Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

„Styrkur“ frammi fyrir „erfiðum ákvörðunum“

Í Fréttablaðinu í gær (s. 4) er vitnað í Tony Blair, sem segist hafa hikað við „að tala opinberlega um trú“ á meðan hann var forsætisráðherra, en trúin hafi engu að síður „skipt sig gífurlega miklu máli.“ hik hans hafi verið vegna þess að hann telji kjósendur ella hefðu talið sig „eitthvað ruglaðan.“ Einmitt!

Blair „segir að trúin hafi hins vegar gefið sér styrk til að standast álagið sem fylgdi því að taka erfiðar ákvarðanir.“

Hvað þýðir það? Jú, á meðan hann tók sumar af óvinsælustu ákvörðunum stjórnarferils síns, svo sem um stórfelldan niðurskurð í heilbrigðiskerfinu, póstþjónustunni og velferðarkerfinu -- að ógleymdu ákveðnu stríði í Mið-Austurlöndum, sem sér ekki fyrir endann á, hefur kostað ótölulegan fjölda mannslífa og versnar bara og versnar -- þá leitaði hann í trúna.

Í staðinn fyrir að hlusta á raddir skynseminnar hlustaði hann á rödd óskynseminnar. Í staðinn fyrir að fara eftir því sem honum vitrari menn ráðlögðu honum, þá fór hann eftir því sem hentaði hagsmunum hans og klíku í kring um hann, og réttlætti það fyrir sjálfum sér með því að „ræða við guð“ og fá samþykki „guðs“ fyrir þessum óvinsælu ákvörðunum.

Hver þarf að óttast óvinsældir þegar guð er með í liði? Hver þarf röklega réttlætingu þegar hann hefur guðlega réttlætingu?

Það getur verið stórvarasamt þegar stjórnmálamenn láta trú réttlæta verk sín, þótt þeir þegi um það.

Vésteinn Valgarðsson 27.11.2007
Flokkað undir: ( Stjórnmál og trú )

Viðbrögð


Haukur Ísleifsson - 27/11/07 10:14 #

"Ég og Guð, það er meirihlutinn." Þetta lýsir hugsunarhætti þessara nöttara.


Flosi - 27/11/07 12:05 #

er ekki dálítið öfugsnúið að halda því fram að Tony Blair hafi skorið niður framlög til heilbrigðisþjónustunnar þegar allir flokkar í Bretlandi eru sammála um að hann hafi aukið þau - þó sumir haldi því fram að það hafi ekki skilað sér!


Vésteinn Valgarðsson (meðlimur í Vantrú) - 27/11/07 15:56 #

Ég sagði ekki niðurskurð í framlögum, heldur í kerfinu. Uppsagnir og ýmis misskilin "hagræðing" sem kemur niður á þjónustunni án þess endilega að minnka kostnaðinn mikið. En það er nú ekki issjúið með greininni...


Loki Lauf - 27/11/07 23:17 #

Ekki skrýtið að honum og George W. Bush hafi líkað svona vel við hvorn annann enda báðiðr einstaklingar augljóslega haldnir þessum stórhættulega geðsjúkdóm


Magnús - 28/11/07 00:25 #

"Óþarft er auðvitað að láta þess háttar nöldur ná til sín, svo fráleitt sem það er." http://www.forsaetisraduneyti.is/radherra/raedur-og-greinar/nr/1162


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 28/11/07 03:13 #

Loki, því miður er þetta ekki geðsjúkdómur, þeir hafa ekki slíkt sér til afsökunar. Báðir kjósa þeir að ganga með geðsýkislegar hugmyndir og slökkva á gagnrýninni hugsun sinni þegar kemur að þessum málaflokki.


Haukur Ísleifsson - 28/11/07 10:30 #

Þeir hafa enga afsökun.


Siggi Óla - 28/11/07 12:26 #

Það setur að mannni hroll þegar valdamestu menn heimsins tala á þessum nótum og réttlæta sig með trúnni. Því sá sem leitar og spyr er ekki hættulegur, en sá sem veit sannleikann og hefur hann í liði með sér er stórhættulegur.


