Nú eru fermingarnar komnar af stað og blöðin full af fermingarsögum og við hjá Vantrú höfum ekki verið að standa okkur í þessu kapphlaupi fjölmiðlanna. Í þessari grein velti ég upp þeirri spurningu hvort rúmlega helmingur allra ferminga séu í raun ólöglegar.
Tilskipun um ferminguna frá 1759
Það skal vera aðalregla, að prestar megi eigi taka börn til fermingar, þau er fermast eiga, fyrr en þau eru orðin fullra 14 eða 15 ára,
Þessi lagatexti kemur örugglega flestum á óvart enda eru fæst börn orðin fullra 14 ára þegar þau fermast. Erum við að tala um stórfelld lögbrot af hálfu þjóðkirkjunnar? Reyndar má veita undanþágu frá 14 ára aldurstakmörkunum en það þarf mikið til:
Tilskipun um vald biskupa til að veita undanþágur frá fermingartilskipunum frá 1827
Eftirleiðis skal það vera á valdi biskupanna, að veita leyfi til þess, að börn séu tekin til fermingar, þó að nokkuð vanti á, að þau hafi náð hinum lögboðna 14 ára aldri. Slíka undanþágu má þó eigi veita, nema svo sérstaklega sé ástatt um hagi foreldranna eða ákvörðun barnsins, að hún verði að álítast áríðandi fyrir velferð þess, og auk þess skal þess nákvæmlega gætt, að barnið hafi að fullu öðlast þá þekkingu, sem gert er ráð fyrir í skólatilskipununum, og að siðferði þess sé svo, að ekkert geti að því leyti verið til fyrirstöðu slíkri ívilnun.
Ætli biskup fari yfir félagslegar aðstæður hvers einasta fermingarbarns sem ekki hefur náð 14 ára aldri eins og þessi lög gera ráð fyrir? Ætli hann hafni einhverjum? Varla, ég held að biskup viti vel af þessum lögum en hunsi þau einfaldlega vegna þess að þau eru óþægileg. Það er líka miklu erfiðara að plata börnin með hverju árinu. Það er reyndar vit í þessum lögum vegna þess að þau gera ráð fyrir að börn innan 14 ára, jafnvel innan 15 ára, hafi ekki þroska til að fermast. Fermingarbörn taka ekki upplýsta ákvörðun um að fermast. Einhliða áróður dynur nær þrotlaust á þeim og þau hafa ekki þroska til að átta sig á því hvernig þau eru plötuð til fylgis við afturhaldssama ríkisstofnun.
Fermingar eru á vafasömu svæði, bæði siðferðilega og lagalega séð.
Kanna þarf vandlega hvort einhver siðari tíma lög eða reglugerðir heimlili með beinum hætti fermingar barna undir 14 ára aldri þrátt fyrir ákvæði tilskipunarinnar frá 1759 og áréttingu hennar í tilskipuninni frá 1827.
Ef svo er ekki, er augljóst að nærri helmingur ferminga er ólöglegur, og ekkert annað að gera en að kæra þær.
Þetta efni þarf að komast fyrir almannasjónir í almennum fjölmiðlum, og einhver að taka að sér að fara í prófmál.
Skyldi Helgi Hóseasson hafa verið orðinn fullra 14 ára þegar hann var fermdur. Kannski á hann þarna möguleika á að fá fermingu sína dæmda ólöglega.
