Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Nostradamus (1503-1566)

nostradamus.gif Michel Nostradamus var franskur læknir og stjörnuspekingur sem var uppi á 16. öld. Nútímafylgjendur hans líta á hann sem spámann. Spádómar hans hafa eiginleika sem eru töfrum líkastir: þeir eru ruglingslegir og óljósir áður en þeir atburðir gerast sem spáð var fyrir um, en verða svo kristaltærir eftir að atburðirnir eiga sér stað.

Nostradamus samdi fjögurra ljóðlínu vers eða ferskeytlur og eru þær 100 saman í svokölluðum öldum. Efahyggjumenn telja að „spádómar“ Nostradamusar séu að mestu leyti bull. Tökum dæmi:



L'an mil neuf cens nonante neuf sept mois
Du ciel viendra grand Roy deffrayeur
Resusciter le grand Roy d'Angoumois.
Avant après Mars régner par bonheur.

Árið 1999 í sjöunda mánuði
mun koma frá himnunum hinn mikli Ógnarkonungur
til að lífga við hinn mikla konung Mongóla. Fyrir
og eftir mun Mars ríkja gæfusamlega. (X. 72)

Fyrir júlí 1999 höfðu ekki einu sinni hörðustu fylgjendur Nostradamusar hugmynd um merkingu þessara orða. Samt sem áður, eftir að John F. Kennedy Jr., eiginkona hans Carolyn Bessette og systir hennar Lauren Bessette, dóu í flugslysi 18. júlí 1999, þröngvuðu eftiráspámennirnir atburðinum til þess að passa við „spádóminn“. Hér er eitt dæmi sem tekið er af Netinu:

Gæti hrap flugvélar John F. Kennedy Jr. í júlí 1999 komið heim og saman við línuna „mun koma frá himnunum hinn mikli Ógnarkonungur“? Gæti ótti mannsins við dauðann og líkamleg meiðsli verið hin fyrirætlaða skilgreining á „Ógnarkonungi“? Það gæti verið mögulegt!

„Það gæti verið mögulegt“ - - þarna er rétt tekið til orða. Einhverjir fylgjendur héldu að ef til vill hafi Nostradamus átt við sólmyrkvann sem varð 11. ágúst 1999. Enn aðrir óttuðust að geimfar frá NASA ætti eftir að hrapa til jarðar.

Sumir halda því fram að Nostradamus hafi spáð fyrir um Challenger geimferjuslysið sem varð 28. janúar 1986. Að sjálfsögðu þá áttuðu þeir sig ekki á því að hann hafði séð það fyrir, fyrr en það var um seinan. Hér er sá hluti sem átt er við:

D'humain troupeau neuf seront mis à part,
De jugement & conseil separés:
Leur sort sera divisé en départ,
Kappa, Thita, Lambda mors bannis égarés.

Úr hjörð mannanna munu níu verða sendir burt
aðskildir frá dómi og lögum
örlög þeirra verða ráðin við brottför
Kappa, Þeta, Lambda hinum útlægu dánu skjátlast.

Thiokol framleiddi gallaða O-hringinn sem slysinu var kennt um. Í nafninu er ‘k’, ‘th’ og ‘l’. Það skiptir ekki máli að það voru sjö sem dóu, ekki níu. Það sem eftir stendur er nógu óljóst, þannig að það gæti passað við marga atburði.

Harðir fylgjendur, eins og Erika Cheetham (The Final Prophecies of Nostradamus, 1989), trúa því að Nostradamus hafi séð fyrir uppfinningar eins og sprengjur, eldflaugar, kafbáta og flugvélar. Hann hafi spáð fyrir um brunann mikla í London (1666) og valdatöku Adolph Hitlers og marga aðra atburði.

Efahyggjumenn eru gagnrýnir á hvernig ferskeytlur Nostradamusar hafa verið túlkaðar (Randi 1993). Hér er sýnt hvernig James Randi og Cheetham lesa úr einni af frægustu ferskeytlunum, sem á að sögn að spá fyrir um hvernig Adolph Hitler kemur til valda í Þýskalandi:

Bêtes farouches de faim fleuves tranner;
Plus part du champ encore Hister sera,
En caige de fer le grand sera treisner,
Quand rien enfant de Germain observa. (II.24)

Útgáfa Cheetham:

Hungraðar skepnur munu fara yfir árnar
Stærstur hluti baráttunnar mun vera á móti Hitler.
Hann mun valda því að miklir menn verða dregnir inn í járnbúr.
Þegar sonur Þýskalands lútir engum lögum.

