr hinum ýmsu trú og félagsshópum inn til sín.
Stjórnmálamenn mæta í skólana fyrir kosningar til að láta taka myndir af sér með öllu sætu börnunum.
Með bestu kveðjum
Hjalti....Þú segist vera persónulega þeirra skoðunar að trú og trúarbrögð séu skaðleg fyrir samfélagið. Á hvaða hátt?
Trú er skaðleg vegna þess að hún er lélega þekkingaraðferð og hvetur menn til þess að taka ákvarðanir á varhugaverðum forsendum. En það sem ég tel skaðlegast er að trúað fólk virðist oft vilja taka siðferðislegar ákvarðanir vegna einhverrar guðlegrar opinberunar eða eitthvað álíka.
Ég tek undir orð þín um að það megi alveg gagnrýna hluti, en þið eruð meira í svona þráhyggju próssess.
Þráhyggju? Eru friðarsinnar með þráhyggju? Er fólk í stjórnmálum með þráhyggju?
Þið eruð svo fullvissir um að Guð sé ekki til að þið vílið ekki fyrir ykkur að níða trú annara niður.
Ég skil ekki samhengið á milli þessara fullyrðinga. Þar sem þú skrifar guð með stórum staf þá geri ég ráð fyrir því að þú sért að tala um al-góðan, -vitran og -máttugan guð og ég er fullviss um að sá guð er ekki til, enda algjörlega í mótsögn við það sem ég sé í hverjum einustu kvöldfréttum. Ég veit ekki hvað þú átt við með að "níða trú niður", ertu að tala um harðorða gagnrýni og stundum ef til vill háð?
En um leið og eitthvað er sagt gagnrýnisvert á ykkur eða ykkar skrif að þá hoppiði upp til handa og fóta.
Ég skil ekki hvað þú átt við. Ef einhver gagnrýnir okkur þá svörum við fyrir, ég veit ekki til þess að við séum eitthvað að "hoppa upp til handa og fóta", það vill bara svo til að oft eru afar heimskulegar athugasemdir.
Hjalti þú segir og fullyrðir við Ágúst að Guð sé ekki til.....er það ekki hræsni?
Nei. Þessi Guð er ekki til. Hvers vegna kallarðu það hræsni?
Ég meina, ég trúi á Guð og allt í kei með það, ég er ekki að neyða einn né neinn til þess að trúa á Guð. En Þú vilt neyða fólk til þess að trúa að það sé ekki til neinn Guð.
Vil ég "neyða fólk til þess að trúa að það sé ekki til neinn Guð"? Þó svo að ég vildi það, sem ég geri ekki, hvernig á ég þá að fara að því að neyða fólk til þess að trúa ekki á guð?
Með Leikskólaprest held ég að sé búið að sýna fram á að það er ekki til neitt sem heitir leikskólaprestur...
Lestu það sem ég skrifaði! : "Til dæmis fara prestar í leikskóla að "fræða" börnin,.... Ég tala hvergi um sérstakan leikskólaprest, en ef ég hefði gert það þá hefði ég átt við prest sem fer á leikskóla.
...og með Skóladjáknann veit ég ekki...í hvaða skóla er það.
Ég bendi þér á greinina: Verndum bernskuna
Og Nota Bene það er ákvörðun hversskóla fyrir sig hvort að þeir taki fólk úr hinum ýmsu trú og félagsshópum inn til sín.
Og nota bene, hvort sem skólinn vill það eða ekki (en hann á auðvitað ekki að fá eitthvað trúfélag inn í skólann) þá mætti ætla að trúfélagið sæi sóma sinn í því að vera ekki að troða trúnni sinni á börn. Og nota bene þá reynir þetta ákveðna ógeðslega trúfélag að troða sér inn í skólana.
Ég tel mig hvergi ráðast á neina af þeim persónum sem standa að skrifunum hér...
