Flestir þeir sem að svara greinum hér á Vantrú, trúaðir eður ei, virða þær sáraeinföldu reglur sem gilda á þessum opna umræðuvettvangi um trúmál og margir hverjir gera umræðuna mun skemmtilegri en ella. En eins og við má búast (því miður) eru alltaf nokkrir aðilar sem gera lítið annað en að skemma umræðuna. Þessir aðilar snúa endalaust útúr, ljúga og halda sig ekki við umræðuefnið.
Því neyðumst við stundum til þess að henda út kommentum og notendum, en það þarf þó alvarleg og síendurtekin brot til þess að notendum sé hent útaf síðunni. Þeim err þó gefið færi á að bæta hegðun sína og hafa margir hverjir gert það, en einungis einn aðili er kominn í ævilangt bann á þessu vefriti.
Fyrir þetta hefur Vantrú fengið á sig gagnrýni og hefur m.a. verið sagt að við viljum ekki hleypa að öðrum skoðunum en þeim sem okkur eru þóknanlegar. Þetta eru mjög undarlegar röksemdarfærslur því að ef við vildum ekki fá skoðanir þeirra sem okkur eru ósammála inn á vefinn, af hverju erum við þá að leyfa athugasemdir við greinar? Af hverju erum við að eyða tíma í það að rökræða við fólk þegar við gætum sleppt því að hlusta á það hér á vefnum? Og ekki nóg með það, heldur er hér líka spjallborð sem er opið öllum og getur fólk þar tjáð skoðanir sínar, hvort sem það er sammála okkur eða ekki. Einnig höfum við sent tölvupóst á öll prestanetföng á kirkjan.is og boðið eigendum þeirra að taka þátt í umræðunni. Hljómar þetta eins og síða sem að vill ekki birta skoðanir aðrar en sínar eigin?
Nei, á Vantrú skiptir ekki máli hver skoðun þín er heldur hvernig þú tjáir þá skoðun. Við höfum líka gagnrýnt þá sem eru sammála okkur hér á vefnum fyrir að fara illa með umræðuna og eytt athugasemdum sem innihalda ekkert nema skítkast í garð nafntogaðra trúmanna. Það er því bara helbert kjaftæði að við séum að leggja trúmenn í einelti.
Einnig höfum við boðið fólki að skrifa lesendabréf á síðuna, sama hverjar skoðanir þeirra eru og vill ég nota tækifærið til að hvetja þig, lesandi góður að nýta tækifærið til að koma inn lesandagrein og tjá skoðun þína, hvort sem við erum sammála henni eða ekki. Staðreyndin er sú að Vantrú er einn allra besti umræðuvettvangurinn fyrir trúmál á Íslandi í dag og við ætlum okkur að halda því þannig.
Það eina sem við förum fram á að þeir sem tjá sig á þessari síðu komi fram af sanngirni og heiðarleika í málflutningi sínum.
Er virkilega verið að fara fram á mikið?
Við höfum lagt það í vana okkar að færa ómálefnalegar eða óviðeigandi athugasemdir á spjallið.
Annars er ekki 100% málfrelsi í raunheimum, sé ekki að það ætti að vera markmið Vantrúar að stefna að slíku. Kynþáttafordómar, morðhótanir, auglýsingapóstur og fleira rugl hverfur því ósköp einfaldlega af síðunni án nokkurra skýringa.
Mig langar til að leggja hér í púkk varðandi þetta atriði, RITSKOÐUN. Hvaða skoðanir koma hér fram og hverjum er rutt til hliðar á spjallið eða hreinlega eytt? Síðan hér er mjög sérstök fyrir margra hluta sakir. Athygli vert er hversu hún er sértæk og sérviskuleg. Hér flórera ekki hinar ýmsu lífskoðanir sem svo er fjallað um af eindrægni. Síðunni er stjórnað af örfáum öfgamönnum sem af drambsemi vilja hefja sig yfir lífsreynslu manna og árhundurða- og árþúsundaleit kynslóða. Þeir vilja bæta heiminn ( auðvitað ) að hætti beinlínuhugsunar með því að hreinsa út rusl úr höfði manna sem er í vegi fyrir framþróun og bættum heimi. Á því er enginn vafi í mínum huga.
Sá galli er á gjöf Njarðar að í umræðunni er áberandi lítill heimspekilegur blær en þrætubókarlistin hefur því meira vægi. Á þetta bendi ég enn einu sinni. Útúrsnúningar og stælar ráða iðulega stílnum sem ofsamenn síðunnar bera fram af hreint undarlegum hvötum.
