Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Kompás vs. Karl biskup

Æðsti biskup Þjóðkirkjunnar skrifaði fréttaþættinum Kompási bréf (1,4 MB *.pdf) þar sem hann kvartar yfir umfjöllun um Þjóðkirkjuna í þætti um trúarlíf á Íslandi. Kristins Hrafnsson, fréttamaður, svaraði (482kB *.pdf) bréfi Karls.

Ritstjórn 08.03.2007
Flokkað undir: ( Vísun )

Viðbrögð


khomeni (meðlimur í Vantrú) - 08/03/07 08:41 #

Að mínu mati eitthvað magnaðasta svarbréf síðari ára. -Verður í minnum haft.

Höfundurinn er augljóslega eldklár.


Árni Árnason - 08/03/07 12:07 #

Viðbrögð hins háheilaga Biskups eru að vissu leyti skiljanleg þó að vitlaus séu. Biskupinn og reyndar kirkjan öll hafa átt því láni að fagna á liðnum öldum, og allt fram á okkar daga sem nú lifum, að það hefur einfaldlega ekki þótt við hæfi að gagnrýna þau opinberlega. Það hefur verið tabú að finna eitthvað athugavert við starfsemi ríkiskirkjunnar. Það hlýtur því að vera ákveðið áfall fyrir Biskupinn og aðra ríkistrúarstarfsmenn þegar opinská og óvægin umræða þykir orðið sjálfsögð og eðlileg.

Kirkjan hefur í gegn um tíðina fengið að fljóta í skjóli hefðarinnar.

Nú er einfaldlega kominn sá tími að háheilagleikinn er að sverfast af kirkjunni og það þykir ekki lengur tiltökumál að ræða málefni hennar án hjárænu. Kirkjan þarf að fara að svara fyrir sig, og það getur hún einfaldlega ekki af neinu viti. Síðasta kynslóðin sem stóð þétt að baki sinnar kirkju er nú sem óðast að hverfa undir græna torfu, og án þeirrar skjaldborgar er eina vörn kirkjunnar að höfða til aumingjagæsku okkar og skæla yfir málfrelsinu.


Aiwaz (meðlimur í Vantrú) - 08/03/07 12:27 #

Kristinn jarðar biskoppinn. Þetta er honum og Kompásþættinum til mikils sóma. Stórglæsilegt svar.


khomeni (meðlimur í Vantrú) - 08/03/07 13:54 #

Kannski er við hæfi að hætta að tala um "Þjóðkirkjuna" eða "Ríkiskirkjuna" heldur tala alltaf um "stærsta trúfélagið". ég held að baráttan gegn ríkisvæðingu stærsta trúfélagsins þurfi að heyja með nýjum hugtökum.

ég meina, Stærsta trúfélagið gerir þetta. Eru þau ekki hætt við að tala um "trúboð" og kallað það "vinaleið". þetta sagði barasta hún Jóna Hrönn á fundinum fræga.

Þjóðkirkjan virðist oft skáka í því skjólinu að fólk fatti ekki að hún er trúfélag eins og hin rúmlega 30 trúfélög sem starfa hérlendis. Ég hef á tilfinningunni að stærsta trúfélagð, Þjóðkirkjan vilji vera mengi utan um öll hin trúfélögin. Að allt eigi að rúmast innan vébanda hennar. Jafnvel önnur trúfélög. Vinaleiðin er prýðilegt dæmi um þetta.

-Óskapleg óvirðing gagnvart trú 20% þjóðarinnar.


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 08/03/07 15:05 #

Kristinn hrekur allar ákúrur biskups, lið fyrir lið, með góðum rökum og sannfærandi dæmum. Hressandi að sjá svo kjarnyrtan mann svara biskupi án allrar helgislepju.

Ekki batnar staða kirkjunnar við þennan biskupsleik. Biskup er bersýnilega í uppnámi. Skólabörn eru eitraða peðið í þessu tafli sem kirkjan lét glepjast af með sinni Vinaleið. Versti afleikur hennar á síðari tímum.


Maze - 08/03/07 15:31 #

Enginn verður óbarinn biskup, eða hvað?


Þorbjörn Hlynur Árnason - 08/03/07 18:48 #

´Fréttamaður Kompáss hrekur ekki eitt né neitt. Umfjöllun um þjóðkirkjuna í nefndum þætti var of bundin af því sem mætti kalla - nú skulum við taka á stóra bróður - Algjörlega skorti á hlutlægu umfjöllun í þætti þeim er biskup gerði að umtalsefni. Því miður er íslensk fjölmiðlavinna oft slök.


Þorbjörn Hlynur Árnason - 08/03/07 18:54 #

Skrifendur á þessari síðu ættu að temja sér að tala ekki niður til fólks, líkt og sér dæmi um hér. Biskup íslands er einfaldlega að bregðast við Kompásþætti sem var ekki vel unninn: sá er ábyrgð ber á þættinum fer mikinn á móti, veit allt best - birtir sig síðan afar fákunnandi og leyfir sér að tala niður til biskupsins. Kv. Þorbjörn Hlynur Árnason


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 08/03/07 18:55 #

Fákunnandi? Geturðu tekið einhver dæmi til skýringar?