Í stað þess að ræða efni greinarinnar í fyrsta innleggi þínu kaustu að gera okkur og starf okkar tortryggilegt:
Mér þykir alltaf jafn forvitni á hvers vegna nokkrir einstaklingar taka sig saman, setja upp síðu á netinu, stofna samtök til þess eins að reyna að gera lítið úr trú margra milljóna manna. Hvaða hvatir eru þar sem liggja þar að baki.
Þurfa þetta að vera einhverjar annarlegar hvatir, eitthvað öðru vísi en sá drifkraftur sem etur fólki út í pólitík eða annað hugsjónastarf? Þú telur þig ekki ráðast að neinni persónu hér, en í raun ræðstu með þessum hætti á þær allar.
En nóg um það, snúum okkur að efni greinarinnar. Ef þig langar að spjalla meira um ritstjórnarstefnu Vantrúar bendi ég þér á að gera það á þar til gerðum spjallþræði okkar.
Birgir...Dómsdagsköltum!!! Raklaus fásinna!! hvað áttu við??
Umræðan um dómsdagsköltin er bæði gömul og ný her á Vantrú. Þú hefur kannski aldrei leitt hugann að því að kristin trú er ekkert annað en heimsendakölt sem náð hefur gríðarlegri útbreiðslu og viðurkenningu. Kristnin uppfyllir allt að sem gerir költ að költi, heimsendaspárnar þekkirðu úr Biblíunni og annað lýkst upp fyrir þér þegar þú rýnir í málið.
en þið eruð meira í svona þráhyggju próssess. Þið eruð svo fullvissir um að Guð sé ekki til að þið vílið ekki fyrir ykkur að níða trú annara niður. En um leið og eitthvað er sagt gagnrýnisvert á ykkur eða ykkar skrif að þá hoppiði upp til handa og fóta.
Við erum ekkert í meiri þráhyggju en hver sá trúmaður sem boðar fagnaðarerindi sitt. Þá er Kalli biskup bara þráhhyggjusjúklingur, þetta er bókstaflega vinnan hans. og Jón Gnarr, skrifandi um trú sína aftan á Fréttablaðið mánuðum og árum saman, úff hvílík þráhyggja.
Er þá ekki knattspyrnuáhugi manna bara líka þráhhyggja? Stjórnmálaþátttaka? Og bara öll áhugamál yfir höfuð?
Og hvað meinarðu með að við hoppum upp til handa og fóta? Ert þú ekki alveg eins hoppandi upp til allra útlima með þessum viðbrögðum þínum hér? Við erum að reyna að eiga hér málefnalega umræðu við fólk, þig og aðra, og alger óþarfi að vera að gera eitthvað lítið úr því.
Matthías, þekkirðu mann að nafni Lárus Páll? Leyfir þú honum nokkuð að skrifa hér í þínu nafni? Það er nefnilega stórundarlegt að þú skulir bæði hafa orðafar hans og stíl auk þess að beina umræðum hér í nákvæmlega saman farveg og hann, endalaust tuð um ristjórnarstefnuna í stað þess að ræða efni greinanna.
Taktu þetta inn á spjallið, öllum skeytum þínum hér um (ó)málefnaleika þeirra sem hér skrifa verður eytt.
Sælir félagar.
Mun ég taka ábendingum ykkar og færa skrif mín á spjallið. Með Lárus Pál að já ég þekki hann, ekki eins vel í dag og ég gerði en ég þekki hann og met hann mikils. En nei ég leyfi honum ekki að skrifa í mínu nafni, enda er hann fullfær um að skrifa sjálfur undir eigin nafni, reyndar ekki á þessari síðu og það er það sem ég á við með að þið hoppið upp til handa og fóta. En það er annað mál og mun ég halda áfram að ræða það að spjallinu ykkar.
Takk fyrir það. Ef Lárus Páll hefði brugðist svona fallega við ábendingum okkar fengi hann enn að skrifa hér. Þú ert greinilega ekki hann.