"Það skal vera aðalregla, að PRESTAR megi eigi taka börn til fermingar, þau er fermast eiga, fyrr en þau eru orðin fullra 14 eða 15 ára,"
Prestar ferma ekki börn i borgarlegum fermingum svo þessi lög kemur þeim ekki við. ;)
Það er nú einföld ástæða fyrir þessu. Krökkum er kennd kristinfræði þar til þau eru orðin 13 ára og vita lítið sem ekkert um önnur trúarbrögð eða trúleysi. Þá er kjörið að láta þau fermast inn í þjóðkirkjuna áður en þau gera sér grein fyrir því að trú er bull. Síðan takið þið kannski eftir því að í 8. bekk er fyrst byrjað að kenna trúarbragðafræði, en hey, of seint. Síðan þegar 70% þessara krakka gera sér grein fyrir því að guð er ekki til, þá eru 90% þeirra nógu heimsk til þess að skrá sig ekki úr þjóðkirkjunni og þurfa þar af leiðandi að fara að borga skatta í þetta bull. Síðar kemur á daginn að sá hluti af skattpeningum sem maður er látinn borga í kirkjumál fara beint um í kjaftinn á þingmönnum.
Svona er þetta. Fólk er fífl.
Iss, hverjum er ekki skítsama hvort fermingar séu "löglegar", þær eru bara rugl hvort sem er og hafa engin áhrif á neitt (flestir krakkar fermast út af gjöfunum).
Já, sammála því, flestar fermingar eru vegna gjafa, peninga og hópþrýstings.
Hvernig væri þá bara að fermast, og þegar maður eru farinn að borga síðan himinháa skatta, skrá sig bara úr þjóðirkjunni, þannig að skatturinn sem á að fara til hennar fari frekar í eitthvað viturlegra ;) ? (Fer hann ekki annars í HÍ eða eitthvað svoleiðis?)
ég er alveg sammála því að börn hafi ekki endilega allan þroska sem þarf til að taka þessa ákvörðun.. ég fermdist fyrir 2 árum en ef ég ætti að velja núna, er ég ekki viss um að ég fermdist.. var bara ekkí búin að hugsa neitt út í það hverju ég trúði. Flestir krakkar fermast bara út af gjöfunum og af því að allir hinir fermast...
Ég var aðeins 13 ára þegar ég fermdist og var því á svo grimmilegan hátt, göbbuð til þess að fermast. Ég veit ekki enn hvort það hafi ekki bara verið vegna gjafanna sem ég fermdist eða hvort ég sé svo trúuð. Ég veit ekki hvort ég myndi fermast núna, en eitt er víst, sumar gjafirnar hafa komið sér mjög vel!
Gummi, mér þykir þú vera að alhæfa frekar mikið í þessu máli. Þú veist greinilega ekkert ógurlega mikið um Kristna trú og ættir þá ekki að vera að alhæfa eitt né neitt. Ekki fermdist ég útaf gjöfunum og ég veit um marga aðra sem gerðu það ekki, enda þekki ég marga sem slepptu bara veislunum. Og þessir gaurar sem höfðu fyrir því að safna þessum upplýsingum.. get a life:S Hvað eruði að reyna? Eins og einn hugari hafði það einhvertíman, ekki vera að rífa kjaft við okkur um að við séum að boða Kristna trú.. því einmitt með svona bulli eruð þið að "boða" að það sé ekki til neinn Guð.
Ég fermdist en skráði mig úr kirkjunni fyrir um 10 árum síðan, mér er nokk sama hverju fólk trúir svo lengi sem það er ekki að troða trú sinni upp á aðra.
Ferming og skírn eru skrítin fyrirbæri en ég held að vera að grafa upp einhver lög frá 1826 sem ábyggilega hefur verið breytt síðan, og eru alger smáatriði sé svolítið örvæntingarfullt.
Merkilegt hvað menn sem kenna sig við vantrú eru uppteknir af trú annara... :)
Þessu er sennilega nærtækast að svara með tilvitnun:
It may be objected that we have reduced atheism to a triviality. It is not a positive belief and does not offer any constructive principles, so of what value is it? If atheism may be compared to not believing in magic elves, why is it important? Why devote an entire book to a trivial subject? Atheism is important because theism is important. The subject of god is not a remote, abstract topic with little influence in the lives of men. On the contrary, it is the core of Western religion--specifically, the Judaeo-Christian tradition--which includes a system of doctrines dealing with every major branch of philosophy. If one believes, as I do, that theism is not only false, but is detrimental to man as well, then the choice between theism and atheism assumes a major importance. If considered purely as an abstract idea, theism may be dismissed without extended discussion. But when considered within its proper context--within the framework of its historical, cultural, philosophical and psychological significance--the question of god is among the most crucial subjects of our time.
