Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Rúmur fjórðungur þjóðarinnar guðlaus

Í hinni margumtöluðu könnun Trúarlíf Íslendinga þá er spurt: Hvaða fullyrðing(ar) um guð lýsa eða komast næst því að lýsa skoðun þinni? 26,2% svöruðu að ekki sé "til neinn annar guð en sá sem manneskjan hefur búið til". Þarna tekur rúmur fjórðungur þá afstöðu að guð sé í raun bara hugarfóstur manneskjunnar. Þetta tel ég góðar fréttir fyrir þjóðina. Skynsemi í þessum málum er að aukast.

Það er reyndar nokkuð óþægilegt að rýna í tölurnar sem fylgja þessari spurningu þar sem mátti velja fleiri en einn valmöguleika. Hlutföll svara voru svona:

Til er kærleiksríkur guð sem við getum beðið til - 39,4%
Það er ekki til neinn annar guð en sá sem manneskjan sjálf hefur búið til - 26,2%
Við höfum enga vissu fyrir því að guð sé til - 19,7%
Guð hlýtur að vera til, annars hefði lífið engan tilgang - 19,2%
Guð hefur skapað heiminn og stýrir honum - 9,4%
Ekkert af framantöldu á við mína skoðun - 9,7%

Þau 19,7% sem telja að við getum ekki haft neina vissu um að guð sé til eru áhugaverð. Okkur vantar þær tölur sem nauðsynlegar væru til að fullyrða um skoðanir þeirra en þau gögn sem við höfum í höndunum eru á þá leið að einungis lítil hluti þessa hóps segist vera trúaður. Þarna er því örugglega nokkuð stór hópur sem má bæta í hóp þeirra sem ekki trúa á guð.

Samfélag okkar er ekki fullkomið en hér sjáum við að guðleysi er töluvert algengara en af hefur verið látið í opinberri umræðu um trúmál. Þessu ber að fagna.

Óli Gneisti Sóleyjarson 10.11.2005
Flokkað undir: ( Vísindi og trú )

Viðbrögð


Gunnsi - 10/11/05 15:19 #

Þetta eru mjög áhugaverðar niðurstöður. Hitt er aftur annað mál að það sem Óli Gneisti les úr niðurstöðunum er að mínu mati villandi. Skoðun mín er sú að allir séu í raun trúaðir sem tekið hafa afstöðu á því hvort Guð sé til eða ekki. Það er nefnilega þannig að hvorki er hægt að sanna að Guð sé til eða ekki og er það því hvort tveggja trú. Einnig er það þannig að þeir sem svara því að við höfum enga vitneskju um að Guð sé til geta vel verið trúaðir á Guð. Þetta er jú trú en ekki vitneskja.


jogus (meðlimur í Vantrú) - 10/11/05 15:27 #

sigh


Matti (meðlimur í Vantrú) - 10/11/05 15:27 #

Skoðun mín er sú að allir séu í raun trúaðir sem tekið hafa afstöðu á því hvort Guð sé til eða ekki.

Sú skoðun þín skiptir engu máli í þessari umræðu þar sem rætt er um niðurstöður könnunar á trúarviðhorfum íslendinga.


Gunnsi - 10/11/05 15:43 #

"...eru á þá leið að einungis lítil hluti þessa hóps segist vera trúaður."

Það var einmitt það sem ég var að vísa til. Skoðun mín hefur fullan rétt á sér gagnvart þeirri alhæfingu að lítill hluti hópsins segist vera trúaður því það er ekki spurt út í það. Það er spurt hvort Guð sé til en ekki út í það hvort viðkomandi sé trúaður.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 10/11/05 15:57 #

sigh


Gunnsi - 10/11/05 16:23 #

"sigh" Er þetta leiðin til þess að reyna að gera lítið úr þeim sem yfirhöfuð nenna að segja skoðun sína og eru ekki sammála. Eða er kanski svona erfitt að kyngja því að það sé hvorki hægt að sanna tilvist Guðs né heldur að hann sé ekki til og að þeir sem segja að Guð sé ekki til séu í raun einnig trúaðir. Bara á annan hátt.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 10/11/05 16:27 #

Gunnsi, við höfum heyrt þetta þvaður þúsund sinnum. Þetta skiptir engi máli í þessari umræðu.


Hjalti (meðlimur í Vantrú) - 10/11/05 17:51 #

Lestu þetta Gunnsi: Hvað er trúleysi?


Lella - 10/11/05 17:54 #

má ég spyrja... algjörlega ótengt þessu... er ekki til eitthvert félag vantrúarmanna innan Háskóla Ísland? og vitið þið hver er formaður þess? eða hvernig maður getur fengið upplýsingar um félagið?


Hjalti (meðlimur í Vantrú) - 10/11/05 17:57 #

Lella: Þú mátt endilega koma með svona fyrirspurnir á spjallborðið.

Félagið heitir Skeptíkus og formaður þess er Óli Gneisti.


Lella - 10/11/05 18:05 #

takk og afsakið, fattaði ekki að það væru spjallþræðir :)


Friðrik - 11/11/05 18:38 #

Það er eilítið til í því sem Gunnsi er að segja. Það sem ég á við, er að það kemur ekki fram hverjir eru trúaðir, en trúa ekki á Guð. Gaman að vita hverjir trúa á hlut eins og karma eða t.d. drauga. Ef ég man ekki betur, þá var gerð könnun sem að sýndi að fólk trúði heldur á drauga en Guð. Blind trú er til á fleiri stöðum en bara í abrahímskum sið eða hvað það er. Gæti einhver tenglað í þessa könnun ef hún er á netinu? Takk.


Hjalti (meðlimur í Vantrú) - 11/11/05 19:07 #

Hérna er hún. Ekkert er fjallað þarna um önnur hindurvitni en guð. En miðað við númerin á spurningunum virðist vanta einhverjar.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.