Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Að kunna ekki að skammast sín

Merki Sovétríkjanna

Alþingismaðurinn Ásmundur Einar Daðason birti blaðagrein um daginn þar sem hann dásamaði ríkiskirkjuna og ríkiskirkjufyrirkomulagið. Fyrsta setningin í greininni er eftirtektarverð fyrir tvennar sakir:

Þjóðkirkjan fylgir flestum Íslendingum frá vöggu til grafar og hefur gert í þúsund ár.

Til að byrja með þá hefur "Þjóðkirkjan" ekki fylgt flestum Íslendingum "frá vöggu til grafar í þúsund ár". Fram að sextándu öld var kaþólska kirkjan ríkjandi hér. Lútherska ríkiskirkjan tók þá við með því að drepa höfuð-kaþólikkann á Íslandi. Það er merkilegt að Alþingismaður skuli ekki þekkja þessa sögu.

Hins vegar er það undarlegt að Ásmundur skuli telja það vera eitthvað til þess að vera stoltur af að hér hafi landsmenn flestir verið skírðir og greftraðir af kaþólsku kirkjunni og þeirri lúthersku. Staðreyndin var nefnilega sú að hér var ekki ríkjandi trúfrelsi í hátt í 900 ár.

Kirkjan fylgdi Íslendingum því frá vöggu til grafar hvort sem þeim líkaði það betur eða verr.

Að monta sig af því er álíka smekklaust og að monta sig af því hvað meðlimir í kommúnistaflokkinum hafi verið margir í Sovétríkjunum og að nánast allir landsmenn kusu flokkinn.

Ritstjórn 26.08.2014
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?