Menn virðast ekki þekkja hugtakafræði og háttvísi heimspekinnar, hvorki þeirrar vestrænu né austrænu. Sem sannarlega reynir að temja hug manna og hvatir sem ávallt eru að verki þegar lífskoðanir manna takst á.
Jón Valur Jenson guðfræðingur reynir stöku sinnum að leiðrétta ykkur götustrákana og tekst bísna vel upp. Stendur þá iðulega ekki steinn yfir steini af ofstækinu og augljóslega hefur Jón gaman af og við fleyri. En það er ekki vegna þess að við séum bara trúaðir heldur sigrar menntun og þekking aftakaveður ritstjórnar sem einatt virðist ráða ferðinni í inngangspistlum vefsíðunnar.
Drifkraftar síðunnar, sem skrifa pistlana eru auðvitað trúleysingjar eins og nafn síðunnar ber með sér. Yfir því klaga ég ekki - og vísa ég þá í skoðanafrelsi manna. Fjöldi samtaka trúleysingja er til og er iðulega þjóðþrifafyrirbæri að vekja menn til gagnrýninnar hugsunar og efasemda. En þetta er algjört "költ" að verða hér.
Hér fara fram ástríðufullar árásir á fólk og tilraun til stýringar á lífskoðum fólks, á svo takmörkuðu og oftar en ekki niðurlægjandi plani að engu tali tekur. Kerfisbundið.
Forustumönnum síðunnar skortir lágmarks umburðarlyndi í garð annarra skoðana eins og áður sagði og ofstækið er ávallt handan við hornið. Athugið góðir menn að ofstækið er systkyni ofbeldisins. Bölvanir, subbuskapur, frávísanir, háð og hálfgerðar "hótanir" eru daglegt bauð á þessarri merkilegu síðu. Eru þetta einkenni menntunar og víðsýni? Hafa menn ekki gengið í skóla. Eg verð að segja ykkur til vamms. Ég gæti td ekki sagt neinum leitandi unglingi að skoða þessa síðu. Hún er drullubrún á litinn. Þið skiljið merkinguna lesendur góðir.
Mér blandst ekki hugur um að fjöldinn allur af menntamönnum hefur rekist hér inn og dettur ekki í hug að taka þátt í því sem mér fer fram.
Ég hef kallað viðhorfin hér militant ateisism. Þá tala ég ekki sérlega sem trúmaður er ég segi það, heldur alveg eins sem húmanisti sem trúi því að allir menn eigi fortakslaust að fá að hafa sína skoðun og sinn lífsstíl en nota bene með þeim skilyrðum að ekki sé ráðist á einstaklinga og stundaðar ærumeiðingar. Sbr "er Jón Gnarr hóra" og annað álíka orðalag um prestinn Örn Bárð, biskup Íslands ofl menn sem eru að sinna mikilvægum störfum í þjóðfélagi okkar.
Með þessu er ég þó ekki að segja að menn þurfi að vera sammála þeim og ekki megi gagnrýna. Vitaskuld ekki. En formælingar líðast í raun einungis af því að þetta er undergránd-miðill sem ekkert er tekið mark á.
Taki menn sig á hér svo ekki verði úr kærur frá þessum mönnum.
Vil ég að lokum vísa mönnum á siviliseraða umræðu ateiista svo sem á sidmennt.is og til nefna fleyri valkosti British Humanist Organisation. www. humanism.org.uk
Herrar mínir umfjöllun og nálgun þessarra lífsýnahópa á í raun ekkert skilt við "fræðimennskuna" á vantrú.is
Við erum fimm í ritstjórn en við höfum á bak við okkur 40 manns sem eru alltaf tilbúnir að benda okkur á það sem betur mætti fara. Við erum þar af leiðandi ekki örfáir. Við leyfum líka fólki að koma með athugasemdir á greinar okkar sem ég held að sé einstakt ef við tölum um vefrit á Íslandi.
Við reynum engan veginn að þykjast vera á fræðilegu né heimspekilegu plani hér. Við erum að skrifa hér fyrir alla, reynum ekki að hefja okkur yfir lesendur okkar með uppskrúfuðu orðalagi. Það að segja að við þekkjum ekki til hugtakafræði heimspekinnar er hins vegar bara rangt.
Ég veit ekki til þess að við höfum hótað einum né neinum hér á vefnum, dylgjur um slíkt eru út í hött.
