Guðfræðibloggarinn Þorkell Ágúst Óttarsson gerði guðleysi og trú að umtalsefni á vefsíðu sinni nú fyrir viku. Hann telur "[...] lífið án tilgangs, án trúar, án Guðs... dapurlegt" og að hann leggist "[...] nánast í þunglyndi við það eitt að hugleiða tilvist án dýpri tilgangs". Hann segir að þó Guð væri ekki til þá væri ekki endilega gott að láta fólk vita af þeirri staðreynd.
Hér er augljóslega um að ræða mann sem hefur allt annað lífsviðhorf en ég. Mér finnst allt í lagi að það sé enginn guð, enginn tilgangur. Ég veit ekki alveg hvort það væri gott að lifa mikið lengur en þessi ca. 80 ár sem við höfum. Ég held að við ættum að vera ánægð að vera til. Ef eitthvað hefði farið öðruvísi þá værum við ekki hér. Mannkynið í heild er í raun afsprengi ótal heppilegra "tilviljana" (skortir betra orð). Við höfum alveg réttlætingu fyrir því að vera til án þess að draga handanheimsöfl inn í myndina.
Þorkell er mikill kvikmyndaáhugamaður (eins og ég) og því er kannski viðeigandi að nota vísun í hina klassísku kvikmynd It's a Wonderful Life. Þar fær sparisjóðsstjórinn George Bailey að sjá hvernig heimurinn væri án hans og kemst að raun um að hann hefur í raun haft jákvæð áhrif á ótalmörg líf. Ef við gætum svifið yfir Jörðinni og séð hana án þess að líf hefði sprottið hér fram þá væri hún dapurlegur staður. Heimurinn hefði aldrei heyrt í Beethoven, lesið bækur Douglas Adams eða horft á myndir Frank Capra. Í hvert skipti sem sólin settist þá væri enginn til þess að njóta þess. Norðurljósin myndu svífa hér yfir án þess að nokkur gæti dáðst að þeim. Sá heimur væri ekki mikils virði. Fegurðin væri til staðar en væri hálf tilgangslaus. Að sjálfssögðu eru það aðallega aðrar manneskjur sem gera lífið þess virði að lifa því, ekki stórmenni eins og þau sem ég nefndi hérna fyrr, heldur fólkið í kringum okkur.
Lífið er stutt og því er um að gera að njóta þess, hér og nú. Það er dapurlegt hlutskipti að sóa þessu lífi í leit að ímynduðum handanheim. Sá heimur sem þú getur notið í raun verður annars flokks. Von um annað líf tekur af þér það líf sem þú raunverulega hefur.
Um svipað efni
Hagnýt tómhyggja
Tilgangslausi tilgangurinn
Hvers vegna gerir þessi "von" daginn betri? Ég held að hún geri ekkert nema að draga úr gildi þess sem við raunverulega höfum.
Það er ekkert annað en ímyndun að ganga út frá því að lífið haldi áfram eftir dauðann. Lífið er enda ekki annað en keðjuverkun í líkama þínum, bruni lífrænna efna með fulltingi súrefnis.
Þegar sú keðjuverkun hættir ertu dauður. Meðvitund þín er afrakstur þessara lífrænu ferla og nákvæmlega ekkert sem bendir til þess að þetta lífræna ferli sem kallast sjálfsvitund haldi áfram eftir að heilinn hættir að starfa.
Þú getur vonað fram í rauðan dauðann að þessi sjálfsupplifun þín lifi dauðann af á einhvern yfirnáttúrlegan hátt, en þá ertu um leið að ljúga að sjálfum þér. Þér er það auðvitað alveg frjálst, en hins vegar er það ábyrgðarhluti að verið sé að koma slíkum hugmyndum inn í hausinn á öðru fólki og hafa um leið af því fé. Þessi hugmynd er hvorki nauðsynleg né heppileg, eins og ótal dæmi sanna.
Þessar hugmyndir hafa sýnt sig að vera skaðlegar samfélaginu, ýta undir hvers kyns ranghugmyndaheim í hugum fólks sem síðan etur því út í alls kyns óhuggulegt atferli.
Síðan eru menn einsog Mofi sem ráðast beinlínis á þau tæki sem við höfum til að tryggja að fólk geti lifað sem lengst í von um að sú hegðun gangi í augun á handanheimsalvaldinum.
Það er stórkostlegur munur að losa sig við þær ranghugmyndir sem trú er í raun. Og að halda það að maður þurfi í raun að taka við skipunum frá "einhverjum" sem er fyrir ofan mann er hin mesta vitleysa.
