Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

„Við erum fagfólkið“

Í Fréttablaðinu þriðjudaginn 19. október var meðal annars rætt við Halldór Reynisson, verkefnisstjóri fræðslusviðs ríkiskirkjunnar, um aðgerðir til þess að taka fyrir trúboð í skólum. Þar kom skýrt fram sú skoðun Halldórs að prestar séu færastir allra stétta til þess að sjá um sálgæslu:

Varðandi þá tillögu að fagfólk eins og sálfræðingar eigi að annast áfallahjálp í skólum frekar en prestar segir Halldór að fáir vinni eins mikið með sorg og áföll.

"Við erum fagfólkið," segir hann. "Þegar um mjög alvarleg áföll eins og dauðsföll er að ræða eru það mál sem við erum fagaðilar í. Ef það má ekki kalla okkur til að gæta að velferð barnanna er ekki verið að tryggja þeim börnum hina bestu þjónustu."

Þess má geta að í guðfræðinámi við HÍ eru í boði tvö námskeið í sálgæslu. Sálfræðingar eiga að baki 5 ára sérnám til þess að fá réttindi sem sálfræðingar.

Ritstjórn 20.10.2010
Flokkað undir: ( Kjaftæðisvaktin )

Viðbrögð


Óli Jón - 20/10/10 08:39 #

Sjálfsbirgingshætti kirkjunnar manna eru lítil takmörk sett. Þetta er sorglegt að lesa, en um leið skiljanlegt í ljósi þess að agentar Ríkiskirkjunnar finna að það er byrjað að flæða undan henni og því grípa þeir í öll hálmstrá sem gefast. Þeir vita auðvitað að best er að innræta trú í ung börn, enda býr lengi að fyrstu gerð.


Helgi Þór Gunnarsson - 20/10/10 08:54 #

Ekki gleyma félagsráðgjöfum, þar er einnig 5 ára sérnám til þess að fá réttindi.


GÖH (meðlimur í Vantrú) - 20/10/10 08:58 #

Þess má geta að sálfræðinám HÍ er mjög krefjandi 5 ára nám. Af því sem ég hef séð verður varla það sama sagt um guðfræðideildina í sama skóla. Já, ég hef kynnt mér námsefnið...

Ég veit ekki hvort sannleikskorn reynist í því en ég heyrði þessa lýsingu á "sálgæslunni" hjá þeim:

"Er ekki bara verið að lesa jobs-bók og væla?"

Mér finnst þetta vera móðgun við það góða og hæfa fólk sem hefur lagt mikið á sig til þess að verða sálfræðingar og þurfa svo að berjast við svona pseudo-fagmenn sem eru niðurgreiddir af ríkinu (en ekki sálfræðingar). Þeir ota svo sínum tota og halda að það endurspegli eftirspurn eftir þeirra þjónustu.

Á kómískan hátt sé ég þá samlíkingu að ég færi að starfa sem læknir eftir að hafa horft á Gray´s Anatomy... :)


Björn I - 20/10/10 09:25 #

Mér hefur alltaf þótt þetta skrítið og aldrei skilið hví fagmenntaðar stéttir láta vaða svona yfir lögvernduð störf sín.

GÖH : Þú getur allavega kallað þig lögverndaða starfsheitinu Tæknifræðingur hjá Reykjavíkurborg ef þú hefur lesið þér til um Bowen fræði :)

http://www.rvk.is/Portaldata/1/Resources/skjol/svid/itr/skjol/frettir/_keypis_Bowen_me_fer____Sundlaug_Vesturb_jar.pdf


Björn I - 20/10/10 09:32 #

ok... þessi vefsíða strokar út svona undirlínur þegar ýtt er á "Senda". Hægt er að nálgast pdf-skjalið með því að elta þennan link : http://www.rvk.is/desktopdefault.aspx/tabid-3695/2284_read-22688/ og smella svo á orðið "hér" aftast í greininni.

Ég lagði fram kvörtun vegna notkunar á starfsheitinu tæknifræðingur í þessu tilfelli, enda er það lögverndað starfsheiti og frekar ósmekklegt að nota það með hlutum eins og þessu Bowen dóti sem enginn skilur neitt í að mér skilst, jafnvel ekki þeir sem það stunda :)

Fréttin var leiðrétt, en pdf-skjalið ekki. Vonandi virkar linkurinn á fréttina.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 20/10/10 09:42 #

Þetta eru prestar í verkefnaleit.

Ath. til að setja inn hlekki þarf að setja < og > utan um slóðina.


Egill (meðlimur í Vantrú) - 20/10/10 14:48 #

Prestar eru ekki faglegri en það að það varð í alvöru umræða um það hvort að þeir þyrftu að fara eftir barnaverndarlögum í starfi sínu og fjölmargir þeirra voru á því að svo væri ekki. Þeim fannst þeir s.s. ekki þurfa að vinna fyrst og fremst út frá hagsmunum barna heldur eigin samvisku og trúnaði við ofbeldismenn.