Útgáfa Randi:

Svangar skepnur munu synda yfir ár.
Mest af hernum mun vera beitt gegn Neðri-Dóná.
Sá mikli mun vera dreginn inn í járnbúr.
Þegar að bróðir barnsins mun ekki taka eftir neinu.

Það virðist ekki vera mikið vit í hvorugri þýðingunni, en að minnsta kosti gerir Randi sér grein fyrir að með „Hister“ er átt við landsvæði, ekki persónu. Það sama á annars við um „Germaníu“, þar er vísað til forns hluta Evrópu, norðan við Dóná og austan við Rín. Það gæti einnig verið vísun í hluta Rómarveldisins, svæði sem nú er norðaustur Frakkland og hluti af Belgíu og Hollandi. (Vegna þess að Hister er gamalt nafn á Dónársvæðinu nálægt bernskustöðvum Hitlers, halda sumir að greinilega hafi verið vísað til hans.)

11. september, 2001

Eftir flugrán hryðjuverkamanna og árásirnar á Bandaríkin 11. september, 2001, komst á kreik orðrómur um að Nostradamus hafi spáð fyrir um þessa atburði. Þessar ferskeytlur áttu að sanna það:

Á ári nýrrar aldar og níu mánaða,
mun koma frá himnunum hinn mikli Ógnarkonungur.
Himinninn mun brenna á fjörtíu og fimm gráðum.
Eldur nálgast hina miklu nýju borg.

Í York borg mun verða mikið hrun,
2 tvíburar rifna sundur vegna ringulreiðar.
Meðan virkin falla mun leiðtoginn mikli bíða lægri hlut.
Þriðja stóra stríðið mun byrja meðan borgin mikla brennur.

Þessar ferskeytlur eru göbb. Fyrstu tvær línunar virðast vera teknar frá ferskeytlu 72, Öld X og þeim breytt:

L'an mil neuf cent nonante neuf sept mois,
Du ciel viendra un grand Roi d'Angoumois

Eða á íslensku:

Árið 1999 í sjöunda mánuði
mun koma frá himnunum hinn mikli Ógnarkonungur.

Það er ekkert minnst á „nýja öld og níu mánuði“ í verkum Nostradamusar.

Næstu tvær línur eru úr Öld VI, ferskeytlu 97:

Cinq et quarante degrés ciel brûlera,
Feu approcher de la grand cité neuve,

Eða á íslensku:

Himinninn mun brenna á fjörtíu og fimm gráðum.
Eldur nálgast hina miklu nýju borg.

Einhverjir þeirra sem stóðu að þessum orðrómi gátu sér til um það að 45 gráðurnar vísuðu til breiddargráðu New York borgar, en í Central Park er breiddargráðan 40° 44’ N. Engir nema mestu þverhausar gætu fengið „himinninn mun brenna á fjörtíu og fimm gráðum“ til að passa við hryðjuverkaárásirnar. Síðari hluti VI.97 er eftirfarandi:

Instant grand flamme éparse sautera,
Quand on voudra des Normans faire preuue,

Eða á íslensku:

Á augabragði mun mikill eldur brjótast út á stóru svæði. Þegar einhver mun vilja sannanir frá Normönum.

Það eina í þessum ljóðlínum sem minnir eitthvað á atburðina er það að minnst er á „mikinn eld“. Jafnvel þeir vitgrönnustu gætu verið nógu skýrir til að finna leið sem tengir „Normana“ sem gefa „sannanir“ fyrir því sem gerðist.

Það eina sem er ógeðfelldara en þessar blekkingar eru miðlar eins og Sylvia Browne, Particia Lane og James Van Praagh sem halda því fram að þau hafi séð fyrir árásirnar, eftir að þær áttu sér stað. Browne var jafnvel svo ófyrirleitin að halda því fram að hún gæti ekki sagt okkur nákvæmlega frá atburðunum, áður en þeir gerðust, vegna þess að hún er ekki „alvitur“. Maður þarf ekki að vera skyggn til að gera sér grein fyrir því.