Við reynum ekki að stýra lífsskoðunum eins né neins, við erum bara að rökstyðja okkar lífsskoðanir. Þér er frjálst að lesa síðuna eða ekki. Hins vegar er ljóst að við erum að berjast við öfl sem reyna að stýra lífsskoðunum fólks.
Við föllum engan veginn undir skilgreininguna á költi, hér kemurðu upp um fáfræði þína í hugtakanotkun trúarbragðafræða.
"Militant atheist" er ég alveg sáttur við sem stimpil á sjálfan mig.
Við höfum ekkert ósatt sagt um Örn Bárð, Jón Gnarr né biskupinn.
Siðmennt er ígildi þeirra félaga sem þú nefnir, við erum ekki húmanistafélag, við erum trúleysingjafélag.
Ég þarf líklega að endurtaka það að við teljum okkur ekki vera að stunda fræðimennsku nema í undantekningatilfellum. Við erum ekki fræðirit með uppskrúfað orðalag heldur erum við alþýðlegir og lifandi.
En þessi athugasemd þín kom því ekkert við hvort ritskoðun sé stunduð hér, vinsamlegast reyndu að halda þig við efnið.
Athygli vert er hversu hún er sértæk og sérviskuleg.Gætirðu útskýrt í stuttu máli hvað þú eigir við með þessu?
Hér flórera ekki hinar ýmsu lífskoðanir sem svo er fjallað um af eindrægni.Ég skil ekki alveg hvað þú vilt. Eigum við að rita greinar tl varnar þess sem við teljum vera rangt?
Síðunni er stjórnað af örfáum öfgamönnum sem af drambsemi vilja hefja sig yfir lífsreynslu manna og árhundurða- og árþúsundaleit kynslóða.Af hverju kallarðu stjórnendurna öfgamenn? Og það er ekki drambsemi að benda á hin ýmsu hindurvitni eigi ekki við nein rök að styðjast og þá skiptir engu að þetta sé "lífsreynslu manna og árhundurða- og árþúsundaleit kynslóða."
Útúrsnúningar og stælar ráða iðulega stílnum sem ofsamenn síðunnar bera fram af hreint undarlegum hvötum.Það væri gaman að sjá dæmi um útúrsnúninga og stæla og ef svo er þá ættir þú að geta bent á þetta í athugasemd, til þess er athugasemdakerfið! En hvers vegna segirðu að þetta sé borið fram af undarlegum hvötum? Þú veist ekkert um þær hvatir sem liggja að baki einstökum skrifum.
"Sigrar" Jóns yfir "götustrákunum" (er þetta dæmi um heimspekilega háttvísi?) felast að mínu mati bara í lengd athugasemdanna. :)
En þetta er algjört "költ" að verða hér.Er til of mikils ætlast að biðja um rökstuðning fyrir þessari "háttvísu" ásökun? Það er mjög leiðinlegt að sjá þessa ásökun í gríð og erg án þess að fá nokkurn tímann færð rök fyrir þessari skoðun. Lastu þessa FAQ-grein?
Hér fara fram ástríðufullar árásir á fólk og tilraun til stýringar á lífskoðum fólks, á svo takmörkuðu og oftar en ekki niðurlægjandi plani að engu tali tekur. Kerfisbundið.Hahaha..."stýringar á lífsskoðum fólks,..". :D
Forustumönnum síðunnar skortir lágmarks umburðarlyndi í garð annarra skoðana eins og áður sagði og ofstækið er ávallt handan við hornið.Okkur skortir alls ekki umburðarlyndi, nema þá að þú teljir umburðarlyndi felast í því að gagnrýna ekki skoðanir annarra. Það væri gaman að fá að vita hvað þú átt við með "umburðarlyndi".
Athugið góðir menn að ofstækið er systkyni ofbeldisins. Bölvanir, subbuskapur, frávísanir, háð og hálfgerðar "hótanir" eru daglegt bauð á þessarri merkilegu síðu.Hvaða ofstæki ert þú að tala um? Þú ættir að lesa FAQ-greinina: Af hverju eruð þið svona ofstækisfull?
Inngangspistlar er sértækir og sérviskulegir að því leiti að þeir hafa ákveðið stefnumið þegar frá upphafi. Sjaldgæf kemur fram undrun ritara yfir lífsins gangi eins og leitendum er lagið. Þið virðist hafa flest svörin? Fáum spurningum er kastað fram eða kenningar settar fram um lífsins gang sem uppbyggilegar geta talist. Hins vegar teknir reglubundið fyrir einstaklingar eða kenningar og hvort tveggja rifið niður skipurlega. Þetta er konsekvent aðferð ritstjórnar.