(George H. Smith: Atheism - The Case Against God)
Persónulega þá finnst mér þetta vera enn einn heilaþvotturinn´hjá prestum, ég er 14 og fermdist á síðasta ári en ef ég væri að fara að ferma mig núna myndi ég ekki gera það (nema þá fyrir gjafirnar í mesta lagi). Ég fermdi mig ekki vegna gjafanna (ala vegana held ég ekki) heldur vegna trúnnar en það er svo margt sem getur breyst hjá mannni á einu ári eða tveimur hvað varðar hugsanahátt, mér finnst þar af leiðandi að fermingar ættu að tíðkast fyrir krakka sem eru að fara að útskrifast úr skóla sama ár.
Þetta er samt allt hégómi.
Því miður eru ótrúlega margir sem fermast vegna þrýstings. Persónulega finnst mér það eðlilegt. Það er afskaplega erfitt að skera sig úr hópnum þegar maður er 13 ára gamall. Ég tók dæmi í ræðu minni á Borgaralegri fermingu 4. apríl síðastliðinn um vin minn sem mér finnst eiga heima í þessari umræðu.
Það var þó ekki þessi afstaða bekkjarsystkina minna sem vakti mesta undrun mína, því stuttu síðar komst ég að því að einn besti vinur minn hafði ákveðið að fermast ekki. Hann viðurkenndi fyrir mér að hann væri ekki sérlega trúaður, eða í það minnsta vissi ekki alveg á hvað hann trúði. Hann sagði mér að honum þætti það ákaflega óviðeigandi að fermast bara af því að foreldrar hans vildu það, því hann vildi ekki ljúga að sjálfum sér og öðrum. [...] Vinur minn var hins vegar mannlegur eins og við hin. Þegar faðir hans sagði við hann eitthvað á þessa leið: „Hingað og ekki lengra, þú verður að fermast! Ég skal gefa þér 100 þúsund kall í beinhörðum peningum í fermingargjöf ef þú fermist“, þá gaf vinur minn undan og fermdist. Hvaða 13 ára unglingur lætur ekki undan slíkum þrýstingi?
Þetta er ótrúlega algengt.
það er asnalegtað boða vantrú.. það er bara hvers og eins mál hvað það vill trúa á !
Lestu aftur síðasta innlegg mitt, karl. Guðstrú er haldið á lofti með skefjalausum áróðri og káfar upp á allt samfélagið. Við því erum við eðlilega að bregðast.
Svo má alltaf benda mönnum á að lesa greinina um sinnuleysið.
væri ekki hægt að láta helga hósias skyrsletti vita hann myndi fara í mál. :)
Kannski að lögunum hafi verið breytt þannig að það sé 14. árið. Ég var fermd í fyrra og þþví er eitt ár síðan og mér finnst skoðanir mínar ekkert hafa breyst á meðan. Auk þess er maður nú ekkert algjör fáviti þegar maður er 13 ára. Svo er örugglega ekkert mél að bíða eitt ár þangað til þér finnst þú vera meira tilbúinn. Það er örugglega ekkert mál. En hins vegar finnst mér hálf sjúkt að ´foreldrar múti krökkunum sínum til að fermast. Það væri nú samt kannski ágætt að fá að vera nokkur á í trúarbragðafræði í skólanum áður en að maður fermdist svo maður fengi aðrar hliðar á málinu. Mér finnst það nú samt vera þannig að þegar maður er aliin upp sem Lútherstrúarmaður, þá er hugsunarhátturinn manns þannig. Ég hef t.d. verið að læra um Gyðingatrú í skólanum í vetur, og ég finn hvað mér finnst húnn ákaflega skrítin, og verð bara miklu ánægðari að vera kristin fyrir vikið.
