Það er fátt sem reynist þjóðkirkjumönnum erfiðara en að svara helvítis spurningunni. Það er nefnilega svo komið að helvíti er orðið óvinsælt. Ef Nýja Testamentið er lesið þá sést að þar er mjög fátt nýtt þar á ferð en Jesús var á nýsköpunarlínunni þegar hann sagði: Mannssonurinn mun senda engla sína, og þeir munu safna úr ríki hans öllum, sem hneykslunum valda og ranglæti fremja, og kasta þeim í eldsofninn. Þar verður grátur og gnístran tanna. En þetta er ekki góði hippa-Jesú sem þjóðkirkjan reynir að selja landsmönnum og þess vegna er helvíti óþægilegt fyrir prestana.
Á vefnum Trú.is er fólki boðið að senda inn spurningar til presta. Meðal þeirra sem hafa sent inn spurningu er Anna sem vildi fræðast um himnaríki og helvíti. Sá sem var útvalinn til að svara spurningunni var Þórhallur Heimisson. Við könnumst flest við Þórhall poppprest sem stefnir fast að því að verða næsti Pálmi Matthíasson.
Það sem vekur athygli við svar Þórhalls er innihaldslaust þvaður á svo háu stigi og við hljótum að gera ráð fyrir að hann nái skjótum frama innan þjóðkirkjunnar ef hann heldur áfram á sömu braut. Spurningu Önnu var ekki svarað þó svarið væri óhóflega langt. Hæst bylur í tómri tunnu myndi einhver segja.
Nú býður Trú.is upp á að netráparar komi með athugasemdir við svör guðsmanna og ég ákvað í fyrsta sinn að nýta mér þann möguleika. Ég spurði, mjög kurteisislega, hvort Þórhallur myndi ekki vilja svara spurningunni hennar Önnu. Þegar ég hafði sent inn athugasemdina þá fékk ég þau skilaboð að svarið mitt biði ritskoðunar, það þyrfti að sjá hvort það væri "viðeigandi".
Ég hef gaman af því að hafa rétt fyrir mér (það er ein af ástæðunum fyrir því að ég rífst gjarnan við trúmenn) og þarna kættist ég. Fordómar mínir voru staðfestir. Að sjálfssögðu var þjóðkirkjan ekki að fara að leyfa hverjum sem er að koma með athugasemdir við pistlana. Óþægilegar spurningar eru bannaðar eða þær eru kæfðar með kjaftæði (stjórnmálamenn nota þessa aðferð reyndar gjarnan líka).
Nú er liðin nær vika og ekki birtist athugasemd mín á vefnum. Ég hef ekki heldur fengið neina skýringu á því hvers vegna athugasemd mín hefur ekki birst. Þögnin er eina svarið. Það er kannski best að spyrja enn einu sinni og sjá hvort eitthvað fáist svar úr kirkjuturninum.
Hvað segirðu Þórhallur, ætlarðu að svara helvítis spurningunni?
Hér á Vantrú höfum við stöðugt verið gagnrýnd fyrir að leyfa ekki öllum að tjá sig en samt er það nú svo að öll komment birtast á vefnum og aðeins þau sem beinlínis eru ærumeiðandi eða frá Lárusi Páli hverfa, en önnur sem ekki eiga heima undir viðkomandi grein fá inni á spjallinu. Að auki getur hver sem er sent okkur lesendabréf og við birtum það undantekningarlaust ásamt svari.
En svona er nú málfrelsinu háttað hjá stofnuninni sem Lárus Páll starfar fyrir. Greinilegt er að mörg málefni eru hreinlega of viðkvæm fyrir menn hennar. Ef gæta ætti alls réttlætis væri meira viðeigandi að Lárus Páll réðist gegn eigin stofnun frekar en okkur.
jájá... ég sendi eitt sinn fyrirspurn á kirkjan.is um hví þeir vildu ekki gifta homma á meðan gifting fráskilinna væri leyfð í kirkjum landsins... fékk aldrei svar og ekkert var birt.
Ég ætlaði mér ekki að taka til máls hér, en fyrst þið vænið Þórhall um að hafa ekki svarað spurningu Önnu, leyfi ég mér að skeyta síðustu greinaskil svars hans:
"Jesús talar oft um dóminn sem bíður allara manna, alls heimsins handan landamæra dauðans. En þurfum við að óttast dómarann sem bíður? Er það ekki Jesús Kristur sem dó fyrir syndir okkar, gaf líf sitt fyrir okkur, leiðir okkur frá dauðanum til lífsins? Til eru þeir sem kjósa að snúa baki við orði Jesú, við fyrirgefningu hans og náð. Þeir dæma sig sjálfir til þess að vera án Guðs. Ekki bara handan dauðans heldur þegar í þessu lífi. En að lokum mun Jesús einnig snúa þeim til sín og leiða þá inn i fögnuð himinsins." (http://tru.is/svor/2005/12/hvernigerlifidihimnariki)
Þannig að frá mínum bæjardyrum séð hefur hann þegar svarað afdráttarlaust. Hinsvegar kann ykkur ekki að líka svarið.