Ég komst svo að orði að menn hefji sig yfir lífreynslu kynslóða í árhundruði- og árþúsund. Sagnfræðingar spyrja sig iðulega spurninga eins og: Hvers vegna hugsaði/hugsar fólk svona? Hvaða forsendur hefur það? Af hverju trúir fólk á guð? Það er fyrsta spurningin til að skilja manninn eins og hann er. Við þurfum ekki stóryrði til að segja okkur hvernig fólk ætti að vera (ef það væri eðlilegt) eins og hér er svo vanalegt. Og svo erum við bara íslendingar, íbúar hér út í hafi. Þekkja menn einhverjar forsendur fólks í framandi menningu? Milljarðir manna trúa. Og það er undrið. Heldur þú vinur minn að ég setji mig á háhest yfir þetta fólk? Lífið er margslungið, gleðilegt - en oft sársaukafullt. Maðurinn leitar og hann mun leita linnulaust. Að þekkingu, að huggun ofl. Að guði/guðum og hverju einu sem gerir lífið bærilegt. Í ólíkum menningarheimum.
Ég vísaði til undarlegra hvata og á þá sérlega við þá markvissu hugsjónastarfsemi að útrýma trú og "annarlegum skoðunum". Þessi tendens er vafasamur finnst mér. Engum verður snúið með valdi. Tilfinningalíf manna virkar ekki þannig. Heldur ekki hugsanalíf. En stundum opnast mönnum sýn. Því er ekki að neita.
Svo varðandi Jón Val. Hann gersigrar ykkur ef hann á annað borð gefur sig að guðfræðinni og fer að garfa í skrifum ykkar um GT eða NT. Það er nú flestum ljóst. Svo þar þurfa menn að skrifa gætilega og hafa heimildirnar á hreinu sýnist mér. Meira seinna.
Hverjum erum við að reyna að snúa með valdi? Hvað ertu að tala um?
Svo varðandi Jón Val. Hann gersigrar ykkur ef hann á annað borð gefur sig að guðfræðinni og fer að garfa í skrifum ykkar um GT eða NT.
Mér finnst hann aðallega vera að reyna "gersigra" rökræðurnar með strámönnum og öðrum rökvillum. Ég kalla það frekar að "gertapa" rökræðunum þegar ég sé menn beita þannig aðferðum.
Einmitt, Guðmundur, markmið vefsins er einmitt að benda á það sem rangt er: svokölluð hindurvitni. Ég skil ekki hvað er svona "sértækt og sérviskulegt" við það.
Guðmundur, það er enginn að setja sig á háhest með því að segja að þessi trú fólks eigi ekki við nein rök að styðjast og það er ekki drambsemi. Amk hefur þú ekki komið með rök fyrir því. (sem er einmitt einkenni heimspekilegrar umræðu ;) )
Engum verður snúið með valdi.Eru greinarskrif á netinu valdbeiting?
En ég vil endilega að þú rökstyðjir þessar ásakanir þínar:
Þú sagðir að þetta væri að verða "költ". Þú sagðir okkur vera ofstækifulla. Þú sagðir okkur skorta umburðarlyndi. Þú sagðir að hálfgerðar "hótanir" væru daglegt brauð hérna (auk þess nefndirðu bölvanir, subbuskap, frávísanir og háð; en hótanir er alverlegasta vitleysan)
Mér finnst það hjákátlegt að þú skulir kvarta yfir skorti á heimspekilegum umræðum en rökstyður ekki þessar ásakanir þínar.
Ég komst svo að orði að menn hefji sig yfir lífreynslu kynslóða í árhundruði- og árþúsund.
Ég vil benda þér á það, Guðmundur Pálsson læknir, að þín eigin vísindagrein, læknisfræðin, gerir slíkt hið sama. Ef "lífsreynsla kynslóða" hefði verið höfð til viðmiðunar væri ennþá reynt að lækna fólk með blóðtökum og stólpípum og það væri bannhelgi á krufningum. Ekki vil ég gera lítið úr lífsreynslu kynslóða sem slíkri - en það ber heldur ekki að lyfta henni á einhvern óeðlilegan stall. Það er bara della að ætla sér að kyngja ótuggðu því sem manni er sagt vegna þess að það sé "lífsreynsla kynslóðanna" og sú hugsun skilar okkur ekki langt áleiðis í þekkingarleit.