Mér finnst nú gyðingatrú (reyndar íslam líka) vera minna skrítin trú en kristni.
Þegar ég var 13 fannst mér ég ekki vera neinn bjáni, en eftir á að hyggja ... við skulum segja að núna (ég er 23ja) væri ég betur í stakk búinn til að taka upplýsta ákvörðun um hvort ég vildi fermast eða ekki.
"Mér finnst það nú samt vera þannig að þegar maður er aliin upp sem Lútherstrúarmaður, þá er hugsunarhátturinn manns þannig."
Segir allt sem segja þarf.
ja ég er að fara ða fermast eftir viku en ég verð að segja að ég er búinn að vera í trúabragðafræði lengur en eitt ár og mér finnst hún bara fráhrindandi svo ég vil fermast svo að ég sé harðarai á því að fara ekki út í einhverja rugltrú sem meikar ekki sens eins og gyðingdóm islam, hindúisma, búddha ofl. sem dæmi má nefna að þessi linkur http://www.hugi.is/dulspeki/greinar.php?grein_id=16349077 hvetur mann sérstaklega að vera aða fara ekki út í aðra trú en kristni.
p.s. ég fermist fyrir trúnna en ekki gjafir og óli gneisti, get a life. að vera að grafa eitthvað svona upp er bara merki um einhvervu og vinaleysi
Það er nú leiðinlegt að fermingarfræðslan snýst ekki lengur fyrst og fremst um að kenna börnum að lesa og skrifa.
Það að þér finnist meira varið í kristni en Íslam, gyðingdóm, hindúisma eða búddisma segir nú væntanlega meira um hve fordómafull trúarbragðafræðslan frekar en þessi trúarbrögð. Þetta er allt sama ruglið og kristni er ekkert skárri trú.
Þessi grein sem þú vísaðir í var óttalegt rugl, ég nenni ekki einu sinni að gagnrýna hana.
Arnór, gaur hvernig væri að þroskast aðeins áður en þú ferð að rífa kjaft. Það að finna svo sterk rök fyrir skoðunum sínum er að mínu mati aðdáunarvert og sýnir merki um mikla þrautsegju. Og hvað þartfu að sýnast vera harður á að fara ekki út í aðra trú ??? eru Giðingar og Múslimar svo nokkrar séu nefndar eitthvað verri en Kristnir menn, ég veit ekki betur en kirkjan sé eitt af illræmdustu tækjum sögunar. hún er það sem hefur haldið hvað mest aftur af þróunarkenningu og frammförum mannkynsins þangað til fyrir stuttu. Ef að menn höfðu skoðanir sem brutu í bága við kyrkjuna voru þeir brendir vegna þess að þeir voru að guðlasta. (Gaur sem sagði að jörðin væri hnöttót var brendur til að nefna einhver dæmi) Kyrkjan hefur líflátið margar hetjur á borð við William Wallace og Joan of Arc, svo þegar almenningur fór að átta sig á þessu þá útnefndi kirkjan Joan of Arc dýrðling ?!?!?!
13 ára krakki hefur alls ekki þroska til að taka þá ákvörðun hvort eða hvað hann trúi á, nema einhverjar nokkrar undantekningar. Ég skal sko segja ykkur það að ég var lagður illilega í einelti fyrir nokkrum árum og eina ástæðan fyrir því að ég fermdist var að ég var hræddur um að krakkar fengju ennþá meira til að gera grín af heldur en þeir höfðu.
Veriði sæl og blessuð.
Þar sem ég á heima læra krakkar eiginlega enga kristinfræði fyrr en í 8. bekk þegar þeir eiga að fermast, nema það sem þeir læra í sunnudagsskólanum. Svo læra þeir um hin trúarbrögðin í samfélgasfræði eða lífsleikni eða einhversstaðar. Samt fermast næstum allir.
hvernig væri að sýna 13 ára krökkum meiri virðingu en þetta að segja þeim að þau viti ekkert og hafi ekki þroska...hverjir eruð þið Vantruar.net menn til að ákvarða það...allir þrælmenntaðir í uppeldisfræði býst ég við...og bara vegna þess að þið eigið .net og ráðið yfir sona voða fínni heimasíðu þá þýðir það ekki að þið getið sagt hvort krakkar séu nógu gamlir að taka ákvarðanir um fermingu eða ekki!