Þorbjörn Hlynur Árnason - 08/03/07 18:56 #

Skrifendur á þessari síðu ættu að temja sér að tala ekki niður til fólks, líkt og sér dæmi um hér. Biskup íslands er einfaldlega að bregðast við Kompásþætti sem var ekki vel unninn: sá er ábyrgð ber á þættinum fer mikinn á móti, veit allt best - birtir sig síðan afar fákunnandi og leyfir sér að tala niður til biskupsins. Kv. Þorbjörn Hlynur Árnason


Þorbjörn Hlynur Árnason - 08/03/07 19:04 #

Ég get sagt að efnistök fréttamannsins í nefndum Kopásþætti um almenna stöðu kirkjunnar í íslensku samfélagi voru afar slök; enn og aftur var farið með fleiprið um ríkispeninga til kirkju. Sóknargjöld er þjóðkirkjusöfnuðir fá - líkt og önnur trúfélög- eru félagsgald fólks til kirkju sinnar.

Kv,ÞHÁ


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 08/03/07 19:12 #

Ríkiskirkjan fær nú meira en bara félagsgjaldið.


Þorbjörn Hlynur Árnason - 08/03/07 19:20 #

Íslensk þjóðkirkja er ekki ríkiskirkja. Og það eina sem fær hún fær meira en önnur trúfélög er framlag í jöfnunarsjóð kirkna- um það bil 300 milljónir króna. Þessir peningar fara í varðveislu menningarminja, endurgerð á kirkjum vítt um landið, stuðning við Hjálparstarf kikjunnar, svo eitthvað sé nú nefnt. Kv. ÞHÁ


Viddi - 08/03/07 19:40 #

Þjóðkirkjan fær líka mun meira en bara peningalega aðstoð.

En það lýsir sér alveg fyrir málstað kirkjunnar manna að fara í hártoganir með skilgreiningar og nöfn. Það skiptir nákvæmlega engu hvort að þú kallir þetta ríkis eða þjóðkirkju, núverandi staða kirkjunnar verður alltaf með öllu óréttlætanleg.

Nú væri alveg tilvalið að styðja sínar fullyrðingar með dæmum eða rökum Hr. Þorbjörn.


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 08/03/07 19:48 #

Þorbjörn, það er út í hött að halda því fram að það eina sem Þjóðkirkjan fái meira en önnur trúfélög frá ríkunu sé framlag í jöfnunarsjóð sókna. Hvað með kirkjumálasjóð? Hvað með Kristnisjóð? Hvað með peninginn sem ríkið borgar henni vegna þjóðkirkjulaganna frá 1997? (ég veit vel að þú munt réttlæta það með kirkjujörðunum, en það breytir því ekki að þarna er Þjóðkirkjan að fá greiðslur aukalega).

Samkvæmt lögum um sóknargjöld og fleira er þetta hlutverk jöfnunarsjóðs sókna (ekki kirkna):

a. Að veita styrki til þeirra kirkna sem sérstöðu hafa umfram aðrar sóknarkirkjur. [engurgerð á kirkjum er líklega hér - HRÓ] b. Að leitast við að jafna aðstöðu og styrkja sóknir þar sem lögmæltar tekjur skv. 2. gr. laga þessara nægja ekki fyrir nauðsynlegum útgjöldum að dómi sóknarnefndar og sóknarprests og að fenginni umsögn héraðsnefndar.
c. Að auðvelda stofnun sókna í nýjum byggðahverfum.
d. Að styrkja kirkjulega félags- og menningarstarfsemi.

Af hverju fá önnur trúfélög ekki pening til þess að auðvelda stofnun "sókna" í nýjum byggðarhverfum?


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 08/03/07 19:49 #

Íslensk þjóðkirkja er ekki ríkiskirkja.

Það er náttúrulega skilgreinigaratriði. Ég (og tveir fyrrverandi kirkjumálaráðherrar eins og Kristinn bendir á) leyfi mér að kalla þá kirkju ríkiskirkju sem ríkið er skuldbundið til þess að vernda og styðja.


khomeni (meðlimur í Vantrú) - 08/03/07 19:50 #

Í mínum huga er fáránlegt að stærsta trúfélag landsins skuli njóta sérréttinda umfram önnur trúfélög. Þessar 300 miljónir sem þú nefnir er 300 miljónum of mikið. Hvað á eitt trúfélag með það að gera að varðveita menningarmenjar? Auðvitað á þetta trúfélag að standa straum af viðhaldi á eigin kirkum. Auðvitað. -Auðvitað! -AUÐVITAÐ!.

-Sér enginn meðlimur í stærsta trúfelaginu þennan órétt?

Æðsti embættismaður stærsta trúfélagsins er einfaldlega ekki vanur að vera gagnrýndur. Hann veit ekkert í hvern fótinn hann á að stíga blessaður.

Þorbjörn Hlynur! Sástu svarbréf yfirmanns stærsta trúfélagsins? Hann með með himinninn sem bakgrunn á bréfsefninu!!

-Það mætti segja að hann skrifaði þetta bréf í skýin.


