Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Blekkingin stóra

Nei, vísindin eru engin blekking. En hitt væri blekking að ætla að það sem vísindin geta ekki gefið oss getum vér fengið annars staðar.

Sigmund Freud

Ritstjórn 28.01.2005
Flokkað undir: ( Fleyg orð )

Viðbrögð


Jón Karl - 28/01/05 00:26 #

Hm, Freud er reyndar þekktur fyrir sérlega óvísindaleg vinnubrögð.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 28/01/05 00:55 #

Ég veit, hann var á stundum eins og sköpunarsinnarnir, setti fram tilgátu og fann svo allt sem studdi hana en hafnaði rest.

En þótt honum væri ofraun að vera alltaf vísindalegur sjálfur (enda aðferðir sálfræðinnar á frumstigi sínu ekki enn vel skilgreindar) er greinilegt að hann sá í hendi sér gildi þessarar aðferðar.


Vésteinn (meðlimur í Vantrú) - 28/01/05 05:01 #

Fyrir utan að það sem skiptir máli er að það er mikið til í þessum ummælum hans hér að ofan, ekki hvort hann hafði rétt eða rangt fyrir sér að öðru leyti.


Lárus Páll Birgisson - 28/01/05 05:35 #

Ætli hann eigi við ást í þessu tilfelli? Get ég fundið kærleikann með vísindum?


urta (meðlimur í Vantrú) - 28/01/05 07:50 #

Freud var ekki fullkominn - frekar en aðrir fræðimenn. Þar sem honum skjátlaðist má þó ekki koma í veg fyrir að hann njóti þess sem hann gerði vel. Svo sem að átta sig að varnarviðbrögðum mannsins í kreppuástandi... Og margt, margt fleira.


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 28/01/05 11:04 #

Lárus Páll, hve oft er búið að benda á það á Vantrú að þessi ástarsamlíking er út í hött?

Samt endurtekur þú þetta þvaður hvað eftir annað og lætur eins og þessu hafi aldrei verið svarað. Skiljanlegt að þú sért trúmaður ef þú höndlar mótrök alltaf með þessum hætti - lætur eins og þú kannist ekkert við þau. Hvað er þetta annað en meðvituð ásókn í fávisku?

Meðal annars:

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.