Trú er sóun á góðum tíma.
Tom Robbins sagði eitt gott um dauðann:
" When it comes to death, I can only say thing for sure. It eliminates lots of options"
Guðleysi er heldur ekki það sama og tilgangsleysi. Hvað er dýpri tilgangur? Trúleysi gefur mér kost á að velja mér tilgang en láta ekki aðra segja mér til um hver hann á að vera.
Þegar sú keðjuverkun hættir ertu dauður. Meðvitund þín er afrakstur þessara lífrænu ferla og nákvæmlega ekkert sem bendir til þess að þetta lífræna ferli sem kallast sjálfsvitund haldi áfram eftir að heilinn hættir að starfa.
Finnst þér ekkert merkilegt við það sem skeður þegar fólk deyr? Á einu augnabliki er persónan þarna en síðan er hún horfin, ekkert eftir nema hylkið sem persónan bjó í.
Þú getur vonað fram í rauðan dauðann að þessi sjálfsupplifun þín lifi dauðann af á einhvern yfirnáttúrlegan hátt, en þá ertu um leið að ljúga að sjálfum þér. Þér er það auðvitað alveg frjálst, en hins vegar er það ábyrgðarhluti að verið sé að koma slíkum hugmyndum inn í hausinn á öðru fólki og hafa um leið af því fé. Þessi hugmynd er hvorki nauðsynleg né heppileg, eins og ótal dæmi sanna.
Eins og þú líklegast veist þá hef ég mikið á móti því að það sé haldið fram að ekkert geti orðið að öllu og tilviljanir geti búið til upplýsingar og flókin tæki. Öllu þessu haldið fram eins og það væru vísindi og sannleikur, að mínu mati er það lygi. Þú kannski villt útskýra fyrir mér afhverju þú telur það vera rangt að ljúga...
Síðan eru menn einsog Mofi sem ráðast beinlínis á þau tæki sem við höfum til að tryggja að fólk geti lifað sem lengst í von um að sú hegðun gangi í augun á handanheimsalvaldinum.
Ég er nú aðventisti og það er nokkuð vel þekkt að heilsa og rannsóknir á heislu eru þar í hávegum höfð og afleiðingin er að meðalaldur þeirra er merkilega meiri en almennt. Ég er svo sem alls ekki til fyrirmyndar þar en hvatningin er alltaf til staðar. Ég veit síðan ekki hvað það er sem þú vilt meina að ég sé á móti sem er að lengja líf fólks.
Ég sagði að þú réðist á tækin sem við höfum til þess að lengja líf fólks. Ef vísindin þyrftu að beygja sig fyrir rugludöllum einsog þér þá yrðu engar framfarir í til dæmis læknavísindunum.
Finnst þér ekkert merkilegt við það sem skeður þegar fólk deyr? Á einu augnabliki er persónan þarna en síðan er hún horfin, ekkert eftir nema hylkið sem persónan bjó í.
Finnst þér ekki merkilegt þegar þú drepur á bifreið? Á einu andartaki eru öll ljósin horfin úr mælaborðinu, útvarpið hættir að tala við þig og bíllinn hættur að gera hreyft sig. Persónan sem þarna bjó er horfin og ekkert nema hylkið eftir.
Það er enginn grundvallarmunur á þessu tvennu. Þegar þú dreður á bíl hættir keðjuverkunin sem lætur vélina ganga og framleiða rafmagn fyrir allan huggulega tækjabúnaðinn. Bifreiðin hættir að breyta eldsneyti í koltvísýring og það sama gerist hjá lífverum.
Þetta er nú solið óheppilegur samanburður Birgir því við gangsetjum bílinn aftur og aftur eða kaupum bara annan þegar það gengur ekki. Annars er þessi grein eftir Óla með því besta hjá ykkur, sérstakalega "Að sjálfssögðu eru það aðallega aðrar manneskjur sem gera lífið þess virði að lifa því, ekki stórmenni eins og þau sem ég nefndi hérna fyrr, heldur fólkið í kringum okkur.". Vandinn felst í sjálfri framkvæmdinni því lífsbaslið er ekki basl við utanaðkomandi áreiti heldur er það barátta sem maður á í við sjálfan sig.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
mofi - 25/09/05 12:59 #
Það er enginn að tala um leit að ímynduðum heimi; þetta er spurning um að hafa von um að lífið haldi áfram eftir hinn augljóslega endi í dauðanum. Undarlegt að halda að sú trú ræni mann einhverju í manns daglega lífi hérna, það er akkurat öfugt, sú trú gefur manni von sem gerir daginn dag enn betri.