Jón Steinar - 20/10/10 21:39 #

Hvernig væri að bjóða þessum miklu sérfræðingum að ganga inn í læknastéttina (sem þeir eru raunar að gera með þessu) Þeir þyrftu ekki einu sinni að fá námskeið í fyrstuhjálp. Það væri bara nóg að vera með fyrirbænaklínikk á öllum spítölum þar sem þeir geta sinnt kraftaverkum.

Þetta er nákvæmlega af sömu rökum og hitt. Hvað er svo "sálgæsla" anyhows? Hvernig fer hún fram? Að ljúga að syrgjendum að hinn látni sé í svítu á himnum? Er eitthvað annað sem felst í þessum merku klínísku fræðum?


JEJ - 21/10/10 12:29 #

Sálfræðileg hjálp á einungis að vera veitt af fagfólki og prestar eru ekki þannig fagfólk! Sálfræðileg hjálp kemur "sálinni" í þeirra skilningi ekki vitund við þar sem átt er við hugsun, tilfinningar og aðra hegðun.

Það að gráta saman og hugsa um engla og himnaríki er kannski "sálgæsla" í þeirra skilningi af sál sem er óefnisleg eining sem lifir utan líkamans og mun búa á ósýnilegum stað með ósýnilegu fólki eftir dauðann. Það er augljóslega trú og engin fræði nema ef til vill ákveðin hugmyndafræði.

Sálfræðileg hjálp er því hjálp til að takast á við tilfinningar, hugsanir og aðra hegðun og eins og fram hefur komið tekur mörg ár að læra hvernig á að gera það með faglegum hætti svo það beri raunverulegan árangur.

Þegar prestar telja sig fagmenn á slíkum vettvangi þá er það augljóslega rangt mál og ættu að skammast sín fyrir að ota sína tota þar sem hann á ekki að vera.

Sálfræðileg hjálp á nákvmælega EKKERT skilt við kristna trú!


Óli - 25/10/10 23:08 #

Ágæti sálfræðimeðferða hefur aldrei verið sannað. Það er mat hvers og eins sálfræðings hvernig best sé að takast á við einstaka mál og geta meðferðaúrræði ákveðins tilviks verið mismunandi á milli sálfræðinga. Til eru dæmi um að sálfræðimeðferðir hafi jafnvel skaðað einstaklinga í stað þess að hjálpa þeim.

Bent hefur verið á hversu lítill hluti náms guðfræðinga sé sálgæsla og það er óumdeilanlega satt. Engu að síður má líka færa það til bókar að sálfræðinám er fullt af áföngum eins og tölfræði sem tengjast ekkert sálfræðimeðferð.

Staðreyndin er sú að mikill meirihluti af starfi presta er sálgæsla. Það er mikill misskilingur ef þið haldið að prestar sitji á nærbuxunum og horfi á sjónvarpið á milli sunnudaga. Það kostar þig ekkert að mæta og spjalla við prestinn þinn og því er þjónustan opin öllum en ekki bara þeim efnameiri.

Svo er vert að benda á að þó menntun sé mikils virði þá var menntaðasta fólk landsins að vinna í bönkunum haustið 2008.

Ég er ekki hlynntur þessari tillögu sem hefur verið borin fram í Reykjavíkurborg. Ekki vegna þess að hún hafi ekki rétt á sér, heldur vegna þeirrar sprungu sem er að myndast í þjóðfélaginu á milli trúaðra annarsvegar og trúlausra hinsvegar. Þessi tillaga er bara prinsipp og mun ekki hafa nokkur áhrif á gæði menntakerfisins eða hvort börn verði fyrir áhrifum frá kristni. Ef eitthvað er mun þetta bara fela í sér aukinn kostnað þegar sent er eftir sálfræðingum trekk í trekk þegar einhver geispar golunni.


gös - 26/10/10 08:59 #

@Óli:

Engu að síður má líka færa það til bókar að sálfræðinám er fullt af áföngum eins og tölfræði sem tengjast ekkert sálfræðimeðferð.

Hér opinberar þú fáfræði þína um vísindi.

Svo að segja allar markverðar tölulegar upplýsingar sem við fáum erum unnar með tölfræði. Vísindalegar rannsóknir eru allar unnar með tölfræði. Eitt öflugasta vopnið sem hver einstaklingar getur haft til að skilja þær upplýsingar og staðhæfingar sem dynja á okkar daglega er tölfræði. Fólk sem hefur ekki tölfræðiþekkingu hefur takmarkaða hæfileika til þess að greina lygar kuklara.

