Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Horfir guð á Survivor?

Survivor er áhugavert sjónvarpsefni. Guð kemur mikið við sögu enda virðast margir keppendur vera ákaflega trúaðir.

Í einni þáttaröðinni var kokkur að nafni Keith að tala um að honum þætti það undarlegt að það kæmi alltaf rigning þegar kæmi að þinginu þar sem kjósa á fólk í burtu. Hann var nokkuð viss um að þarna væru á ferðinni æðri öfl. Þetta finnst mér ákaflega undarlegt viðhorf. Reyndar finnst mér almennt stórskrýtið að fólk trúi á æðra afl en að halda að þetta æðra afl sé að skipta sér af svona keppni sýnir svo um munar hve trúin er órökrétt. Af hverju býr þetta æðra afl ekki til rigningu á þurrkasvæðum í staðinn fyrir að reyna að gera raunveruleikasjónvarp dramatískara?

Guð (eða hið æðra afl) kemur víða við. Hann hefur hjálpað ófáum íþróttamönnum að ná glæsilegum árangri, allavega vilja margir þeirra eigna guði árangur sinn. Hvernig dettur fólki í hug að guð langi til að hjálpa því að setja heimsmet á meðan honum er sama þó börn séu drepin?

Kannski er þetta gamaldags guð. Hugsanlega guð Gamla Testamentisins sem fékk ekkert samviskubit yfir því að slátra fólki vegna veðmáls. Það gæti verið að guð sé ennþá í þessu braski. Var guð kannski að tapa veðmáli þegar keppendi í Survivor datt úr keppni eftir að hafa brennst illa? Við vitum að þessi guð er ekki hafinn yfir það að svindla.

Það segir vissulega sína sögu að hin æðru öfl, sem kokkurinn Keith talaði um, ákváðu að sleppa því að rigningunni næst þegar átti að reka einhvern úr þættinum.

Óli Gneisti Sóleyjarson 04.02.2004
Flokkað undir: ( Klassík , Rökin gegn guði )

Viðbrögð


Hjalti Rúnar (meðlimur í Vantrú) - 04/02/04 02:12 #

Klassísk athugasmed, guð hefur skrýtna forgangsröðun.

Annars man ég ekki eftir þessum Keith, en ég man eftir svertingjakonunni sem var illa við vinningsskurðgoðið. Alltaf var guð að hjálpa hennar ættbálk að vinna, amk samkvæmt henni.


Kalli - 04/02/04 10:43 #

"...í staðinn fyrir að reyna að gera raunveruleikasjónvarp dramatískara?"

Þetta er einu orði sagt frábært! En þú verður samt að skilja að börnin, þau báðu til guðs, hann heyrði bara ekki, var of upptekinn við að horfa á Survivor og ESPN!


Aiwaz (meðlimur í Vantrú) - 04/02/04 16:26 #

Jamm, það fær mig alltaf til að hlæja þegar vinningshafi í boxi er búinn að blóðga og steinrota andstæðinginn að þá þakkar hann Jesú/Allah sigurinn. Hinn miskunnsami guð er sem sagt á fullu að hjálpa mönnum að buffa hina og þessa sem ekki biðja tja....á réttan hátt?

Já, sennilega er það málið, mæður þeirra 10.000 (TÍU ÞÚSUND)barna sem deyja á hverjum einasta degi úr niðurgangi og taugaveiki biðja sennileg ekki á "réttan hátt" og gætu eflaust lært mikið af bænatækni boxarabullanna.

