Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Þegar Jesús stal jólunum

Nú fer í hönd sá tími árs þar sem prestar byrja að predika um það að við megum ekki gleyma Jesú í jólastressinu. Boðskapur prestanna byggir hins vegar á veikum grunni því það var nefnilega ekki Trölli sem stal jólunum, það var Jesús.

Ungum var mér kennt að við héldum upp á jólin vegna þess að Jesús hefði fæðst á jólunum og við værum að fagna því.

Þegar ég varð aðeins eldri þá heyrði ég að jól hefðu verið haldin á Íslandi án þess að um hefði verið að ræða afmælispartí fyrir Jesú. Hvað var þetta fólk eiginlega að spá?

Aðeins seinna var mér sagt að enginn vissi hvenær Jesús hefði fæðst. Hvers vegna er þá haldið upp á þetta á þessum degi? Ég hefði haldið að maður myndi leggja á minnið dagsetninguna sem lausnarinn fæddist og var í jötu lagður. Kunni þetta fólk ekki á dagatöl?

Síðan var mér bent á að frásögnin af fæðingu Jesú ætti að skoðast í samhengi við aðrar kraftaverkafæðingar sem voru mjög algengar í Rómarveldi á þessum tíma. Þvílíkur bömmer sem það var. Í æsku lék ég hirði númer tvö sem var óhræddur þegar engill drottins boðaði honum mikinn fögnuð. Var leiksigur minn byggður á falsi?

Nú veit ég að ástæðan fyrir því að 25. desember var sagður vera afmælisdagur Jesú er af því það passar svo vel við sólstöðuhátíðir sem voru haldnar á þeim tíma. Með tímanum og útbreiðslu kristninnar þá gleymdist upphaflega ástæðan fyrir jólahaldi og Jesúskýringin varð algeng. Upphaflegu nöfn hátíðarinnar eru samt alls ekki gleymd, enskumælandi menn halda kannski upp á kristsmessu en þeir þekkja samt orðið Yule.

Jólin eru líka afar ókristileg hátíð þrátt fyrir þúsund ára aðlögunartíma, ef fólk fer ekki í kirkju þá er bara ekkert sem minnir á Jesú, það er mjög gott.

Látið ykkur endilega líða vel um jólin, ekki hugsa um guð. Ekki láta Jesú stela af ykkur jólunum.

Óli Gneisti Sóleyjarson 19.12.2003
Flokkað undir: ( Jólin , Kristindómurinn )

Viðbrögð


JBJ - 19/12/03 16:50 #

Morgunblaðið er þó alveg á gömlu línunni, á forsíðu þess í dag er eftirfarandi frétt:

Til hvers eru jólin?

Hátt í þriðjungur Hollendinga veit ekki hvers vegna jólin, mesta hátíð kristinna manna, eru haldin hátíðleg. Kemur það fram í nýrri könnun. Í könnuninni voru 750 Hollendingar, allt fullorðið fólk, spurt um tilefni jólahátíðarinnar og reyndist meira en fjórðungur þeirra ekki kunna á því skil. Nefndu sex prósent annan atburð en fæðingu Krists.

Niðurstaðan var sú að 29% mótmælenda voru ekki viss um tilefni jólanna og 26% kaþólskra manna. Þannig var því líka háttað með 35% þeirra, sem kváðust trúlausir. Var könnunin gerð fyrir NCRV, sem er kristileg sjónvarpsstöð í Hollandi.

Ég pota fréttinni hérna í heild sinni þar sem þetta sýnir klárlega að Mogginn telur jólin einkaeign kristinna manna, mætti benda þeim á þessa grein þína Óli Gneisti.

Svo finnst mér merkilegt "kváðust trúlausir" í stað þess að sagt væri "trúlausra manna" eins og "kaþólskra manna".


Moli - 19/12/03 16:54 #

var þá fylgjan ekki klippt kl 6 þann 24 des árið 0 ?


jogus - 21/12/03 01:27 #

Nei, því árið 0 kom aldrei. Löngu eftir fyrrnefndan atburð, þegar ártalið var búið til, var ákveðið að hafa þetta ..., -3, -2, -1, 1, 2, 3, ...

Þannig að gikkurinn kom í heiminn kl. 6 þann 24. des árið -1. Eða ekki.


Sarah - 22/12/03 01:53 #

Sorry en mér finnst þið ættuð að kynna ykkur kristina trú áður en þið dæmið svona ... þið eruð þröngsýnni en allt, prufiði að lesa um jesú og dæmið svo ekki segja að hann sé "gikkur" þegar þið vitið ekkert hvað hann gerði nema í gegnum fræðslu í skóla o.s.frv. ... geriða kynnið ykkur þetta og jólin eru haldin Guði til dýrðar og ef þið eruð á móti því þá ættuði bara að sleppa því að halda upp á jólin


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 22/12/03 15:49 #

He he, þú ert óborganleg, Sarah!