Við skulum öll varast að alhæfa. Eflaust eru mörg fermingarbörn sem fermast vegna trúar sinnar, og hafa til þess þroska og íhygli, og er það að sjálfsögðu hið besta mál. Auðvitað má hver trúa því sem hann vill, og við hinir vantrúuðu verðum að líta svolítið í eigin barm og gæta þess að verða ekki predikarar sjálfir.
Hitt er annað mál, og ótal manns hafa vitnað um það, ( til dæmis í tilsvörum hér að framan ) að stór hluti fermist vegna félagsþrýstings og gjafa.
Af hverju er okkur ekki sama um það?
Vegna þess að baráttan fyrir jafnrétti allra trúarbragða og trúleysis strandar alltaf á því að Þjóðkirkjan er svo stór ( 80-90%) og stjórnvöld þora ekki að styggja hana. Og af hverju er þjóðkirkjan svona stór? Vegna þeirrar hugsunarlausu sjálfvirkni skírna og ferminga sem prestastéttin hefur komið á.
Af hverju lætur kirkjan það gott heita að stór hluti fermingarbarna fermist trúlaus? Vegna þess að fermingin hefur fyrir kirkjuna enga trúarlega meiningu lengur, heldur er hún hausasöfnun til að fylla upp í statistikkina sem aflar kirkjunni tekna. Prestarnir draga fjöður yfir óhófið sem fermingunum og gjöfunum fylgir, vegna þess að þeir vita að án þessa alls myndi fermingum fækka verulega. Þeir láta sér sem sagt gæðin í léttu rúmi liggja, ef magnið er nóg.
Þið vitið öll að þetta er dagsatt.
Í rauninni er fermingin algerlega óverjandi fyrirbæri bæði útfrá hefðinni og trúfræðinni. Athöfnin er undarleg skrumskæling á fermingu kaþólskra þar sem unglingar fá heilagan anda með handayfirlagningu biskups og er litið á þann atburð sem hverstakslegan atburð sem ekki er tekin of alvarlega nokkurskonar heiður án hátíðar. Annarþáttur við ferminguna er að hún dregur úr heilagleika skírnarinnar og altarisgöngunnar. Og endurspeglar þar að auki þau miklu mistök sem felast í því að hafa ekki einvörðungu fullorðinsskírn sem mund líka hreinsa skírnina frá þeim meinlega misskilning að hún hafi eitthvað við nafngjöf að gera. Með þessu móti gætu allir verið sáttir hvort sem þeir eru blindaðir af trú eða af trúleysi
Ég skrifaði hér að ofan að mér þætti það asnalegt að börnum væri ekki kennt neitt um önnur trúarbrögð áður en þau væru fermd og þar af leiðandi fermdust þau í þeirri trú að kristni væri það eina rétta. Ég fékk á mig skot að ég vissi þá bara ekki nóg um kristna trú? afhverju ætti ég ekki að vita nógu mikið?
En hvað um það. Að segja að 13 ára sé ekki nægur aldur fyrir börn til þess að fermast eru engar alhæfingar. 13 ára krakkar eru ekki orðin kynþroska og hafa ekki nógu þroskaðan hugsunarhátt fyrir vikið. Margar þjóðir hafa gert sér grein fyrir þessu og því hækkað fermingaraldurinn upp í 15 ár, sem dæmi má taka Þýskaland. Ég er ekki að segja að ég sé neitt betri hérna vegna þess að ég fermdist 13 ára og veit að ég hafði ekki nægan þroska til þess að vita hvað ég væri að gera. Ef þið eruð 13 ára og þykist ætla að svara þessu, gerið það endilega, en minnist þessara orða eftir 3-4 ár og veltið þroska ykkar á 13. aldursári fyrir ykkur.
