Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Kjörbúðarkristni

[Guðfræði] mótmælendakirkjunnar -á 19du og 20stu öld er ekki kristin trú og á meira að segja afskaplega lítið skylt við kristna trú. Og að því marki sem hún þykist vera kristin trú er hún óheilindin uppmáluð: trúleysi í nafni trúar. Að réttu lagi er kristin kirkja ekki kjörbúð þar sem við kaupum rófur og baunir en ekki saltkjöt því okkur finnst það vont og höldum að það sé eitrað. Kristinn maður verður að trúa á allan kristin dóm: á upprisu holdsins og erfðasyndina, á himinninn og helvíti og djöfulinn sjálfan og almáttugan Guð og hans einkason. Það er allt eða ekkert, fyrr og síðar.

-Þorsteinn Gylfason

Ritstjórn 22.05.2008
Flokkað undir: ( Fleyg orð )

Viðbrögð


Teitur Atlasonq (meðlimur í Vantrú) - 22/05/08 10:10 #

Frábært. Ég hef verið að reyna að koma orðum að þessu í mörg ár... Þorsteinn var að sönnu einhver besti hugsuður siðari tíma á Íslandi.


Guðjón - 22/05/08 11:32 #

Þorsteinn auðvita rétt á því að hafa þessa skoðun, en hún hefur ekkert gildi fyrir þá sem eru henni ósammál- nútímamaðurinn er í eðli sínu neytandi líka á sviði i hugmynda og gerir nákvæmlega það sem honum þóknast- og þarf ekki frekar en aðrir neytendur að útskýra eða verja val sitt. Menn hafa tvo kosti í stöðunn - annar er kvartanir og skammir hinn er að beita ofbeld eða hvetja til ofbeldis


Matti (meðlimur í Vantrú) - 22/05/08 11:58 #

Takk fyrir að benda okkur á að Þorsteinn hafi haft rétt á því að hafa þessa skoðun.

Vertu svo vænn að sleppa þessum endalausu vísunum í ofbeldi þegar það á ekki við. Þetta er hugarburður þinn og á ekki heima í öllum athugasemdum þínum hér. Haltu þig vinsamlegast við umræðuefnið.


Guðjón - 22/05/08 12:34 #

Matti: Þakka þér fyrir ábendinguna- það var alls ekki ætlun mín að gefa á nokkurn hátt í skyn að þú eða Þorsteinn væruð hlyntir ofbeldi- Ég var einfaldlega að benda á engin maður er þess umkominn að hugsa fyrir aðra- fólk ræður því sjálft hverjum það tekur mark á og hverjum ekki- Ef fólk vill hræra saman alls lags hugmyndum sem stangast innbyrðis á s.s. endurholdgun og spírítisma annas vega og krisni hins vegar en vera samt í þjóðkirkunni þá er það allt í lagi- Við berum fyrst og fremst ábyrð á okkur sjálfum.


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 22/05/08 13:22 #

Þorsteinn kallar guðfræði mótmælendakirkjunnar á 19. og 20. öld óheilindin uppmáluð, og það með réttu.

Þjóðkirkjan er ríkisfyrirtæki, rekin af almannafé og starfsmenn hennar opinberir starfsmenn. Því er fráleitt að álíta um eitthvað einkamál fólks að ræða. Hræsni og óheilindi opinberrar stofnunar varðar okkur öll. Hún er óþolandi, ósæmandi og ólíðandi, Íslendingum öllum til skammar.


Guðjón - 22/05/08 14:00 #

Það er vissulega rétta að þjóðkirkjufyrirkomulagið er ekkert einkamál- En þetta er málefni sem alþingi þarf að afgreiða. Ég held reyndar að þjóðkirkan bjóði fólki þar sem það vill- og sú starfsemi sem hún stendur fyrir sé allmennt í lagi - almenningur er ekkert sérlega upptekin af guðfræði, enda getur fólk tekið þátt fullkomlega á sínum forsendum. Ef félagar í vantrú hefðu geð í sér til þess að gagna í þjóðkirkjuna gætu þeir það vel.


Hanna Lára - 22/05/08 14:38 #

Tímabært er fyrir stjórnvöld, að fara yfir lagalegan grunn á réttmæti þess að reka þjóðkirkju. Vel má hugsa sér að fá óvilhalla (erlenda) aðila til að skoða hvort það fari saman: trúfrelsi og ríkisrekin kristin kirkja, meðan aðrir trúarsöfnuðir reka sig nokkurn veginn sjálfir. Mér sýnist 62. grein VI. kafla stangast á við 65. grein VII. kafla stjórnarskrárinnar; Annars vegar kveður hún á um að ríkisvaldið SKULI fjármagna þjóðkirkju, en hins vegar séu allir jafnir fyrir lögum án tillits til trúarbragða. Hvernig er þá hægt að sætta sig við að skattborgarar fjármagni eina tegund trúarbragða umfram aðra? Þegar svona er spurt kveður venjulega við þann tón að kirkjan sé hér, hefðarinnar vegna; hún veiti nauðsynlega þjónustu og svo í lokin byrjar karpið um eignir hennar. Þá spyr ég á móti: Er hefð alltaf réttlæting hegðunar? Má ekki kaupa þjónustu, af því tagi sem prestar veita, annars staðar? (Hvað varð annars um frelsið á þeim viðskiptum samfélagsins?) Hvernig eignaðist kirkjan jarðir og húsakost? Eru kirkjunnar menn stoltir af þeim sögulegu staðreyndum? (Hugsanleg undantekning: Strandarkirkja, sem varð rík af áheitum.) Ég heiti á stjórnmálamenn að beita sér fyrir tafarlausum aðskilnaði ríkis og kirkju. Ég heiti einnig á yfirmenn menntamála að beita sér fyrir þeim breytingum sem rætt var um að yrðu á aðalnámskrá grunnskóla; Ég get ekki skrifað undir að ´kristilegt siðgæði' sé mínu eða annarra siðgæði betra.


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 22/05/08 15:13 #

Það er verið að breyta "kristilegu siðgæði" í "...starfshættir skulu mótast af "kristinni arfleifð íslenskrar menningar" sem okkur finnst algerlega óásættanlegt þar sem um er að ræða óljósa og alltof víða skilgreiningu.

Með þessu ákvæði getur kirkjan réttlætt trúboð en það gengur í mótsögn við lögin sjálf. Þannig að þetta er alger vitleysa auk þess útilokar annan menningar arf sbr. heiðna.

Það er stundum ekki heil brú í því sem kjörnir fulltrúar okkar taka sér fyrir hendur.


Haukur Ísleifsson (meðlimur í Vantrú) - 22/05/08 21:29 #

Ef þjóðkirkjan er að vinna gott og þarft starf þá ætti það að geta staðið undir sér án ríkisstyrkja.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.