Sagnfræðingar spyrja sig iðulega spurninga eins og: Hvers vegna hugsaði/hugsar fólk svona? Hvaða forsendur hefur það? Af hverju trúir fólk á guð?
Ég held að þessara spurninga hafi verið spurt hérna. Ég held að þeim hafi líka verið svarað. Ég mundi ekki ætlast til þess af miðaldamanni að hann gengi af trúnni fyrir fortölur mínar eða annarra, enda hefði hann fáfengilegar forsendur til þess, en Vesturlandabúar í dag hafa hins vegar öllu haldbetri þekkingargrundvöll og forsendur, sem því nemur, til að geta lifað lífi sínu án þess að hafa ósýnilegan þrælapískara hangandi yfir höfðinu eins og Damóklesarsverð.
Þekkja menn einhverjar forsendur fólks í framandi menningu?
Tja, ég held að þessari spurningu megi svara játandi, a.m.k. að verulegu leyti. Alla vega fyrir hönd þeirra sem lesa bækur.
Milljarðir manna trúa. Og það er undrið. Heldur þú vinur minn að ég setji mig á háhest yfir þetta fólk?
Þú virðist ekki gera það, nei. Ertu ekki trúaður sjálfur? Það er ekki að setja sig á háan hest yfir annan, að benda honum á að hann hafi á röngu að standa. Og gettu hvað: Þótt fjöldi fólks sé sammála um eitthvað, þá þýðir það ekki að það sé rétt. Milljarðar manna álíta að karlar séu hafnir yfir konur eða að kynvillingar séu bersyndugir eða ógeðslegir. Milljarðar manna eru rasistar. Gerir það þessar skoðanir réttar? Svo er annað.
Lífið er [...] oft sársaukafullt. Maðurinn leitar og hann mun leita linnulaust. Að þekkingu, að huggun ofl. Að guði/guðum og hverju einu sem gerir lífið bærilegt.
Einmitt - fólk leitar að guðum til að hugga sig við eins og værðarvoð, frekar en að takast á við það sem veldur sársaukanum til að byrja með. Ég segi ekki að það sé alslæmt - oft hefur fólk lítil eða engin tök á að bæta aðstæður sínar en þarf samt að lifa með þeim - en hversu margir þrælar heldurðu að hafi fengið tækifæri til að höfuðkúpubrjóta þrælahaldarann sem pískar þá, en hætt við það vegna þess að þeir vildu ekki styggja guð eða töldu að guð mundi sjá um það fyrir þá eftir dauðann?
Hér er mörgu að svara. Fyrst til Óla Gneista: Hverjum erum við að reyna að snúa með valdi? Hvað ertu að tala um? segir ÓG. Skipurlagt niðurrif á lífskoðunum fólks í inngangspistlum hefur ekki mikil áhrif yfirleitt. Það breytir ekki heiminum og telur engum hughvarf held ég. Lýsir fremur þráhyggju og agressjón ásamt skorti á sálfærðilegu innsæi. Viljir þú breyta lífskoðun manns sýndu honum heldur hvernig á að lifa. Bara mín skoðun þetta.
Ertu virkilega að segja að greinaskrif á netinu séu valdbeiting?
Skipurlagt[sic] niðurrif á lífskoðunum fólks í inngangspistlum hefur ekki mikil áhrif yfirleitt. Það breytir ekki heiminum og telur engum hughvarf held ég.
Það sem Guðmundur Pálsson læknir kallar "skipurlagt niðurrif á lífsskoðunum" kalla aðrir gagnrýni á hindurvitnum.
Ég er með eina lauflétta spurningu handa Guðmundir Pálssyni lækni. Hvenær er í lagi að gagnrýna hugmyndir annarra og hvenær ekki? Er rangt að mati Guðmundar Pálssonar læknis að gagnrýna t.d. kynþáttahatara? Eða fellur það undir skipulagt niðurrif á lífsskoðunum? Hvað með aðrar pólitískar skoðanir?
Er Guðmundur Pálsson læknir að segja að einungis trúarhugmyndir eiga að vera stikkfrí?
Ég verð að að segja eins og er, og á þá á hættu að Guðmundur Pálsson læknir síteri mig, að mér finnst málflutningur Guðmundar Pálssonar læknis frekar slappur. Guðmundur Pálsson læknir er snöggur að ásaka okkur um ýmislegt en ekki jafn fljótur að rökstyðja ásakanir sínar þegar á hann er gengið.
