Það hafa gerst mikil tíðindi.
Þetta mátti nýlega lesa í Mogganum:
Meirihluti landsmanna, eða tæp 56%, telur að eitthvað taki við eftir dauðann, en enginn geti vitað hvað það verður. Þetta kemur fram í skoðanakönnun, sem Gallup gerði fyrir Kirkjugarða Reykjavíkur fyrir nokkru [snemma árs 2004].
Niðurstöðurnar eru þessar:
Til að teljast kristin manneskja verður maður að trúa því að Jesús hafi verið guð, meyfæddur og krossfestur fyrir syndir mannanna. Líka að hann hafi risið upp frá dauðum og stigið upp til himna (Dan Barker hefur bent á hve flatjarðarleg sú hugmynd í raun er). Og þeir sem játa þessa trú eiga síðan að fá aðgang að partíinu stóra með þeim himnafeðgum til endalausrar eilfíðar meðan við hin stiknum á grillinu sem Jesús boðaði.
Í könnuninni kemur skýrt fram að aðeins 8,1 prósent þjóðarinnar trúir þessu með samfélagið við guðinn. Himnaríki er ekki raunverulegra fyrir íslensku nútímafólki en svo. En 9,6% þjóðarinnar eru fullkomlega vantrúuð samkvæmt þessari könnun, sú prósenta gerir ekki ráð fyrir neins konar framhaldslífi.
Þetta eru fleiri en þeir sem ganga út frá kristinni kenningu.
Þessi niðurstaða hlýtur að vera kristnum mönnum mikið áfall. Það kemur nefnilega í ljós að flestir landar okkar aðhyllast annað hvort einhvers konar nýaldarhugmyndir um framhaldslíf, sækja hugmyndir sínar í hindúisma/búddisma, eða trúa barasta ekkert á neitt slíkt. Kirkjan hefur um aldir boðað samfélag við guðinn sinn eftir dauðann og innan við einn af hverjum 10 kaupir þann fullyrðingapakka.
Þjóðkirkjan ætti í ljósi þessarar niðurstöðu að sjá sóma sinn í að pakka saman og leyfa hinum frjálsu kristnu söfnuðum að bítast um þessi 8,1 prósent þjóðarinnar sem talist geta kristin. Og þessi rúmlega 70% sem eru ekki raunkristin, en tilheyra samt Þjóðkirkjunni ættu að sjá sóma sinn í því að ganga úr henni nú þegar. Allt annað er fullkominn óheiðarleiki.
Það er reyndar ekki kristilegt að grýta hórkonur, heldur gyðinglegt, sbr. „sá yðar er syndlaus er...“ En staðreyndin er sú að flestir þeir sem líta á sig sem kristna í samfélagi okkar samþykkja ekki trúarjátninguna þegar þeir eru inntir eftir því? „Dó fyrir syndir okkar, nei þvi trúi ég ekki, en ég reyni að vera góð manneskja af því að kristnin kennir okkur það.“
Kirkjan hefur komið þeirri bábilju í höfuð fólksins að kristindómurinn hafi einkarétt á góðu siðferði. Þeir sem reyna að ástunda slíkt telja í grunnhyggni sinni að það jafngildi því að vera kristinn.
Það er þetta með að vera "kristin manneskja" - það túlkar það hver eftir geðþótta. Ég ráðlegg þeim sem eru að vandræðast með það fyrir hvað kristin kirkja stendur að lesa bókina KIRKJAN JÁTAR. Þar er að finna allar þær samþykktir sem hin evengeliska lútherska kirkja segir að sé kristni.
Eins og t.d. þetta með erfðasyndina! Hver veit í raun hvað það er? Eitthvað með Adam og Evu hérna um árið. En hver getur horft á ungabarn og hugsað: Úff hvað það er syndugt!
Skemmtilega rýnt í tölur hjá þér Birgir.