Er þetta ekki annar eða þriðji maðurinn sem skrifar og hegðar sér eins og Lárus Páll en er þó ekki hann? Er eitthvað námskeið sem þessir menn fara á?
Já við sækjum námskeiðið, "niðurlægjum vantrú.is" sem er í höndum Lárusar.....allar uppl fást hjá biskupsstofu:)
Vonandi að þið takið þessu ekki of alvarlega hjá mér:p
Ég held nú að ástæðan fyrir því hve líkir þeir eru í augum Birgis er að þeir séu líklega báðir "afkvæmi" unglingakirkjustarfsins.
En endilega drífðu þig í að svara þessum innleggjum okkar á spjallinu.
Hmm, Jesús notar oft frasann „sannlega segi ég yður/þér“ í guðspjöllunum, en það er fullkomlega út í hött að hann fari að bæta við „í dag“ við þessar aðstæður. Og hvað á hann líka við með því? Að eftir þennan dag muni hann hætta að segja satt? Glórulaus skýring hjá mofa.
Nei, þetta er eðlilegt orðalag sem finnst víðar í Biblíunni, sjá:
5. Mósebók 4 26. þá kveð ég í dag bæði himin og jörð til vitnis móti yður, að þá munuð þér brátt eyðast úr því landi, er þér haldið nú inn í yfir Jórdan til þess að fá það til eignar. Þér munuð þá eigi lifa þar mörg árin, heldur verða gjöreyddir.
5. Mósebók 4 40. Þú skalt varðveita boð hans og skipanir, sem ég legg fyrir þig í dag, svo að þér vegni vel og börnum þínum eftir þig, og til þess að þú alla daga megir dvelja langa ævi í landinu, sem Drottinn Guð þinn gefur þér.
Veit ekki betur en svipað orðalag kemur 40 sinnum fyrir bara í fimmtu Mósebók.
Síðan á undan þessu þá hélt Jesú því fram að Hann myndi rísa upp þriðja daginn svo það er glórulaust að láta Hann segja þetta þarna, að akkurat þennan dag myndi Hann og þjófurinn vera saman í paradís.
En hann segir það nú samt. Meira að segja með tvípunkti. mofi, hvað kemur „Sannlega segi ég þér/yður í dag“ oft fyrir í Biblíunni?
Hjallti minn lestu bara Biblíuna en varaðu þig því hún er lifandi orðin stökkva á þig og dæma þig.
Heimskinginn segir í hjarta sínu: "Guð er ekki til". Hinn vitri segir það heiminum.
Ágúst, þó svo að það standi í sálmunum að bara heimskt fólk trúi ekki á guð, þá er það ekki þar með sagt, það er jú líka hvatt til þess að slá ungbörnum við stein í sálmunum, varla er það satt.
Ef þú vilt koma með einhver alvöru rök fyrir tilvist guðs, en ekki einhverjar tilvitnanir í biblíuna, þá skaltu endilega setja þær á spjallið.
Trúmaðurinn öðlast ánægju en efasemdamaðurinn vit, segir ungverskur málsháttur.
En hann segir það nú samt. Meira að segja með tvípunkti. mofi, hvað kemur „Sannlega segi ég þér/yður í dag“ oft fyrir í Biblíunni?
Tvípunktar og kommur og fleira er ekki í upprunalega textanum svo...
Trúmaðurinn öðlast ánægju en efasemdamaðurinn vit, segir ungverskur málsháttur.
"Science brings men nearer to God", sagði Louis Pasteur.
Enda bjó Louis Pasteur við afar takmörkuð vísindi. Alavega miðað við þau sem við búum við í dag. Samt sem áður sýndi fram á að sýklar sem bárust milli manna væri orsök sjúkdóma, en ekki illir andar eða refsing guðs. Þannig að hann hefur greinilega verið að fjarlægast hinum kristna.