Tölfræði er ekki kennd við guðfræðideild.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 26/10/10 09:43 #

Ég er ekki hlynntur þessari tillögu sem hefur verið borin fram í Reykjavíkurborg. Ekki vegna þess að hún hafi ekki rétt á sér, heldur vegna þeirrar sprungu sem er að myndast í þjóðfélaginu á milli trúaðra annarsvegar og trúlausra hinsvegar.

Sprungan myndast einmitt þegar trúaðir reyna að troða trúboði í skólana og trúlausir neyðast til að taka börn sín úr hópnum.

Það myndast engin sprunga þegar kristnir fara með börn sín í sunnudagaskólann en trúlausir með sín börn í göngutúr í Heiðmörk.


Baldvin (meðlimur í Vantrú) - 26/10/10 13:21 #

Ágæti sálfræðimeðferða hefur aldrei verið sannað.

"Aldrei verið sannað"? Ég leyfi mér að fullyrða að ágæti sálfræðimeðferða hefur verið "sannað" mun betur en ágæti sálgæslu.

Það er mat hvers og eins sálfræðings hvernig best sé að takast á við einstaka mál og geta meðferðaúrræði ákveðins tilviks verið mismunandi á milli sálfræðinga.

Vissulega eru mismunandi aðferðir notaðar af mismunandi sálfræðingum og aðferðirnar eru líka mismunandi eftir skjólstæðingum og vandkvæðum. Það er mismunandi hvað hentar hverjum fyrir sig. Það sama gildir innan læknisfræðinnar, mismunandi læknar nota mismunandi aðferðir gegn sama tilfellinu.

En varstu ekki búinn að setja allar sálfræðilegar meðferðarleiðir undir sama hatt, og segja að ekki hefði verið sannað að þær virki?

Til eru dæmi um að sálfræðimeðferðir hafi jafnvel skaðað einstaklinga í stað þess að hjálpa þeim.

"Til eru dæmi"? Til eru dæmi um að skurðaðgerðir hafi skaðað einstaklinga í stað þess að hjálpa þeim, eigum við að sleppa þeim þá? Til eru mýmörg dæmi þess að samskipti við presta hafi skaðað einstaklinga, börn og fullorðna, í stað þess að hjálpa þeim. Hverju breyta þessi dæmi?

Bent hefur verið á hversu lítill hluti náms guðfræðinga sé sálgæsla og það er óumdeilanlega satt. Engu að síður má líka færa það til bókar að sálfræðinám er fullt af áföngum eins og tölfræði sem tengjast ekkert sálfræðimeðferð.

Guðfræðingar taka átta einingar í sálgæslu, samkvæmt nýja einingakerfinu. Átta. Eftir fyrstu önnina í grunnnámi hafa sálfræðinemar tekið fleiri einingar sem snúa beint að sálfræði en guðfræðingar gera í öllu sínu 5 ára námi. Jú, vissulega er mikil áhersla lögð á tölfræði og vísindalega aðferð í sálfræðinámi, en það er gert einmitt til þess að búa sálfræðinga undir það að meta áhrifin af meðferðum sínum. Það að gera rannsóknir og koma niðurstöðum áfram og ekki síður að vera fær um að lesa og skilja niðurstöður annarra eru grundvallaratriði í því að meta hvað virkar og hvað virkar ekki.

Hvernig meta guðfræðingar áhrifin af sínu sálgæslustarfi?

Staðreyndin er sú að mikill meirihluti af starfi presta er sálgæsla. Það er mikill misskilingur ef þið haldið að prestar sitji á nærbuxunum og horfi á sjónvarpið á milli sunnudaga.

En hvað er það sem gerir þá hæfari en aðra til að sinna þessu starfi?

Það kostar þig ekkert að mæta og spjalla við prestinn þinn og því er þjónustan opin öllum en ekki bara þeim efnameiri.

Þjónustan er ekki ókeypis. Hún er greidd af ríkinu. Hvers vegna ekki að greiða fagfólki fyrir að veita slíka þjónustu? Fagfólki í geðheilbrigðismálum, ekki einhverjum sem tók einu sinni átta eininga námskeið sem byggist að stórum hluta á Jobsbók.

Ég efast ekki um það að prestar eru upp til hópa viðræðugóðir á raunastund og hjálpa fólki eftir fremsta megni. En þeir eru ekki hæfari en hver annar inn af götunni til að sinna þessu hlutverki.

Ef eitthvað er mun þetta bara fela í sér aukinn kostnað þegar sent er eftir sálfræðingum trekk í trekk þegar einhver geispar golunni.

Prestar eru hálaunamenn. Það væri hægt að draga verulega úr kostnaði við að hafa geðheilbrigðisstarfsfólk á launum við áfallahjálp og fækka í staðinn hempuklæddum atvinnugóðmennum á ofurlaunum.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.