Sá sem segir að önnur trúarbrögð enn kristni veit greinilega ekki að flest af því sem kristnir líta á sem einstakt kristið fyrirbæri er í raun og veru stolið úr öðrum trúarbrögðum. Dæmin eru fjölmörg en jólin er mjög greinilegt dæmi. Mætti líka benda á að biblían var endurskrifuð öll árið 325 (á kirkjuþingi) af heiðnum manni sem vildi breyta henni þannig að hún yrði sem best fyrir yfirstjórnina. Þar var meðal annars kosið um hvort Kristur ætti að vera sonur guðs eða bara spámaður einsog hann var á undan því. Eftir það breyttu þeir líka biblíunni til að jesú liti út fyrir að vera svo gífurlega orginal og allar hans hugmyndir glænýjar. Fjallaræðan er dæmi um þennan miskilning enn hún var skrifuð af trúarflokki sem bjó útí eyðimörkinni sem jesú fór víst og var "einn". Satan er líka gífurlegur misskilningur, þýðingarvilla breytti babýlonkonungi sem kallaður var "a star" í arkengil kallaðan lucifer. Svo mætti lengi telja. Pan = Lucifer. Að mínu mati er kristin trú og biblían fátt annað en tæki sem gert var til að halda alþýðunni soldið niðri og notaði til þess þáverandi trúarbrögð og gerðu þau að "vonduköllunum".
Öll ádeila á svona misskilning sem ég tel kristna trú vera fynst mér vel réttlætanleg.
Rótin að allri vitleysunni er að þjóðkirkjan er á kafi upp í analnum á ríkinu. Ef hægt væri að skipta þessu eins og hjá vitrænum þjóðum þá hefðum við ekki kristnifræði í skólum, börn væru ekki sjálfkrafa skráð í kyrkjuna og svona mætti lengi telja.
Aðskilnaður ríkis og kyrkju er upphafið á endalokum hræsnaranna.
sígarettufyrirtæki, skyndibitakeðjur og trúarhópar miða öll á yngstu kynslóðina. allir þessir hópar reyna eins og þeir geta að höfða til yngra fólks og það virkar.
þegar að ég fermdist þá hugsaði ég ekki einusinni um guð, það sem var efst í huga var það að fá einhvern til þess að merkja við mætingu mína í messu. það þótti sjálfsagt að fermast og ein stúlka sem var með mér í bekk og var hindúi var mikið útúr þar sem hún fermdist ekki. eftir trúabragðakennslu hjá presti nokkrum lærði ég og félagar mínir að hindúar telja kýr heilagar og þar með notuðum við öll tækifæri til þess að ræða hamborgara eða gera gys af heilagleika kúa í viðurvist hennar til þess að gera lítið úr trúarbrögum hennar. það að fermingar hafi nokkur tengsl við skóla býr sjálkrafa til hópþrýsting og fólk sem er í basli með að falla inn í hópinn fer varla að skippa fermingu og teljast þar með oöruvísi.
Mér finnst að skólar ættu ekki að hafa nein tengsl við trúabrögð að nokkru leiti. þeir ættu ekki einusinni að kenna theory né practice. hinsvegar mætti kenna sögu og þróun trúabragða sem er basicly saga 103.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Vésteinn (meðlimur í Vantrú) - 07/04/04 11:31 #
Það er spurning, ætli þetta þýði ekki að maður gæti farið í mál fyrir að hafa verið ginntur til fermingar? Ég var ekki dauðvona, né var ég á leið til framandi landa þegar ég var fermdur, og var ég þó ekki nema 13 ára. Fyrst lögin segja að ég hafi verið hálfgerður óviti þá, þá var ég auðvitað ginntur til þess arna. Þetta væru áhugaverð málaferli að fylgjast með.