Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Hver á kirkjujarðirnar?

Erfir Friðrik Garðabæ?Núna, þegar umræðan um aðskilnað ríkis og kirkju er komin á það stig að óumflýjanlegt virðist að til aðskilnaðar komi að lokum, hafa kirkjunnar menn varpað fram kröfu um að kirkjujarðir landsins verði að koma í hlut Þjóðkirkjunnar ef leiðir skilja.

En er það jafn sjálfssögð krafa og kirkjan vill vera láta? Hvernig urðu þessar jarðir eiginlega kirkjujarðir til að byrja með?

Bændur, og þá einkum stórbændur, byggðu kirkjur unnvörpum á jörðum sínum í upphafi kristni á landinu enda þurfti ekki að borga tíund af kirkjujörðum. Jörðin varð þá um leið eign kaþólsku kirkjunnar eða gjöf bóndans til guðs síns. Gjöfinni fylgdi sá skilningurinn að bóndinn og afkomendur hans hefðu fullan afnotarétt og yfirráð yfir jörðunum áfram. Síðar gerði Kaþólska kirkjan, undir forystu Þorláks biskups sem síðar varð dýrlingur, tilkall til þess að ráða þessum eignum sjálf og náði því fram undir stjórn Árna Þorlákssonar biskups. Þannig náði kaþólska kirkjan eignum af miklum fjölda íslenskra höfðingja.

Við siðaskiptin urðu kirkjujarðirnar svo konungseign og komust loks í hendur íslenska ríkisins við lýðveldisstofnunina 1945. Ef einhver á að fá skaðabætur vegna eignamissis þá er það Margrét Danadrottning!

Væru kirkjunnar menn samkvæmir sjálfum sér myndu þeir þó líklega helst vilja færa jarðirnar Vatíkaninu. Því það var jú kaþólsku kirkjunni sem voru gefnar jarðirnar upphaflega. Eignaupptaka konungs við siðaskiptin var væntanlega lögleysa.

Einnig má gera því skóna að höfðingjarnir hafi gefið jarðirnar í upphafi vegna ákveðinna loforða um ráðstöfun þeirra og nýtingu sem seinna reyndust lygi. Þá er rétt að finna núlifandi erfingja þessara höfðingja og færa þeim jarðirnar aftur eða greiða þeim skaðabætur fyrir. Nema málið sé náttúrulega fyrnt enda mjög langt síðan umræddir atburðir áttu sér stað.

Í fljótu bragði sýnast mér því fjórir aðilar geta gert lögformlega réttmæta kröfu á þessar jarðir, þ.e.:

  1. Íslenska ríkið
  2. Danska konungsfjölskyldan
  3. Kaþólska kirkjan
  4. Erfingjar upphaflegra eiganda

Ég get á engan hátt séð að Þjóðkirkjan geti gert nokkurt tilkall til þeirra.

Daníel Freyr Jónsson 14.10.2004
Flokkað undir: ( Klassík , Siðferði og trú )

Viðbrögð


Siggi Örn (meðlimur í Vantrú) - 14/10/04 17:08 #

Mér líkaði illa við ummæli biskups í fréttunum og beið eftir þessari grein á vantrú. Fínt!


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 14/10/04 17:18 #

Jamm, biskup var ekki að skora nein mörk með þessum kommentum sínum, ekki frekar en þegar þeir eru að reyna að ræna Þingvöllum. Spurning hvort að það þurfi ekki bara að leggja niður kirkjuna í heild sinni, selja eigur hennar (nema menningarleg verðmæti) og láta Kalla stofna nýtt trúfélag.


Reynir - 20/10/04 20:55 #

Góð grein, góð umræða :)

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.