Það mætti kannski að lokum spyrja Guðmund Pálsson lækni hvort eitthvað breyti heiminum í raun að hans mati? Er það ekki helst gagnrýnin hugsun og stöðugt endurmat hugmynda sem áorkar einhverju slíku?
Eru greinarskrif á netinu valdbeiting? Svarið er nei, ættu ekki að vera það amk, en þessu myndi ég vilja svara nánar svona: Back to basics.
Vilji maður kynna þér lífið eða reyna að hugsa skynsamlega um heiminn, þá er eðlilegt að nálgast viðfangsefnið með opnum huga. Spyrja sig spurninga. (Spurningin er ávallt mikilvægust eins og menn vita ) og svo tekið sé metafysiskt dæmi: Hvað er til ( sannleikur, reynd ) og hvað er blekking. Orðað öðru vísi, eins Páll Skúla segir: Hvað er reynd og hvað er sýnd. Þetta er algjörlega opin spurnig og enginn veit svarið svo mér sé kunnugt. Nema líklega ritstjórn vantrúar.is og þeirra ráðgjafar 40 talsins.
Oftar en ekki minna "forystugreinarnar" hérna á leiðara dagblaðs á kaldastríðstímanum. Það þarf fyrir alla muni að halda einhverju fram til að leiðrétta trúar"bullið" ef svo má segja. Þetta er hinn mesti óþarfi og hefur ekki nokkur áhrif á hug manna fullyrði ég.
Varðandi "költ". Það er kannski ekki gott orð. En ég meina söfnuður manna með ákveðna sannfæringu. Fátt annað kemst að.
Síðan virkar í raun eins og málgagn. Eins og gamli Neistinn (hét hann það ekki) eða eitthvað álíka. Komi fram einhver ( jafnvel heiðvirð venjuleg hversdagsmanneskja ) og segist trúa á Guð ( nú eða náttúrna, sama er mér) segja menn ekki: Nú! Það var áhugavert. Hvers vegna? Nei, aldeilis ekki. Það er einfalt. Hún er bara étin lifandi að hætti orðháka og svo lætur hún sig hverfa með óhljóðum. Og kemur aldrei aftur.
Komi fram einhver ( jafnvel heiðvirð venjuleg hversdagsmanneskja ) og segist trúa á Guð ( nú eða náttúrna, sama er mér) segja menn ekki: Nú! Það var áhugavert. Hvers vegna? Nei, aldeilis ekki. Það er einfalt. Hún er bara étin lifandi að hætti orðháka og svo lætur hún sig hverfa með óhljóðum. Og kemur aldrei aftur.
Nú væri til fyrirmyndar ef Guðmundur Pálsson læknir kæmi með dæmi um eitthvað þessu líkt á þessum vef.
Varðandi "költ". Það er kannski ekki gott orð. En ég meina söfnuður manna með ákveðna sannfæringu. Fátt annað kemst að.
Tja, ég hef heyrt að gamla góða íslenska orðið "félag" sé mjög lýsandi fyrir félagskap einstaklinga með sameiginlegt áhugamál. "Samtök" er annað gott orð.
En er þetta ekki dæmigert? Ef ekki "költ", þá söfnuður, nú þarf bara að hnykkja Trúarandstæðingasöfnuður Satans að trúleysingjum, þá er hægt að tala um hina fullkomnu þríeiningu.
Síðan virkar í raun eins og málgagn.
Auðvitað! Er það slæmt?
Komst upp um okkur, Vantrú.is er málgagn félagsins Vantrú.
Ég var í kæruleysi mínu að fara yfir síðasta efni skrifað hérna og líta á höfunda og greinar.
Þá kemur svolítið skondið í ljós. Það eru einkum 28 persónur sem skrifa hér hver í kapp við annan í síðustu pistlum sem aðgengilegir eru. Hugsið ykkur tæplega 30 persónur!!
Af þeim eru þeir teljandi á fingrum annarrar handar sem andæfa og pikka í ykkur trúleysingjanna með sinni blessuðu guðstrú og öðru meinlausu andófi. Og þeir taka nú ekki plássið. Svo mikið er víst. Nema JVJ sem ávallt jarðar ykkur með rökum sínum amk. um í biblíu- og guðfræðum, en það er önnur saga.