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 22/12/03 18:57 #

Ég bara veit ekki hvað ég á að segja við þessu...


Björn Friðgeir - 23/12/03 07:35 #

Neineinei... 24. des kl 6 (18) að staðartíma, árið eitt, þeas á fyrsta ári Drottins. AD. ekki árið mínuseitt. Ekki heldurðu að sá sem reiknaði þetta út ekki nema 350-400 árum síðar hafi feilað?


Adda..... - 23/12/03 12:33 #

Ég verd bara ad segja ad jeg er alveg 100% sammála Söruh !!!.....


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 23/12/03 12:55 #

Sarah og Adda.

Það er mikil þröngsýni að halda því fram að vantrúapennar viti ekkert um Jesú annað en það sem kennt er í skóla. Ef þið lesið eldri greinar á þessum vef munið þið sjá að þvert á móti virðast sumir vantrúarpennar vera mjög fróðir um Jesú karlinn, fróðari en flestir trúspekingar.

Sarah, reyndu að skilja að jólin eru ekki kristin hátíð þó krossmenn hafi eignað sér hana. Ekkert af því sem venjulegt fólk gerir um jólin tengist krosslaf eða föður hans á nokkurn hátt.


Sarah - 24/12/03 00:34 #

Elsku Matti,

Það getur vel verið að fólk sé búin að gleyma tilgangi jólanna og er það mjög sorglegt en hérna á ÍSLANDI er haldið upp á jólin Guði til dýrðar!

Fólk getur kunnað Biblíunna utan bókar en ef það þekkir ekki Jesú þá getur það alveg eins sleppt því að vita það sem stendur í Biblíunni. Þegar ég á við með að þekkja Jesú þá meina ég þekkja kærleika hans og hvað hann er megnugur. Og ég held að allir hérna inni á þessari síðu vilji af öllu sínu hjarta trúa á Guð en vantar bara einhverja sönnun... áður en þið segið eitthvað um að hann sé bull og vitleysa prufiði bara að sækjast eftir kærleika hans og TRÚIÐ MÉR hann mun sýna ykkur hann... en alla vega Guð gefi ykkur Gleðilega hátið :)


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 24/12/03 01:48 #

Sarah, þú ert svona hress og skemmtilegur trúarnöttari. Alltaf gaman að því.

Hefurðu velt fyrir þér þeim möguleika að þú hafir rangt fyrir þér og að þessar hugmyndir þínar um heiminn séu ranghugmyndir? Hefur þú prófað að sækjast eftir raunveruleikanum, því í raunveruleikanum getur maður líka fundið kærleika hjá öðru fólki eða jafnvel sjálfum sér ef maður leitar vel. Engin ástæða til að leita til drauga frá miðausturlöndum til að finna gleði í hjarta sínu.

Ef þú hefur ekki velt þeim möguleika fyrir þér að þú hafir rangt fyrir þér, hvernig dettur þér þá í hug að kalla annað fólk þröngsýnt? Hvernig veistu að þú hefur ekki verið heilaþvegin?

Hvað er þessi Gvuð sem þú talar um, hvaða eiginleika hefur hann? Getur þú lýst honum fyrir okkur hinum? Er hann góður eða vondur, almáttugur eða vanmáttugur, miskunnsamur eða hefnigjarn. Segðu endilega frá.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 24/12/03 12:11 #

Það er ægilega heppilegt fyrir þig að Jesú er hér nákvæmlega sammála þér, þú ert svo heppinn að Jesú hefur valið þig og hann hefur veitt þér sérstakan skilning á sér á meðan hann gefur skít í okkur vantrúarhundana.

Einhvern veginn er ég samt í svo góðu skapi að þetta rugl er ekkert að angra mig. Láttu þér líða vel í "LALA landi" um jólin Sarah.