93


eitt-hor - 04/02/04 20:17 #

já, það er ótrúlegt hvað fólk þarf að hamra á þessu í sífellu guð þetta og guð hitt. Þó svo að í hinum frábæru bandaríkjum sé aragrúi af fólki og mismunandi lífspeki í gangi, verður maður einhvern veginn rosalega mikið var við þetta í allskonar sjónvarpsefni sem kemur þaðan. þáttur á skjá 1 fyrirsætukeppni, þar eru t.d tvær konur sem fengu vafalaust amish fólk til að bakka aðeins og eru þær óhræddar við að veifa því við öll tækifæri með biblíuna nánast á lofti! Svo verða þær rosalega hneysklaðar ef einhverjar gefa það í skyn að þeim þyki þetta aðeins of mikið af hinu góða og jafnvel segjast vera annarrar trúar. Þetta er æji ég veit ekki, hrikalega hallærislegt.


Bea - 06/02/04 13:16 #

Ég skemmti mér einmitt vel yfir því, í lok einnar seríunnar, þegar tvær ofsatrúarkonur voru eftir, Vesepia og þessi þarna unga ljóshærða sem þorði ekki að blóta en sagði alltaf "heck" í staðinn. Báðar treystu þær á að gvuð myndi leiða þær til sigurs. Og auðvitað vann bara önnur og spurningin varð því: var trú hinnar ekki nógu góð? var hún syndgari inn við beinið? eða sá gvuð gegnum "heck" semíblótið?


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 06/02/04 13:19 #

Þessi ljóska var Mormóni, það er greinilega ekki rétta trúin ;)


Dr. Jörgen Halldórsson - 06/02/04 19:15 #

Síðan hvenar var það Guð sem að drap börnin? Það var nú hann sem að skapaði mannin og gaf honum lög t.d þú skalt ekki morð fremja og þú skalt ekki drýgja hór. Ef að allir myndu fylgja þessum boðorðum þá yrði t.d. tíðni hiv mun minni svo að ef að ég væri í þínum sporum þá myndi ég ekki vera að segja að honum væri allveg sama um þau lestu bara biblíuna sbr. Matteusarguðspjall 19:14 En Jesús sagði: Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi, því að slíkra er himnaríki.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 06/02/04 19:25 #

Augljóslega drepur guð ekki börn af því hann er ekki til.

Ef þú trúir hins vegar á guð og trúir því að hann taki sig til og hjálpi þér í hinu þessu (einsog fólkið sem ég tala um í greininni) þá hlýtur sami guð að hunsa börnin sem deyja. Það er það sem ég er að tala um í greininni.


Árni - 09/02/04 14:05 #

Gott dæmi um þetta var þegar presturinn skrifaði grein um hætturnar sem stafaði af Reykjavíkurflugvelli.

Hann minntist á tvö atvik. Í öðru fórust tveir útlendingar þegar vél þeirra lenti utan brautar í vatnsmýrinni. Í hinu tilvikinu fór Fokker alla leið út á Suðurgötu, en "guðs mildi" réði að þar slasaðist enginn.

Guðs mildi er greinilega ekki allra.


goggi - 16/02/04 14:06 #

Þið hafið engu að tapa ef þið takið á móti Jesú inn í líf ykkar. Það er hann sem er vegurinn sannleikurinn og lífið. Ég til dæmis lifi mjög góðu lífi og allir sem ég þekki sem ganga með Guði... Ég þekki fólk sem hefur verið í eiturlyfjum og einhverju slíku rugli, og það hefur síðan tekið við Jesú í líf sitt, og líf þeirra gjörbreyttist. Þeir segja að það sé miklu betra ap lifa með Guði heldur en að vera í vímu og rústa algjörlega lífi sínu og tilgangi. tökum sem dæmi að þið hafið rétt fyrir ykkur... Þá myndum við bara deyja og allt væri búið, og við kristna fólkið búið að lifa hinu besta lífa án saurlifnaðar og slíkum viðbjóði. Og án eiturlyfja og slíkri spillingu. En ef hins vegar við kristnu höfum rétt fyrir okkur (sem við höfum)... Þá eruð þið búin að lifa ykkar lífi til einskins... Og við kristnu förum til himins meðan að þið farið í eilífa glötun, semsagt kastað í eldsdýkið eins og ég kýs að kalla það. Guð gaf mönnunum val í uppahafi. Hann leyfði okkur að velja hvort við vildum fylgja honum eða ekki. Ég vil bara spurja ykkur hverju þið hafið að tapa ef þið takið við Jesú inn í líf ykkar. Svarið mér vinsamlegast af fullri samvisku!!!