Ég verð að segja að mér finnst voða lítið koma fram í þessari efnisgrein hans um hvernig eftirlífið verður. Bara að Jesús muni dæma og að það sé fögnuður í himnaríki. Ekkert minnst á kvalirnar sem okkur er lofað í helvíti. Reyndar segir hann þetta í athugasemd:
Helvíti- það er tákn fyrir að vera án Guðs. Þú getur því líka verið í Helvíti í þessu lífi.
Þannig að Þórhallur segir að trúlausir muni vera í helvíti ("vera án Guðs" skv honum) eitthvað en síðan fara í himnaríki. Hann er sem sagt "villutrúarmaður". Að minnsta kosti er hann ósammála aðaljátningu lútherskra manna, Áborgarjátningunni:
17. grein: Um endurkomu Krists til dóms: Ennfremur kenna þeir: Kristur mun birtast við endi heims til að dæma og mun hann uppvekja alla dauða. Guðhræddum mönnum og útvöldum mun hann gefa eilíft líf og eilífan fögnuð. Guðlausa menn og djöflana mun hann fordæma, að þeir kveljist eilíflega. Þeir fordæma endurskírendur, sem álíta, að endir verði bundinn á refsingu fordæmdra manna og djöflanna.En ætli eilíflega sé ekki bara myndlíking hérna og þá líka þegar Jesús talar um eilífa refsingu.
"Ég ætlaði mér ekki að taka til máls hér..."
Er einhver sérstök ástæða fyrir því? Höfum við gert eitthvað á þinn hlut eða er þessi vefsíða ekki samboðin þér og kollegum þínum?
Hvar nákvæmlega kemur þar fram í guðspjöllunum, eða Nýja testamentinu yfir höfuð að Jesús muni að lokum snúa hinum guðlausu til sín? Eru menn ekki svolítið farnir að spinna við Biblíuna eftir eigin geðþótta? Þið vitið hvað guðinn ykkar gerir svið svoleiðis fólk, er það ekki? ;)
Júbb, hann fyrirgefur þeim og tekur þá samt til himnaríkis :)
Þú veist að þetta er allt ein stór myndlíking.
Nema sumt.
Allt sem stendur í biflíunni eru staðreyndir, nema það sem er myndlíking. Allt sem ekki stenst greindarþroska, og menntunarstig almennings í dag er myndlíking.
Ef ósamræmi er innbyrðis í tveimur eða fleiri frásögnum biflíunnar, eru ein eða fleiri myndlíking.
Það fer eftir aðstæðum og umræðuefni hverju sinni hvað í biflíunni er myndlíking og hvað ekki.
Var einhver að tala um grænsápu?
"Carlos - 13/12/05 16:55 #
Ég ætlaði mér ekki að taka til máls hér, en fyrst þið vænið Þórhall um að hafa ekki svarað spurningu Önnu, leyfi ég mér að skeyta síðustu greinaskil svars hans:
"Jesús talar oft um dóminn sem bíður allara manna, alls heimsins handan landamæra dauðans. En þurfum við að óttast dómarann sem bíður? Er það ekki Jesús Kristur sem dó fyrir syndir okkar, gaf líf sitt fyrir okkur, leiðir okkur frá dauðanum til lífsins? Til eru þeir sem kjósa að snúa baki við orði Jesú, við fyrirgefningu hans og náð. Þeir dæma sig sjálfir til þess að vera án Guðs. Ekki bara handan dauðans heldur þegar í þessu lífi. En að lokum mun Jesús einnig snúa þeim til sín og leiða þá inn i fögnuð himinsins."
(http://tru.is/svor/2005/12/hvernigerlifidihimnariki)
Þannig að frá mínum bæjardyrum séð hefur hann þegar svarað afdráttarlaust. Hinsvegar kann ykkur ekki að líka svarið."
Hvaða Svar????
Auk þess er alltaf verið að tala um endalausa dvöl í helvíti. Skv. Þórhalli er vistin bara tímabundin. Sniðugt.
Ætli Jesú, þegar hann kemur að sækja menn, sé tilbúinn með grænsápu til að menn geti þvegið af sér sótina frá helvíti?