Samkvæmt síðu um nútíma þjóðsögur sem Barbara og David P. Mikkelson halda úti, var ein af fölsuðu ferskeytlunum samin 1997 af Neil Marshall, þá stúdent við Brockháskólann (Kanada). Marshall vildi „sýna ... að skrif Nostradamusar eru svo óræð að hægt er að túlka þau þannig að þau geti þýtt nánast hvað sem er.“ Ef við höfum einhvert ímyndunarafl, getum við þröngvað hér um bil hvaða atburði sem er til að passa við einhvern hluta af spádómum Nostradamusar, eða Bob Dylans ef því er að skipta. Árið 1981 samdi Dylan lag sem heitir Angelina, sem er álíka augljós spádómur fyrir 11. september eins og hvað sem er sem Nostradamus gaf frá sér.

There's a black Mercedes rolling through the combat zone....
Your servants are half-dead, you're down to the bone....
I see pieces of men marching, trying to take heaven by force....
In the valley of the giants where the stars and stripes explode....
Begging God for mercy and weeping in unholy places.

Að lokum eru það skoðanir Jean-Claude Pecker við Collège de France í París. Hann heldur því fram að Nostradamus segi ekki frá atburðum sem eigi eftir að gerast, heldur samtímaatburðum og þeim sem gerðust fyrr á tímum. Samkvæmt Pecker þá dulbjó Nostradamus „þá í einhver konar franskt dulmál“ vegna þess „að á hinum erfiðu tímum sem hann lifði á“ var hann „stöðugt í hættu.“ (Skeptical Inquirer, september/október 2001, bls. 81).

Það var þó eitt sem Nostradamus spáði ekki fyrir um, að hann ætti eftir að verða eins manns atvinnuvegur á 20. og 21. öldinni. Bókaútgáfur eiga aldrei eftir að verða gjaldþrota meðan þær halda áfram að prenta nýjustu spádómana sem teknir hafa verið úr handritum Nostradamusar.

Skeptic's Dictionary: Nostradamus

Lárus Viðar 30.09.2004
Flokkað undir: ( Efahyggjuorðabókin )

Viðbrögð


Kalli - 30/09/04 02:01 #

Almennilegt, góð grein, vel skrifuð!


Eyjó - 30/09/04 11:24 #

Ég var að lesa í bók sem að var skrifuð 1965 þar sem að það var túlkað í einum spádómnum að árið 2000 myndi parís eyðast vagna mann-gerða fugla sem að komu úr austrinu.... "man made birds coming from the east" soldið spooky þar sem að parís var new york fimmtándu aldar. Og þetta var skrifað löööngu fyrir ellefta september og höfundurinn bullaði einhvað um eldflaugar frá kína en ekki arabíska hermdarverkamenn.


Aiwaz (meðlimur í Vantrú) - 30/09/04 12:00 #

LOL, í fyrsta lagi átti borgin að EYÐAST en ekki bara tvö hús að hrynja. Í öðru lagi var það PARÍS en ekki New York. Í þriðja lagi var það árið 2000 en ekki 2001. Það er því EKKERT spooky við málið. Það sem mér finnst hins vegar mjög spooky er að árið 2004 finnist einhverjum þetta kjaftæði spooky. :o)

93


séheiminílogum - 30/09/04 13:13 #

Það er alltaf gott þegar maður getur valið heimildir af netinu til að vitna í, verð nú bara að segja að mest allt sem að ég hef lesið á netinu um Nostradamus er rugl. Bæði það sem öfgaefahyggjumenn ,eins og höfundur þessarar greinar, skrifa og það sem hinir trúuðu skrifa, báðir hópar blindast af litlum hlutum sem eiga að sanna mál þeirra. Þú segir t.d. ekkert um Nostradamus nema það sem hann skrifaði, en ekkert um Nostradamus eða hvernig maður hann var, hvernig lífi hann lifði og talaðir ekkert um ofskynjunarefnaneyslu hans, en mér finnst mikilvægt að minnast á eitthvað af þessu þegar það er talað um N. En út í aðra sálma, finnst ykkur samt ekki að fólk eigi ekki að mynda svona sterkar skoðanir á því sem er ekki hægt að ákvarða hvort sé rétt eða hvort sé rangt. Um leið og eitthver sannar að Guð sé til eða hann sé ekki til, þá skal ég mynda mér allgera og fasta skoðun um tilvist hans, sama með spádóma Nostradamusar. Meira að segja að ef þið eruð tótal efnishyggjumenn og viljið ekki viðurkenna tilvist andans heldur að allt sé efni og allir atburðir efnafræðilegar afleiðingar, þá ættuð þið að geta viðurkennt að það sé hægt að spá fyrir um framtíðina þar sem að allt er afleiðing eitthvers annars. Efnishyggjumönnum ætti þá ekki að koma á óvart að eitthver hafi séð fyrir framtíðina þar sem að hún er eins og stórt reiknisdæmi sem fæst okkar geta reiknað, þeim ætti heldur ekki að finnast skrítið að þeir sem hafa reiknað út framtíðina hafi skeikað smá. Það er til svo margt skrítið í heiminum og þá má maður ekki vera komin með svörin svona á hreynt því þá sér maður ekki sannleikan þegar hann blasir við manni!!! Þið verðið að horfa á málin frá meira ein einu sjónarhorni. En svona greinar hjálpa manni að sjá ákv hlið á málunum, þannig að keep up the work!!