goggi - 16/02/04 14:14 #

Þið hafið víst heyrt um mannin sem kom til Íslands og fór í Smáralindina og bauð þar fólki að koma fram til fyrirbænar. Þar stóð fólk upp úr hjólastólum og fólk fékk heyrnina á ný. Hvað haldið þið að hafi verið í gangi þarna??? Ég sá konu læknast úr vefjagigt sem hún var með í öllum líkamanum. En það er soltið skrítið því að gigt á að vera ólæknandi. En það var beðið fyrir þessari konu og hún læknaðist fullkomlega á vefjagigtinni. Læknar hfa ekki skráð svon hluti inn í bóokhald sitt vegna þess að þeyr eru hræddir við staðreyndirna


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 16/02/04 14:22 #

Ég reyki ekki, drekk ekki og ég nota aldrei eiturlyf, ég þurfti ekki neinum Jesú að halda til þess að taka þessar ákvarðanir.

Um það hverju við höfum að tapa ef við tökum við Jesú í líf okkar þá bendi ég fyrst og fremst á grein Birgis Baldursson um Rökvillu Pascals. Að "taka við Jesú" myndi neyða mig til að fara eftir lögmálum sem tel bull og ég þyrfti að halda aftur af rökhugsun minni til að geta trúað á hann. Ég glata hins vegar engu á því að taka ekki við Jesú í líf mitt því hann er einungis goðsögulegt fyrirbrigði og því ekkert raunverulegri þrumuguðinn Þór eða jólasveinninn.

Varðandi lækningarmátt þessa manns sem þú vitnar til þá ætti að vera lítið mál að sanna þann mátt á afgerandi hátt. Þessi kall gæti til dæmis farið til James Randi og unnið milljón dollara fyrir það að sýna fram á hæfileika sína. En að sjálfsögðu er þetta bull, þú ættir ekki að trúa öllu sem þú heyrir og sérð án þess að nota gagnrýna hugsun.


jogus (meðlimur í Vantrú) - 16/02/04 16:00 #

Algengt svar við Randi óskoruninni er "já en hann má/getur/vill ekki gera þetta fyrir peninga", þá er það allt í lagi, biðjum hann um að gera þetta, fá milljónina og gefa til líknarmála. Það mætti vafalaust nota milljón þar.


Bjoddn - 16/02/04 16:19 #

Þetta eyturlyfjadæmi er orðið svolítið þreytt. Það er eins og trúaðir haldi að vantrúaðir séu alltaf á fullu að syndga eitthvað voðalega. Ef guð er ekki númer eitt í lífinu, þá hlýtur maður að vera að hórast, dópa, drekka og fremja einhvern viðbjóð. Ég held hinsvegar að vantrúaðir séu bara hópur mismunandi fólks alveg eins og trúaðir. Svona alhæfingar eru út í hött.

Ég lifi líka ágætu lífi án saurlifnaðar og álíka viðbjóðs, ég þarf hinsvegar ekkert að hafa einhverja gulrót í bandi til þess eða hótun um eilífa helvítisvist. Svona tal er það sem pirrar mig hvað mest við heittrúaða. Þegar aumingjar sem drukkið hafa frá sér tilveruna, barið konu sína og börn, ruplað og rænt, dópað og hórast, koma til mín með sólheimaglott á vör og segjast vera betri en ég því þeir eru frelsaðir en ég ekki.

