Nei, vísindin eru engin blekking. En hitt væri blekking að ætla að það sem vísindin geta ekki gefið oss getum vér fengið annars staðar.
Sigmund Freud
Ég veit, hann var á stundum eins og sköpunarsinnarnir, setti fram tilgátu og fann svo allt sem studdi hana en hafnaði rest.
En þótt honum væri ofraun að vera alltaf vísindalegur sjálfur (enda aðferðir sálfræðinnar á frumstigi sínu ekki enn vel skilgreindar) er greinilegt að hann sá í hendi sér gildi þessarar aðferðar.
Fyrir utan að það sem skiptir máli er að það er mikið til í þessum ummælum hans hér að ofan, ekki hvort hann hafði rétt eða rangt fyrir sér að öðru leyti.
Ætli hann eigi við ást í þessu tilfelli? Get ég fundið kærleikann með vísindum?
Freud var ekki fullkominn - frekar en aðrir fræðimenn. Þar sem honum skjátlaðist má þó ekki koma í veg fyrir að hann njóti þess sem hann gerði vel. Svo sem að átta sig að varnarviðbrögðum mannsins í kreppuástandi... Og margt, margt fleira.
Lárus Páll, hve oft er búið að benda á það á Vantrú að þessi ástarsamlíking er út í hött?
Samt endurtekur þú þetta þvaður hvað eftir annað og lætur eins og þessu hafi aldrei verið svarað. Skiljanlegt að þú sért trúmaður ef þú höndlar mótrök alltaf með þessum hætti - lætur eins og þú kannist ekkert við þau. Hvað er þetta annað en meðvituð ásókn í fávisku?
Meðal annars:
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Jón Karl - 28/01/05 00:26 #
Hm, Freud er reyndar þekktur fyrir sérlega óvísindaleg vinnubrögð.