Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Leyfið börnunum að koma til mín... ekki barnaverndar

Vandræðalegur gluggi

Aðeins 3 af 4332 tilkynningum til barnaverndaryfirvalda í Reykjavík komu frá prestum á árinu 2009. Árið 2007 voru tilkynningarnar tvær frá prestum. Nánast helmingur allra tilkynninganna komu í gegnum lögreglu sem segir meira um nálægð hennar við aðstæður barna en prestar. Á sama tíma hafa foreldrar þurft að berjast með kjafti og klóm til að vernda börnin sín gegn trúboði presta og djákna í leikskólum Reykjavíkur. Það eru engar hömlur á þeim tíma sem prestar og djáknar virðast hafa í barnatrúboð með Jesúsögum og gítarleik. Þetta er sú "lífsnauðsynlega" þjónusta sem prestar vilja ekki skera niður á meðan börn þjást af vanrækslu.

Mín skoðun er sú að ekki sé um að kenna meðvitaðri mannvonsku hjá prestum heldur þeirri samfélagslegu staðreynd að prestar eru ekki lengur í sambandi við þjóð sína. Mestur krafturinn fer í að skíra, ferma, gifta, jarða, trúboð, allskyns helgileiki og kristilegt munaðarlíf. Í þessum fílabeinsturni koma ekki nokkur vitræn samfélagsleg verkefni sem skipta máli fyrir samfélagið utan ákveðin sálusorgarverkefni. Enda sést það vel þegar ákveðnir fjölmiðlaprestar á höfuðborgarsvæðinu hlaupa í fréttatíma þegar voðaatburðir gerast til að leika fjölmiðlafulltrúa. Lengra ná ekki verkefni þeirra á 21. öld og sannarlega ná þau ekki til velferðar barna.

Allt tal um samfélagslega velferðaþjónustu kirkjunnar er ekkert annað en röfl og ýkjur um hjónanámskeið eða sunnudagaskóla. Þessar þrjár tilkynningar til barnaverndaryfirvalda bera þess merki að aðskilnaður ríkis og kirkju mun ekki hafa nein áhrif á hag barna og foreldra þeirra.

Frelsarinn 27.08.2010
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


Matti (meðlimur í Vantrú) - 27/08/10 13:19 #

Ertu semsagt að segja að ef slitið verður á samband ríkis og kirkju þurfum við ekki að hafa áhyggjur af barnaverndarmálum? Getum við strikað yfir það á stóra listanum yfir mikilvægu málunum sem ríkiskirkjan sinnir?

Ég var nefnilega farinn að hafa áhyggjur :-)


Einar E (meðlimur í Vantrú) - 27/08/10 13:42 #

Þótt að hver presturinn á fætur öðrum komi nú fram í fjölmiðlum og skrifi hverja bloggfærsluna á fætur annari þar sem orð Geirs Waage eru nánast fordæmd, að þá segir þetta allt sem segja þarf:

Aðeins 3!!! af 4332 tilkynningum til barnaverndaryfirvalda í Reykjavík komu frá prestum á árinu 2009. (Og ekki hefur hlutfallið verið betra síðustu ár)

Greinilegt að fleiri prestar deila skoðunum Geirs Waage um þagnarskylduna, þótt að þeir segji það ekki opinberlega.

Aðskilnaður ríkis og kirkju ekki seinna en strax!

5 milljarðar úr hálftómum hirslum ríkissjóðs, í þetta óhugnanlega bákn, er algjörlega óásættanlegt. Sérstaklega þegar staðan er eins og hún er í dag!


Jon Steinar - 27/08/10 23:47 #

Manni verður nú hugsað til þess hversu mikilvæg þessi stofnun er, ef henni er ekki hugað líf ef hún fær ekki 20.000 kall á ári frá hverju einasta mannsbarni hér á landi.

Ég hefði haldið a ef trúin stæði styrkum fótum í landinu, þá hefðu þeir engu að kvíða. Raunin er vafalaust önnur og þessvegna er allt þetta fár.

Svo er þetta jú ágæt og feykivelborguð innivinna fyrir iðjuleysingja, sem hafa bréf upp á að tala út í eitt án þess að segja nokkuð. Sem er kveðinn talent, sem spurning er hvort eigi að verðlauna.

Ef fimm manna fjölskylda áttar sig á því að hún hendir hundrað þúsund kalli í þetta á ári, þá held ég að komi annað hljóð í strokkinn. Svo ekki sé talað um að öll þjónusta sem þaðan er þegin er greidd sér. Gifting, skírn, ferming, greftrun og aðrar uppdiktaðar þarfir.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.