Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Nálarauga trúarinnar

Nýlega gáfu mormónatrúboðar mér Mormónabók. Bókin er full af vit- og staðleysum, er afskaplega fjarstæðukennd og guðinn í bókinni er alger hálfviti. Minnir mann svolítið á biblíuna, trúarrit kristinna manna. Þrátt fyrir þessi líkindi er Mormónabók ekki “innblásin” í þeirra augum. Af öllum þeim þúsundum trúarrita í heiminum, öll óaðgreinanleg í vitleysunum, er bara biblían og nokkur aukarit hennar sérstaklega innblásin af guði í augum kristinna manna.

Þegar hópur trúmanna á annall.is var beðinn um að útskýra hvers vegna í ósköpunum þeir litu svo á að biblían væri undantekningin kom í ljós að lítið var um rök. Presturinn Skúli sagði til dæmis að ástæðan væri sú að hann hefði alist upp við hana! Það þarf varla að eyða orðum í þannig vitleysu. En kirkjunnar menn staðnæmast ekki þarna, heldur virðist biblían ekki öll vera innblásin. Ef við kíkjum til dæmis á kvöldlestur Þjóðkirkjunnar fyrir gærdaginn þá átti að lesa vers 1-3a og 5 í 14. kafla Opinberunarbók Jóhannesar, bók sem fjallar um heimsendi. Það sem er undarlegt við kvöldlesturinn er að það vantar eitt og hálft vers þarna inn á milli, kíkjum á kvöldlesturinn og það sem vantar.

Opinberunarbókin 14:1-5
Enn sá ég sýn: Lambið stóð á Síonfjalli og með því hundrað fjörutíu og fjórar þúsundir, sem höfðu nafn þess og nafn föður þess skrifað á ennum sér. Og ég heyrði rödd af himni sem nið margra vatna og sem gný mikillar þrumu, og röddin, sem ég heyrði, var eins og hörpuhljómur hörpuleikara, sem slá hörpur sínar. Og þeir syngja nýjan söng frammi fyrir hásætinu og frammi fyrir verunum fjórum og öldungunum. Og enginn gat numið sönginn nema þær hundrað fjörutíu og fjórar þúsundir, þeir sem út eru leystir frá jörðunni. Þetta eru þeir, sem ekki hafa saurgast með konum, því að þeir eru sem meyjar. Þeir fylgja lambinu hvert sem það fer. Þeir voru leystir út úr hóp mannanna, frumgróði handa Guði og handa lambinu. Og í munni þeirra var enga lygi að finna, þeir eru lýtalausir.

Hvers vegna ætli kirkjan sleppi þessu rauða? Í fimmta versi er talað um að þeir séu lýtalausir, það hlýtur að vísa meðal annars til þess að þeir hafi ekki “saurgast með konum”. Ætli þetta eina og hálfa vers séu ekki innblásin? Eins grunar mig að klerkarnir séu á þeirri skoðun að sálmur 137, þar sem sálmaskáldið óskar þess að ungbörn Babýloníumanna sé slegið við stein sé innblásið. Hvernig þeir átta sig á því hvað er innblásið og hvað ekki er alveg jafn dularfullt og hvernig þeir átta sig á innblæstri biblíunnar. Skoðun guðs virðist vera algjört smekksatriði og aðeins nokkrir kaflar í örfáum trúarbókum virðast sleppa í gegnum nálarauga trúmanna.

Hjalti Rúnar Ómarsson 29.12.2005
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


urta (meðlimur í Vantrú) - 29/12/05 14:27 #

"Presturinn Skúli sagði til dæmis að ástæðan væri sú að hann hefði alist upp við hana"

Hugarburður verður ekki að sannleika þótt margir trúi honum...


Alex - 29/12/05 20:07 #

if there is a god then my dick is made of gold

ég get afsannað að bíblian sé sönn mjög fljót í einu versinu þá mun guð drepa þig ef þu segjir eitthvað ljót um hann humm lets try that out shall we ? Guð er ekki til og jesu var geðbilaður vitleysingur sem kom í gang einhverji hina versta kjaftæði sem hefur gerst í mannkynsögu

Guess what im still alive and god hasnt struck ed me down

Giska að bíblain sé ekki sönn núna ha?


Hamingja og Hatur - 30/12/05 00:36 #

[Athugasemd færð á spjallið þar sem hún tengist ekki efni greinarinnar]


Gunnar - 30/12/05 23:51 #

Var biblín bara ekki saminn til að vernda þá sem eru hæst settir í samfélaginu og láta hina sem eru það ekki sætta sig við með því að trúa á Guð. Það er alveg merkilegt hvað þessir menn á Omega geta blaðrað og bullað um þessar furðusögur eins og þetta hafi gerst í gær. Siðferðið í kristinni trú er fínt ekki furðusögurnar og kraftaverkinn er aftur móti erfitt að færa skynsemis rök fyrir og hvað þá þessa blessuðu sköpunarsögu.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.