En eftir eitt slíkt innlegg gerist alltaf það sama: Hákarnir ( hinir fastráðnu, "hugsjónanna menn", sem eru sífellt á vaktinni, eins og skipperar á bát í skerjagarði ) ráðast á viðkomandi eins og gammar og hakka hann í spað. Bara einhvern veginn. Ekki endilega með svo sterkum rökum, það er undir hælinn lagt. Trúarefni og trúarsannfæring snýst alls ekki alltaf um rök eins og allir vita. En það virðist mönnum hulið hér er auðvitað undarleg blinda. Svo furðuleg að maður bara gapir af undrun. Hvernig skilja menn listaverk, bókmenntir eða tónlist?
Hvað um það. Það virðist samt vera mjög mikilvægt og brugðist er fljótt við. Líða oft ekki nema fáeinar mínútur eins og skotin skyldi rjúpa í fjallshlíð.
Það er í raun sprenghlægilegt að þetta skuli vera svona í höfuðdráttum. Með misgáfulegum rökum er flestur málflutningur jarðaður fljótt og vendilega ellegar fluttur yfir á spjallið. Þetta er kúltúrinn!
Að mínu áliti er hann svona yfir höfuð gersneyddur sympatíu og mannvirðingu. Þó mismikið ef sanngyrni skal gætt, fer eftir höfundum.
Ég vil benda á þetta. Einnig sem veigamikla ástæðu þess að síðan er svo stöðnuð sem raun ber vitni og fáir nýjir hugsuðir koma að umræðuborðinu.
Svo fór ég að kíkja á statistikk algengra orða, sem eru svona skemmtilegt og líflegt slangur í umræðunni.
Þá er þetta svona, en orðin valin af handahófi auðvitað.
Bull kemur fyrir 110 sinnum
Kjaftæði 114
Rugl 115
þvæla 29
Fífl 42
klikkaður 7 ( ekki nema )
Geðveikur 9 ( húrra )
Rugludallur 5
Asnar 3
Eg veit ekki hvað á að segja er þetta gott eða vont. Svolítið broslegt amk.
Allt asnatal hér hefur fjallað um dýrið, ekki fólk sem er heimskt.
Ef þú leitar að fífl á Vantrú þá kemur fyrst greinin "Þið eruð ekki fífl", við vísum síðan oft í þá grein í umræðum þannig að þess vegna kemur orðið oft fyrir.
Þessar tölur eru semsagt ákaflega villandi hjá þér.
Ég er hins vegar alveg sammála þér að trú er andstæð rökum.
Klárlega rétt hjá þér með asnann x 3. Ég er fyrrverandi múrari, málari, uppvaskari á bát, sjúkrliði og gervismiður. Kann eiginlega ekki nokkurn skapaðan hlut lengur, mér til mikillar armæðu. Þarf á góðri endurmenntun að halda.
Eg veit ekki hvað á að segja er þetta gott eða vont. Svolítið broslegt amk.
Nei Guðmundur Pálsson læknir, þetta er sorglegt. Sorglegt að sjá þig snúa út úr hér.
Gneistinn er búinn að afgreiða asna og fífl.
Fyrsta vísun google í "klikkaður" á Vantrú er tilvitnun í Helga Hóseason. Önnur er frá mér, sú þriðja frá trúmanni sem kommentar á síðunni, sú fjórða einnig frá trúmanni sem kommentar, sú fimmta frá trúmanni... (sér Guðmundur Pálsson læknir trend?)
Orðið geðveikur kemur aðallega fyrir útaf umræðu þar sem ég fullyrti að ákveðinn náungi væri geðveikur ef hann héldi því fram að börnin mín væru ekki til þrátt fyrir öll þau sönnunargögn ég bauð upp á, ég geri ráð fyrir að Guðmundur Pálsson læknir taki að einhverju leyti undir þá greiningu mína. Þessi náungi vísaði svo í þetta nokkrum sinnum og hækkaði því teljarann á orðinu.
En annars er það skondið að með athugasemd sinni hefur Guðmundur Pálsson læknir hækkað teljarann á öllum þessum orðum um eitt stig - og við með andsvörum okkar hækkað þau meira.
Svona er þetta skrítið þegar Guðmundur Pálsson læknir reynir að koma sér hjá því að rökstyðja órökstuddar dylgjur um Vantrúarliða.
Allt í lagi. Költ var ekki rétt orð, samtök eða félag hefði verið betra. Þá átti eftir að rökstyðja: 1. að við séum ofstækisfullir 2. að okkur skorti umburðarlyndi 3. að hálfgerðar "hótanir" væru daglegt brauð hérna (auk þess nefndirðu bölvanir, subbuskap, frávísanir og háð; en hótanir er alverlegasta vitleysan).