Bjarki - 30/09/04 18:03 #

Þetta var fróðleg grein, en illa orðuð og bjagaleg á köflum.Mig grunar að það haf verið þýtt beint upp úr bók, en ekki farið í nákvæma heimildarvinnu. Þetta er í fyrsta sinn sem ég fer inn á þessa síðu og verð að óska ykkur til hamingju með skemmtilegt vefrit.

Einnig vil ég benda Herra séheiminnílogum á nokkur atriði varðandi rök hans um Nostradamus og "spádóma" hans.

Í fyrsta lagi þá er ekki nauðsynlegt skilyrði að þekkja til mannsins Nostradamusar til að geta tekið ákvörðun um hvort eitthvað sé til í því sem hann segir. Það þarf ekki að taka tillit til hvernig maður Darwin var til að mynda sér skoðun á þróunarkenningunni til dæmis.

Sérheiminnílogum fer svo út í trúarlega sálma og telur fólk mynda sér of sterkar skoðannir, sjálfur hefur hann ekki skoðanir nema á hlutum sem eru sannaðir. Þetta er eins og hafa skoðun á því að himininn sé blár eða að hlutir falla til jarðar vegna þyngdarafls. Þegar spurður um þyngdaraflið er sérheiminnílogum fylgjandi því, því það er sannað að það sé til. Skoðanir eru byggðar á rökum Herra sérheiminnílogum. Við metum rökin og tökum ákvarðanir útfrá þeim. Annað er heimskulegt.

Loks telur sérheiminnílogum að allir efnishyggjumenn vera nauðsynlega vísindalega nauðhyggjumenn (að allt sé fyrirfram ákveðið). Það er einfaldlega rangt. Flest allir skammtafræðingar líta svo á að ekki sé hægt að vita fyrirfram hreyfingu lítilla agna sem kallast kverkar.

Einnig myndum við ekki vita allt sem gerðist í heiminum þrátt fyrir að vita hreyfingar allra atóma. Til að byrja með er sá möguleiki, að vita stöðu allra atóma í heiminum og hreyfingu þeirra ekki bara "stórt reikningsdæmi" eins og séheiminnílogum vill halda fram heldur er tala þeirra óendanleg í merkingunni, ef að byrjað yrði að telja þau yrði sú talning aldrei búin. Það yrði of stór biti fyrir hvern sem er, jafnvel fyrir Nostradamus.

Einnig gætum við ekki vitað allt í heiminum þrátt fyrir að vita stöðu atóma því að efnafræði er á allt öðru þekkingarstig en mannlegt atferli. Til eru menn, kallaðir smættahyggjumenn, sem halda fram að hægt sé að smætta (minnka) allar greinar vísinda niður í eðlisfræði. Þannig væri hægt að smætta sálfræði niður í lífefnafræði og lífefnafræði niður í eðlisfræði og þannig væri hægt að segja til um allt sem mennirnir myndu gera í framtíðinni ef að vitað væri um stöðu allra atóma og hreyfingu þeirra. Þetta er þó ekki hægt því þó að mennirnir, samkvæmt efnishyggjumönnum, eru gerðir úr efni er ekki hægt að smætta þá og gjörðir þeirra í eðlisfræði því að á hverju þekkingarstigi sem ofar er farið, frá eðlisfræði yfir í lífefnafræði og svo í sálfræði, þá bætast við eiginleikar sem ekki voru til staðar á lægri stigum. Þetta er eins og að ekki er hægt að hjóla á pörtum úr hjóli.