Ég spyr aftur: Hvað kemur „Sannlega segi ég þér/yður í dag“ oft fyrir í Biblíunni?
Trú er ekkert nema valdboð. Trú er einnig ekkert nema fullyrðingar án sannana og staðfestingar. Og trú hefur aldrei skilað neinu góðu útí þjóðfélagið. Trú hefur aðeins komið með fordóma, fáfræði, morð, stríð og aðra hræðilega hluti inní þjóðfélag manna. En þjóðfélag manna er frá náttúrunarhendi þannig uppsett að ákveðin hegðun er ekki liðin.
Ég spyr aftur: Hvað kemur „Sannlega segi ég þér/yður í dag“ oft fyrir í Biblíunni?
Ég veit ekki. Eina sem ég veit fyrir víst er að textinn getur þýtt þetta tvennt og þar sem ein túlkunin er ekki í samræmi við það sem undan kemur og það sem kemur á eftir þá er hin útgáfan hin rökrétta.
Enda bjó Louis Pasteur við afar takmörkuð vísindi. Alavega miðað við þau sem við búum við í dag. Samt sem áður sýndi fram á að sýklar sem bárust milli manna væri orsök sjúkdóma, en ekki illir andar eða refsing guðs. Þannig að hann hefur greinilega verið að fjarlægast hinum kristna.
Hann dó 1895 svo hann er ekki svo langt frá okkur í tíma. Varðandi sýkla og örsakir sjúkdóma þá er Biblían með leiðbeiningar um það sem eru alveg í samræmi við það sem þekkjum í dag og hefði bjargað miljónum ef það hefði verið tekið mark á þessum leiðbeiningum.
Hann dó 1895 svo hann er ekki svo langt frá okkur í tíma. Varðandi sýkla og örsakir sjúkdóma þá er Biblían með leiðbeiningar um það sem eru alveg í samræmi við það sem þekkjum í dag og hefði bjargað miljónum ef það hefði verið tekið mark á þessum leiðbeiningum.
Geturu komið með dæmi svo við getum dæmt fyrir okkur sjálf.
Ég veit ekki. Eina sem ég veit fyrir víst er að textinn getur þýtt þetta tvennt og þar sem ein túlkunin er ekki í samræmi við það sem undan kemur og það sem kemur á eftir þá er hin útgáfan hin rökrétta.
En hver ætli séu líkindin á því? Skoðum þetta betur:
í Biblíuleitina sló ég inn:
„Sannlega segi ég yður“ - 64 tilvik í Bibbu.
„Sannlega segi ég yður í dag“ - 0 tilvik.
„Sannlega segi ég þér“ - 9 tilvik.
„Sannlega segi ég þér í dag“ - engin tilvik.
Dæmi hver fyrir sig hverjar líkurnar séu á því að orðtak sem er alkunna í munni Jesú sé öðruvísi í einu tilviki. Jesús er kvótaður 73 þar sem hann tekur svona til orða (annað hvort yður eða þér) og í hvert einasta sinn er þetta merkingarheld sem aðskilin er frá því sem á eftir kemur, annað hvort með tvípunkti eða kommu. Það er því langsótt skýring að ætla honum að taka upp nýja siði á krossinum.
Þetta hefur verið alger klisja hjá karlinum.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
jogus (meðlimur í Vantrú) - 20/01/06 08:51 #
Þú skilur þetta greinilega ekki.
Guð er guð og andi og sonur sinn, en samt einn. Maðurinn (guðinn, ekki andinn) Jesú dó, og fór til heljar. Það þýðir að tveir þriðju guðs voru eftir í himnaríki meðan einn þriðji guðs skemmti skrattanum. Þannig að þegar samkrysslingurinn dó fór hann til guðs og andans - sem eru að sjálfsögðu það sama og "guð", og hitti eiginlega Jesú, því þeir þrír eru stundum ein heild.
Meikar þetta ekki allt meiri sens núna?