Ég efast hinsvegar ekkert um að til er fólk sem vill bara láta segja sér hvernig á að haga lífinu og sleppa því að hugsa sjálft. Það er gott að vera ekki ábyrgur gjörða sinna í eigin huga og kenna öðrum um ófarirnar, Satan eða stjörnunum kannski? "Jújú... vissulega rændi ég bankann en Satúrnus var í þriðja húsi skilurðu..." eða "Satan hefur stjórnað mínu lífi, þess vegna gerði ég þetta en ekki vegna þess að ég var bara bjáni".

En nóg um það... ég þarf að fara að kasta upp.


Myow - 16/02/04 17:12 #

vitið þið allt þetta tal um hvort að guð sé til eða ekki. ég trúi að hann sé til og ég virði alveg skoðanir ykkar um að hann sé ekki til en mér langar að spyrja ykkur spurninga hvað ætliðið að gera ef að þið deyið og standið fyir hásæti guðs og tímin er komin til að dæma ykkur? er ekki betra að trúa og hafa allavega séns í að komast til himna heldur enn að trúa ekki og að fara til helja. þannig að ég bið þess að þið megið finna hvað sé rétt og hvað sé rangt og íhugið aðeins hvað þið skrifið áður enn að þið látið það upp t.d. að guð drepi börnin og ef að þið haldið áframm að tala svona um almáttugan guð þá vil ég gefa ykkur biblíu vers Job 13,5


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 16/02/04 17:20 #

Myow, ég vísa í fyrsta lagi á svar mitt hér að ofan við spurningum gogga.

Síðan vill ég spyrja þig hvað þú ætlar að gera ef þú deyrð og lendir hjá Satan af því þú varst ekki að tilbiðja guð á akúrat eftir nákvæmlega réttum fyrirmælum, til dæmis ef þú ert Hvítasunnumaður og sannleikann er að finna hjá Kaþólsku kirkjunni? Eða þá engin kristin kenning er rétt og þú verður dæmdur að hætti Allah?

Væri ekki bara betra að lifa lífinu lifandi í stað þess að veðja á hvaða trúarbrögð eru rétt því allar líkur eru til þess að ef þú tilbiður guð á rangan hátt þá sértu bara að gera hann reiðann.

Ég efast líka um að guð fyrirgefi þeir fyrir að skrifa niður emailið "myownass", þvílíkur sori, þú ferð örugglega til helvítis.


Bjoddn - 16/02/04 18:14 #

Myow... Ég er svosem ekkert trúlaus vegna þess að ég valdi mér það eitthvað sérstaklega. Ég las bara bók bókanna án þess að láta einhvern segja mér hvað í henni stóð og komst að því að um bull væri að ræða.

Ef ég væri hræsnari og tækifærissinni, þá mundi ég taka þína afstöðu, að þykjast vera eitthvað sem ég ekki er í von um einhver verðlaun eða vegna ótta um einhverja refsingu.

Í bókinni góðu segir : Opinberunarbókin 3:15-16 15. Ég þekki verkin þín, að þú ert hvorki kaldur né heitur. Betur að þú værir kaldur eða heitur. 16. En af því að þú ert hálfvolgur og hvorki heitur né kaldur, mun ég skyrpa þér út af munni mínum.

Þannig að líklega mundi ég bara benda guði á þig og segja honum að ég væri í það minnsta enginn hræsnari sem gengi gegn minni sannfæringu til að fá einhver verðlaun.

Hvað hann síðan ákvæði hefði ég ekkert um að segja. Ef hann síðan ákvæði að ég mætti dvelja við hlið þér í himnaríki, þá mundi ég taka frá smá tíma úr eilífðinni og kenna þér að leiðrétta svona helstu stafsetningavillurnar áður en þú póstar. Þú gætir þá kennt mér að sýna þá kurteisi að vera ekki að benda svona á stafsetningavillur annarra í staðinn.

dú ví hev a díl ?


Guðmundur - 18/02/04 03:36 #

Ef að það að geta sofið út á sunnudögum, þurfa ekki að fasta fyrir páska, þurfa ekki að láta grýta börnin mín ef þau virða mig ekki, þýðir að ég fari til helvítis, then I consider it a bargain.