Til að hjóla þurfa allir hlutirnir að mynda hjól. Heildin er stærri en summa hlutanna. Eins er ekki hægt að vita hvað mennirnir munu gera þó við höfum lögmál eðlisfræðinnar. Eins geta menn ekki ráðið framtíðina þó þeir hafi óráðstal sextándu aldar frakka.


Lárus Viðar (meðlimur í Vantrú) - 30/09/04 18:28 #

Til upplýsingar þá eru greinarnar í Efahyggjuorðabókinni einungis beinar þýðingar af vefsíðunni The Skeptic's Dictionary.

Illa orðuð og bjagaleg á köflum já, það er eins gott að ég móðgast ekki auðveldlega :þ


Lilja - 30/09/04 21:06 #

Eitthvað finnst mér þessi vantrú hrikalega sorgleg, en annars ágætlega vel skrifuð grein. Ekki myndi ég vilja lifa svona neikvæðu lífi...


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 30/09/04 21:46 #

Við erum ákaflega jákvæðir hérna á Vantrú. Annars ættirðu að líta á þín eigin orð, mér þykir þú allavega neikvæð og leiðinleg.


Birgir Hrafn - 30/09/04 22:09 #

Þetta var áhugaverð grein, og vil ég bara koma því á framfærir.

Enn ef þið lesið Brave new world þar er talað um aðhæt sé að farafrá london til bandaríkjanna á 6 tímum sléttum , ég held samt að höfundur hafi ekki verið að spá neitt sérstaklega framm ítímann.


OE - 30/09/04 22:54 #

Mér finnst þessi spádómur þó bestur:

"In the year of the new century and nine months, some wanker will make up stuff that I didn't actually say or mean" -- Nostradamus 1654


Hreinn Hjartahlýr - 30/09/04 23:04 #

quote: Efahyggjumenn telja að „spádómar“ Nostradamusar séu að mestu leyti bull?

En ekki öllu??

Nostradamus var ekkert merkilegri en ég. Ég get ráðið framtíðina alveg eins og hann. Fortíðin er mér hins vegar hulin.

Afsakið, ég er bara svo neikvæður í mínu lífsviðhorfi, vildi að ég gæti trúað rugli og liðið betur. Not.


Lárus Viðar (meðlimur í Vantrú) - 30/09/04 23:29 #

Ef marka má menn á borð við Jean-Claude Pecker, þá er e-ð til í þessum "spádómum". Þá þannig að verið er að lýsa samtímaatburðum Nostradamusar, ekki óorðnum.

Þannig að þeir eru ekki endilega að öllu leyti bull.


Auðunn Axel - 01/10/04 01:03 #

Ágætis þýðing.. segir allt sem segja þarf um mistúlkun á "spádómum" Nostradamusar en hann var í raun var bara að skrifa skáldsögu í frítímum sínum þar sem honum leiddist hrikalega (þar sem þetta voru nú svo erfiðir tímar). Sé hreinlega heldur ekkert sorglegt, Linda, við það að trúa því ekki að Nostradamus hafi ekki verið að spá fyrir um nokkurn skapaðan hlut og að hægt sé að túlka hann á svona rúmlega 1000 vegu út frá einni ferskeytlu. Og hvernig ætti einn maður á ofskynjunarlyfjum, séheiminílogum, að geta reiknað hvern einasta atburð fram í tímann? Hann þyrfti að taka með í reikninginn hvað hver og einn var að hugsa um á hverjum tíma, hvaða fluga var að pirra hvern hvenær og hvaða ryk-korn það var sem fékk móður Hitler til að hnerra sem leiddi til að hún hitti föður Hitlers einhverjum 24 dögum síðar... Think about the butterflies! The butterflies! Og effectinn sem þessi fiðrildi hafa.