Sarah - 25/12/03 01:55 #

Trúið mér ég er ekki heilaþveginn nördi sem sit inni allan daginn að stúdera biblíunna. Því miður reyki ég og drekk og hef fullt af göllum og hef gengið gegnum margt. En þetta er bara það sem ÉG trúi á, þá er bara þvílíkur bömmer ef ég kemst af því að Guð sé ekki til þegar ég dey en ég hef engu að tapa. Ekki halda að Guð skilji ykkur ekki, því það er svo oft sem maður er búin að byggja múrstein í kringum sálina sína sem gerir Guði ekki kleift að komast að. Ef þið lokið augunum þá getiði ímyndað ykkur að hann er bara að bíða eftir að faðma ykkur, það eruð bara þið sem verðið að leyfa honum að komast að:)En kannski það sem ég hef fram yfir ykkur að ég hef fundið fyrir honum og einu sinni mætti ég með vinkonu minni sem trúði ekki á Guð og var ný búin að missa pabba sinn og bandarískur predíkari kom til hennar sem btw þekkti hana ekkert og sagði Guð er hjá þér alltaf og heyrir hvað þú biður til hans á kvöldin eins og af hverju pabbi þinn dó ...við fengum sjokk sko. Flestir eru með eitthvað tómarúm inn í sér, fylla það með dópi,kynlífi,áfengi,tölvu t.d. eða einhverju en ég og margir aðrir fylla það með Guði því það sem stendur í biblíunni er frábær boðskapur þótt þið trúið ekki á Guð ættuð þið að taka hans boðskap því ef allir gerðu það þá mundi heimurinn vera miki betri. En ég vona að þið eigið eftir að kynnast honum betur. Guð elskar ykkur, belive me;) kv."freakið" ;) hehe


Sarah - 25/12/03 02:10 #

hehe ekki halda að ég sé einhver nördi sem ligg heima alla daga og stúdera biblíunna. Trúið mér ef þið sjáið mig og þekkið mig þá er ég eins og allar aðrar stelpur í Reykjavík en ég á trú sem býr í hjartanu mínu. EN þetta ER trú og þetta er mín trú ... Guð gaf okkur frjálsan vilja og það er bara ykkar að velja hvort þið viljið trúa eða ekki en þið hafið engu að tapa, kannski pínu leiðinlegt ef þetta er ekki satt en það sem bíður ykkur eftir dauðann er sko sannarlega þess virði. Ég held að flestir séu með einhversskonar tómarúm inn í sér og margir fylla það með áfengi,dópi eða kynlífsfíkn eða einhverju öðru en ég fylli mitt með Guði og hans kærleik. Kannski er erfitt að trúa þegar þið hafið ekki fundið fyrir honum eða fengið einhversskonar sönnun. En ég hef sko fundið fyrir honum!! og eitt skipti þegar ég fór með vinkonu minni á samkomu þar var predikari frá USA. ÞEssi vinkona mín var nýbúin að missa pabba sinn og var frekar down, og predikarinn labbaði upp að henni og sagði að Guð væri hjá henni ALLTAF sama hvað hún gengi í gegnum og sagði við hana að hann heyri í henni á kvöldin þegar hún liggur upp í rúmi t.d. þegar þú spyrð af hverju missti ég pabba minn...við fengum geðveikt sjokk! ... en kannski finnst ykkur eins og hann sé ekki til af því þið hafið aldrei fundið fyrir honum eða frekar aldrei hleypt honum að, margir byggja múrstein yfir sálina sína sem gerir það að verkum að jesús kemst ekki að og ég var þannig í langan tíma þangað til ég gat ekki meir og hann hefur gert kraftaverk í mínu lífi. en ímyndiði ykkur ef þið lokið augunum að hann standi fyrir framan ykkur tilbúinn að gera allt til að hjálpa ykkur og faðma ykkur en er bara bíða að þið leyfið honum að komast að... en kirkju gefa oft ranghugmyndir um hvernig Guð er og gefa oft til kynna stíft og leiðinlegt líf á bakvið að trúa á Guð en trúið mér Guð er hinn sami um aldir alda. eina sem þið þurfið að gera er að bjóða honum inn í hjarta ykkar og hann mun vera hjá ykkur. I KNOW frekar klisjukennt en hverju hafiði að tapa án djóks? ... hann elskar ykkur:) kv."the freak" ;) hehe


Sarah - 25/12/03 02:13 #

hélt að þetta hafði eitthvað klúðrast þannig ég reyndi að gera þetta eins nákvæmt og í fyrra skiptið en klúðraðist greinilega ekki:P eyddi helv...hálftíma í þetta ohhh


Oskar - 25/12/03 17:02 #

Mér hefur alltaf þótt sorglegt að fylgjast með fólki sem virðir ekki merkilegustu gjöf guðs til mannsins, frjáls vilji. En sá er galli á gjöf Njarðar að hans mottó er "Believe it or burn" þ.e.a.s. dýrkaðu bara mig og enga/nn annann/aðra eða ég sendi þig í hitt sköpunarverk mitt.


Sarah - 26/12/03 13:01 #

reyndar eru hlutirnir ekki svona einfaldir og við getum aldrei dæmt fyrir Guð hverjir komast til himna eða ekki. En ef við mundum taka þetta mottó til greina þá er það "belive it or burn" ef þú trúir á hann þá þarftu ekki að hafa áhyggjur að fara til helvítis því þú TRÚIR. en ef þú trúir ekki þá trúirðu náttúrulega ekki því sem stendur í biblíunni t.d. að þú farir til helvítis? þannig þeir sem trúa ekki þurfa ekkert að hafa áhyggjur af því. eða hvað?

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.