Upprisan og það að við stígum upp til Guðs þegar við deyjum hlýtur að teljast eina af kjarnakenningum kirkjunnar, annars skilur hana nánast ekkert að frá öðrum trúarbrögðum. Kristnir geta ekki bjargað sér á "kærleikanum" hér. Það er kærleikur í vel flestum trúarbrögðum. Trúi fólk í þjóðkirkjunni virkilega ekki á himnaríki er það ekki sérlega kristið. Það er sorglegt að það virðist ekki vita af því þó. Það hlýtur að vera mikið "kikk" að sækja kirkju og "biðjast fyrir". Samfélagið við prestinn slær líka allt út - blessun helgs manns er nauðsynleg í tilverunni, skítt með upprisuna! Samkvæmt IMG Gallup eru um 50% þjóðarinnar kristin og því ríflega 4/5 hlutar þeirra sem ekki trúa á himnaríki ef maður gefur sér að ekki sé of mikil skekkja í því að bera saman tölur úr sitt hvorri könnuninni. Þetta fólk virðist því tæpast trúa miklu af því sem er í biblíunni en aðhyllast "kristið siðferði" og trúna á Guð. Sem sagt, það er í lagi að trúa á karlinn uppi á himnum en ekki heimkynni hans og því að hann taki manni fagnandi eftir að maður hefur tekið sinn síðasta súrefnisdrátt. Þetta er trúlega í lagi að mati prestanna svo lengi sem að þeir hafa aðgang að fólki og blessa byggingar og vegi landsins. Ég tek undir það sem sagt er í BNA; "Get real!"
Rétt, hjá þér Birgir, þetta er fremur Gyðingaleg heldur en kristileg hefð. Og þó, þeir hentu nú þessum part Mósebók ekki út þegar þeir völdu inn hvað ætti að teljast til biblíunnar. En ókei, réttilega athugað hjá þér.
Hvað um alla þá sem nefndu einhvers konar framhaldslíf (tæp 56%)? Getum við bara ályktað að þeir séu ekki kristnir? Það eru ekki allir kristnir sem trúa því í bókstaflegri merkingu að við fljúgum upp í himininn og búum á bláu skýi að dauða loknum. Annað tilverustig (rúm 15%) getur einnig verið frá kristnum komið. Annað tilverustig getur einmitt verið þegar sálin fer til Guðs. kveðja
Kristnir hafa ekki einkarétt á trú á framhaldslíf og það að trúa á slíkt úrskurðar fólk því ekki kristið. Hvað um múslíma og ásatrúarfólk? Hvað um þann möguleika að fólk hafi hugmyndir um framhaldslíf sem tengjast ekki skipulögðum trúarbrögðum?
Mikið rétt. Þannig getum við ekki heldur vitað um þessi rúm 8% hvort það séu kristnir eða aðrir.. Vildi einfaldlega benda á að þessi upphrópun 8,1% þjóðarinnar kristin er ekki í samræmi við niðurstöðurnar. Það var ekki verið að ath hversu margir væru kristnir. Rétt rúm 79% þjóðarinnar trúir því að eitthvað taki við að loknu jarðnesku lífi, sem passar vel við t.d. kristna trú, Islam, gyðingdóm o.fl. trúarbrögð. kv
Það er bara alls ekki rétt að það passi vel við kristna trú að eitthvað takið við að loknu jarðnesku lífi.
Staðreyndin er sú að fullt af fólki telur sig vera kristið en svo reynist svo bara alls ekki hafa skoðanir sem samrýmast þeim trúarbrögðum. Hin umburðarlynda Þjóðkirkja passar sig á því að hafa ekki hátt um það, því fyrir hana skiptir meira máli að sem flestir félagsmenn greiði í sjóðinn heldur en að þetta sama fólk eigi í raun heima í söfnuðinum.
Það er ekkert að þessari 8,1% „upphrópun“, að því gefnu að til að teljast kristinn verði að trúa þessu. Ég held að flestir Íslendingar séu ekki kristnir fyrir fimm aura, trúa bara á eitthvert óskilgreint æðra vald og vona að þeim líði ekki illa eftir dauðann. Í hugarstarfi þeirra er ekki neinu því til að dreifa sem þarf til að maður geti talist kristinn.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Snæbjörn - 10/01/06 00:19 #
Já því miður þá held ég að meirihluti þeirra sem telja sig kristna velti sér lítið úr tæknilegum hliðum þess. (Samanber hversu fáir í raun grýta konur fyrir hórdóm og hata samkynhneigða). En ég held að það séu til margir sem telja sig kristna og hafa samt trú á endurholdgun.
En þessar fréttir eru góðar og sýna að hlutir stefna í rétta átt.