Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Eða var það kona án manns?

nojesusfish.jpg Maður án guðs er eins og fiskur án reiðhjóls

(lagt út af orðum femínistans Gloria Steinem)

Ritstjórn 12.10.2004
Flokkað undir: ( Fleyg orð )

Viðbrögð


igg - 12/10/04 23:24 #

Hvernig getur kona verið án manns? Er ekki kona maður rétt eins og karl?


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 13/10/04 00:27 #

Kona án karls þá.


Vésteinn (meðlimur í Vantrú) - 13/10/04 01:06 #

Eru þá maður og kona það sama og tveir menn?


Lárus Viðar (meðlimur í Vantrú) - 13/10/04 10:23 #

Að sjálfsögðu. Ég held að það séu áhrif frá ensku að kalla karla menn. Í ensku merkir "man" karl, ekki maður.

Íslenska orðið maður samsvarar enska orðinu "human".


Vésteinn (meðlimur í Vantrú) - 13/10/04 12:34 #

Nei, það eru ekki áhrif frá ensku. Þau hafa kannski fest þetta í sessi, en orðið "maður" hefur alla tíð haft báðar merkingar, "karlmaður" og "maður almennt" -- reyndar rétt eins og "man" í ensku. Jón Thoroddsen skrifaði bókina "Maður og kona" upp úr miðri 19. öld. Það gefur auga leið hvað hann á við.


Hlín - 14/10/04 09:29 #

Og hver segir so að fiskar þurfi ekki reiðhjól? Þeir hafa bara ekki áttað sig á því ennþá...


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 14/10/04 11:31 #

Þurfa þeir reiðhjól? Hver eru rökin fyrir því?


Lárus Páll Birgisson - 15/10/04 12:57 #

Nú auðvitað til að komast á milli!!


Lárus Páll Birgisson - 15/10/04 15:16 #

Maður án trúar er eins og reiðhjól án dekkja.


jogus (meðlimur í Vantrú) - 15/10/04 16:08 #

Er það ekki frekar að trúaðar maður er eins og reiðhjól með hjálpardekkjum, ef maður er á annað borð að flíka svona samlíkingum?


Lárus Páll Birgisson - 21/10/04 03:55 #

Þarna hittirðu naglann á höfuðið jógus. Hver þarf ekki á hjálp að halda öðru hvoru?


Vésteinn (meðlimur í Vantrú) - 21/10/04 08:56 #

jogus, ég mundi frekar segja að maður með trú væri eins og reiðhjól með ímynduð hjálpardekk.

mikil hjálp í þeim, huh?


Lárus Páll Birgisson - 22/10/04 02:21 #

Þetta er nú bara þín skoðun Vésteinn. Lang flestir vita að þau eru ekki ímyndun.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.