Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Af hverju eftirlíf?

Norðurljós

Ég reyni oft að setja mig í spor annarra þegar kemur að trúmálum. Í einni svoleiðis tilraun var ég að reyna átta mig á ástæðum fólks fyrir því að velja ekki rökréttustu skoðunina þegar kemur að trú á guð og eftirlíf. Rökréttustu skoðunina að mínu mati, auðvitað. Mig fór að gruna að eitt af því sem heldur fólki hvað lengst í trúnni á guð er hræðslan við það að það sé bara þetta eina líf og eftir að við deyjum þá er þetta bara búið.

Af hverju ekki ég?

Þá fór ég að hugsa: Af hverju truflar þetta mig ekki? Ekki er það útaf því að mitt líf sé eitthvað betra en annað. Það er það alls ekki. En ætli ég sætti mig betur við hlutskipti mín í lífinu? Og ef það er ástæðan, hvernig stendur á því? Ætli þetta sé leit fólks að tilgang með lífinu? Skortir mig þá þann vilja?

Þetta er bara saklaus pæling. Ég er ekki viss um að margir myndu segja mér frá því að undirstaða trúar þeirra væri einungis þægindatilfinning um eftirlíf en ekki einlæg trú á einhvern guð.

Til þess að ná lengra í að skilja aðra þarf ég að negla niður mína skoðun svo ég hafi nú upphafspunkt. Ég hef oft pælt í þessum spurningum hér að ofan og ætli það sé ekki ein af ástæðunum fyrir trúleysi mínu, það að ég pæli í þessum hlutum?

Hér kemur það

Ég trúi ekki á eftirlíf. Þegar ég dey er ég allur. Ég hef þetta eina líf til þess að láta gott af mér leiða. Þannig lifi ég áfram, í minningum afkomenda, ættingja og vina, sem munu vonandi minnast mín sómasamlega.

Einnig tel ég að þekking á líffræði og stjörnufræði hjálpi til við að losna undan þörfinni fyrir eftirlíf. Ég stend mig oft að því að ímynda mér stærð alheimsins og um leið smæð mína. Með þessa heimsmynd, og dágóðum tíma fjárfest í vangaveltur um þróun lífs á jörðinni, þá hugsar maður fljótt allt öðruvísi um lífið. Ætli grundvallarmunurinn liggi ekki þar?

Ég held að þetta sé allt saman orsök þess að ég er trúlaus og laus við þörfina á eftirlíf. Sumir stökkva nú á nef sér öskra: "Þetta eru bara þín trúarbrögð!"

Ég er að minnsta kosti ekki að halda einhverju fram sem ég veit ekki, ég segi bara: ég veit það ekki.


Heimasíða höfundar

Ketill Jóelsson 08.11.2010
Flokkað undir: ( Hugvekja )

Viðbrögð


Óttar G. - 08/11/10 11:56 #

Ég hræðist ekki dauðann, í ljósi þeirrar staðreyndar að ég var dauður í milljarða ára áður en ég fæddist, og það hefur hvorki truflað mig né valdið mér minnstu óþægindum. - Mark Twain


Jón Grétar - 09/11/10 11:59 #

Þessi gæji náði heldur betur að orða það sem mér finnst um vísindi og trú. Og betur en mér mun nokkurtíman takast.

Heimurinn er ótrúlegur. Það þarf ekki trú til að vera gjörsamlega yfirtekinn af fegurðinni.

http://www.youtube.com/watch?v=r6w2M50_Xdk


Ketill Jóelsson (meðlimur í Vantrú) - 09/11/10 18:38 #

Takk fyrir þetta myndband ég mun líklega nota það meira :)


Einar S. Arason - 10/11/10 04:44 #

Áhugaverð hugleiðing hjá þér Ketill og þakka þér fyrir.

Það sem mér leiðist hjá trúmönnum er þegar þeir fara að nota guð sem hækju. Óttast dauða eða eitthvað en þurfa á guði að halda sem einhverri hækju til að fría sig.

Að sjálfsögðu þarf lífsskoðun manns gagnvart hinstu rökum tilverunnar að byggja á því sem hann trúir í fullri einlægni, en ekki einhverju sem hann á að trúa.

Þannig er það að minnsta kosti hjá mér. Ég trúi því sem mér finnst vera satt. Ég læt ekki einhvern annan segja mér hvað mér eigi að finnast.

Ætli ég sé trúaður eða vantrúaður? Vill einhver giska sem ekki veit?


ketill (meðlimur í Vantrú) - 10/11/10 04:54 #

Takk fyrir það. En ja eg vona að þessi pæling sé rétt hjá þér um að fólk trúi virkilega a guð því það trúir því en ekki vegna þess að til þess að sætta sig við dauðan þá þurfi það að trúa a eitthvað i att að guði.

En sambandi við spurninguna þína þá giska eg a að þú sért trúlaus.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.