When you're winning, God is always on your side.

En það er alltaf skemmtilegt þegar að guð gefur sér tíma úr sínu busy schedule að dæma sína eigin sköpun til að horfa á Survivor.

En ég hef einmitt spurt trúaða manneskju hvernig hún viti að af þessum hundruðum, jafnvel þúsundum trúabragða að hennar trúabragð sé hið eina rétta. Eftir smá þögn fékk ég svarið "af því bara".


Myow - 19/02/04 15:47 #

Við fáum að vita þetta allt á endanum og ég bið þess að Guð hafi miskun yfir ykkur.

Sálmarnir 78:38 En hann er miskunnsamur, hann fyrirgefur misgjörðir og tortímir eigi, hann stillir reiði sína hvað eftir annað og hleypir eigi fram allri bræði sinni.


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 19/02/04 17:29 #

Til hvers þarf að biðja Guð að hafa miskunn yfir okkur ef hann er svona miskunnsamur og fyrirgefur allar misgjörðir?

Mér finnst vera þversögn í þessu.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 19/02/04 17:36 #

Er þessi lína sem þú vitnar í ekki í hróplegu ósamræmi við fjölmargt í Biblíunni?

En hafðu engar áhyggjur, þú verður ekki fyrir vonbrigðum eftir dauðann, þú verður bara ekki neitt.


Guðrún - 12/10/05 22:13 #

Sæl og blessuð öll, mig langar bara að skella fram einni spurningu, margir sem ég hef hitt og eru trúlausir segjast vera trúlausir vegna þess að væri Guð til væri ekki allt þetta óréttlæti. En ef Guð er til veit hann þá ekki miklu betur en við hvað er sanngjarnt og hvað ekki? höfum við nokkurn skilning á því? Til dæmis þeir deyja ungir sem guðirnir elska og svo framvegis, bara pæling er ekki að dæma skoðanir neins.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 12/10/05 22:56 #

Það væri skrýtinn Guð sem myndi skapa okkur með skynsemi sem ofbýður verk hans.


Guðrún - 13/10/05 11:44 #

maðurinn getur valið hvað hann gerir, hvort hann fjarlægist Guð eða ekki. Af hverju þarf líka að vera að skilgreina það hvort Guð sé til eða ekki? Annað hvort trúir maður á æðra afl eða ekki. Þarf eitthvað að segja meir um það?


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 13/10/05 17:25 #

Þannig að Guð gefur okkur skynsemi og ætlast til þess að við veljum eitthvað sem er gagnstætt henni?


Guðrún - 13/10/05 22:07 #

Guð gaf okkur skynsemina,en það er undir okkur komið hvort og hvernig við notum hana.Guð yfirgefur okkur aldrei og hættir aldrei að elska okkur þó svo að við yfirgefum hann. Hann hinsvegar notar sínar leiðir til að færa okkur nær honum.


Siggi Örn (meðlimur í Vantrú) - 13/10/05 23:42 #

Myndi ekki virka betur að banka uppá og segja ,,ég elska þig" heldur en að láta fólk drukkna? Af hverju þessi sorg og eymd?


Hjalti (meðlimur í Vantrú) - 14/10/05 06:52 #

En ef Guð er til veit hann þá ekki miklu betur en við hvað er sanngjarnt og hvað ekki? höfum við nokkurn skilning á því?
Guðrún, nú veit ég ekki alveg hvað þú ert að tala um, en ef við getum ekki vitað að það sé ósanngjarnt/vont að tíu þúsund börn deyi á hverjum einasta degi úr niðurgangi og taugaveiki þá held ég við getum aldrei vitað hvort að eitthvað sé sanngjarnt/ósanngjarnt eða gott/vont og þar með talið guð.


