Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Um góðu verkin hans Lúthers V: Ekki gera það

Þó Lúther hafi rofið skírlífsheit sitt og gifst fyrrverandi nunnu þá var hann samt sem áður viss um að skírlífi væri af hinu góða. Hreinleiki og skírlífi eru góðu verkin sem hann les útúr sjötta boðorðinu.

>"Vér sjáum, að heimurinn er fullur af skammarlegum verkum óskírlífis, skammarlegum orðum, sögum og vísum. Æsa menn til þessa með áti, drykkju, iðjuleysi og óþarfa skarti." (62)

Lúther ætti líklega ekki auðvelt með að samlagast íslensku samfélagi, samt er þjóðkirkjan kennd við manninn. Hver ætli ástæðan sé? Gæti verið að þjóðkirkjan og Lúther tilheyri fortíðinni?

"Eigi skírlífið að halda velli, knýr það til margra góðra verka, til föstu og hófs í mat og drykk," (62)
"Því át, drykkja, svefnþungi, leti og iðjuleysi eru vopn óskírlífis, og með þeim er hreinlífið auðsigrað." (63)

Ég verð reyndar að taka fram að ég hef ekki hugmynd um hvernig át getur haft neikvæð áhrif á skírlífi, ég hefði einmitt haldið að fólk sem étið hefur yfir sig væri ekki mikið í kynlífshugleiðingum. Kannski er hann hér að bera saman fólk sem er að svelta sig til að komast nær Guði og fólk sem hefur nóg að borða? Kynlífslöngun hverfur líklega þegar hungrið ágerist. Af hverju fastar fólk ekki lengur? Hefur það engan áhuga á að komast nær Guði?

En Lúther minnist á fleiri leiðir til að viðhalda skírlífi og hreinleika:

"Sumir hafa nefnt enn fleira, sem forðast skyldi, eins og t.d. mjúkt rúm og mjúk klæði, óþarfa skraut, persónu, félagsskap, viðtal og tillit manns eða konu og fleira því um líkt til eflingar skírlífi." (63)

Biskupar Íslands hafa lítið hlustað á varnaðarorð Lúthers um óþarfa skart og skraut, ætli það hafi einhver áhrif á kynlíf þeirra? Kannski að þeir noti harða bedda og gróf sængurver til að vega upp á móti skartinu.

Lúther fjallar síðan um hvernig við eigum að bregðast við þegar girndin ágerist:

"Vér eigum að taka hana öðruvísi en sem hvöt og áminningu til bænar, föstu, vöku, vinnu og annarra iðkana til að vinna bug á holdinu" (63)
Þetta heitir bæling og það er alveg stórhættulegt fyrirbrigði. Fólk ætti að sjálfsögðu að þjónusta sig sjálft til að losna við girndina ef félagi er ekki til staðar, það er miklu hollara.

Um góðu verkin var þýdd af Magnúsi Runólfssyni og gefin út árið 1974 af Kristilega Stúdentafélaginu.

Óli Gneisti Sóleyjarson 19.03.2004
Flokkað undir: ( Lúther , Siðferði og trú )

Viðbrögð


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 19/03/04 19:07 #

"Fólk ætti að sjálfsögðu að þjónusta sig sjálft til að losna við girndina ef félagi er ekki til staðar, það er miklu hollara."

Voru ekki nýlega birtar niðurstöður rannsókna sem sýna að regluleg losun sæðis verki sem vörn gegn krabbamyndun í blöðruhálskirtli? Menn geta samkvæmt þessu fróað sér glaðir yfir því að vera að stuðla að eigin heilbrigði og langlífi.

Já, aðkoma kirkjunnar að heilbrigðismálum hefur ætíð verið harmræn.

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?