"Carlos - 13/12/05 16:55 #
Ég ætlaði mér ekki að taka til máls hér, en fyrst þið vænið Þórhall um að hafa ekki svarað spurningu Önnu, leyfi ég mér að skeyta síðustu greinaskil svars hans:
"Jesús talar oft um dóminn sem bíður allara manna, alls heimsins handan landamæra dauðans. En þurfum við að óttast dómarann sem bíður? Er það ekki Jesús Kristur sem dó fyrir syndir okkar, gaf líf sitt fyrir okkur, leiðir okkur frá dauðanum til lífsins? Til eru þeir sem kjósa að snúa baki við orði Jesú, við fyrirgefningu hans og náð. Þeir dæma sig sjálfir til þess að vera án Guðs. Ekki bara handan dauðans heldur þegar í þessu lífi. En að lokum mun Jesús einnig snúa þeim til sín og leiða þá inn i fögnuð himinsins." (http://tru.is/svor/2005/12/hvernigerlifidihimnariki)
Þannig að frá mínum bæjardyrum séð hefur hann þegar svarað afdráttarlaust. Hinsvegar kann ykkur ekki að líka svarið."
Carlos, fyrst þið Þórhallur eruð svona fróðir um Jesú og guð, þá getiði kanski líka frætt okkur um það afhverju við eigum öll að krumpast áfram í þessu lífi bara til þess að eiga miklu betra líf fyrir höndum um leið og þessu lýkur?
Bara til að leyfa ykkur að fylgjast með, þá hefur ekkert svar ennþá borist á kirkjuvefnum, né heldur til mín, við fyrirspurn minni um gjaldskrár og kostnað við blessun og/ eða vígslu mannvirkja.
Átti svo sem ekki von á því, en þögnin bendir til að einhver slík "gjaldskrá" sé í raun til, eða a.m.k. einhverskonar þegjandi samkomulag um gjaldtökuna.
Í framhaldi fyrstu og síðustu viðbragða hér að ofan, er það til tíðinda að svar hefur borist, bæði mér beint og á kirkjuvefnum. Það fór reyndar eins og ég spáði að svarið er skólabókardæmi um það hvað hægt er að segja ekki neitt í löngu máli. Upphaflegu spurninguna, og "svar" má lesa á kirkjuvefnum, en hér að neðan ítrekun mína til Árna Svans Daníelssonar um raunverulegt svar:
Sæll nafni
"Þú talar eins og góðum konungsmanni sæmir, lætur ekkert uppi en tilreiðir skemmtileg svör ef með þarf"
( HKL Íslandsklukkan)
Svar þitt ber einkenni margra svara sem finna má á vef kirkjunnar. Löngu máli er eytt í einhverjar skilgreiningar sem alls ekki var spurt um, þannig að svarið líti út fyrir að vera yfirgripsmikið og samviskusamlega unnið, en raunveruleg svör við raunverulegum spurningum eru svo loðin og óljós að spyrjandinn er engu nær. Það er þó ljóst af svari þínu að gjaldskrá fyrir þessi verk er ekki til.
Önnur "svör" eins og "....... enda allsendis óvíst hvort yfirleitt er fyrir þær greitt." eða " Þá kemur engin greiðsla fyrir, að öllu venjulegu." ( leturbr. mín.) hlýtur þú að sjá að eru engin svör. Þau eru þó það eina sem lítur beint að spurningu minni. Fyrir mér er það allsendis óvíst hvort greitt er fyrir þessar athafnir- ÞESSVEGNA SPURÐI ÉG. "Svar sem segir að það sé allsendis óvíst kemur því að litlu gagni. Sömuleiðis er " að öllu venjulegu" fyrir mann eins og mig sem veit ekki hvað er venjulegt og hvað ekki í þessu samhengi algerlega merkingarlaust.
Mér þætti vænt um að hringferð þinni í kring um heita grautinn linnti og þú svaraðir hreint út. Taka prestar og biskupar þóknun fyrir að biðja fyrir mannvirkjum eða blessa þau ?
Með kærri kveðju, Árni Árnason
Smá mistök hjá mér. Það er Kristján Valur sem svarar spurningunni, en pósturinn til mín kom frá Árna Svani sem er víst vefstjóri. Bið forláts. Árni.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Árni Árnason - 12/12/05 10:09 #
Þú þarft ekki að undrast þó að fyrirspurn þín verði e.t.v. aldrei birt. Ég sendi fyrirspurn á vef kirkjunnar um hvað kostaði að láta blessa eða vígja mannvirki, og hvorki spurning eða svar hafa birst enn.
Ég á ekkert frekar von á svari, en ef hið ólíklega gerðist, þá verður það væntanlega enn eitt skólabókardæmið um hvað hægt er að segja ekki neitt í ofboðslega löngu máli.