Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Úr Æviþáttum Ólafs Skúlasonar

En nú fór ég að kannast við minn gamla Geir. Hann reigði sig frekar í sæti og horfði kalt á mig og neitaði með öllu að stuðla að því, að þetta yrði ekki gert opinbert. Ég leitaðist við að benda honum á, hversu mikið tjón þetta gæti valdið kirkjunni sem hann væri þó að leitast við að þjóna. Hann svaraði stuttaralega, að kirkjan væri meira en einn maður, jafnvel þótt biskup væri. (bls. 364)

En vitanlega skiptist fólk í flokka, hvernig má annað vera? Og sárast var það fyrir eldri dóttur okkar, Guðrúnu Ebbu, sem þekkti sumar þeirra kvenna, sem hvað harðast dæmdu föður hennar í algjörri einsýni. Hún hefur alla tíð verið mikið pabba barn og breytist ekki þó árunum fjölgi. Hugur hennar var því myrkvaður vegna þessa. Ekki af því að hún efaðist um föður sinn, heldur fyrir það að konur sem hún þekkti gætu látið svona. En mikill léttir var okkur að því að börn hennar urðu ekki fyrir neinu aðkasti, ekki einu sinni að þeim væri strítt á því að eiga svona ömurlegan afa, eftir því sem fjölmiðlar tíunduðu. Hin börn mín voru sem betur fer í betra skjóli meðan á þessu gekk. Sigríður húsfrú í Hollandi og Skúli Sigurður við nám í Kaupmannahöfn. Þau sáu ekki önnur blöð en Morgunblaðið, sem var eini fjölmiðillinn, sem hélt ró sinni og glataði ekki eðlilegri yfirsýn og hlustuðu ekki á útvarp né sáu sjónvarpsmeðferð á föður þeirra. (bls. 367-368)

.

Davíð Oddsson var mjög varfærinn í þessu máli og taldi ekki sjálfgefið að ég hætti. Hann rakti ýmsa þætti með mér og dró fram atriði, sem þyrfti að gaumgæfa. Einnig þekkir hann vel takmarkað tímaþol fjölmiðla og þjóðar og taldi hann að þetta hlyti að fara að ganga yfir. Annað væri ekki hægt. Sagðist þó hafa tekið eftir því, að það væri eins og leikstjóri væri að verki og setti sífellt fram nýtt og nýtt atriði, sem héldi þessu leikriti gangandi. Harmaði hann síðan ákvörðun mína um að hverfa af vettvangi en skildi mig þó vel. (bls. 372)

Úr bókinni Ólafur biskup - Æviþættir.

Ritstjórn 24.08.2010
Flokkað undir: ( Ófleyg orð )

Viðbrögð


Halla Sverrisdóttir - 24/08/10 13:15 #

Sælir.

Ég verð að segja að þegar hér er komið sögu í þessu máli finnst mér það næstum því "overkill" að flagga textum sem þessum. Mér finnst að Vantrú ætti frekar að beina kröftum sínum að því að halda uppi gagnrýni á þá embættismenn kirkjunnar sem eru enn ofan moldu og geta - eða ættu - að svara fyrir það sem á þá er borið. Landslýð er, held ég, orðið ljóst að Ólafur Skúlason var sjúkur maður. Einkum þykir mér dóttur hans, sem af hetjuskap hefur stigið fram í þessu máli, lítill greiði gerður með því að tíunda málflutning föður hennar um þeirra samskipti, sem má telja víst að sé rangtúlkun af hans hálfu og í skársta falli sjálfsblekking sjúks huga. Það er auðvitað áhugavert sögulega séð að lesa um aðkomu Davíðs Oddssonar, en það ætti þá að vera sérkapítuli. Líklega verður ævisaga Ólafs ansi mikið í útláni á söfnum landsins næstu misserin en mér finnst óþægilegur "sensasjon"-bragur af þessari færslu.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 24/08/10 13:26 #

Já, þetta er vandmeðfarið. Ekki gleyma samt textanum um Geir Waage en nú standa öll spjót á honum.


danskurinn - 24/08/10 13:35 #

Það er náttúrulega alger sensasjón ef Davíð Oddsson var og er þátttakandi í þessari þöggun.


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 24/08/10 13:35 #

Þótt eitthvað sé óþægilegt og pínlegt þá á það að vera ástæða fyrir að hætta að tala um þetta.

Það má ekki gleyma því að ríkiskirkjan og Karl Sigurbjörnsson geta ekki beðið eftir að umfjöllun um þetta mál hætti því það á ekki gera neitt þ.e. ekki stofna sannleiksnefnd eða hvetja til neins uppgjörs vegna þessa máls.

Meðan svo er þá finnst mér ekki til neins að hætta umfjöllun um þetta mál.


Sindri G (meðlimur í Vantrú) - 24/08/10 13:55 #

Ég get skilið hvers vegna Höllu finnst sem við séum að nálgast "overkillið" í þessu máli. Þetta eru hins vegar það merkilegar tilvitnanir að það er erfitt að birta þær ekki. Ummælin um Geir sýna að honum er ekki alls varnað á öllum sviðum. Gott hjá honum að neita að stuðla að því að þetta yrði ekki gert opinbert.


Trausti (meðlimur í Vantrú) - 24/08/10 13:55 #

Ég get verið sammála Höllu að sumu leiti. Við eigum auðvitað að einbeita okkur að viðbrögðum kirkjunnar en ekki glæpnum sjálfum. Það finnast sjúkir menn allstaðar en viðbrögð stofnunarinnar eru fyrir neðan allar hellur.

Það er þó eitt sem breyskir klerkar segja okkur og það er það að kristnir eru ekkert betri eða verri menn en hverjir aðrir. Þar fór hið heilaga siðgæði.

Annars fannst mér þetta áhugaverðar færslur en ég skil hvað Halla er að meina.


Sigmundur Guðmundsson stærðfræðingur - 24/08/10 17:38 #

Það ætti einhver að endurrita þessa ömurlegu ævisögu.

Ég sting upp á því að nýr titill verði

"Leyfið börnunum að koma til mín".


Carlos - 24/08/10 20:13 #

Svo rækilega var ég búinn að afgreiða þennan kafla í undirmeðvitundinni, að ég hef gleymt því að Björn Jónsson ritaði æviþætti Ólafs Skúlasonar. Hún verður aldrei lesin nema sem vörn kynferðisbrotamanns.

Ólafur varðist af heift manns sem vissi að hann hafði öllu að tapa. Því er ekki furða, að hann leitaði til þeirra sem voru eins og hann, háttsettir embættismenn og bar þá fyrir sig um að segja ekki af sér, "því að þá rennur af stað skriða" sem ekki er hægt að stöðva. Á þennan máta brást hann við þegar ég bað hann að víkja til hliðar a.m.k. tímabundið og leyfa rannsókn.


Eva - 25/08/10 11:08 #

@Sigmundur Guðmundsson: LOLZ!


Jórunn - 26/08/10 16:01 #

Áhugaverð lesning - svo ekki sé meira sagt...

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.