Hákarnir ( hinir fastráðnu, "hugsjónanna menn", sem eru sífellt á vaktinni, eins og skipperar á bát í skerjagarði ) ráðast á viðkomandi eins og gammar og hakka hann í spað. Bara einhvern veginn. Ekki endilega með svo sterkum rökum, það er undir hælinn lagt.Það væri gaman að sjá dæmi um þetta.
Komi fram einhver ... og segist trúa á Guð ... segja menn ekki: Nú! Það var áhugavert. Hvers vegna? Nei, aldeilis ekki. Það er einfalt. Hún er bara étin lifandi að hætti orðháka og svo lætur hún sig hverfa með óhljóðum. Og kemur aldrei aftur.Við erum alveg til í að ræða tilvist guðs við trúfólks og ég man ekki eftir því að við höfum "étið lifandi að hætti orðháka" einn né neinn. Hvar eru dæmin?
En ertu að segja það að við séum að greinaskrifin okkar séu dæmi um valdbeitingu af því að greinarnar hérna minna þig á leiðara dagblaðs á kaldastríðstímanum. Síðan hvenær flokkast það undir valdbeitingu? Um hvað ertu að tala?
Þetta kjaftæði er algert bull. Þvílík þvæla hjá þessu fífli. Ef hann heldur að við hlustum á svona klikkaða rugludalla þá er hann geðveikari en ég hélt. Við erum asnar að eyða tíma okkar í svona rugl.
Ég biðst afsökunar að hafa hækkað teljarana.
Til að vera viss um að Guðmundur Pálsson læknir - og aðrir - misskilji ekki neitt - þá þetta er grín.
Hvaða skoðanir koma hér fram og hverjum er rutt til hliðar á spjallið eða hreinlega eytt?
Örstutt útaf þessu atriði Guðmundar Pálssonar læknis.
Ég færði nefnilega eina athugasemd Guðmundar Pálssonar læknis á spjallið um daginn og gæti trúað því að það hafi farið fyrir brjóstið á honum.
Þess má geta að í athugasemdinn á undan skrifaði ég [Áframhaldandi tuð um þetta efni ferð beint á spjallið]. Í næstu athugasemd ákvað Guðmundur Pálsson læknir að skrifa athugasemd akkúrat um það efni sem ég hafði sagt að yrði fært á spjallið.
Ég er farinn að efast um að Guðmundur Pálsson læknir sé sá sem hann segist vera. Sýnist þetta vera einhver grínisti að trolla í okkur. Hann hefur lítið rætt efni þeirra greina sem hér er póstað, reynir stöðugt að saka okkur um ómálefnaleika og rökstyður aldrei mál sitt með vísunum eða dæmum.
Gott hjá jógus. Húmorinn í lagi. Þetta er þörf hugvekja tel ég vera og dæmin liggja hér um allt. Ég skal reyna að tína eitthvað til fyrir ykkur svona til hressingar. Eða kannski bara jafnóðum og þau birtast. Svo hægt sé að þræta svolítið á ská og upp og niður.
Annars er aðal pointið að siðvæða umræðuna og fá fleyri ólíkar persónur í umræðurnar. Það væri virkilegur akkur að því. En nú er ég að fara að leggja mig. Ég er að hugsa um að kalla mig Guðmund Pálsson lækni áfram.
Það er kominn tími á að stofna sérstakt spjallborð um ritstjórnarstefnu Vantrúar. Það gengur ekki að umræðan undir greinunum fái endalaust að snúast upp í þetta þjark.
Hmmm, að fá fleiri guðfróða einstaklinga sem TREYSTA sér í það að ræða um gvuð við opinskáa og trúlausa einstaklinga... með góðri lukkku með það doktor, þú veist að við snúum öllum orðum til þess að styðja okkar málstað... snillingar í rökfræði, meistarar í heimspeki, fræðimenn í öllu. Ertu viss? Ekki ég, ég efast... Séra Björn.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Gunnar - 03/10/05 15:51 #
Sælir
Mér virðist að til þess að hér sé 100% málfrelsi þá verði að birta allar skoðanir, jafnt þeirra sem þykja málefnalegir og annara.
til að komast framhjá óþægindunum við að þurfa að lesa svör sem þykja "ómálefnaleg" væri hægt að setja inn sérstaka síðu sem birtir þessar skoðanir.
þannig gæti hver og einn lesið þau svör sem vantrú þykir "ómálefnaleg".
er ekki þannig málfrelsinu á vefnum best borgið?
kveðja Gunni