séheiminílogum - 01/10/04 02:17 #

Ég sagði ekki að nostradamus gæti hafa reiknað út framtíðina ég sagði að jafnvel mestu efahyggjumönnum gætu samþykkt að það væri hægt að reikna(sjá) út framtíðina. Þú þarft ekki að horfa á stöðu allra atóma hvað fluga gerir á vegg til að geta getið þér til hvað gerist þegar maður dettur niður af hári byggingu, þú getur gert þér í hugalund hvað gerist hverjar afleiðigarnar verða, er svo vitlaust að halda að eitthver geti reiknað það langt fram í framtíðina til að fólk gæti haldið að sá hinn sami væri skyggn. Ég var þá aðalega að hugsa um þar sem var verið að tala um miðla sem eru nær okkur í nútíðinni. Og jú ég tel mikilvæt að þekja til Nostradamusar og segja öðrum frá honum áður en er farið að segja fólki hvað þessi ljóð hans eru. Sjálfur vill ég ekki segja öðru fólki hvað þau eru þar sem að ég veit það ekki. Ok þetta er kannski allt saman bjagalega skrifað og kannski eitthvað af stafsetningarvillum, en ég er með lesblindu af háu stigi og skrifaði þetta í flýti, en miðað við það sem ég hef séð aðra segja t.d. Auðunn Axel og Bjarka eru fleirri hérna sem eru lesblindir!!


séheiminílogum - 01/10/04 02:30 #

Já Bjarki ég talaði heldur aldrei um alla efahyggjumenn heldur tótal efahyggjumenn eins og ég kýs að kalla þá, það eru ekki allir efahyggjumenn á sömu skoðun. Og ég sagði ekkert um að hafa engar skoðanir á því sem er ekki hægt að sanna og er jafn tvírætt hvort Guð sé til, heldur talaði ég um að mynda sér sterkar skoðanir. Ég tel að fólk geti haft skoðanir á þessum hlutum, en þær þurfa ekki að vera svona einhliða. Svo lét ég alderi skoðun mína í ljós á N. en hann gæti hafa verið sýruhaus, skyggn eða bara skáld og kannski eitthvað annað, það er mín skoðun.


séheiminílogum - 01/10/04 04:46 #

já og í seinni póstunum átti þetta að vera efnishyggjumenn ekki efahyggjumenn, var að lesa um þá í dag, lík orð og ég ruglaði þeim saman :-/


Vésteinn Valgarðsson (meðlimur í Vantrú) - 01/10/04 10:44 #

Hmm... þannig getur maður sagt fyrir um framtíðina: Á árinu sem apinn snýr sér og marhnútarnir stynja mun, á fimmta fimmtudegi eftir fimmta fimmtudag, erindreki hins aftursnúna farið í hálfhringjum 77° í norðvestur, ráðfæra sig við Neptúnus og salta engifer-fólkið. Sjáið bara hvort þetta rætist ekki!


gummih - 01/10/04 13:31 #

lesið eftirfarandi texta síðan 1972: "At 0946 GMT on the morning og September 11 in the Exceptionally beautiful summer of the year 2077, most of the inhabitants of Europe saw a dazzling fireball appear in the eastern sky. Within seconds it was brighter than the Sun, and as it moved accross the heavens-at first in utter silence-it left behind it a churning column of dust and smoke" - Rendezvous with Rama, Arthur C. Clarke Hversu "augljós" spádómur um 911 hefði þetta verið ef Nostradamus hefði skrifað þetta?


Vésteinn (meðlimur í Vantrú) - 01/10/04 15:08 #

mjög ó-augljós ef þú spyrð mig


Slick - 01/10/04 17:46 #

Jæja þá þið eruð allveg að missa´þa! Þið getið ekki sannað neitt um Nostradamus, né afsannað. Eg hef nú ekki mikið álit a N. en Það var margt merkilegt rugl í gangi þarna hjá honum ,satt? ekki Satt? Það mun enginn vita. Eg held að það sé bara best fyrir ykkur að hlusta á Ný Dönsk p.s. nobody likes an Wiseass!


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 01/10/04 19:38 #

Nostradamus var ekkert merkilegri en ég. Ég get ráðið framtíðina alveg eins og hann. Komandi tíð mun verða hörð en bærileg.

Jamm, ég hlusta á lagið Nostradamus, oft, mjög hrifinn af Ný Dönsk. Í þessu lagi er verið að hæðast að nýaldarhreyfingunni sem var upp á sitt versta á þessum tímum. Nostradamus er tekinn fyrir og í raun er sagt að ef þú er nógu óljós í orðum þá sé hægt að túlka hvað sem er á þann hátt á spádómar hafi ræst.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.