Hjalti Rúnar Ómarsson (meðlimur í Vantrú) - 08/03/07 19:54 #

Sóknargjöld er þjóðkirkjusöfnuðir fá - líkt og önnur trúfélög- eru félagsgald fólks til kirkju sinnar.

Ertu þá sammála því að það ætti ekki að borga þessi félagsgjöld til Háskóla Íslands fyrir fólk sem er ekki skráð í skráð trúfélög?


Þorbjörn Hlynur Árnason - 08/03/07 20:16 #

Þakka góð viðbrögð við orðum mínum. Varðandi fjölmiðla, og aðra umfjöllun um kirkjuleg efni; án þess að ég ráðist á æru alls fjölmiðlafólks: þá treysti ég mér til að segja þetta. Þegar ég var biskupsritari, á milli 1990 og 1995, og bar hita og þunga af samskiptum við fjölmiðla, þá þótt mér oft að meiri munur væri á milli getu BBC og okkar fólks, annars vegar, og Liverpool og KR hins vegar. Kv. ÞHÁ


Vésteinn Valgarðsson (meðlimur í Vantrú) - 08/03/07 20:44 #

khomeini -- Geir Waage í Reykholti sagðist vilja aðskilnað ríkis og kirkju í Morgunblaðinu 1997.


khomeni (meðlimur í Vantrú) - 08/03/07 20:49 #

Eru s.s vandræði kirkjunnar fjölmiðlum að kenna? Stöðug og viðvarandi fækkun í stærsta trúfélaginu. Er vandræðagangurinn í kringum Vinaleið fjölmiðlum að kenna? Já og hneykslismálin?

Þótt að Kompáss sé ekki "60 minutes" þá er ég handviss um að langflestir sem hafa horft á þáttinn hugsa -loksins, loksins alvöru fréttaskýringaþáttur. Ég held að almenningur deili ekki með þér skoðun þinni að Kompás sé eitthvað þriðjudeildar lið.

Ég held að núna í fyrsta skiptið í Íslandssögunni fær æðsti maður stærsta trúfélagnsins ekki silkihanskameðferð eins og hann hefur verið vanur. Fólk ber að ég held ekki sömu virðingu fyrir embætti hans eins og fyrir 5-10 árum. Kristinn Hrafnsson hefur ritað nafn sitt í sögubækur framtíðar með framgöngu sinni.

-o-o-o-o-

Að öðru og óskildu: þar sem þú ert prestur hef ég áhuga á að vita hvað þér finnst um tillögu Séra Baldurs í Þorlákshöfn um að stærsta trúfélagið undirgangist undir páfann í Róm. :)


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 08/03/07 23:57 #

Fullyrt var að þáttagerðarmaðurinn sem fjallaði um Þjóðkirkjuna í Kompási sé fákunnandi. Skýringa var óskað. Þá kom fullyrðing um fleipur þegar kemur að fjárstreymi frá ríki til kirkju, hún fái aðeins sóknargjöld sín eins og aðrir söfnuðir.

Þetta hefur nú verið hrakið. Eftir stendur fullyrðing um fákunnáttu Kristins Hrafnssonar án nokkurra haldbærra dæma, aðeins er migið yfir íslenska fjölmiðla almennt og þeir bornir saman við BBC.

Ég spyr aftur: Ertu með dæmi um fákunnáttu Kristins Hrafnssonar, Þorbjörn Hlynur?


Árni Árnason - 09/03/07 14:12 #

Viðbrögð Þorbjörns Hlyns eru alveg í takt við viðbrögð biskups, enda tilheyrir hann hópi ríkistrúarstarfsmanna eins og biskupinn.

Meiripartur skrifa þeirra gengur út á orðaval og einhvern tittlingaskít.

Hlynur virðist eiga erfitt með að sætta sig við að Biskupinn er bara maður af holdi og blóði rétt eins og við hin en hvorki guð eða hálfguð, biskupinn er bara embættiskall, sem aðrir kallar komu í embætti sem einhverjir aðrir kallar stofnuðu á meðan þjóðin gat ekki á heilli sér tekið, eða gert ærlegt handtak fyrir guðsótta og linnulausu bænakvaki sínkt og heilagt. Hann á enfremur erfitt með að sætta sig við að kirkjan er ekki hótinu merkilegri stofnun en Kiwanis eða Þjóðdansafélagið. Kominn tími til að vakna strákar, Hlynur og Kalli, ef menn eru ekki sérlega háir í loftinu, verða þeir að standa á stalli ef þeir vilja ekki láta tala niður til sín. Stallurinn er farinn, og nú er bara að læra sjómannamál, góða kjarnyrta íslensku og hætta þessu væli: Vondir fjölmiðlar uuuuhuuuuuuhuuu, snökt snökt.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 09/03/07 18:26 #

Á ég að trúa því að Þorbjörn Hlynur ætli að láta sig hverfa á þessum tímapunkti umræðunnar? Hann á eftir að svara hér fyrir fullyrðingar sínar um fákunnáttu Kristins Hrafnssonar.

Hvar ertu Þorbjörn?

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.