LegoPanda@gmail.com (meðlimur í Vantrú) - 28/11/07 13:09 #

Og enn fá stjórnmálamenn aumkun fyrir það að tala opinberlega um persónulegar trúarskoðanir. Greyið hann Blair.


mofi - 28/11/07 16:53 #

Afhverju ætti trúin á Guð að auðvelda mönnum að gera það sem jafnvel vantrúðum finnst vera slæmt? Guð Biblíunnar að minnsta kosti skipar okkur að elska náungann og vera góður við þá sem eru undir í þjóðfélaginu og að fyrir öll vond verk verði hann að svara fyrir Guði þegar að því kemur. Vantrúar aðilinn hefur aðeins sína eigin sjálfselsku til að leiðbeina sér svo afhverju ætti eitthvað gott að koma út úr því? Vægast sagt brengluð færsla hjá þér Vésteinn í þetta skiptið.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 28/11/07 17:40 #

Hvað meinarður með "jafnvel vantrúuðum"? Hefurðu ekkert lært af öllu þessu lestri hér?


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 28/11/07 17:41 #

Vantrúar aðilinn hefur aðeins sína eigin sjálfselsku til að leiðbeina sér svo afhverju ætti eitthvað gott að koma út úr því?

Nei, þú hefur ekkert lært.


Sigurður Karl Lúðvíksson - 28/11/07 18:13 #

Mofi trúir ekki á þróunarkenninguna og veit því ekki hvað sjálfsprottið skipulag er, en það er einmitt grundvöllur þess að maðurinn hegðar sér vel, reciprocal altruism og prisoner dilemma eru mikilvægar hugmyndir þar. Þar sem hann skilur ekki og mun sennilega aldrei skilja sjálsprottið skipulag er ekki líklegt að hann muni nokkurn tímann átta sig á því að hann er góður af því að hann er afsprengi þróunar, ekki af því að einhver meintur himnadraugur ákvað það. Hann getur ekki lært af skrifum hér af því að hann skilur einfaldlega ekki tungumálið. Hans heimsýn snýst öll um kerfi sem er hannað ofan frá og niður.


Vésteinn Valgarðsson (meðlimur í Vantrú) - 28/11/07 18:35 #

Mofi, ég hef ekki annað um gagnrýni þína að segja en að mér finnst það síst vera last að þér finnist hún vera brengluð.


Haukur Ísleifsson - 28/11/07 19:21 #

Mofi ég ætla að kynna þig fyrir einu góðu hugtaki sem hefur hjálpað mér mjög mikið. Samviska, það er að gera það sem er gott að gera af því bara.


Flosi - 29/11/07 10:56 #

Þessi froðukomment stjórnmálamanna (og annarra) um trú og trúmál eru afar þreytandi og yfirleitt skín hræsnin vel í gegn. Skemmst er þess að minnast er núverandi forseti lýðveldisins lýsti því yfir að trúin skipaði lítinn sess í hans lífi. Mikil var hneykslunin og maðurinn átti fullt í fangi með að draga þetta til baka enda leit út fyrir að þetta gæti minnkað möguleika hans á forsetakjöri. Eins og þið hafið oft bent á hér á síðunni þá virðist vera bannað að gagnrýna trúna eða lýsa yfir trúleysi.


mofi - 29/11/07 17:15 #

Einhvern veginn virðist þið eiga erfitt með að skilja þessa gangrýni mína, kannski af því þið viljið ekki skilja hana eða viðurkenna hana. Þegar kemur að því að velja milli góðs og ills þá hafið þið aðeins ykkar eigin langanir til að leiðbeina ykkur. Þið hafið ekkert sem segir að eitthvað sé rangt því að þið skilgreinið það sjálfir. Afhverju var rangt af Hitler að drepa gyðinga ef hann hélt að það myndi hraða á þróuninni og þar af leiðandi betra fyrir mannkynið í heild sinni?

Afhverju eru síðan kristnir almennt á móti fóstureyðingum en guðleysingjar vanalega fylgjandi? Í þessu er ég bara mjög forvitinn að vita afhverju þetta er því það er mér ráðgáta.


Haukur Ísleifsson - 29/11/07 22:21 #

Það að vera á móti því að drepa fólk er einhvað það rótgrónasta gildi sem maðurinn trúir á. Það þarf engin trúarbrögð til þess. Fólk hefur (flest) það sem kallast samvisku. Samviska flestra er þannig gerð að þeir vilja ekki gera það sem við myndum segja að væri rangt. Það þarf ekki að koma að því einhver æðri máttur. Þetta er mannlegt eðli.


