Lúther kemur víða við í bæklingi sínum Um góðu verkin, meðal annars segir hann að kirkjan skuli "[...] láta til sín taka að veita vítur fyrir hórdóm, óskírlífi, okur, óhóf, heimslegt prjál, óhóflegt skart og þvíumlíkar augljósar syndir og skömm með miklum strangleika" (52)
Þetta vekur óneitanlega upp mynd af Karli biskupi þar sem hann er að skamma verðbréfasala fyrir græðgi, í gullskreyttum búning án þess að átta sig á eigin hræsni.
Reyndar á hið veraldlega vald líka að passa upp á að fólk sé ekki að ganga of langt í óhófi sínu:
"Fyrst og fremst ættu þeir að afnema hið óttalega óhóf í mat og drykk, ekki aðeins vegna óhófsins, heldur og líka vegna kostnaðarins. Því að með notkun krydds, kryddjurta og slíkra hluta, sem vel mætti komast af án, hefur ekki lítil eyðsla tímanlegra gæða komið til landsins og kemur enn daglega." (57)
Þvílík heppni að Lúther skuli vera að eilífu horfinn því hann hefði fríkað út í krydddeild Hagkaupa.
"Þeir ættu í öðru lagi að hindra óhófskostnað við fatnað." (57)
Það er kominn tími til að lögreglan geri viðhafnarbúninga biskups upptæka. Það er í raun honum sjálfum til góðs því það hjálpar honum í baráttunni við hinn vonda, hann þarf að vísu að bíða á meðan lögreglan hreinsar allt "hið óttalega óhóf" úr kjörbúðum landsins.
Hið veraldlega vald á einnig að taka á okrurum og segir meðal annars:
"Sjá, þetta eru þrír Gyðingar, eins og sagt er, sem mergsjúga allan heiminn."
Hinn ungi Lúther er einmitt annálaður fyrir góðmennsku sína í garð Gyðinga ... eða hvað? Hann var líka almennt á móti öllum sem ekki voru kristnir einsog sést vel á þessum skrifum hans:
"Slíka hógværð hafa einnig skynlausar skepnur, ljón og slöngur, enn fremur heiðingjar, Gyðingar og Tyrkir, þorparar, morðingjar og vondar konur. Þau eru öll friðsöm og hógvær, þegar gjört er að vilja þeirra eða þau látin óáreitt" (60)Það er ákaflega auðvelt að sjá hvílíkur maður Lúther var, lesið tilvitnunina aftur til að ná þessu almennilega. Þvílík mannfyrirlitning, þvílíkt siðleysi. Enn og aftur kemur glögglega í ljós að kenningar Lúthers eru fráleitar á okkar mælikvarða. Heimurinn var verri þegar fólk tók mark á Lúther en við erum svo heppin að nú á dögum er það einungis fámennur hópur sem telur að boðskapur hans hafi nokkra þýðingu í nútímanum.
Lokaorð bæklingsins eru:
Erfðasyndin er þó eðlinu meðfædd, og lætur hún að vísu sefast, en henni verður ekki útrýmt með öll fyrr en við líkamsdauðann, sem er og þeirra vegna gagnlegur og æskilegur. Guð hjálpi oss til þess. Amen. (69)Æskilegt að deyja? Lúther er greinilega, einsog áður sagði, heppinn að vera dauður. Lúther var öfgamaður, stórhættulegur öfgamaður og það væri gagnlegt og æskilegt að jarða boðskap hans.
Þjóðkirkjumenn virðast sjálfir ekki alltaf sætta sig við það sem Lúther hafði að segja, viðbrögðin hafa jafnvel verið þau að breyta orðum hans til þess að reyna að gera þau ásættanleg, slíkt fals vekur upp spurningar hve "fræðimennskan" hjá þessum mönnum nær djúpt. Ég vona innilega að þessi úttekt mín á góðu verkunum hans Lúthers hafi hjálpað til við að gefa raunsanna mynd af kenningum hans. Ég þakka lesturinn.
Um góðu verkin var þýdd af Magnúsi Runólfssyni og gefin út árið 1974 af Kristilega Stúdentafélaginu.
With friends like that, who needs enemies?
Afsakið, þetta átti ekki að koma tvisvar.
Annars, þetta (Lúther þ.e.a.s.) er nú skemmtilega skýrt dæmi sem grefur undan staðhæfingum um að djöfullinn sé til. Hið 'illa' í heiminum er aðallega upprunnið hjá körlum eins og bin Lúthen, -- afsakið mismælin, Lúther hét hann víst -- og mennirnir eru alveg fullfærir um að gera ljótt upp á eigin spýtur - og sama á við um hið góða.
Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.
Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.
Vésteinn Valgarðsson (meðlimur í Vantrú) - 24/03/04 23:51 #
With friends like that, who needs enamies?