Guðrún - 14/10/05 11:32 #

Guð er alltaf að banka upp á og segjast elska okkur, með daglegum kraftaverkum sínum. Því miður tökum við bara ekki alltaf eftir þeim. Mig svíður það jafn sárt og ykkur að fólk þjáist og börn deyi af orsökum sem væri vel hægt að bjarga hér. En einhver er tilgangurinn með því að við deyjum, sama á hvaða aldursskeiði. Dauðinn er mjög sorglegur ef við hugsum okkur aðeins sem efnislegar verur en ekki eilífar andlegar verur. Þetta er bara smá áfangi í lífinu að koma hingað á jörðina.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 14/10/05 13:03 #

Dauðinn er mjög sorglegur ef við hugsum okkur aðeins sem efnislegar verur en ekki eilífar andlegar verur.

Er þá ekkert sorglegt við dauða tugþúsunda barna?

Áhugavert.


Siggi Örn (meðlimur í Vantrú) - 14/10/05 13:44 #

Ég átti við bókstaflega að banka uppá og segjast elska okkur. Það myndi ekki fara framhjá neinum og þá væru þessar umræður óþarfar. Mjög einföld og þægileg leið sem allir skilja.


jogus (meðlimur í Vantrú) - 14/10/05 16:00 #

En hvað ef allir guðir sem hafa verið fundnir upp færu í sífellu að banka upp á?

Óðinn: "Dýrkaðu mig, aumi ormur!" Maður: "Ehh.. ég var eiginlega búinn að lofa að dýrka Allah. En (gúlp) má ég semja við þig um að fara til þín ef ég er ekki sáttur hjá Allah? Hann lofaði að það væri tveggja vikna reynslutími.." Óðinn: "Fuck! Ég vissi að ég hefði átt að taka þetta hverfí í síðustu viku."

Svona væri þetta mörgum sinnum á dag. Ekki nóg með það, þeir myndu bara drepa elsta soninn á heimilinu ef maður neitaði að opna. Og þið hélduð að Vottarnir væru slæmir..


Siggi Örn (meðlimur í Vantrú) - 14/10/05 16:58 #

:)


Guðrún - 14/10/05 17:33 #

Hvar sagði ég að dauði barnanna væri ekki sorglegur?


Hjalti (meðlimur í Vantrú) - 14/10/05 17:41 #

En einhver er tilgangurinn með því að við deyjum, sama á hvaða aldursskeiði.
Nei. Hvers vegna heldurðu að svo sé?
Hvar sagði ég að dauði barnanna væri ekki sorglegur?
Þú sagðir að dauðinn væri ekki sorglegur ef við hugsum okkur sem "eilífar andlegar verur".

En ertu sammála því að dauði tíu þúsund barna á hverjum einasta degi vegna niðurgangs og taugaveiki sé slæmur og ósanngjarn. Ertu sammála því að það væri rétt að koma í veg fyrir dauða þeirra?


Guðrún - 14/10/05 18:06 #

Bara rétt eins og þer finnst Guð ekki vera til finnst mér vera einhver ástæða fyrir dauðdaga okkar. og já ég er sammála því að það væri HÆGT að koma í veg fyrir mörg dauðsföll og að dauða barna sé afar afar sorglegur.


Hjalti (meðlimur í Vantrú) - 14/10/05 18:23 #

Bara rétt eins og þer finnst Guð ekki vera til finnst mér vera einhver ástæða fyrir dauðdaga okkar.
Ég skil ekki hvað þú átt við. Ástæðan fyrir því að ég trúi ekki á tilvist guðs er sú að ég sé engin rök fyrir tilvist hans. Gildir það sama um tilgang dauða barnanna?

En ein spurning sem þú svaraðir ekki: Ertu sammála því að það væri rétt að koma í veg fyrir dauða þeirra?


Guðrún - 14/10/05 18:26 #

Ég hélt ég væri oft búin að svara þessu:) Já ef það væri hægt að koma í veg fyrir þetta þá væri að sjálfsögðu rétt að gera það.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.