Andri Snæbjörnsson - 29/11/07 23:06 #

Það er samt visst sannleikskorn í afvegaleiddum hugmyndum mofa um gott og illt; Það er að vissu leyti af sjálfselsku sem við hegðum okkur skikkanlega, hvort sem við gerum okkur grein fyrir því eða ekki. Mistökin felast í því að líta á sjálfselsku af því taginu sem eitthvað óæðra hugtak.

Hjá öllum þeim sem hafa ímyndunarafl til þess að sjá orsök og afleiðingu af verkum sínum er það augljóst mál að það er vont að drepa einfaldlega af því það kemur á endanum niður á sjálfum manni. Manneskjur hegða sér af kurteisi við hvora aðra til þess að geta átt von á samvinnu frá öðrum.

Þeir sem hegða sér á vissan "siðmenntaðan" hátt eiga ef til vill meiri möguleika í nútíma samfélagi. Einnig bendir viss hegðun til þess að viðkomandi geti verið góð(ur) eiginmaður/kona og ýmislegt slíkt.

Það má kalla þetta "sjálfselsku" en þetta er líka svo miklu meira en það. Sjálfur aðhyllist ég upplýsta "sjálfselsku" af þessu tagi þar sem ég streitist við að afla mér velvildar frá því fólki sem ég vil helst eiga saman við að sælda... tjahh eða því fólki sem ég verð nauðsynlega að umgangast. Kannski má kalla þetta jákvæða langtíma sjálfselsku öfugt við þessa venjulegu sjálfselsku sem oft er bendluð við peningagræðgi, valdafíkn og slíkt.

Þegar öllu er á botninn hvolft, er það rangt að elska sjálfan sig?


LindaThor - 29/11/07 23:35 #

Mofi skrifar: "Afhverju eru síðan kristnir almennt á móti fóstureyðingum en guðleysingjar vanalega fylgjandi?"

Góð spurning... Af hverju eru trúlausir almennt á móti dauðarefsingum en kristnir vanalega fylgjandi?


Haukur Ísleifsson - 30/11/07 01:23 #

Kanski á gráu svæði að halda því fram að kristnir séu fylgjandi DP.


mofi - 30/11/07 12:52 #

Góð spurning... Af hverju eru trúlausir almennt á móti dauðarefsingum en kristnir vanalega fylgjandi?

Eins og bent var á þá eru kristnir ekki almennt hlynntir dauðarefsingum. Spurningin er aftur á móti mjög góð, afhverju eru guðlausir almennt á móti dauðarefsingum en samt fylgjandi fóstureyðingum... Það hljóta einhverjir meðlima Val-Vantrúar að geta varpað einhverju ljósi á þessar tvær spurningar.


mofi - 30/11/07 12:54 #

Það er samt visst sannleikskorn í afvegaleiddum hugmyndum mofa um gott og illt; Það er að vissu leyti af sjálfselsku sem við hegðum okkur skikkanlega, hvort sem við gerum okkur grein fyrir því eða ekki. Mistökin felast í því að líta á sjálfselsku af því taginu sem eitthvað óæðra hugtak.

Ef meirihlutinn kemst að þeirri niðurstöðu að það væri best fyrir þjóðfélagið að allir þroskaheftir og geðveikir væru drepnir svo þeir taka ekki peninga frá okkur og halda áfram að búa til meira af þannig fólki. Hvaða afstöðu myndi hinn týpíski Vantrúar meðlimur hafa í þessari ímynduðu stöðu?


Hjalti - 30/11/07 15:45 #

Frábært innlegg hjá mofi. Hann er frískur andvari hérna ásamt Lárus P.


Andri Snæbjörnsson - 30/11/07 16:32 #

Þú fyrirgefur mofi minn kæri en ég sé ekkert samhengi á milli orða þinna og textans sem þú ert að vitna í.

Það eina sem ég get sagt er að þú ert að lýsa samfélagi sem var við lýði hér á landi fyrr á öldum... rammkristnu samfélagi.


Haukur Ísleifsson - 30/11/07 17:38 #

Mofi Þó hugmynd þín sé náttúrulega geðveikisleg þá myndi ég stiðja aðeins dubbaða útgáfu af henni. Það er skipulega ræktun til útrýmingar alvarlegurstu fötlunum og geðkvillum.


Bjarki Jóhannesson - 04/12/07 12:32 #

Skemmtileg umraeda, hérna er smá tölfraedi um skodun fólks á DP:

http://www.deathpenaltyinfo.org/article.php?scid=23&did=1266

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.