Allar fćrslur Allir flokkar Sos Um félagiđ Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Opiđ bréf til ţingseta

Nú standa yfir sýningar á myndinni Mótmćlandi Íslands. Ţar segir af Helga Hóseassyni. Sá hefur í áratugi barist fyrir ađ fá stađfest ađ hann hafi rift samningi ţeim sem gerđur var viđ almćttiđ fyrir hönd hans ţegar hann var kornabarn. Samning ţennan var hann látinn stađfesta áđur en hann komst til vits og ára. Helgi hefur barist fyrir trúfrelsi sínu og margsinnis sótt mál sín bćđi til ríkisvalds og kirkju án árangurs.

Tjáningarfrelsi Helga hefur margsinnis veriđ skert og friđsamleg mótmćli hans stöđvuđ án ţess ađ nokkur ástćđa vćri til. Hann hefur lýst ţví hvernig hann var ofsóttur af lögreglu án ţess ađ vera nokkurn tíma kćrđur. Ţess í stađ hefur hann veriđ niđurlćgđur, honum misbođiđ og hann látinn dúsa í fangelsi. Í hvert sinn sem Helgi Hóseasson var fangelsađur var hann í raun fangi Alţingis. Lögreglan var ađeins framfylgja ólögum frá Alţingi og sama gildir um ţvermóđsku Hagstofunnar.

Ríkiđ hefur ekkert međ ţađ ađ gera ađ skrá hjá sér ţćr trúarvígslur sem fólk hefur gengist undir. Enn síđur á ţađ ađ vera hlutverk ríkisins ađ skrá hjá sér í hvađa trúfélagi fólk er. Trú er einkamál hvers og eins. Kröfur Helga eru eđlilegar, kerfiđ er óeđlilegt.

Helgi er í raun og veru frumkvöđull í mannréttindabaráttu hér á landi. Ţegar hann hóf baráttu sína ţá ţóttu kröfur hans skrýtnar en í dag er öldin önnur og skilningur ţjóđarinnar á mannréttindum hefur aukist. Ţađ er kominn tími á ađ kerfiđ taki stökk inn í nútímann.

Viđ sem skrifum í vefritiđ Vantrú skorum hér međ á ţingmenn ađ veita Helga Hóseassyni ţá uppreisn ćru sem hann á skiliđ. Ţađ geta ţeir gert međ ţví ađ breyta lögum um Hagstofu Íslands á ţann veg ađ hćgt verđi ađ afskrá barnaskírn úr Ţjóđskrá. Ţetta eru einfaldlega sjálfsögđ mannréttindi sem alţingismenn ćttu ađ koma á hiđ snarasta.

Ritstjórn 05.11.2003
Flokkađ undir: ( Helgi Hóseasson , Siđferđi og trú )

Viđbrögđ


jogus (međlimur í Vantrú) - 05/11/03 13:23 #

Ég vona, en efast ţó, ađ ţetta bréf veki ţingseta af áratugadođa ţegar kemur ađ okkar sjálfsögđu mannréttindum, en ţar hefur Helgi heiđursmađur stađiđ í fremstu víglínu alltof lengi og alltof einn.


Birgir Baldursson (međlimur í Vantrú) - 05/11/03 14:38 #

Vertu ekki of viss. Ásta Ragnheiđur Jóhannesdóttir hefur ţegar svarađ okkur og segist ćtla ađ athuga máliđ. Ţađ er ţví a.m.k. einn ţingmađur međ hjartađ á réttum stađ :)

Lokađ hefur veriđ fyrir athugasemdir viđ ţessa fćrslu. Viđ bendum á spjalliđ ef ţiđ viljiđ halda umrćđum áfram.