Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Efsti dagur

Það var á efsta degi að ég stóð nakinn frammi fyrir Drottni allsherjar. Hann hóf upp raust sína og bandaði um leið fingri í áttina til mín:

"Er það sem mér sýnist, Birgir Baldursson mættur hingað? Hvað ertu að flækjast hér, aumi trúleysingi sem spottar og hæðir skapara þinn? Komdu þér strax niður í neðra!"

En Drottinn, ég hef unnið starf þitt á jörðinni með ötulli hætti en 10 prestar," svaraði ég.

"Hvernig má það vera," spurði Drottinn og var augljóslega forvitinn.

"Jú sjáðu til, karp um trúmál hefur það eitt í för með sér að styrkja menn í trú sinni. Og þar sem ég hef att kappi mínu við svo marga trúmenn ber ég stóra ábyrgð á því hve staðfastir þeir eru orðnir í trúnni. Og á sama tíma hef ég alfarið fórnað eigin skinni, því sjálfur hef ég eflst í trúleysi mínu allan þennan tíma. Tíu prestar næðu ekki á 10 árum að efla tíunda hluta allra þeirra í trú á skaparann sem ég hef frelsað frá vítiskvölum með þessum hætti á innan við ári. Og að auki er fórn þeirra engin, því sjálfir geta þeir ræktað trú sína og viðhaldið á meðan þeir inna starf sitt. Fyrir þetta ber mér vist í ríki þínu.

Drottinn varð hugsi á svipinn: "Þú hefur lög að mæla. þetta hafði mér ekki dottið í hug." Og hann hóaði í Jesú, Pál og Pétur og gaf þessi fyrirmæli: "Vér breytum skipulaginu."

Og það var gerð bylting í himnaríki.

Birgir Baldursson 24.04.2004
Flokkað undir: ( Klassík , Kristindómurinn )

Viðbrögð


Aiwaz (meðlimur í Vantrú) - 24/04/04 11:03 #

LOL, cheeky monkey :o)


Hreinn Hjartahlýr - 24/04/04 14:53 #

Sko! Þetta er miklu skemmtilegra en listi yfir rökvillur. Það eru margar bráðfyndnar smásögur og skáldsögur sem bara biðja um vera skrifaðar. Hvenær er von á þinni?


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 25/04/04 14:09 #

Eigum við ekki að segja hvort tveggja sé nauðsynlegt. Skáldlegar hæðir mega sín lítils við að útskýra veröldina, en veröldin væri mun daufari án skáldskaparins.


Ingvar - 26/04/04 22:17 #

Fyrir því veita hugsanir mínar mér andsvör og af því að það sýður í mér: Ég verð að hlusta á háðulegar ávítur, en andi minn gefur mér skilning að svara. Veist þú, að svo hefir það verið frá eilífð, frá því er menn voru settir á jörðina, að fögnuður óguðlegra er skammær og gleði hins guðlausa varir örskotsstund? Þó að´sjálfbirgingskapur hans nemi við himinn og höfuð hans nái upp í skýin, þá verður hann þó eilíflega að engu eins og hans eigin saur, þeir, sem sáu hann, segja: Hvar er hann? Hann líður burt eins og draumur, svo að hann finnst ekki, og hverfur eins og nætursýn. Augað, sem á hann horfði, sér hann eigi aftur, og bústaður hans lítur hann aldrei framar. Börn hans sníkja á snauða menn, og hendur þeirra skila aftur eigum hans. Þótt bein hans séu full af æskuþrótti, leggjast þau samt með honum í moldu

Jobsbók 20.Kafli 2 vers og niður með 11 versi.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 26/04/04 23:12 #

Hættu þessu Biblíuspammi Ingvar eða ég loka á IP-töluna þína.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.