Allar fćrslur Allir flokkar Sos Um félagiđ Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Brúđur Krists er gift til fjár

Ţađ er stundum sagt ađ kirkjan sé “brúđur Krists á jörđu”. Og vísađ til ţess ađ ţeir sem í henni starfa eru bundnir trúnni međ bandi ekki ósvipuđ hjónabandinu. En hér á Íslandi er stađan hins vegar ţannig ađ “brúđur Krists” virđist hafa gift sig til fjár.

Laun presta og annara starfsmanna kirkjunnar, uppbygging og viđhald kirkna, kristnifrćđikennsla. Allt er ţetta borgađ af ríkissjóđi, sameiginlegum sjóđi allra landsmanna. Ţeim sem standa utan trúfélaga er gert ađ greiđa til Háskóla Íslands, ţó svo ađ ţeir trúi fćstir á Háskóla Íslands sem yfirskilvitlega veru. Af hverju mega menn ekki njóta trúfrelsisins? Af hverju mega ţeir sem vilja standa utan trúfélaga ekki njóta ţeirrar ákvörđunar fjárhagslega? Ţeir sem kjósa ađ standa utan hestamannafélaga ţurfa ekki ađ greiđa samsvarandi upphćđ og félagsgjöld í slíku félagi til Landbúnađarháskólans á Hvanneyri. Ţeir sem kjósa ađ standa utan Frímúrarahreyfingarinnar ţurfa ekki ađ greiđa samsvarandi upphćđ og félagsgjöld í slíkum félagsskap til Iđnskólans.

Ţegar reynt er ađ rćđa máliđ viđ Ţjóđkirkjumenn fara ţeir yfirleitt í ţađ far ađ draga siđaskiptin og jarđeignir biskupsstólanna inn í máliđ. Segja ađ ţar sé komin réttlćting á ţví ađ fé skattborgara nútímans og framtíđarinnar fari í ađ borga rekstur Ţjóđkirkjunnar, ţ.m.t. skólatrúbođiđ sem hefur veriđ í fréttum ađ undanförnu. Ég sé ekki af hverju ţetta skiptir máli. Verđur ađ vera Ţjóđkirkja á Íslandi um aldur og eilífđ vegna ţess ađ Kaţólska kirkjan fékk á sínum tíma gjafir sem fólk gaf sjálfu sér til sáluhjálpar? Má aldrei hreyfa viđ kirkjuskipaninni vegna ţess ađ kirkjujarđir voru seldar á nítjándu öld og í upphafi ţeirrar tuttugustu?

Ţađ má minna á ţađ ađ ástćđan fyrir klofningi kirkjunnar og framgangi siđbótarhreyfingu Marteins Lúters var einmitt sú grćđgisvćđing sem ţá grasserađi í Kaţólsku kirkjunni, ţar sem seld voru aflátsbréf svo ríkir gćtu keypt sér fyrirgefningu frá syndum sínum. Ţar sjá menn hvernig fer ef kirkjan einblínir á tekjur, eignir og peninga. “Safniđ ekki fjársjóđum á jörđu …” á Jesú Jósefsson smiđur, sem sumir kalla Messías, ađ hafa sagt. Forsvarsmenn Ţjóđkirkjunnar, hinnar íslensku “brúđar Krists”, ćttu ađ hafa ţessi orđ í huga. Kirkjan hlýtur í eđli sínu ađ eiga ađ vera samfélag trúađra. Ađ neyđa utantrúfélagamenn til borga til reksturs kirkjunnar og jafnframt aukagjald til menntastofnanna er mannréttindabrot.

Jón Einarsson 01.03.2005
Flokkađ undir: ( Siđferđi og trú )

Viđbrögđ


Trúlaus - 07/03/05 09:09 #

Orđ í tíma töluđ. Biskup hefur reyndar sagt ađ brúđurin ćtti ađ búa sig undir lögskilnađ, nú ţegar sé kominn á skilnađur ađ borđi og sćng. En líkt og í svo mörgum skilnađarmálum er ţađ einmitt skipting eigna sem vefst hvađ mest fyrir brúđinni. Í ţeirri umrćđu fer heldur lítiđ fyrir guđspekinni allri, a.m.k. eins og ég hef skiliđ hana... sbr. safniđ ekki verđmćtum sem mölur og ryđ fá grandađ, gjaldiđ keisaranum ţađ sem keisarans er, hugiđ ađ fuglum himinsins og liljum vallarins....

Lokađ hefur veriđ fyrir athugasemdir viđ ţessa fćrslu. Viđ bendum á spjalliđ ef ţiđ viljiđ halda umrćđum áfram.